Árásir hafnar á Sérstakan saksóknara, alveg eftir formúlunni

Í Baugsmálinu fyrsta var beitt öllum áróðursbrögðum, sem fyrirfinnast í slíkum fræðum, til þess að rægja saksóknara málsins og gera lítið úr rannsóknum þeirra og persónur þeirra dregnar niður í svaðið á skipulegan hátt.  Áróðursherferðin var þaulskipulögð og fór aðallega fram í Baugsmiðlunum, þó Ríkisútvarpið og fleiri drægju ekkert af sér heldur og var áróðurinn látlaus í þágu sakborninganna og að lokum fór svo, eins og til var sáð, að almenningsálitið snerist algerlega á sveif með þeim ákærðu og lá við að þeir væru teknir í guða tölu en ákæruvaldið átti fáa málsvara og Davíð Oddson, sem hatursáróðurnn beindist ekki síst að, var orðinn eins og hinn illi sjálfur í augum almennings og eymir enn af því í þjóðfélaginu, þó ástin á Baugsveldinu sé ekki eins heit ennþá.

Eftir handtöku tveggja manna og gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim er ný áróðursmaskina komin í gang og byrjuð að sá tortryggni í garð Sérstaks saksóknara, alveg eins og í fyrra sinnið og beinist bæði að því að gera rannsóknir embættisins tortryggilegar og persónu Ólafs Þórs Haukssonar, sem sagður er óhæfur, reynslulaus og seinvirkur.  Þetta er auðvitað aðeins upphafið að skrifum leigupenna áróðursvélar þeirra sem rannsóknum og hugsanlegum ákærum sæta í stærstu bankaránsrannsókn allra tíma á vesturllöndum og víst er að ekki mun skorta fé til varnar hinum ákærðu, né til reksturs áróðursmaskínunnar í þeirra þágu.

Frá því að tvímenningarnir voru handteknir hafa þegar birst greinaskrif nokkurra aðila, sem beint er gegn saksóknaranum og nægir að nefna þá Ólaf Arnarson, hagfræðing, Sigurð G. Guðjónsson, lögfræðing og tónlistarmennina Jakob Frímann Magnússon og Bubba Mortens, sem lengi hefur verið leiguþý Baugsveldissins.

Framhald þessarar skipulögðu áróðursherferðar verður fróðleg og þá sérstaklega hvort tekst að snúa almenningsálitinu sakborningum í vil, eins og í Baugsmálinu fyrsta.


mbl.is „Þarf að færa fram sterk rök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég efast ekki eitt augnablik að Ólafur hefur ekki farið að setja þessa menn í gæsluvarðhald nema vera þess full viss að hafa öruggt mál í höndunum.

Það er hinsvegar óhugnanlegt að horfa uppá sömu atburðarrásina og í upphafi gamla Baugsmálsins. Það er vonandi að Ólafur hafi gert ráð fyrir því og sé undirbúinn undir árásir Baugmiðlanna.

Þau tvö mál sem DO var hvað mest gagnrýndur fyrir á sínum tíma, fjölmiðlafrumvarpið og Baugsmálið eru stór hluti ástæðu þess hvernig komið er.

Fjölmiðlafrumvarpið var meðal annars hugsað til þess að enginn gæti náð svo miklum tökum á fjölmiðli að hann gæti farið að nýta sér hann sér til framdráttar. Við sjáum hvernig staðan er í dag.

Baugsmálið, sem að ósekju er eignað DO, er ein sorgarsaga í Íslenskri réttarsögu. Þar náðu glæpamenn, í krafti auðs og með óheftu aðgengi að fjölmiðlum, að snúa réttarkerfinu á haus. Flestum ákærum var vísað frá eftir langar og skrítnar hártoganir fjölda lögfræðinga. Það var því aldrei skorið úr því hvort eigendur Baugs voru sekir eða saklausir. Þó má leiða líkum að því að þeir hafi verið sekir, varla hefðu þeir farið að eyða tugum eða hundruðum miljóna í að fá málinu vísað frá ef þeir væru saklausir.

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góða og kröftuga færslu:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2010 kl. 13:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Baugsfeðgar sögðu sjálfir að vörn þeirra hefði á sínum tíma kostað tvo milljarða króna.  Væntanlega er það kostnaðurinn við lögfræðingana ótalmörgu, almannatengslaskrifstofur sem skipulögðu áróðurinn og greiðslur til leigupenna og annarra, sem unnu í þeirra þágu.

Svo mega menn geta, hvar þessir tveir milljarðar hafa verið teknir að láni og hvort það lán hafi nokkurn tíma verið endurgreitt, frekar en önnur sem þetta "viðskiptaveldi" hefur tekið í gegnum tíðina.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 13:50

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Heimi, þetta er öflug færsla. En þetta er mikið áhyggjuefni en Eva Joly varaði við þessu á sínum tíma.

Finnur Bárðarson, 8.5.2010 kl. 14:27

5 Smámynd: Sævar Helgason

Ekki hef ég trú á því að sá leikur sem leikinn var í Baugsmálinu endurtaki sig nú.  

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er sem betur fer afar vel unnin og nýtur trausts í þjóðfélaginu. Við höfum traust gögn.  Séstakur saksóknari nýtur trausts almennings og síðast en ekki síst - Evu Joly okkar dýrmætu hjálparhellu.  Og enn á að gefa í til að styrkja réttvísina.  Stórauka mannafla nú þegar hjá Sérstökum saksóknara og jafnvel að mr. Black rannnsóknstlögmsður frá USA- bætist í liðið.    Þetta lið sem hefur verið að ráðast að Sérstökum saksóknara -er ekki trúverðugt

Sævar Helgason, 8.5.2010 kl. 14:57

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Herferðin er rétt að byrja, það sem komið er, er bara sýnishorn.  Lögfræði- og almannatengslastofurnar eru ekki komnar í gang ennþá.  Lögfræðingar allra stærstu stofanna eru auðvitað löngu byrjaðar að vinna að málunum og æfa væntanlega sakborninga í að svara öllum spurningum saksóknarans og dómaranna og sterkari pennar en ofannefndir eiga eftir að koma fram.  Málum verður þvælt fram og aftur, krafist verður frávísunar allra ákæra og endalausar áfrýjanir úrskurða Héraðsdóms til Hæstaréttar og allt togað og teygt árum saman og allan tímann mun áróðursmaskínan mala.

Hver man ekki eftir skrúðgöngu Baugsmanna og lögfræðingastóðsins frá skrifstofu Baugs að Héraðdómi og flestir með Bónuspoka í höndunum.  Á myndum úr réttarsal var Jón ásgeir alltaf með Bónuspoka á borðinu hjá sér og allt leit þetta svo vel út á ljósmyndum.  Enda hafa þessar myndir verið endurbirtar í Baugsmiðlunum reglulega, því þær höfðu svo jákvæð áhrif á almenningsálitið. 

Allt sem mönnum dettur í hug í sama dúr, verður notað aftur og aftur og aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 15:08

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sigurður G. Guðjónsson, er nú svosem ekki laus við þátttöku í hruninu. Sigurður var sjórnarformaður Fons, þegar að fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann var þá á sama tíma í stjórn Glitnis, sem dældi milljörðum inní Fons, þegar fyrirtækið var í andaslitrunum. Sigurður reyndi svo að kaupa sig inná skiptafundi í þrotabúi Fons, en skiptastjórinn var fljótur upp með tékkheftið, enda minkur aldrei æskilegur í hænsnakofa.

Ólafur Arnarson er tengdur bæði stjórnendum og stærstu eigendum Kaupþings. Hann er frændi, ef ég man rétt, Erlends Hjaltasonar, forstjóra Exista, sem átti einn stærsta hlutinn í Kaupþingi. Exista er líka áberandi í lánabókum Kaupþings. Kona Ólafs og Hreiðar Már, eru systkynabörn. Ólafur er svo innsti koppur í því búri Baugsmanna, er snýr að Davíðshatri. Hatri sem að hófst, eftir 300 milljóna þriggja manna talið í London.

Bubba þar ekkert að kynna frekar, hann hefur löngum "blaðrað" þar sem hann fær borgað. En það er samt "einkennileg" tilviljun, að kvöldið sem hann söng "Stál og hnífur" fyrir starfsfólk Bónus á árshátíð fyrirtækisins, þá aflýsti hann einum af þessum "gjafatónleikum" sínum ( í boði Bónus), á Selfossi vegna barkabólgu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.5.2010 kl. 16:10

8 identicon

Gleymdu ekki leiðara Moggans í dag sem Hannes nokkur Hólmsteinn sleikir upp að venju. Ætli hefði ekki verið annað hljóð í þeim Strokki, væri það Jón Ásgeir sem nú gisti á Hrauninu?

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 16:12

9 identicon

Ég held að Eva Joly hafi séð ég gegnum vanhæfni sérstaks ríkissaksóknara enda hafa erlendir sérfræðingar staðfest að án hennar hefði ekkert gengið.  Hugleysi fylgir honum líka því ekki þorði hann að handtaka eða lögsækja neinn fyrr en að skýrslan kom út, gott að hafa kött til að kenna um ef eitthvað fer illa.  Hvernig væri svo að hann gæfi eitthvað upp í viðtölum heldur en alltaf að koma sér undan svörum. Tvö árin sem hann hefur tekið sér í þetta sýna vanhæfni, hann hefur gefið "sakborningum" nægan tíma til að koma undan peningum og ég efast um að SE láti sjá sig í skýrslutöku núna. Svo væri kannski athugandi hvar í flokkspólitíkinni maðurinn stendur því að gömlu kratarnir, samfylkingarfólk í dag er látið í friði???

Arni G Magnusar (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 17:02

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég óttast að við eigum efir að sjá endurtekningu á Baugs leikritinu. Ekki vantar her lögfræðinga til að koma þessum málum í þann farveg. En þá verð ég búinn að missa trú á allt ef svo fer

Finnur Bárðarson, 8.5.2010 kl. 17:34

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Einmitt vegna baugsmálsins, má reikna með að saksóknari og hans fólk, að Evu Joly meðtaldri séu betur undirbúin en reyndin var þá, eins ætti ekki standa á fjármunum né mannafla núna til að leiða þessi mál til lykta.

Hvað varðar gagnrýnina á að það líða rúmlega eitt og hálft ár frá hruni þar til handtökur fara fram, og sumir benda á hraðmeðferð B.Madoffs málsins í því sambandi, vil ég benda á að þó Madoff hafi verið handtekinn í des 2008, játaði allt í mars 2009 og var svo dæmdur í júní sama ár, þá lá gífurleg vinna að baki, bæði tímafrek og umfangsmikil, hann sjálfur sagðist hafa byrjað svindlið 1990 en talið er að hann hafi verið að allt frá 1980 HÉR svo þetta er eiginlega ekkert slór, enda betra að vel að málum sé staðið, réttir menn teknir, allir teknir og ekki verði flaustrað þannig að réttlætið nái ekki fram að ganga.

Og hana nú!! eins og hænan sagði þegar hún var búin punta sig.

Kristján Hilmarsson, 8.5.2010 kl. 17:51

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Árni, mér er til efs að sérstakur saksóknari sé huglaus og það sé ástæða þess að ekki hafi neinn verið handtekinn fyrr en nú. Ástæðan er frekar sú að hann er mjög vandvirkur og hefur viljað vera með allt á þurru áður en handtökur hæfust.

Gunnar Heiðarsson, 8.5.2010 kl. 18:09

13 identicon

Það er lýðum ljóst að skrif þeirra manna sem þú Axel upp telur eru til þess gerð (A) að sá vafa og efa í hugum almennings um réttmæti aðgerðanna, og ekki síst (B) senda saksóknara og dómara meldingu um að "maskínunni" mislíki. Munu saksóknari og dómarar hafa kjark og þor til að vinna sína vinnu á tillits til hverjum mislíkar og hverjum ekki?

Ég er fullur efa og eru það fleiri og er það gott mál að dómsmálaráðherra sér teiknin á lofti og hyggst gera í málinu (http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/08/vill_fjolga_starfsmonnum_serstaks_saksoknara/). Fylkja þarf liði í kringum saksóknara og dómara. Atlagan að réttvísinni verður hörð, grimm og linnulaus. Endalok eru óviss.

Seint hefði ég trúað að ég myndi taka upp hanskann fyrir Steingrím, því hvernig Hannes Hólmsteinn og  Sigurður G. Guðjónsson og sjálfsagt fleiri halda uppi lyginni um að Steingrímur hafi sagt að handtökurnar "sefuðu óánægju almennings" verður að mótmæla. Ef þessir menn taka ekki aftur sín orð í ljósi athugasemdar Stengríms (http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/08/gerir_athugasemd_vid_frettaflutning/)  þá mun ég svo álíta að sannað sé að þeir eru vísvitandi að ljúga. Lítið álit hef ég á Steingrími. Minna álit sem ekkert hef ég á þeim sem ljúga með skrifum sínum.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 18:22

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Athugasemd Árna, nr. 9, er dæmiderð fyrir hælbítana, sem munu vaða uppi á blogginu á meðan að á þessum rannsóknum og málaferlum mun standa.  Hann dylgjar um einhverja erlenda sérfræðinga, sem staðfesti að Eva Joly hafi sagt Ólaf vanhæfan og að ekkert gengi undan honum.  Auðvitað getur hann ekki bent á neina sérfræðinga, sem þetta hafa sagt, því hér með er skorað á hann að benda á, og nafngreina, þó ekki væri nema einn af þessum ímynduðu sérfræðingum.

Eva Joly er vön að segja sínar skoðanir umbúðalaust og t.d. lagði hún til að Valtýr Sigurðsson yrði rekinn og hún hefur í tvígang sagt í sjónvarpi, svo ég hafi séð og heyrt, að Ólafur væri mjög hæfur maður í embættið og stæði sig einstaklega vel, hefði að vísu haft litla reynslu þegar hann byrjaði, en væri orðinn virkilega góður í sínu starfi.

Árni segir líka að ekkert hafi gengið hjá Ólafi í tvö ár, en hann tók ekki við embættinu fyrr en 1. febrúar 2009, þannig að ekki eru komnir nema 14 mánuðir og þar að auki var fyrstu málunum ekki vísað til hans fyrr en mánuði síðar.

Eins segir Árni að Ólafur hafi verið að gefa sakborningunum tíma til að koma eignum undan, en Eva Joly hefur líka sagt, að allir fjármunir muni finnast, því allar peningafærslur er hægt að rekja rafrænt í tölvum og því ekkert hægt að fela endalaust, því allir undanskotnir fjármunir muni finnast að lokum, en það muni hins vegar taka allt að fimm árum að ljúka þessum málum.

Allt, sem Árni skrifar eru staðlausir stafir og hreinar lygar og án vafa mun hann og aðrir hans líkir halda þessum lygaáróðri áfram, svo lengi sem rannsóknirnar og dómsmálin standa yfir.

Árni, um leið og þú bendir okkur á "erlendu sérfræðingana", viltu þá ekki segja okkur líka í hverra þágu þú skrifar svona lygaáróður.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 18:37

15 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Axel.Er algjörlega sammála þér. Hinir svokölluðu málsvarar alþýðunnar, þeir fégar Jakob og Bubbi, sína nú sitt rétta andlit, sem er andlit þess sem lætur fjárhagslega hagsmuni ganga fyrir samvisku. Ég á aðeins eitt orð yfir framgang þeirra félaga en það er "SVEIATTAN"

Tómas H Sveinsson, 8.5.2010 kl. 19:23

16 identicon

Axel, Ég skrifa ekki í hér í þágu neins sem að þú "dylgjar" um.  Ef að ég er dæmigerður hælbítur þá væri gaman að heyra frá þér staðfestingu á því að þú raunverulega þekkir manninn Ólaf Þór Hauksson og hans vinnubrögð?  14 mánuðir eða 24 mánuðir sýna kannski óþarfa mikla "vandvirkni" miðað við afköstin hingað til, tvær handtökur og það hlaupa allir upp til handa og fóta.  Horfðu erlendis þar sem hundraðfalt stærri mál eru afgreidd á stuttum tíma, þá tek ég til greina mannfjölda við verkið. Ef einfeldnin er svo mikil að þú telur að hægt sé að rekja "allar" peningafærslur þá held ég að þú vanmetir mikið þá tölvuöld sem við lifum á í dag og bíræfni þeirra sem bjóða upp á falda reikninga.  Sérstakur saksóknari hefur ekki burð, reynslu eða þekkingu til að elta þá fjármuni uppi. 

Einnig myndi ég fara varlega í það Axel að kalla mig lygara án þess að þú getir hreinlega sannað mál þitt hér.  Hvað veist þú um hve vel ég þekki manninn sjálfan, Ólaf Þór Hauksson. Talandi um erlenda sérfræðinga þá er fjallað um þetta mál í erlendum fjölmiðlum, þar á meðal Financial Times og þar hafa fleiri en einn velt fyrir sér hvort maðurinn sé starfi sínu vaxinn, ef þú vilt samantekt á því þá ráðlegg ég þér að lesa þér til um það fyrir utan litla Ísland. 

Ég spyr þig: hvað veldur óbilandi trú þinni á þessum manni og hvers vegna ertu svona fullviss að hann valdi þessu starfi og sé sá heiðursmaður sem þú vilt vera láta?  Hvar eru þínar sannanir fyrir því að hann megi ekki vömm sín vita?

Arni G Magnusar (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 19:46

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, ekki þekki ég Ólaf persónulega, en þurfti einu sinni að leita til hans þegar hann var sýslumaður á Akranesi og var hann afar viðræðugóður og leysti vel úr mínu erindi.  Það sem ég hef fyrir mér í því að maðurinn standi sig vel í starfinu, er umsögn Evu Joly og eins um afköstin, þá hefur hún rakið það oftar en einu sinni í viðtölum hvað svona mál geti tekið langan tíma.  Hún er nýbúin að fara fram á auknar fjárveitingar til embættisins og að þangað verði ráðnir a.m.k. tuttugu starfsmenn í viðbót til fjögurra ára, þannig að ekki reiknar hún með skjótum málalokum.

Auðvitað rannsakar Ólafur ekki sjálfur öll málin, heldur stjórnar rannsóknunum, því að þeim vinna fjöldi sérfræðinga, innlendra og erlendra.  Eva Joly hefur líka sagt að ekki sé hægt að bera þessa rannsókn saman við bandarísku rannsókninga á Maddoff, enda málin ekki sambærileg að flækjustigi og þar að auki hafi bandarískar rannsóknarstofnanir yfir tugþúsundum þrælvanra starfsmanna á að skipa.

Þú gefur sterklega í skyn, að þú vitir eitthvað misjafnt um Ólaf Þór og hans störf.  Viltu ekki bara upplýsa málið nánar og vera ekkert að dylgja um hann og vera með hálf kveðnar vísur varðandi starfsferil hans.

Axel Jóhann Axelsson, 8.5.2010 kl. 20:12

18 identicon

Ég er stundum hikandi við að blanda mér í opinber mál.  Fólk á til að gefa manni stimpil, tengja mann við einhverja hagsmuni, en fyrst minnst var á Bandaríkin þá langar mig að benda á eftirfarandi.  Það er ekkert launungarmál að hliðstæð mál þar í landi fái skjóta og hraða afgreiðslu í gegnum kerfið.  Enda er það engin furða.  Slík mál koma af og til upp og til staðar eru stofnanir, þekking, reynsla og starfsfólk sem getur glímt við þessi mál.  Hér á landi er þetta ekki til staðar og það ber að hafa í huga.  Við erum óvön að fást við slík mál af þessari stærðargráðu.  Ég legg til að við sýnum sérstökum saksóknara þolinmæð og skilning.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 21:12

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef fulla trú á Ólafi Þór Haukssyni. Ég hef hinsvegar gagnrýnt þann þátt rannsóknarinnar sem snýr að undirbúningi og það tómlæti sem varð til þess að allar trúverðugar aðgerðir drógust úr hömlu. Þegar svo hrikalegir atburðir gerast eins og þeir sem rannsóknin beinist að þá hlýtur miklu að varða að taka bókhald úr höndum þeirra sem þar eiga hlut að máli og fjarægja það fólk úr bönkunum sem gat átt hagsmuna að gæta við að leyna gögnum eða eyða gögnum.

Hér var allt með næstum öfugum formerkjum og lykilmönnum bankanna falið að sýsla með eigur þeirra eins og ekkert hefði í skorist.

Árni Gunnarsson, 9.5.2010 kl. 09:13

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á sínum tíma yfirtók Fjármálaeftirlitið bankana nánast á einni nóttu, þannig að allt tölvukerfi þeirra var yfirtekið um leið.  Eins og sést af rannsóknarskýrslunni voru bankamennirnir ekki einu sinni búnir að eyða tölvupóstunum sínum, hvað þá að þeir hefðu haft einhverja möguleika til að falsa bókhaldið, eða eyða einhverjum mikilvægum gögnum úr tölvukerfunum, enda liggja þær upplýsingar alltaf í fleiri en einu tölvukerfi, sem hægt verður að rekja, en mun bara taka tíma.

Þessi tortryggni um gagnaeyðingu er því óþörf.  Það eina sem hægt hefur verið að eyða eru einhver pappírsgögn, sem menn hafa haft í persónulegum fórum sínum, en það mun varla skipta sköpum við rannsóknina.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 09:46

21 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Leiguliðar þeirra sem stóðu að baki Kaupþingi eru nú að hefja sama sönginn og við höfum séð og heyrt allt frá því að fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var jarðað. Að Davíð Oddson gafst upp fyrir Baugsveldinu, með Ólaf Ragnar og Ingibjörgu Sólrúnu í fylkingarbrjósti, get ég aldrei fyrirgefið.

Tómas H Sveinsson, 9.5.2010 kl. 17:28

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tómas, gleymdu ekki þjóðinni.  Hún stóð nánast sem einn maður með Baugsveldinu, enda tókst áróðursmaskínu þeirra að gera Davíð að hataðasta manni þjóðarinnar og það svo hraustlega, að stór hluti hennar er enn haldinn alvarlegu Davíðsheilkenni.

Sá gífurlegi stuðningur þjóðarinnar og úrslit Baugsmálsins lamaði algerlega allt kerfið, þannig að banka- og útrásarrugludallarnir töldu sig hafa algerlega frítt spil til að gera hvað sem þeim sýndist, enda var kerfið í mörg ár að sleikja sárin eftir áróðursherferð Baugsliðsins gegn því sem kallað var ofsækjendur sakleysingjanna og því var kerfið ekki í stakk búið til að veita það aðhald, sem þurft hefði.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband