Ákærur um ótrúlega viðamikla brotastarfsemi

Ef marka má frétt mbl.is um ástæður gæsluvarðhaldsúrkurðanna yfir Heiðari Má og Magnúsi Guðmundssyni stangast framburður þeirra verulega á í yfirheyrslunum og því sé nauðsynlegt að afstýra samhæfingu framburðar þeirra.  Alvarleiki ákæranna sjást einnig á því að nú er búið að handtaka tvo yfirmenn Kaupþings til viðbótar, samkvæmt féttum RÚV,  þá Ingólf Helgason, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi og Steingrím Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans.

Ákærurnar snúast um brot á ýmsum ákvæðum auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, aðallega umboðssvik og skjalafals.  Athyglisvert er að þessi brot eru talin hafa valdið bankanum verulegu fjárhagstjóni, þannig að ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi, en að hinir ákærðu, eða vitorðsmenn þeirra, hafi auðgast gífurlega sjálfir á þessum viðskiptum.

Fréttin endar svo:  „Jafnframt liggi fyrir grunur um stórfellda markaðsmisnotkun en þau brot ásamt innherjasvikum, séu talin ein alvarlegustu brot gegn verðbréfaviðskitpalöggjöfinni. [...] Mál af þessari stærðargráðu eigi sér ekki hliðstæðu í rannsóknum sakamála hér á landi og þótt víðar væri leitað.“

Fjármálaheimurinn er engin smáveröld og þar eru framin afbrot reglulega, en af framangreindri málgrein sést, að hér eru engin smámál á ferðinni og rannsóknir á gerðum allra íslensku bankanna líklega rétt að byrja, þó Kaupþing hafi verið, ekki bara stærsti bankinn, heldur stærsta fyrirtæki landsins.

Bankamennirnir lifðu hátt í "gróðærinu" og nú er fallið úr lúxusturnunum himinhátt.


mbl.is Framburður stangaðist verulega á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það "fyndna" við þetta allt sama er að þó þeir fái 8 ára fangelsi, þá sleppa þeir eftir ~4 ár.... hver myndi ekki vilja sitja í nokkur ár í steininum... með kannski nokkra milljarða á ári... svo koma menn út og lifa vel..... Case closed.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:12

2 identicon

Þær eignir sem til eru og vitað er um verða væntanlega gerðar upptækar upp í kröfur. Hafi þeir komið einhverju undan eru heimildir til þess að gera það upptækt síðar ef upp um það kemst enda verður kröfum væntanlega haldið virkum svo lengi sem leyfilegt er.

Líklega yrði það ævilangur eltinga- og feluleikur fyrir þá að standa í þessháttar veseni, og ábatavon fyrir yfirvöld til þess að hundelta þá. Það eru alltént einhverjar ástæður til bjartsýni eftir þessar fréttir. Þar að auki er vitað að fjárglæframönnum af þesum toga helst oft ekki vel á fé og iðulega hafa þeir eytt stórum hluta ránsfengsins þegar þeir nást.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:45

3 identicon

Þeir væru nú að samræma framburðinn ef að vinur þinn Jón Steinar hefði ráðið í dómnum eins og þú varst að verja hérna í öðru bloggi

Hrói Höttur (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband