Er lítilmennið á flótta undan réttvísinni?

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnaformaður Kaupþings, hefur sýnt ótrúlegt yfirlæti undanfarið með því að láta sér detta í hug, að setja þau skilyrði fyrir því að mæta í yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara, að hann yrði ekki handtekinn á flugvellinum og ekki settur í gæsluvarðhald.  Það þarf talsverða siðblindu sakamanns að halda að hann geti sjálfur stjórnað rannsóknum á eigin meintum glæpum.

Nú hefur hann endanlega sýnt hverskonar lítilmenni hann er, með því að neita að mæta í yfirheyrslurnar og neyða saksóknarann til að láta Interpol lýsa eftir honum og óska þess að hann verði handtekinn hvar sem til hann næst.  Að þora ekki að standa fyrir máli sínu og taka afleiðingum gerða sinna, en ætla að láta undirmenn sína eina um það, bendir ekki eingöngu til siðblindu á háu stigi, heldur lýsir það ótrúlegri dusilmennsku.

Vonandi er þessi alþjóðlega handtökuskipun ekki komin til af því, að smámennið sé á flótta undan réttvísinni og kominn í felur, annað hvort hjá vinum sínum í Katar eða í Líbíu. 

Frá slíkum löndum yrði erfitt að fá hann framseldan.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður er ræfill að þora ekki að standa fyrir máli sínu hér.vonandi að hann verði færður í hlekkjum heim vælandi eins og smákrakki.Ingólfur og steingrímur höfðu allavega manndóm til að koma til landsins þrátt fyrir yfirvofandi handtöku

sigurbjörn (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 19:59

2 identicon

Axel Jóhann, ég skora á þig að birta aftur athugasemd mína sem ég setti inn hér í gærkvöldi og hefur verið fjarlægð. Ekkert í henni var utan siðlegra marka.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 11:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mér finnst ekki innan siðlegra marka að vera með slíkar vangaveltur sem í því innleggi birtust.  Þess vegna var því eytt.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband