ASÍ sýnir fram á ræfildóm ríkisstjórnarinnar

Undanfarna mánuði hefur enginn gagnrýnt dáðleysi ríkisstjórnarinnar eins harkalega og ASÍ, en samtökin hafa ályktað margsinnis um ræfildóm stjórnarinnar í atvinnumálum og hvernig hún vinnur leynt og ljóst gegn hvers konar möguleikum til að draga úr atvinnuleysi og koma hjólunum til að mjakast í efnahagslífinu.

ASÍ spáir því, að atvinnuleysi verði ekki búið að ná hámarki fyrr en í byrjun næsta árs og fari þá yfir 10% og verði ennþá 7% á árinu 2013 og er þá væntanlega reiknað með áframhaldandi aumingjaskap við að koma þeim atvinnufyrirtækjum af stað, sem þó væri mögulegt að gera, ef stjórn væri í landinu, sem ekki berðist með kjafti og klóm gegn allri fjárfestingu í atvinnutækifærum.

Hagdeild ASÍ bendir á þessi augljósu sannindi í spá sinni um efnahagsmálin næstu ár:

"Til að koma í veg fyrir að atvinnuleysið verði þrálátur vandi til lengri tíma með þeim vondu afleiðingum sem það hefur fyrir einstaklinga og samfélgið allt er mikilvægt er að hraða endurreisn atvinnulífsins og fjölga nýjum störfum. Verði ekki með markvissum hætti unnið að þessu er hætta á að hærra varanlegt atvinnuleysi en áður hefur þekkst hér á landi festi sig í sessi."

Atvinnuleysi er mesta böl sem vinnufúst fólk getur orðið fyrir.

Það skilja allir nema ríkisstjórnin.


mbl.is Spá 4,8% samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband