3.5.2010 | 08:26
Enginn fái hærri laun en vanhæfur forsætisráðherra
Ekki fyrir svo löngu síðan samþykkti Alþingi lög þess efnis, að enginn starfsmaður hins opinbera skyldi fá hærri laun en forsætisráðherra, nema forsetinn, og lækkaði kjaradómur ýmsa embættismenn í launum í samræmi við þessa lagabreytingu.
Á sama tíma og þessi lagasetning var í undirbúningi var ráðinn nýr seðlabankastjóri og honum gefið það loforð, að þrátt fyrir að laun annarra yrðu lækkuð, þá skyldi hann að sjálfsögðu verða undanþeginn þessum lögum, enda myndi hann gegna svo ábyrgðarmikilli stöðu, að um hann skyldu gilda sérreglur.
Enginn skal láta sér detta í hug að þessi launastefna verði langlíf, því þegar búið verður að víkja frá henni í eitt skipti, mun skriðan koma á eftir og allir embættismenn ríkisins benda á hversu gífurlega mikilvægt og ábyrgðarmikið þeirra starf sé og því þurfi að gera undantekningu frá reglunni í tilfelli síns embættis.
Það er svolítið neyðarlegt að miðað skuli við að enginn í opinbera kerfinu skuli hafa hærri laun en vanhæfasti forsætisráðherrann í lýðveldissögunni.
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðan hvenær hafa ríkisstarfsmenn verið hálaunaðir? Þó það sé hægt að taka út nokkur dæmi er það ekkert miðað við einkageirann fyrir 2008, ástæðan fyrir getuleysi yfirvalda var hversu illa launaðir þeir voru í samanburði við einkageirann, svo að fjármálageirin var með alla hæfustu sín meginn.
Þetta er ekki lengur spurning um laun, þetta er spurning um að halda hæfu fólki í réttum stöðum. Ég vill ekki sjá nýju bankana raða þessu fólki á sína starfslista aftur!
Einar (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 08:46
Þá er varla rétta leiðin að lækka toppana í launum, því varla fara undirmennirnir upp fyrir þá í launakjörum.
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 09:12
Við erum rétt nýbúin að lesa í rannsóknarskýrslunni um veruleikafirringu auðjöfra sem skömmtuðu sér laun úr öllum takti við það sem við, almúginn, máttum gera okkur að góðu. Svo tók við ríkisstjórn sem sagði alla þurfa að leggjast á árarnar og verða að halda í sér í launakröfum þó húsnæðislánin hafi margfaldast.
Svo kemur í ljós að þetta fólk er alveg sama mafían og hitt liðið, skarandi eld að eigin köku og mokandi milljónalaunum ofan í flokksgæðinga sem búið er að skipa í feit embætti!
Eða eru menn búnir að gleyma því að seðlabankastjóri var pólitískt skipaður aðstoðarmaður fjármálaráðherra í síðustu vinstri stjórn, 1988-1991 og aðdragandi þess að hann var ráðinn seðlabankastjóri er skilmerkilega rakinn í hrunskýrslunni, bls. 81 í bindi 7, þar sem vitnað er orðrétt í Ingibjörgu Sólrúnu: "Gerdu svo Má Gudmundsson ad Sedlabankastjora i stad DO."
Og nú er búið að láta Láru V., fyrrverandi pólitískan aðstoðarmann Jóhönnu Sig og vara þingmann Alþýðuflokksins í Reykjavík, stinga upp á að skjóta launum Más hátt í tvær millur á mánuði!
Var einhver að tala um sjálfgræðgi??
Kolbeinn (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:16
Núna hljóta hinar sjálfskipuðu "raddir fólksins" undir forystu Harðar Torfa, vera að undirbúa miklar mótmæla aðgerðir til þess að mótmæla þessari hækkun. Nema að "raddir fólksins" séu bara orðin "kaffihúsasellufundarsamtök".
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 10:32
Er þá ekki rétt að aðrir landsmenn fá samkeppnishæf laun ???
Hvað með hjúkrunarfræðinga ? Laun þeirra eru miklum mun betri erlendis - þar er litið á hjúkrunarfræðinga sem verðmæta ómissandi starfskrafta en hér virðist önnur skoðun vera ríkjandi -
hvet alla til þess að hugsa málin út frá því hvernig heilbrigðiskerfið væri án þeirra.
Við hetum verið án svona margra bankastjóra en hjúkrunarfræðingar eru ÓMISSANDI
Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.5.2010 kl. 10:34
Þetta er bara eins og annað hjá þessari ríkisstjórn, vanhugsað, illa undirbúið og strax vikið frá stefnunni, ef það hentar vinum og vandamönnum.
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 10:52
Verjumst þessu óréttlæti! Einar hvað skiluðu há laun bankastjóra og margra fyrirtæja okkur sem þeir réttlættu með því að þeir bæru svo mikla ábyrgð?
Sigurður Haraldsson, 3.5.2010 kl. 11:57
Formaður bankaráðs Seðlabankans segir að Már hafi verið ráðinn, áður en að lögunum um launin var breytt. Það eru haldlítil rök. Már Guðmundsson var ráðinn af ríkisstjórn sem að var búinn að marka stenfu um launin hans. það voru líka flestir ríkisstarfsmenn sem lækkuðu í launum ráðnir til ríkisins áður en lögunum var breytt.
Lára V. Júlíusdóttir er lögfræðingur að mennt og hlýtur þá að gera sér grein fyrir því þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi, fyrir alla þá ríkisstarfsmenn sem lækkaðir voru í launum við setningu þessara laga, sem hún vitnar í.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 12:07
Kristinn, auðvitað er það rétt að þetta veriður fordæmisgildandi fyrir alla aðra embættismenn, sem lækkaðir voru í launum með lögunum. Þeir munu allir geta haldið því fram, að þeir hafi verið áður með svo og svo há laun og aldrei reiknað með því að þau yrðu lækkuð með lögum. Má Guðmundssyni hlýtur að hafa verið kunnugt um þessa launastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hann sótti um starfið, enda var hún kynnt um leið og ríkisstjórnin komst til valda.
Skriðan fer af stað um leið og stjórn Seðlabankans verður búin að samþykkja þessa hækkun.
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 13:12
Stjórn bankans er ekki stætt á því að samþykkja þessa launahækkun!
Sigurður Haraldsson, 3.5.2010 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.