Ruddi á Alþingi

Á sínum stutta þingmannsferli hefur Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, skapað sér orðstýr sem sú ruddalegasta og ósvífnasta persóna, sem lengi hefur á þing komið og er þá langt til jafnað, jafnvel Álfheiður Ingadóttir kemst ekki með tærnar, þar sem Björn Valur hefur hælana í þeim efnum.  Þó oft hafi setið "sóðakjaftar" á Alþingi í gegnum tíðina, sérstaklega frá vinstri flokkunum, þá slær Björn Valur þá alla út.

Nýjasta upphlaup hans var að gefa í skyn í þingræðu, að Sigurður Kári Kristjánsson hefði þegið mútur frá erlendri lögmannsstofu þegar Icesave var til umræðu í þinginu í fyrrahaust og í þetta sinn komst hann ekki hjá því að biðja Sigurð Kára afsökunar, eftir mikil mótmæli þingmanna annarra flokka við þessum ásökunum og reyndi að klóra yfir skítinn með því að þykjast hafa verið að leggja fram fyrirspurn.

Hitt er svo annað mál varðandi Sigurð Kára, en það er að hann hefur ekki gefið upp nöfn þeirra aðila, sem veittu styrki til prófkjörsbaráttu hans fyrir kosningarnar 2007, en það verður hann að gera því ekkert réttlætir leynd um þau mál.  Styrkir til frambjóðenda og flokka voru altíða og algerlega samkvæmt lögum og reglum, þangað til þeim var breytt á árinu 2008, en sjálfsögð krafa er, að allt sem að þessum styrkjum lýtur, sé opið og uppi á borðum.

Öll leynd um styrkveitendur býður upp á vantraust og efasemdir um heiðarleika og er ekki á nokkurn hátt réttlætanleg.  Því verður að gera þá skýlausu kröfu til Sigurðar Kára og annarra þingmanna, sem ekki hafa gert fulla grein fyrir öllum styrkjum, sem þeir hafa fengið og frá hverjum þeir voru, að þeir geri svo, til þess að eyða allri tortryggni og endalausum getgátum um hver styrkti hvern og hvernig.

Þingmenn, sem ekki verða við svo sjálfsagðri kröfu eiga engan annan kost, en að segja sig frá þingstörfum og ef þeir kjósa svo, geta þeir leitað eftir endurnýjuðu umboði fyrir næstu kosningar.

Það er algerlega þeirra eigin val, hvað þeir gera í þessum efnum. 

Aðeins ein leið er ásættanleg, þ.e. að upplýsa um styrkina, eða víkja.


mbl.is Þurfti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hahaha. Helv. gott hjá honum Birni að láta Kára litla Rudda kenna til tevatnsins.  Eitthvað er þetta greinilega viðkvæmt.

Kári litli kall er því enn grunaður um að hafa verið í samstafi við ,,lögmannsstofuna miskon de reyja"  (les. sjallabjálfa stofa) og reyndar aukast grunnsemdirnar við undabrögin núna.  Gera það.

Og þá verður að hafa þessa frétt í huga: ,,Gunnlaugur Erlendsson, starfandi lögfræðingur í Bretlandi og fyrrverandi starfsmaður Novators, upplýsir ekkert um störf sín fyrir lögmannsstofuna Mishcon de Reya. Honum eru ætlaðar 10 milljónir króna fyrir störf sín. Hann kveðst þekkja Sigurð Kára Kristjánsson en hvorugur tjáir sig um það hvort þeir hafi verið í sambandi nýverið vegna starfa Gunnlaugs fyrir lögmannsstofuna.

Sigurður Kári Kristjánsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera vinur Gunnlaugs Erlendssonar lögfræðings og ekki hafa séð þann mann í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins. Sigurður kveðst þó þekkja Gunnlaug en neitar að svara spurningum um það hvort hann hafi verið í sambandi við hann nýverið.  (DV 10.feb. 2010)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Það má vart á milli sjá hvor er meiri ruddi Björn Valur eða Sigurður Kári, hallast þó á að báðir séu jafn vígir í þeirri list.

Rafn Gíslason, 10.6.2010 kl. 15:50

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, samskipti við einhvern, eða það að þekkja einhvern, er ekki það sama og að þiggja mútur frá honum. 

Axel Jóhann Axelsson, 10.6.2010 kl. 15:56

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Sigurður Kári var ekki beint sannfærandi þegar hann vældi á þinginu í morgun.. Ég held að Björn hafi nokkuð til síns máls..

Sigurður er allavega ekki að hafa fyrir því að upplýsa þjóðina um styrkjasukk sitt... Ég bíð eftir að hann leggi þau mál á borðið.

hilmar jónsson, 10.6.2010 kl. 21:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, ég bíð líka eftir því að hann leggi styrkjaspilin á borðið.  Öll leynd um þessi styrkjamál er óþolandi.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband