9.5.2010 | 19:46
Gylfa og Rögnu fórnað til að losna við Jón Bjarnason
Samfylkingin vill losna við Jón Bjarnason úr stóli sjávarútvegsráðherra vegna eindreginnar andstöðu hans við innlimun Íslands í ESB og því að yfirráðum fiskveiðiauðlindarinnar verði fórnað á því altari. Til þess að losna við Jón, verður ráðuneytið lagt niður í heilu lagi og Samfylkingarráðherrar látnir taka yfir verkefni þess.
Til þess að fela raunverulegan tilgang sameiningarhugmynda Samfylkingarinnar verður Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, og Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, fórnað og þeirra ráðuneyti einnig sameinuð öðrum. Þar með fækkar ráðuneytum og ráðherrum úr tólf í níu, eins og Samfylkingin hefur lagt til, en ekki er alveg víst að VG samþykki að fórna Jóni úr ráðherraliðinu og þurfa að sætta sig við að fá fjóra ráðherra á móti fimm ráðherrum Samfylkingarinnar. Ekki er útilokað að Jóhanna kaupi VG til að samþykkja tillöguna gegn því, að Ögmundur kæmi aftur inn í stjórnina og þar með eftirláta VG fimmta ráðherrastólinn.
VG hefur alltaf gefið eftir gagnvart Samfylkingunni í stjórnarsamstarfinu og því mun þetta sjálfsagt enda með þeim ráðherrafórnum og hrókeringum sem hér hefur verið giskað á.
Ríkisstjórnin fundar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Bjarnason er vanhæfur og óhæfur auli. Forngripur sem á ekkert erindi í valdastöðu.
Svo er glórulaust af örþjóð að reka öll þessi ráðuneyti utan um ekki neitt.
Bjarki (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 20:03
Það hefur enginn í hendi, að Ögmundur Jónasson selji sig sisona fyrir ráðherraembætti og eiginlega er harla ólíklegt að hann gangi yfirleitt nokkurntímann inní þá ríkisstjórn er nú situr.
Jóhannes Ragnarsson, 9.5.2010 kl. 20:18
Orðrómurinn um Ögmund, hefur mest verið uppi þegar rætt er um hvernig róa megi "órólegu" deildina í VG. Hvort að Ögmundur vilji setjast í sömu stjórn og hann gekk úr í okt í fyrra, veit ég ekki, en þætti það gengisfella trúverðugleika hans töluvert, sem stjórnmálamanns.
En það er kannski athyglisvert í þessari umræðu að frétt sem birtist á pressan.is ( hvað að þann miðil er að marka), greindi frá störfum þingmannanefndarinnar, sem úrskurða á um hvort ráðherranir þrír sem, höfundar Skýrslunnar telja að hafi brotið lög um ráðherra ábyrgð, skuli fara fyrir Landsdóm. Í fréttinni var sagt frá því að nefndin hugleiddi að skoða störf fleiri ráðherra.
Þá er það spurning í ljósi þeirra ástæðna sem að Björgvin G. gaf upp er hann steig til hliðar og fagnað var af forsætisráðherra, hvort að einhverjir núverandi ráðherrar sem voru í stjórn með Björgvini, þurfi ekki að hugsa sinn gang.
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.5.2010 kl. 20:37
Kristinn, ef einhverjir ráðherrar sem sátu í "hrunstjórninni" gætu þurft að hugsa sinn gang vegna hættu á að verða stefnt fyrir Landsdóm, þá eru það helst Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson.
Fari þau úr ríkisstjórn er varla hægt að reikna með að stjórnin lifi mikið lengur og þá yrði örugglega kosið í haust.
Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 20:47
Já það er meira en líklegt að svo yrði. En sé þingmannanefndin að fjalla um þetta, þá er hæpið að hún komsit að trúverðugri niðurstöðu, miðað við hvernig málum er háttað.
Hvort sem sú niðurstaða væri, réttlát eða ekki, þá væri nefndin svo til dæmd, til þess að úrskurða þau einnig fyrir Landsdóm, eigi fullkomið traust og trúverðugleiki að vera um störf nefndarinnar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.5.2010 kl. 21:03
Aulalegt hjá þessum Bjarka að geta ekki skrifað undir fullu nafni og staðið þannig við orð sín. Ennþá aulalegra að hafa ekki úr neinum rökum að spila.
Þjóðar-svikurum í Samfylkingunni er ekki eins illa við neinn ráðherra og Jón Bjarnason. Það eru meðmæli með honum í sjálfu sér. En VG mega ekki láta Svikafylkinguna valta yfir sig í þessu ráðherrastólamáli. Þá getur líka Jón hætt að styðja þessa vanhæfu ríkisstjórn – þá hina sömu sem hagar sér eins og leppur eða viljug fótaþurrka AGS (sbr. H É R !) og ætlar t.d. að láta fram fara uppboð á þúsundum heimila í haust – að kröfu AGS!
Jón Valur Jensson, 9.5.2010 kl. 22:22
VG á varla annan leik í stöðunni en að krefjast þess að ESB umsóknin verði dregin til baka. Þeir geta hreinlega ekki látið reka Jón úr ríkisstjórninni án þess.
Jón mun berjast gegn ESB aðildinni fari hann úr ríkisstjórninni og þá annaðhvort springur stjórnin, eða VG klofnar í a.m.k. tvo flokka.
Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 22:49
Það var bara EINN ráðherra eftir, sem opinberlega var á MÓTI ESB aðild, einhvern veginn varð Heilög Jóhanna að losa sig við hann. Ekki gerði hann sig sekan um stórvægileg mistök svo það varð að beita öðrum meðulum við að losna við hann. Það var búið að boða fækkun ráðuneyta en eigi að leggja til grundvallar störf Jóns Bjarnasonar, í Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytunum og Katrínar Júlíusdóttur í Iðnaðarráðuneytinu held ég að það sé ekki nokkur spurning að Jón Bjarnason hefur unnið mun betur og ætti að stýra nýju Atvinnumálaráðuneyti. En því miður fyrir Jón þá er hann á móti ESB umsókninni og hann er í VG en ekki LANDRÁÐAFYLKINGUNNI. Ef það væri einhver töggur í Steingrími og öðrum ráherrum í VG létu þeir ekki bjóða sér svona vinnubrögð og leggðu það til að bæði Jón Bjarnason og Katrín Júlíusdóttir yrðu látin fara og í stað þeirra kæmi Ögmundur Jónasson. Enn sennilega þykir Steingrími og félögum svo VÆNT um stólana sína að þau vilji frekar láta "TRAÐKA" meira á sér til að halda í stólana og þar með völdin, en að vera að koma með tillögur, sem ekki kæmu til með að hljóta "náð" hjá heilagri Jóhönnu og hennar náhirð.
Jóhann Elíasson, 10.5.2010 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.