Deutsche Bank grunaður um þátttöku í meintu bankaráni allra alda

Net svikanna sem álitið er að hafi verið riðið af eigendum og stjórnendum Kaupþings tekur sífellt á sig nýja mynd og virðist vera stærra og viðameira en nokkurn gat órað fyrir, þó vitað væri að þræðir lægju vítt og breitt um veröldina í gegnum alls kyns gerfifyrirtæki og í skjóli bankaleyndar í ýmsum löndum.

The Guardian segir frá því að Serious Fraud Office, sem rannsakar alvarlega efnahagsglæpi, sé nú að rannsaka viðskipti Kaupþings og sjálfs Deutsche Bank vegna viðskipta milli bankanna vegna skuldatrygginga, sem lækkuðu álag á skuldabréf útgefin af Kaupþingi.  Viðskiptin voru gerð í gegnum alls kyns tilbúin fyrirtæki, sem Kaupþing skráði á nokkra viðskiptavini sína og námu þessi viðskipti mörghundruð milljónum króna.

Áður hafa birst fréttir af þessum viðskiptum og kom þá fram, að Deutche Bank skipulagði þessi viðskipti, fjármagnaði þau og hirti af þeim gífurlegan hagnað.  Ef það reynist rétt, að þessi virti þýski banki hafi skipulagt og tekið þátt í svona svikamyllu, hlýtur að mega búast við að ýmsir minna virtir bankar hafi blandast inn í önnur gerfiviðskipti íslensku bankanna, þannig að ef til vill er ekki nema toppurinn á ísjakanum sem ennþá hefur sést.

SFO væri ekki að rannsaka viðskipti eins stærsta og virtasta banka Þýskalands, nema mikið sé talið að liggi við.  

Söguþráðurinn í reyfaranum um meint bankarán allra alda verður sífellt flóknari.


mbl.is Skoða Kaupþing og Deutsche Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og enn er fólk í Arionbankanum sem tók þátt í þessu skítamalli.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef lengi verið haldinn þeirri firru að umsvif þessara fjárglæframanna séu miklu flóknari og viðameiri en svo að prúður embættismaður ofan af Skaga komist alla leið á þeirri vegferð án aðstoðar erlendra sérfræðinga í fjársvikamálum.

Árni Gunnarsson, 6.6.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, embættismaðurinn prúði ofan af Skaga nýtur aðstoðar nokkurs fjölda erlendra sérfræðinga og þar fyrir utan er hann í samvinnu við erlendar rannsóknardeildir.  Í þessu tilfelli er það SFO í Bretlandi, sem er að rannsaka málið.  Þeir eru sérfræðingar í rannsókn viðamikilla efnahagsbrota.

Það er ekki annað að sjá, en að "starfsemi" íslenskra banka- og útrásarkauða sé orðin að alþjóðlegri glæparannsókn.

Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2010 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband