Danir komust áfram á ABBA, en Svíar ekki með nýtt lag

Allt frá því að ABBA sló í gegn í Eurovision hafa Svíar sent ný og ný afbrigði af ABBAlögum í keppnina og oftast komist ofarlega á lista með ABBAútgáfur sínar og stundum jafnvel unnið keppnina.

Í ár sendu þeir alveg nýtt og virkilega gott lag í keppnina, sem ekki bar á sér mikinn ABBAsvip. sem sungið var af virkilega góðri söngkonu, en þá bregður svo við að þeir komast ekki einu sinni upp úr undankeppninni.  Sú niðurstaða kemur flestum á óvart, enda reiknuðu allir með að sænska lagið yrði jafnvel sigurstranglegt í lokakeppninni á Laugardaginn.

Hins vegar brá svo við, að Danir komust í lokakeppnina með sitt lag, sem dregur sterkan svip af sænskum ABBAstælingum og þar með verða það Danir, sem verja ABBAhefðina í Eurovision þetta árið.

ABBAformúlan hefur ekki brugðist að ráði hingað til í Eurovision og ekki að búast við öðru en Danir skori hátt með sína útgáfu þetta árið.

 


mbl.is Svíum brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst nú danska lagið svipa mun meira til Sting og Police með lagið Every breath you take en nokkurn tíma ABBA

Sandra (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 19:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það má vera, en ég hafði ekki heyrt lagið fyrr en í gær og einhvern veginn fannst mér vera dálitið mikill ABBA bragur á útsetningunni og eins fannst mér eins og maður hefði heyrt svipað lag áður, án þess að koma því almennilega fyrir mig.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2010 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband