30.4.2010 | 23:34
Ribbarldarnir komnir aftur á kreik
Ekki var hægt að rétta í máli óaldarlýðsins, sem réðst inn í Alþingishúsið og slasaði þar starfsfólk, í Héraðsdómi í dag, vegna skrílsláta félaga hinna ákærðu og varð að kalla til lögreglu til að hafa stjórn á ólátabelgjunum.
Þessi lýsing er höfð eftir Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni ribbaldanna: Þetta er algjörlega nýtt. Samfélagið breytist ótrúlega ört úr þessu litla friðsama samfélagi í þetta óhugnanlega hörkulega samfélag, þar sem ofbeldið á að ráða öllu.
Þó ótrúlegt sé, er verjandi innrásarmanna í þinghúsið, sem eins og áður sagði slösuðu þar starfsfólk, að tala um að lögreglan skyldi kölluð í dómshúsið en ekki framkomu og yfirgang "stuðningsmanna" skjólstæðinga sinna.
Óþjóðalýðurinn hlýtur að vera ánægður með svona verjanda.
Þinghald undir lögreglustjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ánægðastir hljóta þó mótmælendurnir að vera með RÚV fyrir það að hafa veitt lögmanni sínum það að vera með gagnrýnislaust eintal í Kastljósinu í kvöld.
Málið snýst ekkert um það að dómnum hafi þá borið að láta bera fleiri stóla í salinn en þar voru.
Málið snýst um það að dómarinn sem að stýrir dómhaldi, ákvað að nýta sér það ákvæði lagana um að eingöngu ætti að vera þarna inni sem að kæmust fyrir með góðu móti (sátu).
Málið snýst ekki um hvort að það hafi verið sanngjarnt eða lýðræðislegt að vísa þessum aðilum út.Málið snýst um að þeir sem í dómsal eru ber að hlýða dómaranum.
Það er viðtekin venja í réttarríkjum að þeir sem óhlýðnast yfirvaldinu (dómaranum) eru beðnir um að yfirgefa salinn með góðu. Óhlýðni við þær skipanir kallar á brottnám með valdi.
Það er fáranlega barnalegt að krefjast réttlætis á meðan maður óhlýðnast löglegum skipunum réttarins.
Kristinn Karl Brynjarsson, 1.5.2010 kl. 00:12
Axel: þú færir létt með að drepa fíl eða naut...úr leiðindum...
hilmar jónsson, 1.5.2010 kl. 00:12
Hilmar: Er sérstaklega erfitt að drepa fíla og naut úr leiðindum?
Maður hefði haldið að af hryggdýrum væri erfiðast að drepa letidýr úr leiðindum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 00:18
Það sannast á Hilmari, að þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur. Fram að þessu hefur hans djúphugsaðasta athugasemd, sem hann ditar um alla bloggheima verið: Geysp.... og þegar hann vill vera sérstkalega gáfulegur, bætir hann um betur og þá hljóðar athugasemdin: Geysp, geysp......
Það eru einmitt svona hugsuðir, eins og Hilmar, sem leggja svo óendanlega mikið af mörkum til skilnings á flóknum vandamálum.
Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2010 kl. 00:37
Axel ert þú ánægður með ástandið?
Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 02:13
Nei Sigurður, ég er ekki ánægður með ástandið og hef verið ákafur talsmaður þess, að allir sem brutu lög fyrir hrun, á meðan að á því stóð og eftir það, verði dregnir fyrir dóm, sök þeirra sönnuð og þeir dæmdir til refsingar i samræmi við brot sín.
Þessi skoðun mín á líka við um þá, sem brjóta lög almennt, þegar sök þeirra sannast, eiga þeir að fá dóma í samræmi við brot sín, ekkert síður ofbeldismenn og annar óþjóðalýður, en aðrir.
Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2010 kl. 08:16
Sæll Axel,
má ég spyrja þig hvort þú hafir verið á staðnum þegar "ráðist" var inn í þinghúsið og í gær þegar lögreglan var kvödd í dómsalinn? Ég viðurkenni fúslega að ég var ekki á staðnum en ég trúi nú lítið á frásagnir í íslenskum fjölmiðlum. Þessi frétt var sett upp, af öllum fjölmiðlum, sem einhverskonar æsifrétt og að uppþot hefði orðið í dómsalnum í gær. Allt hrásoðið og engar upplýsingar um hver málsatvik voru. Svo tekur kastljósið í gær allt í einu 180° snúning í hinar öfgarnar og leyfir verjanda sakborninganna að halda eintölu um hvað þetta hafi verið óréttlátt, ég meina þessum manni er borgað fyrir að tala svona. Mjög góð lýsing á atvikunum í dómsalnum má lesa á bloggi Freedomfries:
http://blog.eyjan.is/freedomfries/2010/04/30/adfor-logreglu-spillir-rettarholdum/
Sú frásögn sem ég legg mun meiri trúnað í en æsifréttina sýnir að þarna var einginn skríll á ferðinni.
Svo í sambandi við málið sjálft þá hafa allar fréttir um þau málsatvik verið í sama æsifréttastílnum. Í fyrsta lagi er ekki verið að ákæra sakborningana fyrir ofbeldi sem segir meira en mörg um það hvort ofbeldi hafi verið viðhaft þarna í þinghúsinu. Eins og sakborningarnir sjálfir (þeir einu sem ég hef heyrt tjá sig um málsatvik sem í rauninni voru á staðnum) þá var 20 manna hópur einfaldlega á leiðinni upp á þingpallana þegar 2-3 þingverðir stoppa þá. Ef þetta fólk hefði komið með ofbeldi í huga og í þeim tilgangi að yfirtaka löggjafarsamkunduna (eins og ákæran snýst um) hefðu þessir örfáu þingverðir ekki haft nokkura von. Lesa má þeirra hlið málsins í ræðu sem birt er á þessum tengli:
http://althingigotunnar.is/archives/281
auðvitað er ég ekkert að segja að þetta sé heilagur sannleikur því þetta er bara önnur hlið málsins.
Tilgangur þessarar færslu er semsagt bara að þótt mbl.is setji upp æsifrétt og annar hver bloggari ímyndi sér að hann hafi verið á staðnum eftir að hafa lesið fréttina þá er ekki allur sannleikurinn sagður.
Steinar Birgisson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 10:26
Við erum á sama báti, Steinar, að hafa hvorugur verið á stöðunum, þegar átökin brutust út og getum því dæmt endanlega um hver segir satt og hver ekki.
Dómstóllinn mun væntanlega skera úr um það og sýkna þá, sem ekkert gerðu af sér og þá liklega fella dóm um sekt hinna, ef um sekt er að ræða. Dómstólarnir eru einmitt til þess að skera úr um slíkt.
Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2010 kl. 11:07
Það er rétt hjá þér, til þess eru dómstólar og munum líka að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Þess vegna finnst mér dómur götunnar (þ.á.m. bloggarar) allt og fljótir á sér að dæma þetta sem skríl og ribbalda.
Steinar Birgisson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.