Til hamingju með daginn, sjómenn

Sjómenn á Íslandsmiðum hafa löngum verið kallaðir hetjur hafsins og er sú nafngift algerlega við hæfi, enda sjómannsstarfið erfitt og oft stundað við erfiðustu aðstæður, sem hugsast geta.

Sjómannsstarfinu hafa fylgt ótal mannfórnir og slys í aldanna rás, en sjómennskan og úrvinnsla afla þeirra hefur verið lífsbjörg þjóðarinnar frá fornu fari og er ennþá mikilvægasta atvinnugrein landsmanna.  Miklil framþróun hefur orðið í útbúnaði fiskiskipa og hin fullkomnu fiskiskip nútímans eiga lítið sameiginlegt með þeim fleyjum sem gerð voru út, áður og fyrrum, enda hafa slysum og mannsköðum, góðu heilli, farið sífækkandi á síðari árum, en eftir sem áður er sjómennskan krefjandi starf, sem ekki hentar nema harðjöxlum.

Í dag er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur og er sjómönnum landsins og fjölskyldum þeirra sendar hamingjuóskir í tilefni dagsins, með ósk um gæfu og farsæld til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tek heilshugar undir hamingjuóskirnar, nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2010 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband