Er þetta ekki (G)narr?

Besti flokkurinn ákvað strax daginn eftir kjördag, þvert á fyrri yfirlýsingar, að falast eftir því að Samfylkingin kæmi til meirihlutaviðræðna, sem síðan leiddu til þess að sá meirihluti var formlega kynntur uppi á þaki á blokk, sem bróðir Jóns Gnarr býr í og Dagur B. hafði unnið við að mála, þegar hann var ungur.

Þar var eingöngu tilkynnt að þeir fóstbræður væru búnir að ákveða að vinna saman í meirihluta og Jón Gnarr yrði borgarstjóri, en engin málefnasamningur var þar kynntur, enda var ekki búið að semja um neitt slíkt, enda aukaatriði í þeirra huga, aðalatriðið var að staðfesta að Gnarrinn yrði borgarstjóri.

Nú, eftir allan þennan tíma, er tilkynnt að málefnasamningur, saminn af Jóni og Degi, verði kynntur eftir helgi og um leið sagt frá því að Hönnu Birnu hefði verið boðin staða forseta borgarstjórnar.  Svona vinnubrögðum hefði mátt búast við af nýgræðingunum í Besta flokknum, en Dagur B. hefði átt að hafa þá reynslu, að vita að svona vinnubrögð eru ekki við hæfi og reyndar hrein móðgun við Hönnu Birnu.

Hanna Birna boðaði fyrir kosningar, að hún sæi borgarstjórn fyrir sér þannig, að enginn formlegur meirihluti væri myndaður, heldur ynnu allir borgarfulltrúar sameiginlega að hagsmunum borgarinnar.  Þessi vinnubrögð Jóns og Dags eru ekkert í þeim anda, heldur semja þeir fyrst um sín eigin embætti og málefnasamning sín á milli og ætlast svo til að aðrir flokkar gangi til samstarfs við þá, án þess að hafa nokkur áhrif á málefnaskrána.

Vonandi lætur Hanna Birna ekki (G)narra sig út í þessa vitleysu.

Ef einhver raunverulegur áhugi er fyrir hendi af hálfu Jóns og Dags að fá Sjálfstæðisflokkinn til samstarfs, er lágmark að þeir bjóði Hönnu Birnu borgarstjórnastólinn og Jón Gnarr verði forseti borgarstjórnar.

Það væri til vitnis um heiðarleg vinnubrögð og raunverulegan vilja til samstarfs.


mbl.is Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvar eru yfirlýsingar Besta flokksins um að mynda ekki meirihluta með einhverjum hinna flokkanna? geturðu bent á þær?

Brjánn Guðjónsson, 11.6.2010 kl. 20:13

2 identicon

Væri ekki verra að móðga kjósendur, sem hafa jú sýnt að þeir vilja Jón Gnarr í borgarstjórastólinn?

Ingunn Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 20:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hlustaði á Jón Gnarr tala um þetta í kosningasjónvarpinu.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 20:24

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hann varpaði fram þeirri spurningu hvort endilega þyrfti að vera meiri- og minnihluti

Brjánn Guðjónsson, 11.6.2010 kl. 20:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, og sagðist ekki sjá neinn sérstakan tilgang í því, að skipta borgarfulltrúum í meiri- og minnihluta.  Einnig sagðist hann ætla að skoða þau mál vandlega og taka til þess þann tíma sem þyrfti.  Um  það bil tólf tímun síðar, nývaknaður, var hann kominn í formlegar meirihlutaviðræður við Samfylkinguna, sem að sjálfsögðu stökk á vagninn, enda ógangfær vegna sáranna sem hún fékk í kosningunum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 20:49

6 identicon

Axel í bloggi þínu frá 30.05. segir þú Hönnu Birnu vera sigurvegara og jafnframt framtíðarleiðtoga. Útskýrðu þessa gamansemi þína nánar fyrir okkur hin sem vegna greindarskorts náum ekki punch-línunni. ( )

bjössi (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 21:24

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjössi, ef þessi skortur er virkilega að há þér, þá ættir þú að æfa þig á einfaldari textum og lesa svo færsluna frá 30.05 aftur.  Þá er ég viss um að þú nærð alveg að skilja það, sem þar stendur.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband