Er ætlunin að drepa Hval hf?

Hvalur hf. hefur haft leyfi til hvalveiða frá árinum 1947 og stundað þær síðan, að undanskildum "bannárunum", sem hér voru, vegna duttlunga ríkja í Alþjóða hvalveiðiráðinu, sem fæst liggja að sjó, né hafa nokkra hagsmuni af sjávarútvegi.

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gaf út kvóta til hvalveiða til ársins 2013, en nú um það bil sem hvalavertíðin er að byrja, leggur ríkisstjónin fram lagafrumvarp sem setur allan undirbúning veiðanna í uppnám og gæti lagt allar áætlanir um veiðar í sumar í rúst.

Venjulega hafa a.m.k. 150 manns atvinnu af þessari atvinnustarfsemi yfir sumarið og einhver fjöldi árið um kring vegna vinnslu úr afurðunum og útflutnings þeirra til Japan.  Af þessu hafa skapast talsverðar gjaldeyristekjur, sem er einmitt það sem þjóðarbúið vantar sárast um þessar mundir.

Núverandi ríkisstjórn virðið vera sérstaklega uppsigað við alla atvinnuuppbyggingu í landinu og jafnvel atvinnustarfsemi yfirleitt, því henni virðist sérstaklega umhugað um að tefja allt, sem atvinnuskapandi gæti orðið, eða jafnvel koma algerlega í veg fyrir að ný störf skapist og atvinnuleysi minnki í landinu.

Ekki hefur spurst af annarri ríkisstjórn, a.m.k. ekki í vestrænum löndum, sem berst gegn aukinni atvinnu í sínu eigin landi.


mbl.is Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Meiningin virðist vera að lifa á lánum

Sigurður Þórðarson, 11.5.2010 kl. 10:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það hefur gefist svo vel undanfarin ár, að það er um að gera að halda því áfram.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 10:53

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fjármálaráðherra virðist vera haldinn þeirri fyrru að við getum skattlagt okkur út úr vandanum.

Íslendingar vilja vinnu, ef hún er til staðar getum við bjargað okkur.

Gunnar Heiðarsson, 11.5.2010 kl. 11:08

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Af hverju ekki að drepa Hval hf eins og allt annað - sé ekki að það fyrirtæki fái að lifa frekar en önnur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.5.2010 kl. 11:12

5 identicon

Hvernig í ósköpunum geta 150 manns haft atvinnu af veiðum og vinnslu afurða sem hvergi seljast?

Anna R (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 11:24

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Anna R. þú ert þegar búinn að svara þér. þeir fá vinnu útaf því að þessar afurðir seljast. hvernig ætti þetta að virka öðruvísi? ef afurðirnar seljast ekki þá er hvalveiðum sjálfhætt. eða helduru kannski að Hvalur hf og Kristján Loftsson sé með milljarðana í rassvasanum og geti stundað óarðbæran rekstur í með hundruð manna í vinnu í lengri tíma? komdu ekki með þessa vitleysu?

Fannar frá Rifi, 11.5.2010 kl. 11:55

7 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Anna R. Hvaðan er þín "vitneskja" um sölumál og rekstur Hvals h.f. komin? Heldur þú virkilega að Kristján Loftsson sé sá grænjaxl í rekstri fyrirtækja að hann væri með Hval h.f í rekstri á síðasta ári, ef hann hefði ekki sölumálin á hreinu? Það tók að hans sögn fjögur ár, að afla tilskilinna leyfa. Það er fágætt á þessum volæðistímum, að fyrirtæki bjóði upp á vinnu sem getur fært verkafólki allt að eina miljón króna í laun á mánuði! Það gerir Hvalur h.f. meðan vertíðin er í gangi. Ráðherrar Fjallagrasaflokksins og Evrófylkingarinnar taka það nú ekki mikið nærri sér, þó nærri 17000 manns gangi um án atvinnu. Þau bara tala og tala, og fá sín laun. Það er nægur hvalur í hafinu fyrir þessar veiðar. Leyfa á Kristjáni Loftsyni, að veiða hval, og skaffa fólki vel launaða vinnu. Það er hans mál að koma aflanum í verð, hann gerir þetta á eigin ábyrgð, og hefur hingað til ekki þurft á aðstoð samfélagsins að halda. Standi Jón Bjarnason lið hans í vegi fyrir hvalveiðum í sumar, ráðlegg ég honum og þeim það gera, að láta hvorki sjá sig á Akranesi eða annarstaðar á Vesturlandi, ef ekki á illt af að hljótast, og illa að fara.

Stefán Lárus Pálsson, 11.5.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband