Óákveðnir munu ráða úrslitum

Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins segjast tæp 40% aðspurðra vera óákveðin eða ætla að skila auðu í borgarstjórnarkosningunum á morgun.

Það er þessi hópur kjósenda, sem mun ráða úrslitum kosninganna, því á meðan svo stór hópur gefur sig ekki upp í skoðanakönnunum, er niðrustaðan alls ekki eins afgerandi og ætla mætti við fyrstu sýn.

Í skoðanakönnunum, í því upplausnarástandi sem ríkir í þjóðfélaginu, má fastlega gera ráð fyrir, að mjög margir refsi flokknum sínum með því að segjast ætla að kjósa grínframboð, en geri það svo alls ekki þegar í kjörklefann er komið.  Því má gera ráð fyrir að grínframboðið sé ofmetið í þessum könnunum, en fylgi stjórnmálaflokkanna vanmetið.

Eina skoðanakönnunin, sem skiptir máli, er sú sem fram fer á kjörstöðunum á morgun.  Ekki verður öðru trúað, en kjósendur láti ábyrgð og samvisku sína ráða atkvæði sínu, enda eru kosningar ekki gamanmál, því atvkæðisrétturinn er dýrmætur og vandmeðfarinn.

Fólk stundar ekki tilraunastarfsemi eða glens og grín á kosningadegi.

 


mbl.is Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband