Hátt hreykir heimskur sér

Grínflokkarnir í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar klukkan fimm í dag á þaki blokkarinnar við Æsufell 4 í Breiðholtinu, en það er líklega hæsti "útsýnispallur" borgarinnar.

Hvort Æl-istinn hefur valið Æsufellsblokkina vegna upphafsstafsins í nafni hennar, skal ósagt látið, en líklega hefur æringjunum þótt þetta geysilega fyndið, sem það er nú reyndar ekki, en þó verður að viðurkennast að staðurinn er óvenjulegur til fundarhalda.

Varla getur skýringin verði sú, að grínistarnir þykist svo hátt yfir Reykvíkinga hafnir, að þetta sé táknræn athöfn til undirstrikunar á því.  Kannski er þetta bara saklaus aðferð til að "lyfta sér upp", en ekki veitir nú af því fyrir Samfylkinguna, eftir þá útreið sem hún fékk í borgarstjórnarkosningunum, ekki síst oddvitinn Dagur B., sem þurfti að þola fjöldaútstrikanir af listanum.

Það sem kom þó allra fyrst upp í hugann við lestur fréttarinnar var gamli góði málshátturinn:  "Hátt hreykir heimskur sér".


mbl.is Meirihluti á þaki Æsufells
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekkert smá fyndinn pistill. Hvílíkur húmor. Takk fyrir að deila honum með okkur.

Ha Ha Ha (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 17:11

2 identicon

Ef þeir hafa viljað sýna samfylkingarkjánana á hærri stað væri betra að fara með þá í sýningarferð á þökin í blokkunum í Hólahverfinu.mun hærra þar

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 17:41

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Aumingja sjallarnir i høfudborginni eru med tridja stigs brunasar a salinni og bera ekki af ser fyrir kvølum.

Þorvaldur Guðmundsson, 4.6.2010 kl. 18:39

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Voðalega þarf fólk að vera biturt í tjáningu. Má maðurinn ekki hafa sína eigin skoðanir, eins og þið?

Ávallt þurfa afturhaldsseggir stöðugt að troða sig upp á aðra með hroka og leiðindi. Með skot undir beltistað um málefni sem kemur efni greinarinner ekkert við. Það má ekki segja eitt orð, þá finnst ykkur eins og á ykkur sé ráðist.

Kristinn Bjarnason, 4.6.2010 kl. 19:06

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Um leið og ég óska nýjum meirihluta og nýjum borgarstjóra, velfarnaðar í starfi, langar mig að velta upp nokkrum atriðum.

 Dagur sagði þarna á húsþakinu, að ekki stæði til að hækka útsvar og aðrar álögur á borgarbúa og við allt sem gert yrði væri reynt að fylgja fjárhagsáætlun. Því ber auðvitað að fagna.

 Það hlýtur þá að setja "aðalfrétt" gærdagsins í nýtt samhengi.  Aðalfréttin í gær var sú að Sigrún Elsa, fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi flokksins í stjórn OR, greindi frá því að samkvæmt svörum stjórnarformanns OR, þyrfti að hækka gjöld OR um tugi prósenta, til þess að uppfylla kröfu um 5% arðsemi.   Það sem flokkast undir "álögur á borgarbúa" eru meðal annars, gjöld fyrir þjónustu OR og aðra þjónustu sem að fyrirtæki borgarinnar láta borgarbúum og nágrannasveitarfélögum í té.   

 Það hlýtur því að skjóta skökku við, að daginn eftir að  orð Sigrúnar Elsu um "slæma" stöðu OR, sem í raun var leynt fyrir kjósendum að hennar sögn, sem kalli á stórfellda gjaldskrárhækkun OR, að þá standi bara ekkert til að laga þessa meintu  "slæmu" stöðu.  Eða veit ekki Dagur af málinu?  Eða var þetta kannski síðasti "séns" Sigrúnar Elsu til þess að láta ljós sitt skína um málefni OR?  

 Þá má spyrja, sé það svo að Dagur sé að segja rétt og frá, hvort að Sigrún Elsa hafi ekki haft neitt, betra fram að færa, er hún kvaddi borgarbúa, en rangfærslur og brigsl um lygar og að halda upplýsingum leyndum á fráfarandi borgarstjóra og meirihluta?

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.6.2010 kl. 19:07

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hér er ekki létt lund í gangi

Finnur Bárðarson, 4.6.2010 kl. 21:35

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er svolítið merkilegt hvað þeir sem styðja þá, sem mest grín gera að stjórnmálum og stjórnmálamönnum, skuli ekki þola smá grín um þá sem gera grín að öðrum.

Það er oft svo með þá, sem alltaf stríða og ráðast á aðra, að þeir þola alls ekki að það sé svo mikið sem andað á þá sjálfa.

Svona er nú lífið snúið.

Axel Jóhann Axelsson, 4.6.2010 kl. 23:27

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það eru til margir góðir málshættir. Sá hlær best sem síðast hlær, er einn þeirra. En auðvitað getur fólk valið þann sem best hentar.

Hitt er annað - hér er lýðræði á ferð og lýðræðinu hefur verið skotið undir sessu flokkræðis of lengi. Þeir sem hafa húmor eru ekki síðri eða vitlausari en þeir sem ala á græðgi og spillingu. 

http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/1063835/

Góðar stundir

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 01:21

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var í þessu húmor og því var þetta "óvenjulega" uppátæki bara hressandi. Óvíst er að fundurinn hefði verið betur heppnaður í sal með dúkuðum borðum og alles. Þetta var í það minnsta ódýrt fyrir borgina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2010 kl. 09:11

10 identicon

Skrítð að ég skrifaði hér áðan en nú er það horfið sem ég skrifaði?

Sigurður Pétursson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 09:23

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sergei, athugasemdir sem innihalda ekkert, og þá meina ég ekkert, nema skítkast og persónulegar svívirðingar verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þeirra verður vart.

Leggi menn eitthvað til málanna, verða slíkar athugasemdir auðvitað látnar standa og þeim svarað, eftir því sem ástæða gefur tilefni til.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 10:10

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lísa, annar málsháttur sem kom upp í hugann eftir Æsufellsfundinn var þessi: "Bylur hæst í tómri tunnu".  Á fréttamannafundinum var ekkert sagt um fyrirætlanir nýja meirihlutans í framtíðinni, engin stefa kynnt eða sagt frá hvaða mál yrðu sett í forgang hjá þessum gamansama meirihluta.  Eingöngu sagt að grínistarnir Jón Gnarr og Dagur B. væru búnir að komast að samkomulagi um embætti hvor öðrum til handa, en annað væri óákveðið.

Það er alveg satt og rétt að "sá hlær best sem síðast hlær" og vonandi verður sá hlátur ekki tilkominn vegna þess að gerðir meirihlutans verði bara hlæilegar, en ekki skemmtilegar eða sniðugar.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 12:35

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já Axel - við skulum sjá hvað setur. Það ætti aldrei að dæma fyrirfram. Persónulega mundi ég frekar ráða heiðarlegan reynslulítinn mann fullann af starfsvilja til verks en reynslubolta með sögu um græðgi og spillingu á bakinu. Slíkum manni mundi ég ekki treysta.

Ég held að það sé einmitt þetta sem er að gerast hjá okkur. Við treystum ekki lengur þeim mönnum sem hafa haft atvinnu af pólitík lengi vegna aðgerða þeirra eða aðgerðaleysis. Við viljum heiðarlegt fólk til starfa.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 14:51

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála því að best hefði verið að ráða heiðarlegan reynslubolta í starfið.  Hanna Birna var þar góður kostur.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 15:16

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sé Hanna Birna heiðarlegur reynslubolti þá ætti hún að setja sig meðal annarra slíkra. Því miður þurfum við ennþá að kjósa flokka þar sem ríkisstjórnin ásamt Sjálfstæðisflokki setti sig upp á móti persónukjöri og lýðræðisúrbótum á þingi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 15:54

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lísa, er þetta síðasta ekki full mikið sagt hjá þér?  Það var ekki og er ekki komin fram nein almennileg tillaga um það, hvernig þetta svokallaða persónukjör ætti að fara fram.  Á ég að kjósa ákveðinn lista og raða síðan upp á honum?  Á ég að kjósa lista og raða síðan frambjóðendum á öllum listum?  Á ekki að kjósa ákveðinn lista, en raða frambjóðendum á öllum listunum?  Hvað ef tuttugu listar yrðu í framboði, ætti ég að raða frambjóðendum á þeim öllum?

Um þetta verður að ræða og ná sátt, áður en rokið er til og kerfinu breytt, eingöngu til að breyta því.

Um þetta var ég búinn að blogga um dagin og þar urðu svolítlar umræður um málið, sem má sjá hérna

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 17:44

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk fyrir þetta - ég kíki á þetta.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.6.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband