Það þarf kjark til að neita klofningi innan VG

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, harðneitar að nokkur ágreiningur sé innbyrðis á milli þingmanna flokksins, þrátt fyrir að Lilja Mósesdóttir, samþingmaður hans í VG, hafi sagt sig úr fjárlagahópi ríkisstjórnarinnar, einmitt vegna ágreinings við ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í ríkisfjármálum og skattahækkana.

Allir vita einnig um ágreininginn milli foringjanna í flokknum, þeirra Steingríms J. og Ögmundar og skiptingu flokksins í fylkingar að baki þeirra.  Nánast allir reikna með að fyrr eða síðar muni VG klofna í tvo flokka og jafnvel spurning hvað Lilja gerir, en hún hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við tillögur Sjálfstæðismanna um skattlagningu séreignarsparnaðar við inngreiðslu í stað útgreiðslu, eins og nú er gert.

Til að hnykkja á samstöðunni í flokknum, sendir Björn Valur samþingmanni sínum, Lilju, tóninn með þessari setningu:  "Nú þarf bara að fara að taka ákvarðanir, þótt það muni reynast einhverjum erfitt.“

Samstaðan og einingin innan VG leynir sér auðvitað ekki í þessum orðum.


mbl.is Þarf kjark til að stoppa í gatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kjarkurinn sem málpípa Steingríms telur sig hafa er einfaldlega hræðsla, hræðsla við IMF og fulltrúa þeirra glæpasamtaka.

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þingflokkur VG, er í rauninni "þingflokkar" VG.  Órólega deildin skipar þingflokk VG, því hún er mun nær því að vinna að kosningastefnu flokksins, en þeir hinir er skipa þingflokk "Samfó-grænna".

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.5.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, þeir félagarnir eru ekki alveg eins kjarkaðir gagnvart AGS, eins og þeir voru á meðan þeir voru í stjórnarandstöðu.

Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2010 kl. 22:05

4 Smámynd: Dexter Morgan

Enn eitt neikvætt um AÐRA, hvernig væri að fá eitthvað um þinn flokk.... Neeeii, gleymdi mér alveg. Það er ekki HÆGT að skrifa neitt jákvætt um hann, nema ljúga. En þið eruð nú ekki vanir að setja það fyrir ykkur, Sjálfstæðismenn.

Dexter Morgan, 25.5.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband