24.4.2010 | 08:40
Gagnaverið má ekki tefja lengur
Iðnaðarnefnd Alþingis hefur haft samningsdrög við Verne Holding til umfjöllunar síðan í desember, en fram til þessa ekki treyst sér til að afgreiða málið vegna þess að nefndin vildi sjá skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og umsögn hennar um Björgólf Thor Björgólfsson, áður en lengra yrði haldið með málið.
Þetta er fáránlegur dráttur á málinu, þar sem fyrir liggur að eignarhlutur Novators, félags Björgólfs, mun ekki eiga nema 5-7% hlut í gagnaverinu eftir að það verður fullfjármagnað, en 15% atvinnuleysi er nú á Suðurnesjum og verið mun væntanlega skapa um 500 störf og munar um minna á því svæði.
Nú ætlar nefndin að þvæla málinu fyrir sér áfram og veltir upp flóknum leiðum til þess að koma í veg fyrir að Novator nýtist sá hagur, sem fælist í fjármögnunarsamningnum við ríkið, en engan veginn er víst, að slíkt geti gengið upp vegna jafnræðissjónarmiða.
Einfalda leiðin, sem nefndarmenn virðast ekki koma auga á, er að setja það sem skilyrði að Novator selji sinn hlut í fyrirtækinu innan einhvers hæfilegs tíma og hverfi þannig úr hluthafahópnum, ef það skiptir þá yfirleitt nokkru máli, hvort Novator verði áfram með þennan hlut, eða ekki.
Atvinnuhagsmunir á Suðurnesjum eru mikilvægari en svo, að viðunandi sé að þingnefnd ýti málinu á undan sér mánuðum saman.
Hugmynd uppi um að Novator njóti ekki arðgreiðslna af Verne | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega sammála !
Maður hinsvegar trúir ekki að þessi ræningi fái eignarhlad í þessu ! Er þetta virkilega svona glatað "project", að ekkert heivirt fyrirtæki finnst til að taka þátt. ?
Þá er nú betra að sleppa þessu alveg.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 09:27
Sammála Axel. Þetta gott og þarft verkefni sem þarf að komast á laggirnar. Nú fáum við aðalega tekjur af áli og fiski. Það er nauðsýnlegt að dreifa "eggjunum" svo þau verða ekki öll í sömu körfunni.
Það er slæmt ef þetta stendur á hluti einsog hver á verne holding.
Við Íslendingar meigum ekki missa okkur í nornaveiðunum og hundsa atvinnutækifæri sem nýtist okkur.
Svo ef Björgólfur hefur gerst sekur um eitthvað t.d skattalagabrot þá á hann allavega einhverjar eignir á Íslandi til að frysta t.d eignarhlut í Verne Holding.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.4.2010 kl. 10:24
Ef maður man þetta rétt, var Novator frumkvöðull að þessu verkefni og á síðari stigum komu inn í það nýjir fjárfestar, þar á meðal mjög virtur breskur fjárfestingasjóður, sem nú er stærsti hluthafinn og Novator kominn í mikinn minnihluta, sem ef allt hefði gengið eftir eins og upphaflega var planað verður ekki nema þessi 5-7%.
Þess vegna á að drífa samninginn af, koma verkefninu á koppinn og ef mönnum sýnist svo, er einfalt að skilyrða samninginn við það, að Novator selji sig alfarið út úr verkefninu og vera ekki að flækja málið meira.
Svo er náttúrlega eftir sá möguleiki, að hægt verði að gera þennan hlut upptækan, ef dómar falla á Björgólf Thor, eða fyrirtæki hans.
Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2010 kl. 12:46
Það ættu að vera til næg úrræði til þess að "ríkið" fengi eitthvað fyrir sinn snúð frá Novator, verði Björgólfur dæmdur sekur, eða þá að þessi virti erlendi fjárfestir gæti fundið annan fjárfesti eða fjárfesta til þess að kaupa Novator út eða yfirtaka skuldbindingar hans. Það hefur að ég hygg verið meirihluti í iðnaðarnefnd, fyrir áframhaldi þess verkefnis, en sá meirihluti er ekki myndaður af fulltrúum stjórnarflokkana og mér finnst allt eins líklegt að það sé ekki sátt innan stjórnarflokkana um þetta mál, frekar en mörg önnur, burtséð frá fjármögnun verkefnisins.
Kristinn Karl Brynjarsson, 24.4.2010 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.