25.5.2010 | 13:23
Mun skattahækkanabrjálæðið halda áfram?
Ríkisstjórnin segir að skattar munu "hækka eitthvað" á næsta ári, en hækkanabrjálæðið verði ekkert í líkingu við það, sem það var á þessu ári. Skattahækkanabrjálæðið sem skall á landsmönnum á árunum 2009 og 2010 skiluðu auknum sköttum að upphæð u.þ,b. 70 milljörðum króna á þessu ári og munu skila öðru eins á næsta ári, vegna þess að allar skattahækkunarprósentur munu haldast óbreyttar.
Nú er sagt að skattar muni "hækka eitthvað" en það verði á afmörkuðum hópi skattgreiðenda, svo sem fyrirtækjum og þá sérstaklega í orku- og stóriðjugreinum. Skattahækkanir á fyrirtæki, í hvaða formi sem eru, enda alltaf að lokum úti í verðlaginu og munu greiðast af neytendum, sem fyrir eru skattpíndir í drep og hafa enga burði til að taka meiri hækkanir á sínar herðar í gegnum verðlag.
Stjórnin segir því aðeins hálfa söguna af skattahækkanabrjálæði sínu, en við undirritun stöðugleikasáttmálans í fyrra skrifaði ríkisstjórnin undir samkomulag um að árlegur tekjuauki ríkissjóðs vegna skattahækkana yrði ekki meiri en fimmtiumilljarðar. Það samkomulag var svikið umsvifalaust og hækkanirnar urðu að sjötíumilljörðum um leið og blekið þornaði á samkomulaginu.
Þessu hækkanabrjálæði verður að linna og ríkisreksturinn lagaður að þeim tekjum sem fást í kassann með hóflegri skattlagningu. Hún er þegar komin langt fram úr öllu hófi.
Skattar munu hækka eitthvað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voðalega eru menn vitlausir.
Hér varð efnahagslegt hrun. Tekjur ríkisins hrundu og skuldir hlóðust upp, sérstaklega vegna gjaldþrots Seðlabankans, sem þurfti að endurreisa með lánsfé.
Þarf ekki að brúa bilið milli tekna og gjalda?
Doddi (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 16:09
Jú, það þarf nefninlega að brúa bilið milli tekna og gjalda. Allar skattahækkanir sem samið var um við ríkisstjórnina hafa þegar verið lagðir á og gott betur. Hækkunin umfram samninga mun skila 20 milljörðum aukalega í ríkissjóð árlega á næstu árum, eða þar til skattar verða lækkaðir aftur. Því væru það hrein viðbótarsvik, að hækka skatta meira er orðið er.
Nú er komið að því að laga útgjöldin að tekjunum.
Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2010 kl. 16:19
Þessi fjandans "snjörklípa" um gjaldþrot Seðlabankans, er nú orðin úldnari en allt það úldnasta sem úr vinstrinu kemur.
Seðlabankinn varð ekki gjaldþrota, hvorki á "tæknilegan" eða á "venjulegan" hátt. Slíkar fullyrðingar ykkar vinstrivillingana, framsettar eftir "pantaðar" álitsgjafir Gauta B., bróðir Dags B. og Jóns Steinssonar, sem reyndar gagnrýndi Seðlabankann fyrir hrun, vegna of mikillar hörku, við að krefjast veða, af þessum "bankasnillingum" sem settu þjóðina á hausinn, bera bara vott um málefna og lausnafátækt stjórnvalda gagnvart þeirri stöðu sem uppi er. Þessi ríkisstjórn er fyrir löngu síðan komið að leiðarlokum, með sínar aðgerðir og aðgerðarleysi og er á góðri leið með að keyra þjóðina í þrot og þá ekki "tæknilegt" heldur "raunverulegt".
Þér til upplýsingar Sveinn hinn Ungi og eflaust annara líka, má geta þess að sú tilskipun EES samningsins, sem veitti fjármálalífinu það frelsi, sem það hafði var undirrituð í Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis af engum öðrum en Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, ásamt fleirum öðrum reyndar. Það hefur ekki svo ég viti nema einn þingmaður, viðurkennt "sök"og beðist afsökunnar, varðandi það að hafa hleypt þessari tilskipun í gegn, gagnrýnislaust. Sá þingmaður heitir Pétur H. Blöndal. Atkvæði með tilskipun þessari greiddu svo meðal annara, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Davíð Oddsson var fjarverandi þegar að atkvæðagreiðslan fór fram, þannig að ekki er hægt að "klína" því á hann að hafa samþykkt tilskipunina.
Svo getur fólk staðið í stöðugum hártogunum um það hvort ekki hefði mátt setja lög, sem dregið hefði úr áhrifum auðmanna í undanfara hrunsins. Það var reyndar gerð tilraun til þess. Lagt var fram frumvarp, sem kallaðist og kallast enn "Fjölmiðlafrumvarpið". Gegn því frumvarpi barðist Samfylkingin gegn með kjafti og klóm, til þjónkunnar við sinn nýjasta "sponsor" Jón Ásgeir Jóhannesson. Einnig barðist VG gegn frumvarpinu, en á þeim forsendum að þeim fannst framsetning málsins ekki fullnægjandi. Leiða má að því líkum að önnur frumvörp, sem að hefðu heft starfssemi "sponsora" Samfylkingarinnar, hefðu hlotið svipuð örlög og "Fjölmiðlafrumvarpið".
Auk þess er hægt að segja að sé núverandi stjórnvöldum alvara með það að við "einkavæðingu bankana" 2003 hafi það verið mistök að setja ekki eignarhaldinu einhver takmörk, þá hafa þau skipt um skoðun hvað það varðar, enda eru engin slík takmörk í nýju frumvarpi frá stjórnvöldum, um fjármálastarfssemi. Eins er nýjasta einkavæðing bankana, enn ámælisverðari en sú sem fram fór 2003, enda ekki ljóst, hverjum bankarnir voru einkavæddir, sumarið 2009.
Að lokum má svo benda á það að lántakendur, hljóta að vera stjórnvöldum ævarandi þakklátir fyrir að hafa hækkað skatta á áfengi og tóbak, auk skattahækkunnar á eldsneyti, allt hækkanir sem hafa bein áhrif á hækkun verðbólgu og þar með bein áhrif á hækkun verðtryggra lána.
Þá er einnig ógetið þess stóra hóps fólks, sem að hefur misst eða fær ekki vinnu, vegna þess hversu illa "helskattastefna" stjórnvalda, fer með fyrirtækin í landinu. Fyrirtæki í þjónustu, verslun og framleiðslu á vörum fyrir íslenskan markað, verða árlega af tekjum upp á hundruðir ef ekki þúsundir milljóna, vegna þessarar "helskattastefnu" stjórnvalda og þurfa því að segja upp fólki, vegna samdráttar í sölu á vörum og þjónustu, þar sem tekjulágt fólk (fólk á bótum), getur ekki leyft sér þann sjálfsagða munað, að lifa mannsæmandi lífi hér á landi.
Kristinn Karl Brynjarsson, 25.5.2010 kl. 16:55
Frábær athugasemd Kristinn Karl og allt hárrétt sem þú segir.
Svo má bæta því við vegna "gjaldþrots" Seðlabankans, að hann er með veð í FIH bankanum danska fyrir 500 milljóna evra láninu, sem átti að bjarga Kaupþingi á síðustu dögunum fyrir hrunið, en snilligarnir þar virðast hafa tekið til "eigin nota", a.m.k. finnst ekki tangur né tetur af peningunum. En það skaðar Seðlabankann ekki, því FIH bankinn er miklu meira virði, en sem nemur veðinu.
Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2010 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.