Fordæmi fyrir Kost að kæra Bónus

Ólafur Adolfsson, fyrrverandi knattspyrnukappi og nú apótekari á Akranesi, hefur lagt Lyf og heilsu að velli með miklum mun, eða hundraðmilljónir - núll, eftir að keðjan reyndi að þröngva honum út af markaðinum með bolabrögðum.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur nú staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Lyf og heilsa hafi beitt ólöglegum brögðum til að reyna að koma Ólafi á hausinn, strax eftir að hann opnaði apótek sitt á Akranesi og átti sú aðgerð að verða öðrum til viðvörununar um að leggja ekki í samkeppni við Wernerbræður, sem þekktir eru af ýmsu misjöfnu í viðskiptalífinu undanfarin ár.

Þessi úrskurður ætti að vera fordæmi fyrir Gerald Sullenberger að kæra Bónus vegna þeirra samninga sem Bónus hefur gert við birgja um sérkjör sér til handa, en þeim kjörum er viðhaldið með hótunum um að loka á viðskipti við viðkomandi, selji hann öðrum vörur á sömu kjörum og Bónus fær.

Það hefur komið fram, að íslenskir heildsalar og framleiðendur þora ekki að selja versluninni Kosti vörur á eðlilegum kjörum vegna hótana frá Bónus og því ætti þessi niðurstaða Áfrýjunarnefndar samkeppnismála að verða fyrirmynd fyrir aðra, að láta markaðráðandi fyrirtæki ekki komast upp með að drottna yfir markaði, með yfirgangi og hótunum.

Reyndar ætti ekki að þurfa að kæra Bónus sérstaklega, því öllum er kunnugt um vinnubrögð ráðamanna fyrirtækinsins og Samkeppniseftirlitið ætti að taka upp hjá sjálfu sér, að rannsaka gerðir og framkomu eigenda og stjórnenda þessa fyrirtækis í garð samkeppnisaðila.

Þessi úrskurður gefur alla vega svolitla von fyrir smáu aðilana í verslunarrekstri.


mbl.is Lyf & heilsa greiði 100 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Lyf og heilsa hlýtur dóm fyrir lögbrot. Á heimasíðu Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa dóm, sem fyrirtækið hlaut þ. 27. apríl s.l. og á heimasíður Hæstaréttar, www.haestirettur.is má lesa dóm, sem Karl Wernersson hlaut. Það hefði mátt koma fram í fréttinni, að framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu heitir Guðni B. Guðnason. Vafasamur heiður það :)

Steini (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 21:24

2 identicon

Thad er leitt ad sjà, ad jafn virdulegt blad og Morgunbladid skuli vera med auglysingar frà Lyfjum og hielsu à forsìdu netùtgàfunnar.

Steini (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband