Grátlega sorgleg tíðindi

Þau ótrúlega sorglegu tíðindi berast nú um heimsbyggðina að Magðalena Svíaprinsessa hafi slitið trúlofun sinni og Jonasar Beregström.  

Þrátt fyrir að maður hafi ekki haft hugmynd um að þessi merka prinsessa hafi yfirleitt verið til og hvað þá að hún hafi verið trúlofuð honum Jónasi, sem enginn vissi heldur að væri til, þá snerta svona sorglegar fréttir viðkvæma strengi í meyru hjarta og tárin fara að streyma ósjálfrátt.

Undanfarið hefur maður heyrt utanaðsér að ýmis sambönd hafi slitnað á milli para hér innanlands, en ekki séð neinar fréttir af því í fjölmiðlum og hvort það sé af því að maður þekkir engar raunverulegar prinsessur, skal ósagt látið, en að minnsta kosti hefur það aldrei fangað athygli heimspressunnar. 

Það er þó mikil huggun harmi gegn á þessum erfiðu tímum að Viktoría krónprinsessa og Daníels Westling ætla að gifta sig 19. júní í sumar.

Þau gleðitíðindi gera það að verkum, að mögulegt verður að brosa gegnum tárin.


mbl.is Sænsk prinsessa slítur trúlofun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þú veist ekki hvað þú átt gott Axel, því þó svona "prinsessufréttir" villist líka inn á Íslenska fjölmiðla, þá er það hátíð miðað við hér, við vorum í smábíltúr í vorblíðunni í dag í sambandi við innkaupaferðina fyrir helgina, sjáum að kl. er að verða 16:00 kveikjum á útvarpinu P1 (tilsvarar gömlu gufunni) og viti menn fyrsta fréttin var þetta, ekki nóg með það heldur talað við 2 til 3 svona "hoff" experta og hvaðeina þar til fréttatíminn var vel hálfnaður og þá fyrst hægt að hlusta á alvöru fréttir, svipað gerist oft þegar fótboltamenn skifta um lið, meiða sig og álíka þó svo bæði fótbolta og öðrum íþróttum séu gerð mjög góð skil í eigin sendingum, en maður verður bara að hugsa um blóðþrýstinginn og reyna að leiða þetta hjá sér ;)

Kristján Hilmarsson, 24.4.2010 kl. 17:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er satt Kristján, að það er svo sem ekki gert mikið með svona fréttir hérna og þær verða að fá að fljóta með, svona annaðslagið.  Það mega ekki vera eintómar efnahags- Icesave- og bankaræningjafréttir, því það gerir mann bara þunglyndan.

Maður tekur þessum fréttum bara eins og þær eru og reynir að hafa gaman af þeim.

Þið, sem búið við kóngafólkið, fáið sennilega meira en nóg af þessu.

Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband