Höfuðvígi ESB að klofna?

Nýja flæmska fylkingin, virðist vera orðinn stærsti flokkurinn á Belgiska þinginu, eftir kosningarnar í dag, en flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að kljúfa Belgíu í tvö ríki, flæmskumælandi ríki og frönskumælandi.  Lengi hefur verið óeining á milli málsvæðanna í Belgíu og aldrei hafa verið meiri líkur á klofningi landsins, en einmitt nú.

Höfuðstöðvar ESB eru í Belgíu og venjulega er því haldið fram af ESBsinnum, að samkenndin og einingin sé svo mikil innan og milli aðildarríkjanna að brýn nauðsyn sé fyrir Íslendinga að koma sér inn í þetta bræðralag einingar og sátta.

Í fréttinni segir m.a:  "Raunveruleg hætta er talin á því að landið klofni. Finnst mörgum einkennilegt að land sem hýsir höfuðstöðvar Evrópusambandsins skuli vera við það að leysast upp. Belgar eiga að taka við formennsku í ESB í júlí."

Það er sannarlega athyglisvert að ríki, sem er við það að liðast í sundur, skuli vera að taka við forystuhlutverki í því að halda saman í einum hópi 27 ólíkum ríkjum Evrópu, allt frá Danmörku suður til Grikklans og frá Rúmeníu í austri til Írlands í vestri.

Sennilega fer á endanum fyrir "Evrópuhugsjóninni" eins og gamla draumnum, sem var orðaður svona:  "Öreigar allra landa sameinist".


mbl.is Flokkur aðskilnaðarsinna sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Belgía er eitt að stofnríkjum ESB, það er ekkert sérstakt höfuðvígi ESB frekar en önnur aðildarríki þess. Annars er málum þannig komið fyrir að Brussel er sjálfstjórnarsvæði innan Belgíu. Þannig að þó svo að Belgía klofnaði upp í tvö lönd, þá mundi það ekki hafa neinar stórar breytingar á Brussel í sjálfu sér.

Annars reikna ég ekki með því að Belgía klofni. Það er almennt mikil andstaða við slíkt innan Belgíu, þá sérstaklega hjá hinum frönskumælandi hluta Belgíu að mér skylst. Þegar ég var þarna árið 2007 var mikið talað um þetta einnig, en ekkert hefur breyst síðan og ég reikna ekki með því að þetta breytist. Þó svo að margir aðilar hafi um það stór orð hérna og erlendis.

Jón Frímann Jónsson, 13.6.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Brussel er höfuðborg Belgíu og ekkert sjálfstjórnarsvæði, að öðru leiti en því að hún er sérstakt sveitarfélag, alveg eins og Reykjavík er sérstakt sveitarfélag, án þess að hægt sé að kalla hana "sjálfstjórnarsvæði innan Íslands".

Að öðru leiti fer maður nú ekki að standa í orðaskaki við þig, Jón Frímann, því annan eins staurblindan ESBunnanda verður aldrei hægt að finna innan ESB, enda telur þú þig vita allt betur um ESB en nokkurn annan í þessari veröld.

Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þú veist afskaplega fátt, og tekur illa í það þegar þér er kennt eitthvað nýtt. Reyndar er það þannig að Brussel er með sitt eigið þing og stjórn. Borgin Brussel er hinsvegar höfuðborg Belgíu er annað svæði innan Brussels, sem er eins og áður segir sjálfstjórnarsvæði innan Belgíu með sitt eigið þing.

Þetta skiplag er sérstaklega sett fram í stjórnarskrá Belgíu, grein 194. Sjá nánar hérna.

Jón Frímann Jónsson, 13.6.2010 kl. 21:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er námfús, en engu máli skiptir hvernig Brussel er stjórnað núna, sem slíkri, heldur hvernig framtíðarstjórnskipulagi Belgíur verður háttað.

Það eru til fleiri Wickipedia síður um Brussel, t.d. þessi og þar er nú ekki talað um þetta sjálfstjórnarsvæði.

Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2010 kl. 21:56

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslenska greinin er ófullnægjandi, og hefur ekki allar upplýsingar þar. Hinsvegar hefur enska greinin þessar upplýsingar og ég vísa í þær. Hérna er wiki vefsíða um þing Brussel svæðsins, þetta gildir ekki um höfuðborgina Brussel, enda er sú borg ekki með þing.

Jón Frímann Jónsson, 13.6.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband