Fótboltahagfræði

Samkvæmt nýuppfundinni fótboltahagfræði verða Þjóðverjar að vinna HM til að bjarga efnahagslífi heimsins.  Þetta kemur til af því, að Þjóðverjar eru svo sparsamir, að þeir eyða ekki um efni fram og þess vegna er viðskiptajöfnuður landsins jákvæður, þ.e. þeir flytja meira út, en flutt er inn.

Besta leiðin til að fá þjóðir til að eyða meiri peningum í innfluttar vörur, er að viðkomandi þjóð vinni heimsmeistaramótið í fótbolta, því þá verða landsmenn svo kátir, að þeir byrja að kaupa innfluttar vörur í stórum stíl og fórna til þess sparifénu sínu.  Hvers vegna fólk kaupir ekki innlendar vörur eftir stórsigur á HM, kemur ekki fram í fréttinni, en fótboltahagfræðin hlýtur að hafa skýrinar á því, eins og öðru, sem viðkemur fótboltahagsveiflunni.

Það allra versta, sem komið gæti fyrir, samkvæmt fótboltahagfræðinni, er að Bandaríkjamenn ynnu heimsmeistaramótið, vegna þess að þeir eyða nú þegar um efni fram og búnir að tæma alla sparibauka fyir löngu og hafa því alls ekki efni á að eyða meiru í innfluttar vörur, en þeir gera nú þegar.

Svo er guði fyrir að þakka, að engin hætta er á, að Íslendingar vinni nokkurn tíma heimsmeistaramót í knattspyrnu.

Við höfum engin ráð á því þjóðarbruðli, sem slíku fylgir.  Nóg er nú samt.


mbl.is Best fyrir hagkerfi heims ef Þýskaland ynni HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband