Kínverjar ætla sér stóra hluti hérlendis

Kínverjarnir eru komnir til landsins með gullkortið á lofti og ætla sér stóra hluti í atvinnulífinu á næstu árum.  Þegar Kínverjarnir fara af stað á annað borð, þá stendur enginn þeim snúning í viðskiptum, enda skiptir engu máli fyrir þá, hvort þeir hagnast eða tapa til að byrja með, enda hugsa þeir í a.m.k. fimmtíu ára tímabilum, en ekki til nokkurra vikna, mánaða eða ára.

Til marks um áhuga Kínverja á að koma sér vel fyrir hérlendis eru nýleg kaup þeirra á húsi undir sendiráð sitt, en þegar þeir taka það í gagnið verður húsakostur sendiráðs þeirra sá allra stærsti, sem nokkurt sendiráð hefur yfir að ráða hér á landi og þó víðar væri leitað.  Þar munu þeir fá rúmgott húsnæði til að hýsa sendiráðsstarfsfólk, viðskiptasendinefndir og síðast en ekki síst, geysigóða aðstöðu fyrir leyniþjónustu sína og hernaðarlega njósnara.

Íslenskt efnahagskerfi er ekki stærra en hreppssjóður í litlum kínverskum hreppi og því munu Kínverjar ekki verða í vandræðum með að gera sig gildandi í hagkerfinu hérna, en vegna þess hvernig þeir hugsa, mun það gerast í rólegheitum, þannig að varla verður eftir því tekið, til að byrja með.

Kína er rísandi heimsveldi og því ekki ráð, nema í tíma sé tekið:  Kínverskukennslu inn í grunnskólana strax, sem skyldunám.


mbl.is Hafa áhuga á að bjóða í framkvæmdir við Búðahálsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég ksal hundur heita ef þetta mýkir ekki viðsemjendur okkar um Icesave...og almennt frá ESB og USA... þeir eru skíthræddir við kínverja.
Við skulum hins vegar fagna þessu...en bara að því marki að við verðum að fara mjög varlega. Skammtímahugsun okkar er svo ríkjandi, að þeir gætu átt afar auðvelt með draga okkur mun lengra en við kærum okkur um.
Kína er nú að ná forskoti í Auðlindalinda-striðinu....vinnum með þeim, en gerum það vakandi yfir hættunum.

Haraldur Baldursson, 9.6.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst merkilegt að sjá viðbrögð ESB-sinna við þessum gerningum. Þannig segir ein ESB-plágan á mínu bloggi:

Vá!  Já, eigum við bara ekki að ganga í Kína!? Guð minn almáttugur.  Ísland á ekki að koma nálægt Kína!  Ekki einu inni með 1000 kílómetra löngu priki. Er ekkki í lagi með íslendinga suma!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.6.2010 kl. 10:45

Eru Sossarnir að missa tökin á Seðlabankanum ? Er Márinn að hefna sín á Jóhönnu, fyrir að standa ekki við loforðin um háu launin ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.6.2010 kl. 12:09

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Sæll Axel !

Maður verður líklega tekinn fyrir að vera fýlupoki og ekki kunna neitt gott að meta, en nákvæmlega þetta sem þú ert inni á Axel, flaug um minn huga við lestur fréttarinnar, “Íslenskt efnahagskerfi er ekki stærra en hreppssjóður í litlum kínverskum hreppi” skrifar þú.

En maður lifandi, þetta getur svosem leitt landið upp í nýjar efnahagslegar hæðir, og ef  það að ganga í ESB, er það sama og glata sjálfstæði landsins, þá veit ég ekki hvað má segja um það að sleppa Kína inn í landið með fjárfestingar í auðlindunum ??

Og Haraldur tek undir þetta hjá þér "Skammtímahugsun okkar er svo ríkjandi, að þeir gætu átt afar auðvelt með draga okkur mun lengra en við kærum okkur um." En reyni að vera bjartsýnn líka, og já getur styrkt samningstöðu landsins í Icesave, hver veit, en líklega var þetta allt saman ákveðið á Bilderberg fundinum 3 til 6 júní í ár :( 

Fyrir þá sem vilja bera saman stærðir og tölur ýmsar milli þessara tveggja sjálfstæðu ríkja er bara að smella HÉR fyrir Kína og HÉR fyrir Ísland.

Svo eru allskyns “hnappar” fyrir efnahag, fólksfjölda ofl.

En kannski er þetta bara fjas í gömlum geðvonskupúka og Kína komnir í “jólasveinabúninginn”

MBKV

KH

 

Kristján Hilmarsson, 9.6.2010 kl. 12:16

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er partur af greind hvers manns að kunna að óttast.  Við eigum að óttast Kína eins og öll samfélög, samstæður og kerfi sem hafa það eitt mark að éta okkur með húð og hári.  Við þurfum allra síst þörf fyrir Kínverja til að verja okkur fyrir Iceave þvælunni.  Gamlir kommar eru náttúruleg himin lifandi með áhuga Kínverja og þeir væru sjálfsagt lukkulegir ef hægt væri að fá Kastro sem ráðgjafa síðustu árin sín.   

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2010 kl. 13:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, ég er alls ekki að lýsa yfir neinni sérstakri ánægju með væntanleg heimsyfirráð Kínverjanna, bara að líta raunsætt á málin.

Bandaríkin eru fallandi heimsveldi í fjárhagslegri klóm Kínverja nú þegar.  Kínverjar eiga orðið það mikið af evrum, að þeir geta ráðið gengi hennar og efnahagur Evrópu er allur í rúst, þó menn vilji ekki almennt viðurkenna það ennþá.

Hvort sem Íslands verður hreppur í ESB, eða ekki, þá skiptir það engu máli fyrir framtíðina, Kínverjar munu að lokum, jafnvel fyrr en margan grunar, ná fjárhagslegum yfirráðum yfir efnahagslífi vesturlanda.  Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir hafa sterk tök á málum í eigin ríki og stjórna þar með harðri hendi, bæði fjármálum og öðru. 

Lausatök vesturlanda á öllum sviðum, ekki síst fjármálalegum, munu verða þeim að falli áður en yfir lýkur og þá er Kína reiðubúið á kantinum að taka að sér stjórnina.  Þeir munu ekki þurfa neinn herafla til þess, aðeins fjármagn.

Þess vegna er ég nú að leggja til, að kínverska verði gerð að skyldunámsgrein, strax á grunnskólastigi.  Hún er erfitt tungumál og ekki veitir af allri skólagöngunni, til að verða stautfær á málinu, að ekki sé talað um að geta skrifað það.

Það er ekki eftir neinu að bíða, Kínverjarnir eru komnir til að vera.

Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2010 kl. 13:16

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvenær ætla menn að skilja að samningar um efnahagsmál eru annars eðlis en stjórnmálaleg undirgefni. Þótt gerður sé gjaldmiðlasamningur við Kína, felst ekki í því neitt afsal sjálfstæðis. Þótt Kínverjar byggi fyrir okkur virkjun, þá felst ekkert afsal fullveldis í þeim gerningi.

Það að láta Alþingi um að semja nýgja Stjórnarskrá er hins vegar alvarlegt afsal fullveldis og það verður að hindra. Fullveldið er hjá þjóðinni (lýðnum) og þess vegna ríkir lýðræði á Íslandi. Hins vegar er Þingræði í Bretlandi og ekki lýðræði, því að fullveldið er hjá Bretska þinginu.

Þegar menn hafa skilið grundvallar-atriðin þá geta menn farið að ræða smáatriði.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.6.2010 kl. 13:21

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Nei einmitt Axel ! og nei nei ! hélt það heldur ekki, taldi mig sjá "broddinn" í pistlinum þínum, en svo aftur þetta með hið óhjákvæmilega, þá er ekki svo galið að læra einhverskonar kínversku, þær eru margar og ólíkar mállýskurnar þar, og ekki læra þeir íslensku held ég ;)

Og rétt er það, þeir og reyndar japanir líka "eiga" mestmegnið af skuldum veraldar :(

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 9.6.2010 kl. 13:23

8 Smámynd: Benedikta E

Loftur - Góð komment hjá þér sem ættu að fara á veggspjaldi í Alþingishúsinu og út um allan bæ.

Já Kína af öllum - nú hafa einhverjir fengið á kjaftinn - ég held að þetta hafi skeð í svefni stjórnvalda.

Benedikta E, 9.6.2010 kl. 14:01

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Axel, þó Kína vaxi og aukist í áhrifum, tel ég afar ólíklegt að USA hrynji. Orkugnógtin er mikil þar fyrir utan strandlengjuna. Svo fremi sem þeir ganga ekki frá málum á álíka máta og BP gerði munu þeir hafa nóg fyrir sig um all nokkra hríð. USA er sjálfu sér nægt um svo margt og landfræðilega yfirburði í ræktarlandi og samgöngum sem engir aðrir.
Evrópa er ekki jafn heppin, þar mun kreppa að, ekki síst þar sem mikilvægasta auðlindin, fólkið, er ALLS EKKI að viðhaldast. Stórfyrirtæki eru þegar farinn að færa sig þaðan af þeim sökum (ásamt fleiri ástæðum).
SJálfur trúi ég því að spilastokknum verði breytt á heimsvísu...en hvernig...hef ekki minnsta grun.

Haraldur Baldursson, 9.6.2010 kl. 14:04

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haraldur, ég átti nú ekki við að Bandaríkin hrynji sem slík, heldur að áhrif þeirra sem heimsveldis færu þverrandi.  Bandaríkin eru reyndar ekki sjálum sér nóg varðandi olíuna, því þau flytja inn gífurlega mikið af henni og eiga mikið undir að halda áhrifum sínum á Arabíuskaganum og víðar vegna hennar.  Sagan sýnir hins vegar að ekki er mikið traust á Arabana setjandi í slíkum viðskiptum og breytista þeirra hagsmunir í átt frá Bandaríkjamönnum, þá mun ekki einu sinni hernaðarmáttur BNA duga til að halda í þá hagsmuni.

Bandaríkin eru hins vegar rík af flestum öðrum landsgæðum og geta auðveldlega braufætt sig og miklu meira en það, en ekki er nú víst að það dugi til að halda þeim á floti, sem heimsveldi í marga áratugi ennþá.  Það er vegna efnahagsmálanna, alveg eins og í Evrópu.  Ríkisfjármálin á vesturlöndum eru algerlega í molum og skýrasta dæmið þar um, er fyrirhugaður niðurskurður og sparnaður í Þýskalandi, sem þó ber höfuð og herðar yfir önnur Evrópulönd, fjárhagslega.

Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2010 kl. 14:15

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Loftur, það er hárrétt hjá þér að viðskiptasamningar eru alls ekki samningar um fullveldisafsal.  Það er hinsvegar Sossasamningurinn við ESB um innlimun Íslands, sem smáhrepps, í fyrirhugað stórríki Evrópu. 

Sama má í raun segja um svikasamninginn um Icesave, hann er nánast samningur um afsal fjárhagslegs fullveldis þjóðarinnar og dómur um skattaþrældóm til áratuga fyrir Breta og Hollendinga.  Sá hollenski, sem sagði í gær að Íslendingar gætu ekki greitt þetta á hundrað árum, hefði frekar átt að segja að íslenskum skattgreiðendum bæri ekki að greiða fjárkúgurunum eitt eða neitt, ekki einu sinni á tvö hundruð árum.

Það er líka niðurlæging fyrir lýðræðið, þegar forsætisráherra þjóðarinnar lýsir þjóðaratkvæðagreiðslu ómarktæka og að engu hafandi, enda verði ekkert mark tekið á úrslitunum.

Enn meiri vanvirða við lýðræðið er, að ætla einungis að hafa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þann samning, sem Sossarnir ætla sér að gera við ESB og troða ofan í kokið á þjóðinni, með illu.

Svo er mesta svívirðan að ætla að berja stjórnlagafrumvarp í gegn um þingið á örfáum dögum, en í því er auðvitað ekki gert ráð fyrir að allmenningur semji nýja stjórnarskrá, heldur skal það allt saman vera "ráðgefandi" fyrir þingið.  Svo er það kallað málþóf, þegar menn vilja ræða svo stórt mál af einhverju viti í þinginu.

Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2010 kl. 14:30

12 identicon

Höfum í huga að sagt er að Kínverjar hugsi í kynslóðum en ekki um líðandi stund.  Það er vel athugandi að efla viðskipti við Kína en með varúð.  Þessi þjóð hefur langt um lengri reynslu af viðskiptum en dagsgróðaviðskiptamenningin okkar.  Í raun, með hliðsjón af "viðskiptamenningu" okkar þá eigum við að fara mjög varlega.

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 14:33

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fróðlegt væri að vita, hvað Jóhannes álítur "að fara mjög varlega".

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.6.2010 kl. 14:40

14 identicon

Ég hef ekki mikið álit á Kína.

En þessi samningur gæti gefið meira af sér en sést við fyrstu sýn...

Pólitíski skriðþunginn sem þessi samningur gæti gefið er mögulega þyngdar sinnar virði í gulli !!

runar (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 16:28

15 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Við lestur á pistli og athugasemdum,virðist sem að einhver kvíði fylgi viðskiptum við Kínverja.Hér er verið að vellta því fyrir sér yfirráði Kínverja yfir efnahag heimsins.

Vissulega lítur dæmið illa út bæði í Bandaríkjunum og Evrópu,eins þú Axel lýsir því.

Bandaríkin eru fallandi heimsveldi í fjárhagslegri klóm Kínverja nú þegar.  Kínverjar eiga orðið það mikið af evrum, að þeir geta ráðið gengi hennar og efnahagur Evrópu er allur í rúst, þó menn vilji ekki almennt viðurkenna það ennþá.

 Af þessu má ráða,að Kínverjar eru að treysta aðstöðu sína,og þá Ísland,sem er enn utan ESB, góður kostur.Gjaldmiðlasamningur við Kína,er ekki endilega afsal,því Kínverjar eru að tryggja samband við Íslendinga,og reyna að aðstoða þá við að halda sínu sjálfstæði með því að ganga ekki inn í ESB.-Auk þess sjá þeir ákveðna möguleika á að Ísland verði staður,sem geti verið dreifingarmiðstöð,fyrir framtíðarviðskipti Kínverja og Evrópu og austurströnd USA.Það er ekki að ástæðulausu að þeir(Kínverjar) eru að byggja stór gámuskip,sem eru sérstaklega byggð til að sigla í gegnum ís.Þeir ætla sér að sigla yfir norðurpólinn á næstunni.

Ingvi Rúnar Einarsson, 9.6.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband