6.5.2010 | 15:04
Gott framtak Reykjavíkurborgar
Tillaga borgarfulltrúa VG um að fram fari óháð rannsókn á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í ljósi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið samþykkt í borgarráði og er fyrirhugaðri nefnd ætlað að skila niðurstöðum sínum fyrir árslok 2010.
Rannsóknarnefnd Alþingis fór ekkert yfir stjórnsýslu sveitarfélaganna og því er þessi samþykkt borgarráðs til fyrirmyndar og ættu önnur stór sveitarfélög að fylgja þessu fordæmi. Svona athuganir eru nauðsynlegar í ljósi þess andrúmslofts, sem ríkir í þjóðfélaginu og tortryggni í garð alls sem stjórnmálamenn hafa komið nálægt á undanförnum árum.
Ekki þarf að reikna með að neitt óeðlilegt komi í ljós við slíka úttekt, en það er ekki síður nauðsynlegt að fá það þá svart á hvítu frá óháðum aðilum að svo sé og hreinsa með því andrúmsloftið og slá á tortryggnina gagnvart sveitarstjórnarmönnum. Hafi eitthvað verið öðruvísi en það átti að vera, eða einhver borgarfulltrúi eða embættismaður brotið af sér, er auðvitað bráðnauðsynlegt að það komist upp á yfirborðið.
Þessi tillaga Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa VG, er afar góð og eftirbreytniverð.
Samþykkt að fara yfir stjórnkerfi borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst reyndar vanta í þessa tillögu Þorleifs,hversu langt aftur í tímann verður seilst.
Hvort það verði 4 ár , 10 ár eða eitthvað í þá veruna.
Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 16:27
Já, ég hjó eftir þessu líka, en ætli þetta miðist ekki við kjörtímabilið. Ætli fyrirnarfrestur sé ekki fjögur ár, hvort sem er. Hitt er annað mál, að auðvitað mætti skoða málin a.m.k. tíu ár aftur í tímann, burtséð frá því hvort mál væru dómtæk eða ekki, ef eitthvað slíkt kæmi í ljós.
Það lægi þá að minnsta kosti fyrir í skýrslu.
Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 16:43
Atburðir fyrstu ára skýrslu Alþingis, eru eflaust ekki dómtækir, komi fram þar grunur um sök, manna. En þeir atburðir gætu aftur á móti til þeirra ákvarðana sem að kunna hafa verið teknar í framhaldinu og er þess vegna mikilvægt að þeir komi fram.
Ég hef t.d. trú á því að stórhluti embættismanna hjá borginni, hafi verið ráðnir á tímum R-listans og þá af fulltrúum R-listans. Ákvarðanir teknar á líðandi kjörtímabili, hljóta því, mörg hver að hafa verið teknar á grundvelli þeirra starfa sem að embættismenn á fyrra kjörtímabili unnu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 6.5.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.