29.4.2010 | 15:06
Er þjóðkirkjan að klofna vegna samkynhneigðar?
Prestastefna gat ekki komist að niðurstöðu um, hvort kirkjan skyldi styðja frumvarp dómsmálaráðherra um að ein hjúskaparlög skuli gilda fyrir alla, hvort sem um væri að ræða gagnkynhneigð eða samkynhneigð pör.
Óeiningin hefur greinilega verið mikil á prestastefnunni, þar sem 56 greiddu því atkvæði að vísa fyrirliggjandi tillögum til biskups og kenningarnefndar kirkjunnar, en 53 voru á móti því að þessir aðilar innan kirkjunnar fjölluðu nánar um málið, svo hægt væri að leggja það fyrir kirkjuþing í haust.
Fyrst ágreiningur er svona mikill innan prestastéttarinnar um málið, hlýtur að vera stórhætta á því að þjóðkirkjan klofni í tvær fylkingar, sem væntanlega mætti kalla hvítliða og svartstakka. Séra Geir Waage er einn harðasti forystumaður svartstakka, en hann flutti tillögu á þinginu, sem við fyrstu sýn gæti bjargað þjóðkirkjunni frá því að klofna í herðar niður, en fréttin segir svo frá henni: "
"Geir Waage, sókarprestur í Reykholti, lagði á móti fram tillögu á Prestastefnu um að beina því til Alþingis að létta af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Sagði Geir við mbl.is, að það myndi þýða, að prestar færu ekki lengur með hið lögformlega vígsluhlutverk. Fólk þyrfti þá formlega að gifta sig, t.d. hjá fógeta, en gæti eftir sem áður notið blessunar í kirkju óskaði það þess."
Getur nokkuð bjargað þjóðkirkjunni frá klofningi vegna ágreinings um samkynhreigð, annað en að taka vígslukaleikinn af henni?
Tóku ekki afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hafði ekki hugmynd um að hér væri Harry Potter ráðstefna... ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:17
Þjóðkirkjan er ekki þjóðkirkja á meðan hún flokkar fólk eftir kynhneigð.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.4.2010 kl. 15:22
Já Jóhanna mín.. en þeir eru að fylgja því sem galdrabókin segir... þeir eru hræddir um að missa af lúxusnum í himnaríki blessaðir útrásarjesúlingarnir.... ef þeir samþykkja mannréttindi.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:26
Jóhanna:
Við flokkumst nú þegar í karlmenn og konur. Á þá ekki að breyta því líka?
Dísa (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:41
Ég er nú á því að það eigi ekki að vera til neitt sem heitir þjóðkirkja.
En ég er samt að velta einu fyrir mér Jóhanna.
Að þínu mati, getur Þjóðkirkjan verið þjóðkirkja ef hún flokkar fólk eftir því hvort það lýgur eða ekki?
En getur þjóðkirkjan verið þjóðkirkja ef hún flokkar fólk eftir því hvort það borðar of mikið eða ekki?
Það fer algjörlega framhjá svo mörgum að það er enginn að tala um að gera eitthvað sérstakt við þessa einu tegund syndar (synd er bara það sem Guð mælir ekki með að sé gert í Biblíunni). Heldur er verið að tala um að fara eftir Biblíunni í kirkju sem trúir að Biblían sé Orð Guðs.
Í Biblíunni segir að fremur beri að hlýða Guði en mönnum. Það gildir líka um þetta, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Auðvitað getur fólk svo valið að tilheyra ekki kristinni kirkju sem trúir Biblíunni, en það er bara ekkert í boði að segja kirkju sem trúir Biblíunni að það eigi að hlýða frekar mönnum en Guði.
Ég get sagt það fyrir sjálfan mig að ég bara trúi því að Biblían sé sönn, sama hvað fólki finnst um það. Má ég ekki trúa því?
Á að neyða mig og aðra kristna til þess að trúa einhverju öðru eða breyta gegn trú minni?
Mér fyndist mikið þægilegra ef það væri bara hægt að leyfa öllum að gifta sig og ekkert vesein... en ég bara trúi því einlæglega að það sé ekki Guðs vilji.
Samkvæmt Biblíunni er hjónaband á milli karls og konu. Punktur.
Það er ekkert sem segir að tveir hommar megi ekki elska hvorn annan og búa saman, eyða öllum tíma sínum saman og láta jafnvel blessa sambandið sitt í kirkju. Það stendur bara í Biblíunni að þeir megi ekki ganga í hjónaband og þ.a.l. ekki stunda kynlíf. Það er svo auðvitað þeirra að velja hvort þeir breyti samkvæmt Biblíunni eða ekki, en kirkjan getur ekki lagt blessun sína yfir eitthvað sem Guð lýsir yfir í bók sinni að sé ekki honum þóknanlegt.
jabb (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:53
Til þess að fyrirbyggja misskilning þá stendur ekki í Biblíunni að hommar megi ekki gifta sig, heldur er aðeins gefið í skyn að hjónaband sé fyrir karl og konu. Það er hinsvegar talað um það að kynlíf milli tveggja homma og tveggja lesbía sé ekki guði þóknanlegt.
jabb (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 15:55
Ríkið á bara eitt útspil; Að reka þjóðkirkju af spenanum... EKKERT ríki, well nema villimannaríki, getur staðið á því að halda úti stofnun sem stendur gegn mannréttindum; Þetta er augljóst mál...
Ef kirkjan verður ekki rekin af spenanum... þá skulum við breyta nafni íslands í Íslamd...
Og þú sem hefur ekki NENNT að skrá þig út úr geimgaldrakarlastofnun ríkisins... hvað ertu að hugsa eiginlega... ekki neitt ha
DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:00
Verður svo ekki líka að gefa saman systkini og menn og dýr, mæðgin og bræður?
gandalf (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:02
Er ekki eina leiðin að aðskilja kirkjuna frá ríkinu og löngu kominn tími til þess?
Sigurður I B Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 16:06
Prestar sem vilja gefa saman samkynhneigða í hjónaband trúa ekki á orð guðs því drottin sagði við hóruna þegar hann blessaði hana þá á ég við sem einstakling og sagði, VÍK AF ÞESSUM SAURLIFNAÐI, ÞÁ TEL ÉG SAMKYNHNEIGÐ VERA LÍKA SAURLIFNAÐUR.
Jón Sveinsson, 29.4.2010 kl. 16:13
Held nú að öllum sé nú skítsama hvað kirkjunni finnst þannig séð. Vandamálið eru lögin. Þeim þarf að breyta. Ef að kirkjunni eða kristnum finnst það ekki í lagi að gifta samkynhneigða þá er það bara þeirra skoðun og þeirra mál. Þeir meiga ráða sér sjálfir. Ef þeir vilja ekki lúta stjórn ríkis þá bara einfaldlega geta þeir hætt að vera á spena á ríkinu og þá geta þeir gert hvað sem þeir vilja. Ef prestar vilja hinsvegar halda áfram að vera ríkisstarfsmenn þá verða þeir að gjöra svo vel og hlýða hverjum þeim lögum sem sett eru um þeirra starf.
Huglysinginn sem kallar sig gandalf hinsvegar má halda sínum skoðunum fyrir sig. Að líkja þessu saman er viðbjóðslegt og ekkert annað en aumingjaleg hommafóbía.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:30
Biblían boðar líka skírlífi gagnkynhneigðra fyrir giftingu. Á þá að úthýsa öllum sem stunda kynlíf fyrir hjónaband úr þjóðkirkjunni og öðrum söfnuðum? Þá er ég hræddur um að ekki yrðu margir eftir til að sækja samkomurnar. Tíðarandinn hefur nefninlega breyst varðandi ástundun kynlífs gagnkynhneigðra og kirkjan umber það, svo hvers vegna ætti hún ekki að geta umborið aðrar samfélags- og hugarfarsbreytingar?
Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 16:36
Það er varla til prestur sem hefur ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband....
Reyndar er það þannig í biblíu að akkúrat enginn er hæfur inntöku til himnaríkis.... reyndar var ekki neitt himnaríki fyrr en menn bjuggu til hann Sússa.. og svo síðar hann Mumma meinhorn; Með þessu fylgir afsökunin eina; Það er hann Sússi í kristni.. og svo þessar galdrabækur sem á að fara eftir til að komast inn þó svo að maður sé óhæfur með öllu.
Þetta er svona svipað og að fara í sjógalla á skemmtistað og verða hafnað inngöngu... en sleppur svo inn vegna þess að þú iðrast þess að vera í sjógalla.. sem og að þú segir að dyravörðurinn sé frábærasti gaur sem til er.. og að eigandi staðarins sé algerlega frábær, að þú dýrkir hann algerlega.. þó svo að það sé alvitað að eigandinn sé með langan sakaferil að baki.. fjöldamorð og annað álíka... drap meira að segja son sinn til að fyrirgefa einhverju fólki fyrir það sem það er saklaust af...
Vitleysan í trúarbrögðum á sér engin takmörk.. en þau eru akkúrat svona
DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 16:48
Bíddu, samkvæmt fréttum voru allt að 91 prestur á 'bakvið' þessa tillögu um að samþykkja ein hjúskaparlög. Ef við gerum ráð fyrir því að það hafi verið 109 atkvæðisbærir prestar á þessari ráðstefnu (56+53), afhverju gátu þessir 91 prestur ekki samþykkt tillöguna sem þeir stóðu á bakvið???
Jabb, það stendur ekki til að pína þjóðkirkjuna til eins eða neins, þeim prestum sem hugnast þetta ekki hljóta að geta neita að gifta samkynhneigða. Það hefur hinsvegar verið mikið baráttu mál kirkjunar að samkynhneigðir fái ekki einu sinni að giftast utan kirkjunar, td. hef ég heyrt að biskup hafi haft mikil áhrif á nefnd alþingis sem fjallaði um þetta mál fyrir nokkrum árum.
Er réttlætanlegt að þjóðkirkjan og þjónar hennar skipti sér að því hvað er gert utan veggja þjóðkirkjunar? Nei segi ég.
Arnar, 29.4.2010 kl. 16:55
Það er engin ástæða til að níða niður trúarskoðanir fólks, eða gera lítið úr trúuðu fólki. Þess vegna var ég að benda á að tillaga Geirs Waage væri skynsamleg málamiðlunartillaga, þ.e. að aflétta hinu formlega vígsluhlutverki af kirkjunni og gera hjóabönd alfarið borgaralegar og þar með yrði ekki um neina mismunun að ræða lengur.
Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 16:58
Tillaga séra Geirs er auðvitað ágætis útleið fyrir kirkjuna. Hún breytir hins vegar engu um að ef tekið verður að gefa saman í hjónaband fólk af sama kyni er erfitt að sjá hvar ætti að stoppa. Þá ættu systkini, feðgin, mæðgin o.s.frv. allt eins að eiga kröfu á að ganga í hjónaband. Næst koma vinnufélagar, stjórnarmenn hlutafélaga og guð má vita hvað.
Þessi æsingur er fíflalegur. Hjónaband er hugtak sem hefur ákveðna merkingu. Hvað er að því að það haldi áfram að hafa hana? Er eitthvert óréttlæti í því fólgið að kalla hjónaband hjónaband frekar en í því að kalla hund hund en ekki kött?
Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2010 kl. 17:16
Ég var ekki nógu skýr fyrir Dísu þarna áðan þegar ég talaði um flokkun eftir kynhneigð. Hún fór þá að tala um að breyta því að flokka fólk i karla og konur.
Auðvitað er ég að tala um að þarna er verið að flokka í 1. og 2. flokks þjóðfélagsþegna, þegar verið er að ræða gagnkynhneigða annars vegar og samkynhneigða hins vegar. Þarna er um að ræða mismunun vegna kynhneigðar. Vissulega mismunar t.d. kaþólska kirkjan enn bæði eftir kyni og kynhneigð.
En annars er þetta ekki stórt mál, nú segja þeir sig bara úr þjóðkirkjunni sem eru ósammála þessari niðurstöðu og hún getur staðið föst við sitt í sinni gagnkynhneigðarhyggju með sína útilokun.
En þjóðkirkja verður rangnefni.
Jesús ræður svo bara hvar hann tyllir niður fæti.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.4.2010 kl. 18:19
Þú ert þarna að tala um þinn skilning á orðinu hjónaband Þorsteinn. Fyrir flesta held ég nú að orðið hjónaband sé nú bara orð yfir samninginn.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 18:58
Málið snýst ekki um hvort eigi að samþykkja eina útgáfu af synd frekar en aðra. Það stunda margir, kannski flestir, innan kirkjunnar kynlíf fyrir hjónaband eða eru í óvígðri sambúð.
Hinsvegar man ég ekki eftir að nokkur gagnkynhneigður maður eða kona í óvígðri sambúð hafi beðið kirkjuna um vottorð um að hún lýsti yfir að þeirra lifnaðarhættir séu Guði þóknanlegir og gangi ekki gegn kenningum kirkjunnar.
Þetta eru samkynhneigðir að heimta. Þeir krefjast þess að kirkjan breyti sinni kenningu eða virði hana að vettugi. Af hverju stofnar þetta fólk ekki bara nýjan söfnuð og fær svo einhvern frjálslyndan prest til að gefa sig saman?
Ef það eru svona margir meðal þeirra er telja sig kristna sem leggjast ekki gegn hjónaböndum samkynhneigðra ætti það ekki að vera neitt vandamál.
Theódór Norðkvist, 29.4.2010 kl. 19:10
@Theódór Norðkvist: Ég hef reyndar voðalega lítið heyrt af samkynhneigðum vesenast með að það eigi að neyða þjóðkirkjuna til eins né neins. Reyndar hef ég engann samkynhneigðann svo mikið sem minnast einu orði á þjóðkirkjuna. Samkynhneigðir eru að reyna fá *landslögum* breytt en ekki kirkjulögum. Það að stofna annan trúflokk(sem er nú ekkert hlaupið að) mun heldur ekkert gagnast þar sem að sá söfnuður mundi ekkert mega gifta samkynhneigða frekar en aðrir samkvæmt lögum. Þannig að þessi prestaráðstefna skiptir engu máli og eg valdlaus í þessu máli hvort eð er. Þingið breytir landslögum en ekki þjóðkirkjan.
To sum it up. Samkynhneigðir vilja fá að giftast til að byrja með og fá þau réttindi og skyldur sem því fylgir. Þau eru ekki að berjast fyrir að fá að halda athöfn í kirkju. Hví mundu þau vilja gifta sig í þeirri kirkju sem talar svo hatrammt um þau?
Jón Grétar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:24
Ég er stundum að spá í af hverju sumt er tekið úr Biblíunni en annað ekki. Til dæmis bannar Biblían kynlíf fyrir hjónaband....fer einhver eftir því? Í Biblíunni er talað um að sjöundi dagurinn eigi að vera hvíldardagur....fer einhver eftir því? Biblían bannar skilnaði....fer einhver eftir því? Af hverju ætti þá að taka úr henni að samkynhneigð sé bönnuð endilega? Munum að Biblían er skrifuð fyrir 2000 árum og margt hefur breyst. Ég trúi ekki að fólk vilji í alvöru taka upp líf eins og það var fyrir þúsundum ára. Fyrir nú utan það að ef við hengjum okkur algjörlega í orð Biblíunnar, þá ættu lesbíur að vera samþykktar en ekki hommar því þar segir að ekki megi leggjast með karlmanni eins og kona væri. Það stendur ekkert um að konur megi ekki leggjast hvor með annarri....
Sjáið ekki hvað þetta er mikil vitleysa? Ég veit bara að ef Þjóðkirkjan ætlar að draga þetta mál lengur, þá segi ég mig úr henni því ekki vil ég að mínir peningar fari í svona bull. Ég trúi á Guð og tel mig vera kristna en einnig samkynhneigða því ég á kærustu en ekki kærasta. Hvaða máli skiptir þetta?
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 29.4.2010 kl. 19:42
Þorsteinn og fleiri fara nú ansi langt út fyrir efnið með því að fara að tala um giftingar mæðgna, feðga, vinnufélaga (sem gerist nú oft) og manna og dýra. Svona della er eingöngu til að drepa málinu á dreif og beina athyglinni frá því sem máli skiptir í þessu efni.
Það er alveg hárrétt sem Adda segir, að fólk virðist bara velja það úr Bíblíunni sem því sjálfu hentar. Fólk stundar kynlíf utan hjónabands, heldur fram hjá maka sínum og stelur undan skatti, en fordæmir svo samkynhneigð og er algerlega mótfallið sambúð homma og lesbía og jafnvel þeir sem þykjast talsvert umburðarlyndir mega ekki heyra það nefnt að slík sambúð sé kölluð hjónaband.
Hvað mælir gegn því að þetta gamla og góða orð "hjón" og "hjónaband" geti náð yfir fleiri gerðir para, en eingöngu par, sem samanstendur af karli og konu?
Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 20:08
Eins og ég segi í athugasemdinni á undan eru þeir sem brjóta gegn Biblíunni á annan hátt en að stunda kynlíf með einstaklingi af sama kyni ekki að fara fram á að kirkjan viðurkenni hegðun þeirra sem eitthvað í samræmi við kenningar Biblíunnar eins og samkynhneigðir virðast vilja.
Ekki man ég eftir neinum skattsvikara sem hefur óskað eftir að kirkjan lýsi því yfir að skattsvik séu Guði þóknanleg og viðurkenni þau sem kristilega og uppbyggjandi.
Þorsteinn: Kirkjan væri ekki að sitja sveitt á prestastefnu í fleiri daga ef þessi fyrirhugaða löggjöf hefði enga þýðingu fyrir kirkjuna. Hún hefur það í för með sér að prestar verða skyldaðir til að ganga gegn eigin kenningum, því þeir mega ekki neita að gefa saman samkynhneigða, verði hún samþykkt. Það er brot á trú- og samviskufrelsi.
Theódór Norðkvist, 29.4.2010 kl. 20:29
Afsakið, Jón Grétar var sá sem ég ætlaði að beina síðustu málsgrein til. Önnur leiðrétting:
Ekki man ég eftir neinum skattsvikara sem hefur óskað eftir að kirkjan lýsi því yfir að skattsvik séu Guði þóknanleg og viðurkenni þau sem kristilegan og uppbyggjandi verknað.
Theódór Norðkvist, 29.4.2010 kl. 20:31
Ég var ekki að tala um að kirkjan legði blessun yfir skattsvikk, ástundun kynlifs fyrir hjónaband eða framhjáhald. Ég var að tala um fólk sem stundaði þetta og teldi sig kristið, sæi ekkert athugavert við að láta gefa sig saman í kirkju, jafnvel í annað eða þriðja sinn eftir að hafa skilið áður, sem ekki er viðurkennt í Biblíunni, en getur ekki unnt samkynhneigðum þess að fá hjónavígslu í sömu kirkjunni.
Margur fremur ýmsar syndirnar án þess að það hafi áhrif á kirkjusókn hins sama og afar margir fara aldrei í kirkju, en vilja heldur ekki að aðrir sæki þangað þjónustu, jafnvel þó þeir séu ekkert minna trúaðir, eingöngu vegna kynhneigðar.
Axel Jóhann Axelsson, 29.4.2010 kl. 21:11
Þorsteinn:
þetta á nú ekki að vefjast fyrir þér. Við erum að tala um samkynhnögð pör sem vilja staðfesta hjúskaparsáttmála sín á milli, eins og gagnkynhneigð pör. Við erum ekki að tala um stjórnarmenn í fyrirtækjum.
Það er tóm steypa að segja að með því að viðurkenna hjúskap samkynhneigðra sé þar með búið að samþykkja allt mögulegt annað.
Skeggi Skaftason, 29.4.2010 kl. 21:14
@Theódór Norðkvist: Eins og ég sagði. Þetta kemur kirkjunni ekki við og þetta kemur biblíunni ekki við. Jafnvel þó að einhver prestaráðstefna mundi ganga svo langt að segja að þeir elski núna samkynhneigða og vilji ekkert meira en gifta þau þá meiga þeir það ekkert. Lög eru sett af Alþingi og prestar þjóðkirkju, sem HÁlaunaðir ríkisstarfsmenn, vinna sína vinnu bara eins og lög segja þeim að gera.
Ef að ríkisprestarnir vilja svo ekki framkvæma giftinguna eins og lög skipa fyrir þá er þeim 100% frjálst að stofna eigin kirkju og fara í samkeppni eða berjast fyrir einkavæðingu og algerann aðskilnað þjóðkirkju. Og ef þeir velja einkavæðingarleiðina þá hafa þeir fullan stuðning yfir 70% þjóðarinnar sem vill ekkert meira en losna við kostnaðinn við þessa kirkju. Það er ýmislegt hægt að gera annað fyrir 4 milljarða.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:23
Adda Guðrún, má ég spyrja þig í fyllstu einlægni og af mikilli forvitni?
Ef að þú hefðir hug á að giftast kærustunni þinni og löggilda þar með ykkar sambúð, rétt eins og flestir gera. Myndi það þá skipta þig einhverju máli hvort að það fer fram sem vígsla í kirkjunni eða athöfn hjá dómara með blessun í kirkju á eftir ef að hvortveggja stendur jafnfætis lagalega?
Annars er skondið að sjá hversu sterkar skoðanir fólk hefur á kirkjunni almennt og fjármálum hennar án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að tala.
Dísa (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:27
Theódór, ég vil benda þér á það að ástæðan fyrir öllum þessum vandræðum er að prestar þjóðkirkjunnar eru ríkisstarfsmenn. Ríkið á ekki og má ekki mismuna fólki eftir kynhneigð né af nokkrum öðrum ástæðum samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna (sjá: http://www.humanrights.is/mannrettindi-og-island/helstu-samningar/sameinudu-thjodirnar/mannrettindayfirlysing-sth/ 1. og 2. greinin).
Auðvitað eiga þeir sem því trúa að hjónaband sé ekki fyrir samkynhneigða rétt á að trúa því. En ríkið má ekki mismuna og þar sem þjóðkirkjan er hluti af ríkinu þá má þjóðkirkjan ekki mismuna.
Ég sé tvær skynsamlegar leiðir í þessu og sú sem er skárri er að ríkið og kirkjan verði aðskilin, þá getur hver og einn trúsöfnuður tekið þá ákvörðun hvort gefa eigi saman samkynhneigða eða ekki innan þess trúfélags, þó lögin í landinu gefa þeim það leyfi til að gera það. Svo getur fólk bara gengið í það trúfélag sem því hentar (þá væri jafnrétti milli trúfélaga og prestar ekki ríisstarfsmenn heldur starfsmenn trúfélaganna). Hin leiðin er að þjóðkirkjan haldi áfram að vera þjóðkirkjan en þeir prestar sem ekki geta sætt við sig jafnrétti samkvæmt mannréttindasáttmálanum geta stofnað sitt trúfélag sem ekki gefur saman samkynhneigða.
Kosturinn sem Geir Waage bendir á finnst mér alls ekki álitlegur þar sem það felur líklega í sér að allir trúarleiðtogar (prestar, goðar, rabbíar o.s.frv.) verði sviptir þessum rétti og það er í hrópandi mótsögn við öll önnur ríki og gamlar góðar hefðir.
Það er semsagt ekki verið að troða neinum trúarskoðunum upp á einn né neinn með þessum lögum heldur er ríkið að gæta þess að það fari eftir sáttmála sem það skrifar undir.
Steinar Birgisson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:29
Var þetta seinasta comment meint til mín Dísa? Þú vilt þá ekki fræða okkur um fjármál kirkjunnar sem við misskiljum svona mikið?
Þjóðkirkjan er ekki trú. Kristni er trú. Þjóðkirkjan er hinsvegar ríkisfyrirtæki með starfsmenn og milljarða framlög frá ríkissjóði.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:34
Dísa: Til að svara spurningu þinni, þá tel ég bara vera minn rétt að fá að giftast kærustunni minni í kirkju rétt eins og þú giftist kærastanum þínum í kirkju. Ég hef gifst karlmanni í kirkju og ekki af ást en ef ég elska konu, þá ætti ég að fá að giftast henni einnig í kirkju. Annars er verið að mismuna mér og þér skilurðu? Tek það enn og aftur fram að Biblían bannar mér ekki að elska konu, hún bannar einungis karlmönnum að elska karlmenn! Finnst þér þetta ekki vera rökleysa?
Ég sá hér á undan að einhver kallar mitt kynlíf saurlifnað. Veit ekki hvað hann þekkir mikið inn á kynlíf samkynhneigðra en ég get fullyrt að okkar kynlíf er ekki meiri saurlifnaður en hans kynlíf. Mér kemur það ekkert við hverjum hann sefur hjá eða hvernig.
Mér finnst stundum að menn séu að fordæma það sem þeir þekkja ekki. Ást tveggja einstaklinga er falleg, sama hvort hún er milli sama kyns eða milli kynja. Ljótleiki og ofbeldi þekkjast því miður alveg eins mikið í gagnkynhneigðu sambandi.
Jesús boðaði kærleika. Er þetta kærleiki sem mörg ykkar sýna?
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 29.4.2010 kl. 21:40
Fyrst ríkisstjórnin leggur svo mikið kapp á að jafna kynjahlutföll í hlutafélögum af hverju skyldi hún þá ekki vilja gera það í þeirri stofnum sem helst ætti að þurfa á jöfnum kynjahlutföllum að halda, þ.e. hjónabandinu? Er það hinn litli fjöldi meðlima hjónabandsins sem veldur því að ríkisstjórnin vill ekki jafna kynjahlutfall þess? Hvað þarf t.d. hlutafélag þá að verða lítið til að kynjahlutfall í stjórn þess verði ekki talið skipta máli í augum valdsmanna?
Efasemdir (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:47
Það er frekar auðvelt að leysa þetta vandamál.
* "Einkavæða" þjóðkirkjuna. Öll trúfélög verði jöfn.
* Hjónabömd samkynhneigðra leyfð samkvæmt lögum en að trúfélög fái að ráða því sjálf hvort þau blessi þau eða ekki.
* Allir samkynhneigð segi sig úr gömlu þjóðkirkjunni og velji sér trúfélag sem er til í að blessa hjónaband samkynhneigðra. Við höfum nú þegar tvö slík félög, Ásatrúafélagið og Fríkirkjuna.
Geiri (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:49
Samkynhneigðum kann að vera mikilvægt að gefa sig saman sk lögum sérhvers lands en samkvæmt kristinni kenningu er algerlega útlilokað að þeir séu vígðir saman.
Ég veit ekki hvort menn séu nægilega vel lesnir til að skilja það að þetta fer alls ekki saman. Það stríðir gegn heilagri ritningu og kirkjuhefðinni. Þetta er ekki mín prívatskoðun heldur skoðun allra stærstu kirkjudeilda heimsins, þeirrar kaþólsku og orthodoxu það eru tæpir 2 milljarðar manna.
Samt er mikilvægt að skilja að heimskirkjan fordæmir ekki samkynhneigða heldur aðeins samkynhneigð sem lífsstíl.
Heimskirkjan veit að kirkja sem vígir samkynhneigða mun skaða hjónabandið sem samfélgsstofnun, samfélagsgerðina sjálfa og reyndar samkynhneigða einnig. Því á Íslenska kirkjan að standa á móti og vera trú sjálfri sér en ekki blaktandi tíðaranda.
Guðmundur Pálsson, 30.4.2010 kl. 08:21
Guðmundur, er þá ekki eina ráðið fyrir trúfélögin að gefa frá sér vígsluréttindin og allar hjónavígslur verði aðeins borgaralegar. Þá stæðu a.m.k. allir jafnir gagnvart lögum. Prestar, Imanar og aðrir safnaðarleiðtogar gætu svo veitt sínum safnaðarfélögum, sem það vildu, blessun á sambúðina eftirá. Það myndi að vísu ekki leysa þann vanda, að trúarleiðtogarnir gætu farið í manngreinarálit með blessun sína, eftir sem áður, en það væri að minnsta kosti ekki brot á landslögum, þó deila megi um siðferðið á bak við slíkan dilkadrátt safnaðarins.
Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2010 kl. 08:29
Það er nú meira hvað þetta einfalda mál getur flækst fyrir mörgum. Ef ekki væri til staðar möguleikinn á barneignum væri stofnunin hjónaband ósköp einfaldlega ekki til. Þetta er mergur þessa máls. Möguleikinn á getnaði, sem líffræðilegur munur karls og konu skapar, er grundvöllur þessarar stofnunar. Því er út í hött að gefa saman í hjónaband aðra en karl og konu. Þetta mál sem slíkt þarf ekki að koma kirkju og trúarbrögðum neitt við - það er almennara en svo.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2010 kl. 09:02
Til frekari áréttingar: Það er munur á almennum grundvelli hjónabands og svo því af hvaða ástæðum er stofnað til þess. Í meginatriðum getur verið stofnað til hjónabanda af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna ástar og hins vegar vegna hagsmuna. Það merkir ekki að ástar- eða hagsmunasamband tveggja einstaklinga sé sjálfkrafa orðið að hjónabandi. Þar þarf einfaldlega meira til.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2010 kl. 09:05
Þorsteinn, hjónaband er fyrst og fremst staðfesting á hagsmunasambandi tveggja einstaklinga, þ.e. við það er gerður sáttmáli um fjármál hjónanna og fjölskyldunnar og þar með verður til sameiginleg ábyrgð á ýmsum fjármálgerningum, eignarrétti og erfðarétti. Ekkert af þessu kemur ástinni beinlínis við og hvað þá trúarbrögðum.
Ef hjónabandið snerist eingöngu um barneignir, þá yrði að setja alla í próf fyrir hjónabandið til þess að tryggja að viðkomandi gæti yfirleitt átt börn og væri t.d. ekki ófrjór, eða ófær um barneignir af öðrum líkamlegum eða andlegum ástæðum.
Fjöldi fólks er í sambúð og á börn, en þar vantar yfirleitt öll þau fjárhagslegu hagsmuna- og erfðatengsl, sem hjónabandið veitir. Ástin og börnin gera sambandið ekki að hjónabandi.
Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2010 kl. 09:20
@Guðmundur: Ég held nú að samfélagið muni nú alveg lifa það af þó að samkynhneigðum sé leyft að giftast. Sem og giftingin sem hugtak. Það er nokkuð ljóst að það sé grundvöllur siðferðislegs og réttlæts samfélag að ritningar og kirkjuhefðum sé haldið sem allra lengst frá lögum og reglum lands. Við sjáum þá á hvaða einasta landi á hvaða einasta tíma sem hefur leyft þeim ósköpnuði að gerast.
Þess fyrir utan að þá ignora kristnir sirka 90% bilbíunnar. Hvort það sé 90.1% eða 89.9% held ég að breyti engu fyrir fyrirtækið. Allavega sé ég fáa hér selja dætur sínar í ánauð eða lifa eftir flestu því sem í biblíunni stendur. Mótstaða við hjónaband samkynhneigðra á sér rætur í fordómum sem eru faldir á bakvið þetta rit manna en ekki öfugt.
@Þorsteinn: Samkvæmt nýju skilgreiningunni þinni þá væir það út í hött að leyfa geldum manni að giftast. Þarf þá fólk að standa í skilnaði ef það ætlar að láta taka sig úr sambandi? Trúaðir eru alveg jafn duglegir og aðrir að teygja hugtök og af hverju er þetta svona óhagganlegt eitt orða heimsins?
Jon Gretar (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 09:26
Axel ég kann ekki að leysa þetta mál. Hvað best er að gera. Vilji kirkjan vera trú sinni kenningu er ein leiðin að gefa frá sér vígsluréttindin eins og Geir Waage lagði til. Hún er eindregin og kannski það besta. Hins vegar veit enginn um langtímaáhrif þessa. Hin aðferðin er líklega einhvers konar millileið: að þeir megi vígja sem vilja það en þeir prestar sem séu á móti því vígi ekki. Þá er tvennt sem getur gerst að með tímanum verði menn þvingaðir til að vígja oháð sannfæringu sinni ( haldi einfaldlega ekki starfi séu þeir á annarri skoðun) , ellegar að óánægjan og sundrungin magnist í prestastétt og kirkjan splittist milli trúfastra presta og hinna sem líta á kristnina sem einhvers konar félagslega réttlætiskenningu.
Guðmundur Pálsson, 30.4.2010 kl. 09:32
Guðmundur, fátt hefur valdið meiri deilum og styrjöldum í tvöþúsund ár, en einmitt trúarbrögðin. Deilur innan kristninnar hafa einnig verið afar harðvítugar og leitt til klofnings í alls kyns trúardeildir og sértrúarsöfnuði, sem hver fyrir sig telur sinn skilning á Biblíunni vera þann eina rétta. Deilur innan íslensku kirkjunnar hafa verið miklar og harðvítugar, nánast frá kristnitöku og standa enn um ýmis mál.
Deilan um hjónaband samkynhneigðra er afar illvíg milli hvítliða og svartstakka i röðum presta og gæti leitt til algers klofnings innan þjóðkirkjunnar og væri kannski aðeins dropinn, sem fyllti mælinn þar á bæ. Fyrir þjóðkirkjuna sem slíka, væri örugglega best að láta frá sér vígsluvaldið, enda er hjónabandið sjálft aðallega sáttmál um fjármál og framfærslu og prestarnir gera ekki annað en lýsa blessun sinni og guðs á samninginn.
Til að leysa þessar deilur innan kirkjunnar og leysa hana úr snörunni, en að ýta frá sér þessum beiska bikar, sem hjónablessunin er.
Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2010 kl. 09:47
Eina rökrétta leiðin í þessu er að loka á trúarbrögð, þau hafa verið og eru okkar helsti óvinur... núna er kirkjan að ráðast að samkynhneigðum... fyrir ekki svo löngu voru það konur.. .listinn er endalaus.
Íslam, kristni,hindu, gyðingdómur, hvað sem allt þetta kjaftæði kallast, allt sama ruglið.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 10:24
Geiri:
* "Einkavæða" þjóðkirkjuna. Öll trúfélög verði jöfn.
Styð þetta!!
Skeggi Skaftason, 30.4.2010 kl. 11:16
Það væri hræðilegt ef kirkjan væri neydd til að gefa frá sér vígsluréttinn og sýnir hvað frekjan og yfirgangurinn gagnvart kristni í landinu er orðin gríðarleg að það skuli yfirhöfuð vera til umræðu.
Þetta myndi þýða að kristnir gagnkynhneigðir einstaklingar gætu ekki gifst, því það yrði væntanlega að gilda um frjálsu söfnuðina líka. Væri brot á jafnræðisreglu að svipta aðeins þjóðkirkjupresta vígsluheimild.
Væri mjög súrt því gifting er fyrst og fremst kristileg stofnun, þó boðið sé upp á borgaralegar giftingar. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu eru þannig giftingar í miklum minnihluta. Flestir giftast í kirkju.
Ég segi að mér þykir það leitt að þjóðin sem heild skuli vera í fráfalli frá kristnum gildum og siðum og fellst ekki á þau rök að þó fólk hafi fallið frá kenningum Krists á öðrum sviðum en þeim kynferðislegu réttlæti það fráfall frá gildum kristninnar á því sviði.
En ef samkynhneigðir vilja giftast geta þeir gengið í þá söfnuði sem virða kenningar Krists að vettugi, eins og Fríkirkjuna. Það er gróft brot á trúfrelsi að neyða kirkjur til að brjóta gegn sinni trúarsannfæringu.
Theódór Norðkvist, 30.4.2010 kl. 14:37
Þjóðkirkjunni er guðvelkomið að splitta sig frá ríkinu Theódór og þá geta þeir ráðið sér sjálfir. Þeir hafa fullan stuðning þjóðarinnar við þá aðgerð. Meðan að prestar taka sér laun sem starfsmenn ríkisins þá hinsvegar verða þeir að haga sér eins og aðrir ríkisstarfsmenn hinsvegar.
Trúfrelsi hinsvegar verður að snúast jafn mikið um frelsi frá oki yfirgangi trúarbragða og rétti til þess að trúa. Lög eru ekki og mega ekki vera sett af kirkjunni og það er óþolandi að illgirni og fordómar kirkjunnar séu að hindra jafnrétti og frelsi í landinu. Ef að við færum að gefa kirkjunni löggjafarvald þá værum við komnir í sömu stöðu og Íran á 2-3 árum. Vegna þess að kristin gildi eins og þau eru túlkuð af kirkjunni samræmast ekki jafnrétti, frelsi og manngæsku heldur snúast þessi gildi um fordóma, yfirgang, hræðsluáróður og allger völd yfir öllu.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 15:09
Ég skil ekki afhverju þetta mál er svona heitt innan kirkjunnar. Prestarnir og þeirra hjörð þverbrjóta biblíuna svoleiðis hægri vinstri á hverjum degi að maður sér ekki afhverju þetta skiptir þá svona miklu máli. Getur verið að mennirnir í grímubúningunum (sem hvergi er minnst á í biblíunni) séu að velja og hafna eftir eigin geðþótta? En þessi 38000 afbrigði af kristinni trú segja svosem allt um hversu auðvelt er að túlka hana eftir sinni hentisemi, og ALLIR telja sig vera með réttu túlkunina. Hvernig er ekki hægt að hlægja þegar fólk segist vera trúað?
En auðvitað á að taka þessa stofnun af spenanum, banna skráningu barna undir 18 ára í trúsöfnuði og leyfa svo þeim sem vilja halda þessu batteríi gangandi að gera það með mánaðarlegum gíróseðlum þar sem ríkið er ekki innheimtustofnunin. Kirkjan í sinni mynd í dag er stjórnarskrárbrot.
Reputo, 30.4.2010 kl. 15:14
Ég rakst á þetta og það passar svo vel inní umræðuna um fordæmingu biblíunnar á samkynhneigð, sem er by the way tekin úr gamla testamentinu.
Dear Dr. Laura,
Thank you for doing so much to educate people regarding God's Law. I have learned a great deal from your show, and I try to share that knowledge with as many people as I can. When someone tries to defend the homosexual lifestyle, for example, I simply remind him that Leviticus 18:22 clearly states it to be an abomination. End of debate.
I do need some advice from you, however, regarding some of the specific laws and how to best follow them.
I know you have studied these things extensively, so I am confident you can help. Thank you again for reminding us that God's word is eternal and unchanging.
Your devoted disciple and adoring fan,
J. Kent Ashcraft
Þýði það kanski við tækifæri, en verður bara að vera á ensku fyrst um sinn
Þorgerður María Halldórsdóttir, 30.4.2010 kl. 15:16
Hjónaband er ekki trúarlegt fyrirbæri og var ekki fundið upp af kristnum mönnum, eða kristninni yfirhöfuð. Hjónabandið er borgaralegur sáttmáli um fjármál, eignir og framfærslu fjölskyldunnar og samkvæmt íslenskum lögum er þjóðkirkjan ein af þeim stofnunum, sem hafa þetta vígsluvald, ásamt öðrum trúfélögum, sýslumönnum, skipstjórum o.fl. Til viðbótar skráningu á þessari borgaralegu athöfn veitir kirkjan blessun yfir gerninginn, en hann væri nákvæmlega jafn gildur, þó presturinn færi ekki með eina einustu bæn eða blessun, á meðan, á undan eða á eftir hjónavígslunni.
Kirkjan framkvæmir þessar hjónavígslur í umboði ríkisins og skráningarstofnana þess og þar með er gerningurinn skráður t.d. í þjóðskrá, hjá skattinum og víðar. Blessun kirkjunnar fer ekkert inn í þessar opinberu bækur og er ekki aðalatriði gerningsins, sem slíks, en kærkomin viðbót fyrir flesta, a.m.k. þá sem trúaðir eru.
Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2010 kl. 15:23
Ef þú vilt sannkristið samfélag getur þú flutt til Sádi Arabíu. Þar sem kóraninn og biblían eru nánast sama bókin með sömu gildum ættir þú að komast í drauma samfélagið þar. Það sem þú vilt kalla kristin gildi á fátt sammerkt með biblíunni. Samfélög manna í dag byggja á common sensi, ekki kristnum gildum frekar en öðrum trúartengdum.
Reputo, 30.4.2010 kl. 15:28
@Axel: Reyndar er það myth að skipstjórar gefi gefið saman fólk skilst mér. Ekki án auka réttinda allavega.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 15:37
Hin kristnu gildi, hver eru þau: Submit or burn; Það á að leggjast undir kirkju.. eða verða pyntaður eftir að menn eru dauðir.
Það eru hin kristnu gildi... þegar kaþólska kirkjan skáldaði upp Sússa og setti hann ofaná gamla testamenti... alveg eins og múslímar með íslam... same thing
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 15:37
Hjónaband er ekki trúarlegt fyrirbæri og var ekki fundið upp af kristnum mönnum, eða kristninni yfirhöfuð.
Enda sagði ég hvergi að hjónabandið hefði verið fundið upp af kristnum. Það er þó nefnt í Fyrstu Mósebók, en hefur tíðkast í öllum menningarsamfélögum. Kristin trú leggur hinsvegar áherslu á hjónabandið þó hún sé ekki ein um það.
Best að taka þetta fram til að spara mér langa svarhala síðar, því margir hér hafa tilhneigingu til að leggja mér til skoðanir sem ég hef ekki.
Síðan nenni ég ekki að svara lygum Reputo og DoctorE um atriði sem ég hef farið örugglega hundrað sinnum í umræður um. Lygar eins og að Kóraninn og Biblían séu eins og Jesús sé uppskálduð persóna.
Loks vil ég svara Jóni Grétari. Það er misskilningur að þetta snúist um að fyrst þjóðkirkjan er ríkiskirkja verði þeir að gifta alla. Lagaákvæðið í hjúskaparlögum er svona:
22. gr. Hjónaefni eiga rétt á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslumanni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjónavígslu eða ekki.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur, að fengnum tillögum biskups, sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og nánari reglur um hvenær þeim sé þetta heimilt.
Þarna er hvergi kveðið á um að ákvæðið gildi aðeins fyrir þjóðkirkjuna. Aðskilnaður ríkis og kirkju er síðan annað mál. Sjálfur er ég hlynntur lagalegum aðskilnaði, ekki þó menningarlegum eða siðferðilegum.
Theódór Norðkvist, 30.4.2010 kl. 16:22
Þú vilt þá kannski tiltaka fyrir mig hver grundvallarmunurinn er á biblíunni og kóraninum til að geta staðið við það að kalla mig lygara.
Reputo, 30.4.2010 kl. 17:30
Adda Guðrún, ég skil að þú myndir velja giftingu í kirkju ef þér biðist hún en samkynhneigðir hafa þurft að berjast fyrir mörgu og hafa um leið náð að gjörbreyta skilningi fólks á sínum málum - sem betur fer. Það er ekkert langt síðan samkynhneigðir þurftu að pukrast með sín mál í leynum. Í dag vita allir að samkynhneigðir eru bara eðlilegt fólk og þeir mega þeir gifta sig og ættleiða börn, sigur sem ég samgleðst ykkur með en svo horfi ég á réttindabaráttu fatlaðra og hversu langt þeir eiga í land og þá finnst mér þetta litla skref frá giftingunni yfir í kirkjuna svo lítilvægt. Ég er viss um að þetta skref verður stigið í framtíðinni en mér finnst svo margt annað skipta meira máli þessa dagana.
Jón Grétar, ég var ekkert að tala til þín sérstaklega umfram aðra, heldur meira svona almennt. Ríki og kirkja voru aðskilin '92 að mig minnir en gerður var samningur vegna eigna kirknanna um fjárlög og slíkur samningur er í raun ekkert óeðlilegri en kaup þín og mín á jarðareignum, húseignum o.s.fr. Sóknargjöld eru annar póstur sem já ríkið greiðir en kirkjan, eins og aðrir söfnuðir sem og háskólinn, fær greitt úr ríkissjóði per sóknarbarn. Ég verð að segja það eins og er að miðað við það góða starf sem kirkjan heldur uppi t.d. með eldri borgurum þá sé ég ekki ofsjónum yfir því.
Fyrirspurn þinni um fjármál kirkjunnar get ég því miður ekki svarað nánar því ég er bundin trúnaði í mínu starfi eins og allir sem vinna við bókhald.
Dísa (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 20:06
Smá leiðrétting Dísa. Háskólinn fær ekki lengur á per haus sem standa utan trúfélaga. Hann er á fjárlögum óháð því hversu margir það eru.
Reputo, 1.5.2010 kl. 00:23
Theodór Norðqvist:
"Sjálfur er ég hlynntur lagalegum aðskilnaði, ekki þó menningarlegum eða siðferðilegum."
Hver eru menningarleg og siðferðileg tengsl ríkis og kirkju á Íslandi ? Að hvaða leyti hefur íslenska ríkið tekið til sín kenningar kirkjunnar ?
Georg Friðriksson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 13:01
Umræðan er farin að snúast mikið um hvort kirkjan eigi að vera þjóðkirkja, eða ekki. Skiptir það í sjálfu sér nokkru máli í þessu samhengi? Deilan snýst um það hvort skipaðir hjónabandsskráningarmenn ríkisins veiti hinum nýskráðu hjónum blessun í nafni safnaðarins og í þessu tilfelli væntanlega, hinnar heilögu þrenningar. Þetta á ekkert eingöngu við þjóðkirkjuna, heldur alla söfnuði landsins, hverrar trúar, eða trúargreinar, sem þeir telja sig fylgja.
Orðið hjónavígsla merkir alls ekki það, að kirkjan sé að ákveða það, hver má og hver má ekki giftast hverjum, það gera einstaklingarnir sjálfir og fram að þessu hafa þeir getað valið, hvort borgaralegur aðili, eða kirkjulegur, sendir skráningu þar um, til þeirra opinberu stofnana, sem málið varðar. Nú vilja prestar ekki taka þetta verk að sér fyrir alla þegna landsins og það er mismunun og ekkert annað og ef þeir ætla að halda henni áfram á grundvelli eigin fordóma, þá verða þeir einfaldlega að segja sig frá verkinu og hætta alfarið hjónavígslum.
Þá fara bara einstakir prestar að auglýsa, að þeir taki að sér hjónavígslur fyrir hið opinbera og að allir séu velkomnir í þeirra kirkju. Hinir auglýsa á móti að þeir taki þetta ekki að sér og síðan bæta þeir í auglýsingar sínar, hverjir séu óvelkomnir í þeirra guðshús.
Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2010 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.