Ófriðarseggirnir óvirða stjórnskipunina

Óeirðaseggir sem réðust inn í Alþingi og slösuðu þar starfsfólk í desember 2008 og slógust við þingverði og lögreglu, mættu fyrir rétt í dag, þar sem einn hinna ákærðu átti eftir að tjá sig um ákæruna á hendur sér.

Eins og í fyrra réttarhaldi yfir óeirðaseggjunum mætti stór hópur ólátabelgja í dómshúsið og lét þar öllum illum látum til að trufla framgang réttvísinnar með öskrum og öðrum óhljóðum ásamt því að stympast við lögregluna, en það eru ær og kýr þessa liðs og svo ásakar það lögregluna ávallt fyrir ofbeldi, þó allt sé gert til að óhlýðnast fyrirmælum hennar.

Þetta lið þykist vera að mótmæla einhverju óskilgreindu, en vanvirðið stjórnskipun landsins algerlega, fyrst með því að ráðast inn í aðsetur löggjafarvaldsins og síðan er dómsvaldið vanvirt, með svívirðilegum hætti.

Framferði svona ófriðarseggja verður að stöðva með öllum ráðum, áður en virkilega illa fer.


mbl.is Átök í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Verja þarf þessa menn sem eru svo óréttlátlega kærðir fyrir "árás á Alþingi". Þeir voru réttum megin - Með þjóðinni og á móti ofbeldi valdamanna og óstjórn.

Framferði þessara mótmælenda er verðmætasta djásn lýðræðisríkis og þá þarf að styðja með ráðum og dáð ef ekki á illa að fara.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.5.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef þeir eru að mótmæla meintu ofbeldi valdamanna, er þá réttlætanlegt að nota ofbeldi sjálfur.  Væri ekki nær að mótmæla ofbeldi á friðsamlegan hátt?

Rétturinn til friðsamlegra mótmæla er verðmætasta djásn lýðræðisins.  Gegn ofbeldi ofstækismanna verður að sporna með öllum ráðum, ef ekki á illa að fara.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 21:52

3 identicon

Það er greinilegt að sá hópur sem hélt sig mest í frammi og reyndi að komast inn í salinn var ekki að reyna komast þangað inn til að fylgjast með réttarhöldunum, heldur til þess að leysa þau upp með skrílslátum. Fréttamaður ræddi við einn af þeim sem tilheyrir þessum hópi og sá sagði að tekist hefði að stöðva réttarhöldin. Þá er eðlilegt að lögreglan sé með viðbúnað og reyni að koma í veg fyrir að þeir sem ætla að stöðva réttarhöldin takist ætlunarverk sitt.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 22:21

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sæll aftur Axel

Ofbeldi valdsins í nútíma samfélagi felst í því að kúga fjöldan með reglugerðum sem gagnast hinum fáu. Lykilatriði í þessum reglugerðum er að banna það að hafa sig í frammi með nokkrum öðrum hætti en að láta sem minnst á sér bera, því sérhagsmunaseggirnir vita að þeir mega ekki við margnum.

Siðblind eða skulum við segja afvegaleidd stjórnvöld höfða nefnilega til mannkosta til að láta lýðinn hafa stjórn á sjálfum sér. T.d. með því að framkalla svona úrtölur hjá venjulegum borgurum sem sjá ekki hvernig þeir eyðileggja fyrir sér og sínum. Svo gætirðu reyndar verið "í liði" með hinum óréttláta minnihluta af hagsmunaástæðum sem er þá allt önnur Ella.

Mundu að ofbeldi valdamanna felst m.a. í því að hunsa algerlega friðsamleg mótmæli. Þá hættir það kerfi að virka. Þeir ráðamenn slysast til að segja hug sinn endrum og eins, eins og: "Þið eruð ekki þjóðin." Stundum er gott að hafa kjánaprik í þeirra röðum.

Þú ferð varla að halda því fram í hreinskilni að friðsamleg mótmæli hafi ekki verið reynd til þrautar? Hversu marga laugardagsmótmælafundi og blaðaskrif og félagasamtök þarftu?

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.5.2010 kl. 13:06

5 identicon

Komið þið sælir; Axel Jóhann - sem og gestir hans, aðrir !

Um leið; og ég vil þakka Rúnari Þór, kröftuga röksemdafærzlu, vil ég beina því til þín; Axel Jóhann, að þeir SEKU, eru stjórnmála illþýði það, sem hófu sína mold vörpu starfsemi, með kvótakerfinu, á 9. áratug síðustu aldar, og framvindu allra mála, þarf vart að endurtaka (sérílagi; tímabilið 1991 - 2008), ágætu drengir.

Þjóðfrelsis öflin; þurfa nú að kappkosta, að koma núverandi valdastétt frá; með ÖLLUM tiltækum ráðum, hvar; sýnt þykir, að ekki fara þau sjálfviljug frá.

Þurfi; að beita grimmd, að hætti fornra þjóða, þá verður svo að vera, því;; ekki getum við, sem tókum við arfi genginna kynslóða unað við óbreytt ástand, eða, hvað sýnist ykkur, þar um ?

Minni ykkur  enn; á hetjulega baráttu Hvítliða í Rússlandi (1917 - 1922), bræðra minna, gegn Lenín helzinu, ágætu drengir. 

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 15:43

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, ætli þessir öfgamenn sem nú óvirða íslenska réttvísi séu ekki meiri vinir Stalins, Lenins og þeirra sporgöngumanna, heldur en Hvítliðanna sem þú dáir?

Axel Jóhann Axelsson, 19.5.2010 kl. 19:02

7 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Axel Jóhann !

Mætti ég ekki; umorða spurninguna, til þín - og spyrja þig þess, hversu grimmileg örlög;; hinir raunverulegu ÖFGAMENN; ''Sjálfstæðismenn'' þínir, og þeirra handbendi, hverjir skrýðast táknum B - S og V lista, ættu að hljóta, síðuhafi góður ?

Land: og fólk; er í rústum einum, eftir spellvirki frjáshyggju, allra 4 flokkanna, Axel Jóhann, og þú sýnir samlöndum þínum -sem og aðrir þeir, sem ENN fylgja þeim óskapnaröflum að málum, sem komu okkur á kné, hina fyllstu vanvirðu, með þeim hártogunum, sem þú viðhefir, hér; að ofan.

Þú ættir; að biðja land og lýð og fénað allan, afsökunar, á þínum viðhorfum, sem þú hefir haft, til þessa, ágæti drengur.

Værir þar með; maður að meiri.

Með kveðjum; undrunar nokkurrar, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 21:24

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki tel ég nú mikla ástæðu til að biðjast afsökunar á mínum skoðunum í gegn um tíðina, en ótrúlega undrun vekja þessi faðmlög rauð- og hvítliða, sem speglast í þessum síðustu skrifum þínum, Óskar.

Axel Jóhann Axelsson, 19.5.2010 kl. 22:15

9 identicon

Komið þið sælir; enn !

Axel Jóhann !

Fjarri finnst mér fara; að ég þurfi að sæta háðulegum, sem óvirðandi orðhengils hætti þínum, hér; á þinni síðu - og mun því ei reyna, að halda uppi nokkrum tilraunum, til frekari rökræðna, við þig, að svo komnu.

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband