Útför evrunnar auglýst innan tíðar

Helsta trúboð Samfylkingarinnar fyrir inngöngu Íslands í ESB byggist á því að landið verði að taka upp stöðugan gjaldmiðil og lausnin á öllum efnahagsvanda Íslendinga sé evran.  Í því trúboði hefur krónan verið úthrópuð og niðurnídd, enda hafa engin trúverðug rök verið færð fram til að réttlæta "bjölluatið í Brussel".

Þegar séð varð, fyrir nokkrum árum, að málstaður ESBsinna átti sér lítinn hljómgrunn meðal Íslendinga, var áróðursherferðinni beint í eina átt og allur kraftur lagður í að tala niður krónuna og kenna henni um allt sem aflaga hefur farið í efnahagslífinu hér á landi síðustu áratugi.  Þessi ábyrgðarlausa herferð gegn krónunni aflaði ESBtrúboðinu nokkuð margra safnaðarfélaga um tíma, en jafnvel þessi áróðursherferð var þegar farin að missa marks fyrir allnokkru, enda kom í ljós að krónan bjargaði því sem bjargað varð, eftir bankahrunið og væri þjóðin nú í miklum mun verri stöðu, hefði evran verið gjaldmiðill hér á landi á þeim tíma.

Á síðustu vikum og mánuðum hefur endanlega verið að koma í ljós á hvílíkum brauðfótum evran er og nú eru allar líkur taldar á því að hún muni líða undir lok á allra næstu árum, ef ekki mánuðum.  Erfiðleikar Grikkja, Ítala, Spánverja, Portúgala, Íra og fleiri evruríkja er orðinn slíkur, að eina bjargráð þeirra gæti verið að varpa evrunni fyrir róða og taka aftur upp sína gömlu gjaldmiðla.  Evran er orðin mikill dragbítur á efnahag þeirra og að öllum líkindum mun það reynast Þýskalandi ofviða að koma fótum undir fjárhag þeirra aftur og þar að auki er til þess lítill vilji þar í landi.

Sá spádómur, sem settur var fram á þessu bloggi í fyrra, að krónan yrði langlífari en evran, virðist ætla að rætast mun fyrr en þar var gert ráð fyrir.


mbl.is Evran dauð innan fimm ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki má gleyma þeirri staðreynd að trúboðið gegn krónunni gerði hana enn veikari og viðkvæmari. Það væri verðugt verkefni fyrir einhverja lærða menn að komast að því hvaða þátt  látlaus áróður ESB sinna gegn krónunni, áróður sem jafnvel ráðherrar ástunduðu á erlendri grund, hafi haft í hruninu. Er hugsanlegt að það hefði ekki orðið eins slæmt ef ekki hefði verið markvisst grafið undan henni af ráðamönnum fyrir hrun?

Gunnar Heiðarsson, 6.6.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Útförin verður kannski auglýst síðar, en fyrst er verið að skipuleggja aftökuna.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, ætli Bilerberarar hafi nokkurn hag af því að skipuleggja aftöku evrunnar?  Reikna má með að þeirra hagur sé að hún tóri eitthvað áfram, enda snýst helgarpartýið hjá þeim örugglega frekar um að gefa evrunni eitthvert vítamín, fremur en að ræða útförina.  Segir þetta ekki nokkuð um áhyggjur þeirra:

"Daniel Estulin einn þeirra sem fylgist náið með Bilderberg klúbbnum segir í samtali við Guardian að hann hafi komist yfir dagskrá fundarins. Samkvæmt henni hafa meðlimir klúbbsins verulegar áhyggjur af stöðu evrunnar og mikilli veikingu hennar frá síðustu áramótum. Eru Bilderbergarar taugaóstyrkir yfir því að þetta gæti leitt til frekari kreppu og pólitísk óróa innan evrusvæðisins."

Ekki eru þessar áhyggjur um frekari kreppu í Evrópu a.m.k. krónunni að kenna, hvað sem menn reyna að níða hana niður.

Axel Jóhann Axelsson, 6.6.2010 kl. 11:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið er bara að margir af þeim sem sækja fundinn gætu hagnast gríðarlega af stöðutöku gegn Evrunni, þó svo að margir þeirra séu líka forvígismenn Evrópusamruna í þágu samþjöppunar valds á heimsvísu. Það er þetta sem er átt við þegar sagt er að klofningur sé kominn í elítuna, þar togast nú langtímasjónarmið þeirra sem sækjast eftir auknum völdum á við skammtímahagsmuni þeirra sem telja að "heimsendir" sé hvort sem er í nánd og ætla að halda áfram að græða á hruninu. Svo er bara spurning hvað þeir ætla að gera við alla peningana, kannski taka þá með sér í gröfina, hver veit? En opinberlega þá segjast þeir allir auðvitað vera dauðhræddir við að Evran hrynji, því það er fullkomlega pólitískt réttlætanlegt sjónarmið sem er í lagi að skjalfesta án þess að það hafi "ósækilegar" afleiðingar. Hvort það næst einhver samstaða um það hvort eigi að verja Evruna eða skjóta hana niður á þessum tiltekna fundi er ómögulegt að segja, persónulega held ég að það mundi koma í ljós fljótlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2010 kl. 14:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já Guðmundur, það verður fróðlegt að fylgjast með útkomu fundarins, ef nokkurn tíma fréttist af henni á annað borð.

Axel Jóhann Axelsson, 6.6.2010 kl. 14:28

6 identicon

Voru þetta ekki breskir hagfræðingar? Er ekki sterligspund í Bretlandi? Að sjálfsögðu eru þeir neikvæðir. Hvað annað?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 16:18

7 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Sæll Axel.

Hef engan heyrt segja að "lausnin á öllum efnahagsvanda Íslendinga sé evran".  Vinsamlega bentu mér á ESB sinna sem hefur sagt það.

Hinsvegar hafa grandvarir menn sagt að við séum betur sett með Evru en Íslensku krónuna.  Vissulega eru í dag báðir gjaldmiðlarnir, Evran og Krónan veik, Evran er með kvef en krónan er með krabbamein.... Svo er bara að velja hvort er skárra.. 

Bragi Sigurður Guðmundsson, 6.6.2010 kl. 17:46

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður Bragi, það hefur nú oft verið fjörug umræða hér á blogginu um þessi gjaldmiðlamál og ýmsir haldið þvi fram að evran myndi vera lausn á a.m.k. nánast öllum efnahagsvanda Íslendinga.  Þær raddir hafa hins vegar verið mun minna áberandi eftir hrunið.

Til að benda á stjórnmálamenn sem hafa haldið þessu stíft fram, er nóg að benda á Ingibjörgu Sólrúnu, Össur Skarphéðinsson, Jóhönnu Sigurðardóttir og Ólínu Þorvarðardóttur til að nefna einhverja.  Það merkilega er að Samfylkingarmennirnir tala miklu minna um evruna núna en áður og það sem er jafnverl enn merkilegra er að þeir minnast varla nokkurn tíma á þá staðreynd að hjá ESB liggi inngöngubeiðni um að Ísland fái að gerast hreppur innan stórríkis Evrópu.

Samfylkingin veit að 70% þjóðarinnar er andvíg þessum áformum og hefur því valið þá leið að reyna að lauma landinu inn í stórríkið, þegjandi og hljóðalaust.

Axel Jóhann Axelsson, 6.6.2010 kl. 19:37

9 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Sæll Axel.

Já það eru margir sem halda því fram að það sé betra að vera með Evru en íslensku krónuna. Ég hef haldið því fram að þetta sé þvingað val, við getum ekki horft á krónuna falla um tugi prósenta á nokkurra ára fresti. Það gengur ekki að það séu þúsundir sjóða út um allan heim sem geta tekið stöðu gegn krónunni og fellt hana þegar þeim sýnist.

En það er af og frá að Evran lækni allt, hún er hinsvegar betri kostur en krónan að margra mati.

Varðandi inngönguna í ESB þá þarf að sjá hvað við náum úr samningum við ESB, ekki gefumst við upp fyrr en við vitum það eða hvað??. 

Bragi Sigurður Guðmundsson, 7.6.2010 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband