Jónína Ben. alltaf umdeild

Það hefur lengi gustað um Jónínu Ben. og var hún t.d. úthrópuð af Baugsveldinu og velunnurum þess á tímum Baugsmálsins svokallaða, en síðar meir fékk hún algera uppreist æru vegna þess máls og var þá tekin í sátt af almenningi, að mestu leiti og til hennar hefur ríkt jákvætt viðhort síðan.

Hún er þó sífellt fréttaefni og hjónaband hennar og Gunnars í Krossinum vakti mikið umtal, þó það hafi meira verið á gamansömum nótum, en rætnum.  Á síðustu árum hefur Jónína staðið fyrir Detox meðferðum, fyrst í Póllandi en nú hér á Íslandi, sem notið hafa mikilla vinsælda og þeir sem reynt hafa, hafa gefið góða umsögn og talið sig líða mun betur á eftir, bæði líkamlega og andlega.

Ekki veit ég nákvæmlega hvernig þessi Detoxmeðferð er í smáatriðum, en að því er manni skilst er ristilhreinsun í boði fyrir þá, sem það vilja, án þess að það sé nokkur skylda í meðferðarprógrammi Jónínu.  Því er það alvarlegur hlutur, þegar læknar, sem telja sig missa spón úr aski sínum, ráðast að Jónínu og meðferð hennar með ofstopa, dylgjum og ósannindum, til þess að reyna að koma inn vantrú hjá fólki á þessu heilsuátaki hennar.

Svanur Sigurgeirsson, læknir, hefur verið í fararbroddi árásarlæknanna og segir hann að dæmi séu um amöbudsýkingar í görnum eftir ristilskolanir þar sem notast hefur verið við óhreinan tækjabúnað.  Ekki heldur hann því þó fram að hjá Jónínu sé notast við óhreinan tækjabúnað, né hafa læknar bent á eitt einasta dæmi um að fólk hafi veikst í meðferðinni, eða orðið meint af á nokkurn hátt.

Svona atvinnurógur gegn meðferð, sem ætlað er að auka vellíðan fólks, andlega og líkamlega, er algerlega óþolandi, enda ekki annað að sjá, en læknar séu að verja sína eigin hagsmuni með þessum árásum á Jónínu Ben.

Jónínu er óskað góðs gengis í baráttunni við "læknamafíuna".


mbl.is Ristilskolun og sníkjudýr í görnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha... Vá.. Er það Svanur sem er með dylgjur og ósannindi? Hefuru lesið skrif Jónínu.

Það þarf að stoppa þessa konu. Þetta nornakukl hennar á eftir að drepa einhvern. Enda er það bannað til dæmis í Kaliforníu. Ef þig vantar nöfn á fórnarlömb svona detox scammara þá eru hér örfá. http://whatstheharm.net/detoxification.html

En hey... Læknar og og lyfjafyrirtæki eru víst í einhverri svona "mafíu". Væntanlega vegna þess að þessir aðilar eiga pening. Það er alveg litið fram hjá því að gerfilyfjafyrirtækin eru alveg jafn stór alvöru lyfjafyrirtækjunum og allir þessir detoxara, natúrapatharar, hnykk"læknar" og allt það crap eru jafn stór samtök.

Stóri munurinn er sá að læknirinn reynir að svara fyrir sig með rannsóknum. En eins og við höfum séð Jónínu gera þá svara hinir fyrir sig með óheiðarleika og hótunum um kærur. Og þetta siðlausa skítapakk villt þú verja.

Það er skömm að því hvað anti-science hópurinn er stór hér á landi.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 15:18

2 identicon

Það rifjast upp fyrir manni áróður sá er dundi á hnykklæknum, en dó svo snarlega þegar í ljós kom að þeir voru langtum meira lærðir í öllu því sem sneri að hryggsúlunni en þeir sem í þá köstuðu steinvölum....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 15:37

3 identicon

@Jón Logi: Það er nú ekki alveg þannig. Það er nú málið með hnykklækningar að lang stærsti hópur hnykklækna eru hættir að stunda hnykklækningar. Það sem þeir stunda núna er bara það sama og sjúkraþjálfarar gera. Sem fær mann til að velta því fyrir sér af hverju þeir lærðu ekki bara það frekar. Gamla hugmyndafræðin um hnykklækningar, er varðar óskilgreint orkuflæði, frá 1890 er hægt og rólega að hverfa hinsvegar og er bara framkvæmd af litlum parti.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 15:52

4 identicon

Af hverju er það svo að Jónínu Ben sé frekar treyst með sínar galdralausnir heldur en lækni sem hefur lært sitt fag í 10+ ár? Það er hreint út sagt ótrúlegt þetta hatur og vantraust gagnvart læknum sem viðgengst á Íslandi og hefur komið betur í ljós í kjölfar þessa detox máls. Trúir fólk því virkilega að læknastéttin sem heild sé hrædd um að ,,missa spón úr aski sínum´´? Læknar vinna langflestir fyrir ríkið og fá ekkert meiri "business" með því að "rægja" Jónínu Ben. Má það vera að þeir hafi hag og heilsu almennings fyrir sjónum þegar þeir beina athyglinni að mögulegri skaðsemi svona skyndilausna og kukls sem Jónína Ben ástundar?

Blahh (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 17:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eins og fram kom í upphaflegu færslunni veit ég ekki nákvæmlega hvernig þessi Detoxmeðferð er, en hef hins vegar heyrt frá nokkuð mörgum aðilum, að þetta hafi gert þeim gott, bæði andlega og líkamlega.  Ekki hefur verið bent á dæmi, svo kunnugt sé, um fólk sem hefur orðið fyrir skaða af þessu.

Svon meðferðir eru í boði um alla Evrópu og víðar um lönd og ekki veit ég betur en Detoxmeðferðin, sem Jónína býður upp á í Póllandi, sé framkvæmd á heilsuhæli sem rekið er af lærðum lækni.  Ekki veit ég hinsvegar hvort Pólskir, eða annarra landa læknar berjast af sama krafti og þeir íslensku gera nú, á móti þessu.

Að öðru leyti er ég ekkert sérstaklega að verja þessa meðferð, eða Jónínu Ben., en hinsvegar finnst mér viðbrögð lækna ekki til sóma, þegar þeir dylgja um að þetta eða hitt geti skeð við meðferðina, án þess að benda á dæmi um það úr hópi viðskiptavina Jónínu.

Hálærðir læknar gera nokkuð oft mistök í starfi, þrátt fyrir lærdóm í 10+ ár, sem stundum hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinginn, þannig að þeir þurfa ekkert að leita út fyrir stéttina, til að finna afleiðingar þess, að nota ekki hreinan tækjabúnað og jafnvel þó tækjabúnaðurinn hafi verið tandurhreinn.

Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2010 kl. 18:12

6 identicon

Þá held ég að þú þurfir að lesa viðbrögð lækna yfir betur og viðbrögð Jónínu betur. Læknar hafa mótmælt mjög afmörkuðum parti þessa hótels hennar Jónínu. Þeir hafa gert það málefnalega. Þeir mótmæla því að ólæknismenntuð manneskja sé að hvetja alla til að hætta á lyfjum. Hlutur sem getur verið lífshættulegur og þeir benda á tilfelli þar sem að fólk hefur þurft að leita til bráðamöttöku vegna. Hvernig eru það dylgjur?

Læknar benda einnig á að ristilskolun getur haft alvarlegar afleiðingar. Og þegar að enginn læknir, hjúkrunafræðingur eða neinn með neinskonar læknismenntun er nálægt þá er ekki einu sinni víst að það komi í ljós neinar afleiðingar. Hvernig á einstaklingur með helgarmenntun í notkun græjunnar að vita hvort eitthvað sé að. Og af hverju eru það dylgjur að benda á mögulega, og skjalsetta, hættu. Og eins og þú segir þá getur læknir með 10+ ára menntun gert mistök og segir það ekki sig sjálft að ómenntaður aðili á í meiri hættu að gera mistök. Þetta er bara óþarfa áhætta sérstaklega miðað við það að það er fullvitað að þetta gerir ekkert gagn. Þetta skolar út skít sem var á leiðinni út hvort eð er innan nokkura klukkutíma. Það er enginn rök fyrir neinum mögulegum góðum áhrifum enda reyna þau ekki einu sinni að gefa upp neina mögulega virkni.

Já Detox er ekkert nýtt. Þetta er víða í evrópu og enn víðar í Bandaríkjunum. Enda var ástandið orðið svo slæmt þar að það þurfti að banna part af þessu í Kaliforníu. Þessi læknir í Póllandi er stór mystería. Engum blaðamanni hefur tekist að fá neinar upplýsingar um þennan lækni. Þar með talið um tegund menntunar og frá hvaða stofnun. En það telst hvort eð er varla mjög gott að hafa einungis náð einum lækni. Eitthvað las ég nú bloggsvar frá Jónínu um þetta og þá voru svörin eitthvað um ótta við útsendara lyfjafyrirtækja. :)

En það eru dylgjur í þessu málefni vissulega. Til dæmis er áróður Jónínu gagnvart þeim sem að dirfast að standa í vegi hennar. Aðstoðarlandlækni var mætt með allskonar ásökunum sem og hótunum um kærur ef hann héldi áfram að vinna sína vinnu. Svanur fékk nú meira að kenna á því. Honum er náttúrulega ekki treystandi sem trúleysingja og allir eiga að passa sig á honum. Hann er víst að ráðast gegn henni vegna þess að hann er í líkamsrækt með konu Hreiðar Más og þau eru í samstarfi saman um að gera útaf við hana vegna gamalla mála. Svör hennar við allri gagnrýni eru á þennan hátt. Þú stoppar mig bara ef þetta er farið að hljóma og líkt sjúklegu ofsóknarbrjálæði hjá henni.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 18:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki ætla ég að skera úr um hver ofsækir hvern í þessu máli, en þar sem manni skilst að þessi ristilhreinsun sé valkvæð og alls ekki aðalatriði meðferðarinnar, sem Jónína býður upp á, þá finnst manni þetta nú svolítið yfirdrifið allt saman.

Ekki viðurkenndu læknar nálastungur og kölluðu það mikið kukl, alveg fram á síðustu ár, að sumir þeirra eru farnir að vísa fólki á slíka "kuklara".  Læknar og lyfjafyrirtæki berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar "náttúrulækningum" og "náttúrulyfjum" þó mörg "viðrukennd" lyf eigi uppruna sinn í jurtum náttúrunnar.

Allt getur þetta verið afstætt og aldre hægt að vita hvort hreinir hagsmunir og þá hverjir, ráði umræðum um þessi mál öll.

Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2010 kl. 18:59

8 identicon

Þessi ristilhreinsun er partur af meðferðinni sem er boðið upp á þarna og mælt með þarna. Það að það sé rukkað sérstaklega fyrir framkvæmdina sjálfa tengist málinu ekkert. Það að fólk sé ekki neytt í hana tengist málinu heldur ekki enda ef fólk væri neytt í hana þá væru þau öll í fangelsi.

Nálastungur eru enn ekki viðurkennd læknismeðferð. Það er fátt hinsvegar sem hefur verið rannskað jafn vel og nálastungur og niðurstöðurnar eru gjörsamlega á hreinu. Það er að þær gera ekkert fyrir þig. Það er bara búið að skoða það mál í hönk og málið er orðið svart á hvítu með það. Sögur um lækna sem vísa á þetta hafa alltaf verið uppi en hvergi er þetta kennt né fréttist lítið af staðfestum tilfellum um þær framvísanir. Það að 3-4 læknar geri eitthvað hefur lítil áhrif á læknisfræðina.

Ekkert lyfjafyrirtæki berst með kjafti og klóm gegn lyfjum úr náttúrunni. Þvert á móti græða þau morfé á lyfjum sem þau finna í náttúrunni. Áður fyrr var þetta allt saman bara lyf. Svo kom vísindalega hugsunin í læknisfærðina og öll þessi lyf voru prufuð og það sem að virkaði varð að lyfjum á meðan að það sem virkaði lítið eða ekkert varð að náttúrulyfjum. Svo stofna þessi lyfjafyrirtæki undirfyrirtæki sem sjá um að selja þessi náttúrulyf fyrir þau og þau græða jafn mikið á þeim og hinu. Það er lítið um þessu litlu sjálfstæðu náttúrulyfjafyrirtæki sem þú virðist vera að hugsa um. Þetta eru sömu fyrirtækin bara með annað logo. Það er satt að stórfyrirtæki hafi ekkert siðferði samkvæmt eðli fyrirtækis. Þess vegna eru lyfjafyrirtæki með ströngustu löggjafir sem um getur og þess vegna þarf tugi rannsókna og tekur 10-15 ár að koma lyfi á markað. Engin slík löggjöf er hinsvegar um náttúrulyfin.

Læknarnir fá svo mánaðarlaun. Þeirra tekjur eru ekkert tengdar fjölda lyfseðla sem þeir ávísa. Samtök þeirra eru ekkert stærri eða ríkari heldur en samtök náttúrulækna og annara hluta. Ég á bara erfitt með að skilja af hverju einstaklingarnir eigi að hafa eitthvað ríkara siðferði þegar að það er búið að skrifa "náttúru-" fyrir framan starf þeirra?

Jón Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 19:19

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Grétar, þú virðist vera mikill sérfræðingur, bæði um lækna og lyfjafyrirtæki, enda greinilega rannsakað hvort tveggja algerlega ofan í kjölinn.  Það hef ég hins vegar ekki gert, en skipti mér líka lítið af því, hvað fólk gerir til þess að láta sér líða betur í lífinu, hvort sem það gerir það í samráði við lækna, fer í heilsurækt eða í Detoxmeðferð hjá Jónínu Ben.

Það er viðurkennd vísindaleg staðreynd að trú fólks á þá meðferð sem það fær, skiptir miklu um vellíðan, t.d. virkar lyfleysa í mörgum tilfellum jaf vel á sjúklinga og raunverulegt lyf.

Ef fólk vill eyða peningum og tíma í "óhefðbundnar" lækningar, þá er ég alveg sáttur við það, en geri það hins vegar ekki sjálfur.  Ég tek bara lyf sem læknar ávísa á mig, enda fer ég á "viðurkenndar" læknastofur, þegar eitthvað bjátar á.

Aðrir láta sér það ekki duga, og eins og áður sagði, er það mér að meinalausu.

Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2010 kl. 19:43

10 identicon

Vá ég held að það sé best að ég villi ekki á mér heimildir og kalli mig sérfræðing. :) Ég hef hinsvegar fylgst með þessari deilu í mörg ár og kynnt mér þessi atriði vel. Sérfræðingur á læknum og lyfjafyrirtækjum er ég samt enginn.

Og ég er ekkert ósáttur við það að Jónína Ben reki heilsuhótel. Ég vissi lítið hver þessi manneskja var fyrr en þetta detox kom. Eitthvað man eftir nafninu á henni frá gamla daga en man lítið af hverju það var. Og mér er líka 100% sama þó að fólk fari í nálastungur, hnykklækningar og allt það. Reyndar ætti það að forðast að senda börn í slíkt en það er annað mál. Ég geri allskonar skrítna hluti án þess að þurfa alltaf að vera rökstyðja þá þó að flestir séu þeir nú saklausir.

Eina sem pirrar mig er þegar að reynt er að breiða yfir mögulega hættu, sama hversu lítil eða mikil hún er. Sem og þegar að of stór loforð eru gerð um virkni sem geta valdið heilsulitlu og vonlitlu fólki til að missa nær allt sitt fé. Slíkir hlutir geta eyðileggt og hafa eyðilagt heilar fjölskyldur.

Svo er aldrei ofmetin hættan sem getur orðið til af því að svona hlutir fresti eða komi í veg fyrir að það leiti sér sérfræðihjálpar. Það eru endalaus dæmin af fólki sem hefur byrjað á því að leita til hómopatans(þetta er vatn) og fleira í þeim dúr en þegar það loks slugsast til læknis þá kemur krabbamein í ljós sem nú er of seint til að gera neitt í.

Þess vegna tel ég bara að það sé siðferðisleg skylda til þess að benda á þessa hluti.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 19:56

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er alveg rétt hjá þér, Jón Grétar, með hættuna um að fólk fari ekki nógu snemma til læknis, t.d. vegna krabbameina.

Hins vegar veit ég persónulega um þrjú tilfelli, þar sem fólk var búið að fara margar ferðir til lækna, sem skrifuðu upp á alls kyns pillur fyrir það, án þess að rannsaka það neitt.  Í öllum tilfellum var farið til fleiri en eins læknis, án þess að nokkuð kæmi út úr því, fyrr en að svo langt gengin krabbamein fundust í fólkinu, að ekkert var hægt að gera og fólkið lést innan nokkurra mánaða.

Þannig að það er ekki heldur öryggi í því, að leita til "alvöru" lækna.  Þeim skjátlast oft illilega.

Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2010 kl. 20:11

12 identicon

Hey ég er fyrstur að virðurkenna að læknar séu ekki alvitrir. Og það þarf ekki mistök að eiga sér stað einu sinni til að stundum misgreinist hlutirnir. Hlutir eru bara sjaldnast svo sléttir og fínir að allt takist í fyrstu tilraun.

Ég er samt á því að treysta frekar einhverjum lækni með 8 ára menntun og starfsreynslu heldur en einhverjum sem tók helgarnámskeið og las bækling.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 20:16

13 identicon

Ég las nú í einhverjum af þessum skrifum að Jónína Ben sé menntaður íþróttafræðingur, þannig að þetta er nú meira en helgarnámskeið og bæklingur.

Fyrir utan það að meðferðin sjálf kemur frá lækni í Póllandi.

BL (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 10:30

14 identicon

Með fullri virðingu fyrir flestum athugasemdum hér, þá er fólk að tapa sér yfir algerri rangtúlkun. Ef skrif Svans sjálfs eru lesin, þá tekur hann skírt fram að hann hafi ekkert á móti því að fröken Jónína reki starfsemi. Gagnrýnin felst í hvernig hún kynnir starfsemi sína, með því að vitna í lækna sem hafa þróað þetta kerfi - lækni sem hvergi finnst stafur um, né er hún neitt sérstaklega að kippa því í liðinn, að koma með ítarlegar upplýsingar um þá að fyrrabragði.

Það eru lög í landinu, almannavarnalög, sem banna að kynna meðferðir og bætiefni sem læknisfræðilegar lausnir, eða meðul gegn sértækum sjúkdómum. Þessi sömu lög standa t.d. í vegi fyrir hinum ýmsu söluaðilum fæðubótaefna, að þeir markaðsetji hin ýmsu bætiefni sem "lækningu" gegn þessu eða hinu. Þess í stað er yfirleitt að finna orðalag eins og "getur hjálpað" í þessu tilfelli eða hinu.

Jónínu er fullkomlega frjálst að reka hér Detox stöð, og læknar hafa ekkert þannig á móti því (hvað sem þeim finnst persónulega um slíka meðferð). Jónínu er hinsvegar bannað að auglýsa meðferðir sem "lækna" þetta eða hitt, eða að það sem hún geri "spari ríkinu fleiri hundruð millur" í lyfjakostnað. Alveg eins og World Class, eða Hreyfingu, er bannað að auglýsa sína líkamsrækt sem "lækningu" á þessum sjúkdómi, eða líkamsástandi, þó allir viti að það hjálpi algerlega til. Enginn slíkur aðili gerir slíkt, þar sem það býður uppá lögsókn taki einhver slík loforð trúanleg, og þau klikka. Nema auðvitað Jónína Ben. Allir sem hafa eitthvað um hennar starfsemi að segja eru auðvitað bara "bilaðir" og fullir haturs í hennar garð, og ætla að hefna sín á henni fyrir gamlar syndir o.s.fr.

Ég segi bara fullorðnist fólk! Eitt sem allir þurfa að gera er að geta rætt, og rökrætt, sín mál. Ekkert er hafið yfir gagnrýni, og sá sem býður fram nýja þjónustu eða lausnir má svo sannarlega eiga von á því að þurfa að rökstyðja og sannfæra um gildi slíks. Ekki bregðast við eins og krakki í sandkassaleik sem fær gagnrýni og svarar... "já en þú ert bara hálfviti".

Góðar stundir.

Helgi (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband