Hver laug að fréttamanninum?

Þegar fréttastofur birta ásakanir á nafngreinda menn um milljarða króna undanskot eigna á síðustu dögunumm fyrir bankahrunið, reikna áheyrendur með því, að heimildir fyrir slíkum stórfréttum séu traustar og fréttastofan fái þær staðfestar úr fleiri en einni átt.

Í þessu sambandi skiptir engu um hvaða persónur slíkar fréttir fjalla, þegar ásakanirnar snúast um alvarleg lögbrot verða slíkar fréttir að vera algerlega skotheldar, enda treysta áhorfendur því að hægt sé að treysta fréttastofunum til þess að birta ekki algerlega tilhæfulausar lygafréttir um svo stór og alvarleg mál.

Þeir menn, sem nafngreindir voru í frétt Stöðvar 2, hafa væntanlega nóg á sinni könnu og samvisku, þó fréttastofa Stöðvar 2, skáldi ekki æsifréttir um þá og beri fyrir sig heimildarmann, sem hafði ekkert í höndunum um málið, þegar til kom.

Svona fréttalygara á að afhjúpa og birta nafn hans öðrum fréttamönnum til viðvörunar og vilji stöðin endurheimta traust sitt, verður hún að skýra frá því undanbragðalaust, hvernig á þessum fréttaflutningi stóð á sínum tíma.

Í gær var fjallað um þetta mál hérna


mbl.is Starfsmannafundur á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EInhver hefur mútað Óskari Hrafni.

Ingvi Hrafn (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Polli

Kannski var bara heilmikið til í fréttinni, þótt illa gangi að sanna það. Þessir menn eru nú engir englar.

Polli, 11.5.2010 kl. 09:43

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fréttin væri ekki dregin til baka, ef fréttastofan hefði minnsta snefil af sönnunum í höndunum.  Stöðin er einfaldlega orðin hrædd, þar sem hún sér fram á að tapa skaðabótamálinu sem Björgvin Thor höfðaði á hendur henni.  Þetta voru stór orð hjá Stöð 2, jafnvel þó þessir kappar ættu í hlut.  Ætli þeir hafi ekki nóg á sinni könnu, þó Stöð 2 sé ekki að skálda upp á þða líka, nóg er nú samt, sýnist manni.

Spruningin sem vaknar er sú, hvort heimildarmaðurinn hafi verið úr eigendahópi stöðvarinnar, og hafi með þessu verið að beina athygli frá sjálfum sér.  Hvernig sem því var háttað, þá var þetta einkennilegt útspil hjá fréttastofunni.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband