Grímuklæddir ofbeldismenn réðust inn í Alþingishúsið

Fyrir Héraðsdómi er um þessar mundir til umfjöllunar kærur á grímuklædda dólga, sem gerðu innrás í Alþingishúsið þann 8. desember 2008 og ollu þar spjöllum og slösuðu starfsfólk þingsins.  Að sumu leyti er einkennilegt hve málið hefur tekið langan tíma í réttarkerfinu, en nú er að verða liðið eitt og hálft ár frá meintum brotum.

Það sem er einkennilegast við þetta mál, sem er venjulegt sakamál, er að ofbeldisseggirnir njóta fulls stuðnings nokkurra Alþingismanna, sérstaklega þingmanna Hreyfingarinnar og virðist hún helst sækja fylgi sitt til fólks, sem tilbúið er að ná sínu fram með ofbeldi og skrílslátum.

Í bréfi forseta Alþingis til Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar og stuðnigsmanns óbótafólksins, kemur þetta m.a. fram:  "Þegar fyrstu pallagestir voru komnir í húsið kom hópur manna í kjölfarið og ruddi sér leið fram hjá þingvörðum, sumir með klúta fyrir andliti, og komst upp í stigagang Alþingishússins."

Þarf frekari vitna við um tilgang innrásarinnar.  Fólk ræðst ekki inn í opinberar byggingar, né aðrar, grímuklætt, nema tilgangurinn sé vægast sagt vafasamur, ef ekki hreinlega glæpsamlegur.

Í þessu tilfelli urðu eignaspjöll og líkamsmeiðingar, þannig að tilgangur innrásarinnar fer ekkert á milli mála.


mbl.is Skylda að standa vörð um öryggi starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

"Þarf frekari vitnanna við?"

Já, þar sem þetta er ljúgvitni. Þetta friðsama fólk sem bankaði upp á er það sem er fyrir rétti núna,  ásamt nokkrum klútamönnum sem voru alveg jafnfriðsamir og ruddust ekki eitt né neitt fram úr samherjum sínum. 

Nonni, 11.5.2010 kl. 15:44

2 identicon

Sæll Axel.

Gleimum ekki að einn einstaklingur sem hafði sig mikið í frammi var gerður að ráðherra

hannes (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nonni, ætli það sé eftirlitsmyndavélin, sem er aðalljúgvitnið?

Hannes, rétt er það, hún stjórnaði liðinu úr gluggum þinghússins, þegar kom fram í janúar 2009.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 15:50

4 identicon

þú veist ekkert um þetta mál Axel, heldur dæmir greinilega bara út frá því sem þið lesið hér á mbl....því miður. Þannig vill nú til að ég er ein af nímenningunum sem erum ákærð, en það sorglega er að við erum öll dæmd sem eitt.....þar sem ég og flestir sem inn fórum, fórum inn í þeim tilgagni að fara á þingpalla, sem er réttur hvers borgara við opnar umræður á alþingi. Það að við höfum starfað sem hópur er bull og að við höfum farið inn með ofbeldi og látum og með áform um árásir og læti, það er svo algjörlega út í hött! Ég fór í yfirheyrslur og það var ekki til EIN mynd af mér og hvað þá helmingnum af fólkinu sem þarna var og hvað þá einhverri ofbeldishegðun eða öðru af okkar hendi! Ég mótmælti já, því ekki veitti af að opna augu stjórnvalda og almennings, en ég hef ALDREI ALDREI notað eða beitt ofbeldi og mun aldrei gera! Ég er venjuleg fjölskydmanneskja sem vinn mína vinnu og er heiðarlegur borgari að öllu leyti. Að það skuli vera verið að eyða tíma og pening í þetta algjörlega fáránlega og að miklu leyti upplogna mál, þar sem greinilega allir eru settir undir sama hatt, er svo fáránlegt þegar aðstæður í þjóðfélaginu eru skoðaðar, bæði þá og enn og ekki síður í dag! Er þá öll íslenska þjóðin glæpamenn og skítapakk, af því að "útrásavíkingarnir" sviku undan og stálu almannafé?! Jafn fjarstæðukennt og þar fyrir utan að halda því fram að hópurinn, sem er enginn skipulagður hópur, heldur bara fólk af götunni af öllum stærðum og gerðum, skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn osfrv.....hef nú bara aldrei heyrt annað eins kjaftæði! Veit ekki um eina manneskju sem hugðist sýna neitt ofbeldi, enda líklega flestir sem bara sátu fastir í miðjum stiganum og komust hvorki aftur á bak né áfra, lík og undirrituð!!! Það er hægt að segja hvað sem er og reyna að láta þetta allt líta sem verst út en amk veit ég ofl sannleikann í þessu máli, það nægir mér í bili takk!

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:58

5 Smámynd: Nonni

Nei, Axel. Eftirlitsmyndavélin segir satt. Betur ef fleiri en ákæruvaldið og aðrir sem hafa hag af því að ljúga fengju að sjá það.

Nonni, 11.5.2010 kl. 16:04

6 identicon

Heyr heyr!!!

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 16:08

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað eru allir sem ákærðir eru í þessu máli, eins og öðrum, alsaklausir að eigin sögn.  Þetta á við um flest mál, sem fara fyrir dómstóla.  Ákærðu neita oftast ákærum og láta sækendum um að sanna sökina.  Öll fangelsi veraldar eru uppfull að mönnum sem aldrei sjá neitt rangt við hegðun sína og gerðir.  Það er kölluð siðblinda og t.d. hafa banka- og útrásargarkarnir verið haldnir slíkri blindu, enda sjá þeir ekkert athugavert við sínar gerðir í "gróðærinu".

Í þessari "innrás" slasaðist fólk af völdum innrásarmanna, sem sumir voru grímuklæddir.  Það er hlutverk sækjandans í málinu að sanna að um ólöglegt athæfi þessa hóps hafi verið að ræða.  Takist honum það ekki, þá verða væntanlega allir sýknaðir.

Jafnvel þó fólk hafi verið reitt og sé það enn, vegna banka- og útrásarglæpona, þá veitir það engar heimildir til húsbrota og líkamsmeiðinga og þeir sem ætla sér að taka að sér að refsa fólki, gera það þá á sína eigin ábyrgð og hlýtur að svara fyrir það, eins og aðrir, sem brjóta lög.

Heiða, þér er hér með óskað góðs gengis við að sanna sakleysi þitt í þessu máli.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 16:10

8 identicon

Þakka þér fyrir það, en efast um að það gangi vel þar sem það á greinilega að nota okkur sem víti til varnaðar....til að sýna almenningi hvernig fer fyrir þeim sem voga sér að rísa upp og andmæla! Það er bara hreinlega sorglegt að sjá hve þrælslundin er rík í mörgum íslendingnum enn!

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 16:16

9 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Axel hefurðu séð myndbandið - afhverju er það ekki gert opinbert ? sennilega af þvi að það er ekki verið að segja satt hér.

Ég lenti nú í þvi að vera beittur ofbeldi af lögreglunni í réttarsal síðast þegar þetta mál var tekið fyrir, er ofbeldi lögreglu réttlætanlegt ?

Steinar Immanúel Sörensson, 11.5.2010 kl. 16:16

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steinar, ekkert ofbeldi er réttlætanlegt, en lögreglan getur stundum þurft að taka á, þegar að henni er veist, eða fyrirmælum hennar er ekki hlýtt.  Samkvæmt lögum ber okkur að fara að tilmælum lögreglunnar, möglunarlaust.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 16:35

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mikið ertu nú skýr Axel, það var Álfheiður sem stjórnaði þessari uppákomu allri frá A til Ö, bjáninn þinn, en auðvitað á að ransaka málið það er einfaldlega efi uppi um að það sé gert heiðarlega.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.5.2010 kl. 16:56

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Högni, auðvitað er málið rannsakað heiðarlega.  Dettur þér annað í hug, kjáninn þinn?

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 17:08

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já mér dettur sko annað í hug, því miður :)

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.5.2010 kl. 17:33

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Rétturinn til að mótmæla er heilagur. Það er hinsvegar enginn sem hefur rétt til að beita ofbeldi, þegar fólk er farið að nota mótmæli til að beita ofbeldi er það að brjóta rétt þeirra sem mótmæla, auk þess er það að brjóta á rétti þeirra sem mótmælt er.

Innan dyra alþingis Íslendinga á ekki að leyfa nein mótmæli almennings, hvað þá ofbeldi.

Lögregluofbeldi er skelfilegt, það er oft þunn línan sem laganna verðir verða að þræða. Það er tiltölulega auðvelt að láta eðlilegar lögregluaðgerðir líta út sem ofbeldi, að sama skapi er oft auðvelt fyrir þá að fela sitt ofbeldi. Því þarf alltaf að vera vakandi og sjá til þess að slíkt hendi ekki án þess þó að það hefti lögreglu í starfi.

Þær aðgerðir sem þetta fólk er sakað um voru ofbeldi, og því á að dæma í því.

Gunnar Heiðarsson, 11.5.2010 kl. 17:37

15 identicon

Skrítið Gunnar, ég var þarna og og varð ekki vör við fyrirfram ákveðið ofbeldi af hálfu neins né nein plön um slíkt! Það voru þingverðir, ekki með neina þjálfun í að taka á hópi fólks og svo lögreglan sem komu askvaðandi með ofbeldi og hótun um slíkt. Aldrei man ég eftir að neinn úr hópnum hafi hótað ofbeldi?! :O Hmmm....þú hlýtur að vera skyggn fyrst þú veist meira en þeir sem þarna voru :/

Heiða (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 18:05

16 identicon

Ofbeldi er oftast beitt í valdníðslu. Þeir sem eru ofar í valdstiganum og beita ofbeldinu sínu niður á við eru bara stikk frí. Var það ekki ofbeldi þegar að Kárahnjúkum var drekkt? Er það ekki ofbeldi (eða hótanir um slíkt) þegar smábátasjómönnum er bannað að veiða svo að togararnir geti veitt meira? Er það ekki ofbeldi (eða hótanir um slíkt) þegar bankarnir skikka fólk til að borga meira og meira ellegar missa húsin sín?

Nema bara fjölmiðlar tala aldrei um ofbeldi þegar það kemur ofan frá í valdstiganum. Forstjóri getur aldrei beitt undirmanni sínum ofbeldi, jafnvel þótt hann láti hann vinna allt of lengi fyrir allt of lítin pening. Yfirmenn Impregilo beittu starfsmönnum á Kárahnjúkum ekki ofbeldi þrátt fyrir að þeir hafi verið skikkaðir til að vinna við ómannúðlegar aðstæður, en á sama tíma liggur við að fjölmiðlar hafi talað um ofbeldi þegar starfsmennirnir neituðu að vinna við þessar aðstæður. Það var svo ekki ofbeldi þegar einstaka starfsmenn voru sendir heim gegn þeirra vilja.

Að svipta fólki frelsi eftir vafasömum lögum er ekki ofbeldi svo lengi sem sá sem er sviptur frelsi sínu er neðar í valdstiganum verður fyrir barðina á því. Þannig er Alþingi fullt af fólki sem styður ofbeldi. Margir styðja ofbeldi fyrirtækja gegn lífríkinu, aðrir styðja ofbeldi yfirmanna gegn undirmönnum og enn aðrir styðja ofbeldi valdstjórninnar gegn þegnum hennar. Það er ekkert nýtt að einstaka þingmenn styðji ofbeldi. Munurinn er bara sá að núna er sutt við meint ofbeldi upp á við í valdstiganum.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 13:23

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rúnar, mér sýnist nú að svar við öllum spurningum þínum í fyrstu málsgrein sé aðeins eitt:  Nei ekkert af þessu var ofbeldi.

Hægt er að velta hugtakinu ofbeldi fyrir sér á alla kanta og túlka að vild hvers og eins.  Það flokkast ekki undir ofbeldi, þegar lögregla heldur uppi aga og lögum, það er einfaldlega hennar skylda.

Þar fyrir utan getur sá sem telur sig verða fyrir ofbeldi, aldrei réttlætt að beita því sjálfur, bara af því að einhver annar hafi gert það á undan, eða viðkomandi haldi að einhver ætli hugsanlega að beita ofbeldi.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband