11.6.2010 | 14:02
Boðar áframhaldandi skattahækkanabrjálæði
Steingrímur J. er samur við sig og boðar áframhaldandi skattahækkanabrjálæði á næsta ári. Þegar skattar voru hækkaðir í fyrra og í byrjun þessa árs, stóðu menn í þeirri meiningu að þar með væri nóg komið af slíkri geggjun, enda lofaði ríkisstjórnin því við undirritun stöðugleikasáttmálans í júní í fyrra, að skattar yrðu ekki hækkaðir meira, en áhersla lögð á niðurskurð og sparnað í ríkisfjármálum.
Ekkert, sem lofað var af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrir ári síðan, hefur verið efnt og því var svo sem ekki við því að búast, að loforð um að skattar myndu ekki hækka meira yrði efnt. Nú segir Steingrímur J. að skattar muni hækka, en almennar skattahækkanir verði ekki miklar. Það er hluti af áróðrinum, að reyna að gera minna úr áhrifunum, en efni standa til.
Allir skattar, í hvaða formi sem er, hvort heldur þeir eru lagðir á fyrirtæki, einstaklinga eða beint á vöruverð, lenda hvergi annarsstaðar að lokum, en á neytendum í formi hærra vöruverðs, því fyrirtæki taka sína peninga hvergi annarsstaðar en úr söluverði sínu til neytenda.
Skattahækkanaæði ríkisstjórnarinnar er komið úr öllum böndum og þess verður að krefjast að engum frekari skattahækkunum verði dembt yfir þjóðina, í hvaða formi sem er og hvaða nafni sem þeim kann að verða gefið.
Nú er komið að sparnaði og niðurskurði hjá hinu opinbera.
Niðurskurður mun bitna á öllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjármálaráðherra sagði í síðustu viku orðrétt að "skattar myndu hækka eitthvað". Þetta var þá þetta "eitthvað"!!!!!!!
joi (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 14:32
Ellefu milljarðar eru væntanlega þetta "eitthvað" í hans huga. Í huga skattgreiðenda er það nú "talsvert".
Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 14:37
Skattahækkanabrjálæði Steingríms Joð og vinstrimanna virðist enga enda ætla að taka. Tryggingargjaldið var hækkað um 61%, fjármagnstekjuskattur um 80%, aukatekjur ríkissjóðs (þinglýsing, stofnun ehf, aðfarargjöld, alls konar leyfi og gjöld) um 50-350%, staðgreiðslukerfinu rústað með þriggja þrepa kerfi og viðeigandi leiðréttingum fram og til baka, klaufaleg hækkun efra þreps vsk úr 24,5% í 25,5% sem enginn getur reiknað rétt og svo framvegis. Áfengisgjaldið hefur hækkað svo oft og svo mikið síðan haustið 2008 að þar er um að ræða verulega söluminnkun og það í krónum, hvað þá ef talið er í magni.
Svona skattahækkanir éta sig sjálfar, sbr. hækkun áfengisgjalda. Því miður er það ekki svo að landsmenn drekki neitt minna. Þeir bara framleiða það sjálfir með tilheyrandi áhættu- og hliðarverkunum.
Oft er hrópað og VG menn eru duglegir við það að það megi hækka hátekjuskattana. En hvaða hátekjuskatta eða réttara sagt á hvaða hátekjur ?? Það má helst enginn í landinu hafa meiri laun en forsætisráðherra. Þau laun rétt ná inn á efsta þrep skattstigans nýja og því ekki ýkja margar krónur sem þaðan koma.
Lögin um þak á laun forstöðumanna ríkisstofnana eru ein af þeim allra vitlausustu sem samþykkt hafa verið undanfarið og er þó um langan lista af illa unnum og arfa vitlausum lögum sem farið hafa í gegnum þingið síðustu mánuði. Sérlegur einkavinur forsætisráðherra og Samfylkingarinnar núverandi Seðlabankastjóri sem er að mörgu leiti hinn mætasti maður og fagmaður í þessum geira, er niðurlægður launalega og lausnin er að leita allra leiðra til þess að brjóta nýsett lög til þess að hægt sé að greiða honum þau laun sem í boði voru við auglýsingu stöðunnar.
Við endurreisn landsins eftir græðgi og ryksugun örfárra einstaklinga, þarf að fá hæft fólk til þess að takast á við stjórnun mikilvægra stofnana og til að vinna af skynsemi og festu að framtíðarskipulagi. Því fólki þarf að vera hægt að greiða samkeppnishæf og sómasamleg laun. Það er himinn og haf sem skilur á milli þeirra ofurlauna sem menn skömmtuðu sér í góðærisfylleríinu og þeirra launa sem "hæstvirtur" forsætisráðherra hefur.
Stefna vinstri manna er auðvitað að allir einstaklingar hafi sömu laun sama hvaða störf þeir vinna og auðvitað skal allt ríkisvætt, því einkaframtalið er "hættulegt", það gæti þýtt að einhver næði að þéna meira en næsti maður. Slíkt má ekki á hinu nýja Íslandi vinstri-skattmanna.
Jón Óskarsson, 11.6.2010 kl. 17:50
11 milljarðarnir eru ekki ólík upphæð og nást átti með rústun staðgreiðslukerfisins. Hvað ætli eigi að gera nú til að ná þessum 11 milljörðum ? Koma á 6 þrepa tekjuskatti eða 4 þrepa virðisaukaskatti ?
Jón Óskarsson, 11.6.2010 kl. 17:52
Heil og sæl
Ég fékk símtal frá gallúp en þeir voru að spurja út í hluti tengdum viðbótarskatt en þar var meðal annars spurt hvort allir landsmenn væru til í að borga nefskatt til að bæta útivistarsvæði Reikvíkinga en ég var spurður hvað ég væri til í að borga en í boði var 50.000 100.000kall; 0var ekki í boði. hækka meistarabréfum um 250%. sem sagt hækka prentunn á einu skjali. það er ekki prófið eðaneitt tengt skólanum. Bara útprentuninn
þarna var svo margt fáránlegt að ég hélt að þetta væri síamat og ég misti af helmingnum yfir vitleysunni í hinum helmingum
Brynjar (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 19:11
Jón, satt er það, önnur eins eyðilegging á skattkerfum hefur ekki verið framkvæmd í manna minnum. Það verður verk að vinna við lagfæringar á skattamálunum, þegar þjóðin losnar við þessa ólukkans ríkisstjórn, sem nú situr í stólunum án þess að hafa nokkur tök á því, sem hún er að gera.
Það versta er að fólk uppgövar ekki fyrr en við endanlegt skattuppgjör á næsta ári hvað þetta er í raun flókið og vitlaust kerfi. Það verður ekki nema fyrir sérfræðinga að fylla út skattskýrslur og hafa yfirsýn yfir öll þau atriði, sem skipta máli við álagninguna.
Svo eru það fyrirtækjaskattarnir, sem verða til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og hver ræður fólk í vinnu, á meðan tryggingagjaldið er 8,65%.
Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.