23.4.2010 | 10:56
Hvor verður langlífari, krónan eða evran?
Þegar fyrirséð varð, að allur venjulegur áróður fyrir aðild Íslands að ESB stóðst enga skoðun, breyttu aðildarsinnar um áróðurstaktík og beindu allri sinni baráttu gegn íslensku krónunni og hafa verið óþreytandi að básúna að hún sé handónýtur gjaldmiðill og eina bjargráð Íslendinga sé, að ganga í ESB, þó ekki væri til neins annars en að geta tekið upp "traustan" alþjóðlegan gjaldmiðil, sem sagt evruna.
Síðustu misseri hefur hins vegar verið að koma í ljós, að evran er ekki sá draumagjaldmiðill, sem aðildartrúboðar vilja vera láta og sífellt hærri raddir hafa verið að heyrast um galla hennar og að hún gangi ekki sem gjaldmiðill mikið lengur fyrir hin ólíku hagkerfi innan ESB.
Tom Fitzpatrick, sem fer fyrir tæknilegri greiningu gjaldmila hjá risabankanum Citigroup í New York telur að eigi evan að eiga sér lífsvon, verði að setja öll ESB ríkin undir eina hagstjórn og meiri sameiginlega pólitíska stjórn. Í greiningu hans á evrunni segir m.a.: Við óttumst að án undirbúnings af hálfu helstu ríkjanna einkum og sér í lagi Þýskalands sé evran sem sameiginlegur og sífellt útbreiddari gjaldmiðill óhjákvæmlega dæmd til að líða undir lok.
Það er sem sagt mat þessa virta sérfræðings að segi ESB ríkin sig ekki undir stjórn Þjóðverja, þá eigi evran sér enga lífsvon til lengdar. Þó hann segi þetta ekki alveg beinum orðum, er engan veginn hægt að lesa annað út úr álitsgerð hans og þá má segja að eins verði hægt að skipta um nafn á gjaldmiðlinum og taka aftur upp þýska markið.
Þar með er síðasta áróðursbragð ESB sinna fallið um sjálft sig og eftir hverju ætti að vera að slægjast með því að verða hreppur í þessu stórríki, ef meira að segja gjaldmiðillinn er ónýtur?
Evran krefst meiri samruna Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
minnir um margt á tíma sem við þekkjum vel til hér á íslandi - tími sameiningar fyrirtækja sem og ´skuldsettrar útrásar - þó stórt sé þá grunar mig að ekki sé til innistæða fyrir þessu ESB kjaftæði öllu
Jón Snæbjörnsson, 23.4.2010 kl. 11:07
Þýskaland ber höfuð og herðar yfir önnur lönd í Evrópu, efnahagslega, þannig að það er alveg raunhæft mat, að sameiginlegur gjaldmiðill geti alls ekki gengið með svo mismunandi forsendur í efnahagslífi landanna. Ef svo fer sem horfir munu Þjóðverjar að lokum ráða ríkjum í Evrópu og ef það er lokatakmarkið, á bara að segja satt og rétt frá því.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 11:11
Satt segirðu Axel Jóhann.
Öll þeirra rök um öryggi og agaða fjármálastjórn og bla bla bla eru löngu fokinn útí veður og vind og stendur ekki steinn yfir steini í röksemdarfærslu þessa sértrúarsafnaðar.
Því héldu þau dauðahaldi í síðastu röksemdina, það er um Evruna sem þennan trausta alhliða gjaldmiðil en sú goðsögn er nú líka algerlega fallinn og minningartahafnir um hana hafa þegar farið fram í öllum kirkjum Grikklands, Írlands, Spánar og Ítalíu og reyndar víðar.
Mjög margir hafa gengið alveg af ESB trúnni og "turnast" eins og það er kallað, perónulega þekki ég nokkra og það úr öllum stjórnmálaöflum.
Það sem eftir er af þessu tætingsliði er nú ráðalaust og villt og er á hröðum flótta og óskipulögðu undanhaldi.
Við ESB andstæðingar sem viljum áfram fullt og óskert fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar rekum þennan flótta.
Þegar við bætist að mikill meirihluti þjóðarinnar eða u.þ.b. 70% vill hafna ESB aðild er þá furða að sjálfir ESB trúboðarnir séu nú að missa kjarkinn.
Ingibjörg Sólrún einn aðal agent þessa trúboðs til margra ára vill nú draga ESB umsóknina til baka sökum "fylgisleysis" eins og hún orðaði það svo réttilega.
Sjálfur vígreifi yfirlautinant ESB rétttrúnaðarins Jón Baldvin Hannibalsson sagði nýlega daufur í dálkinn að hann sæi ekki fram á að þjóðin gengi í ESB í náinni framtíð. Undir þessi orð hans tók síðan Æðsti Prestur ESB trúboðsins á Íslandi sjálfur Eiríkur Bergmann.
Þetta eru góðar fréttir fyrir land okkar og þjóð.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:19
Gunnlaugur, það er alveg furðulegt að þessi auma ríkisstjórn okkar skuli enn halda áfram með "aðildarumsóknina" og eyða í það tveim til þrem milljörðum króna, þó vitað sé að þetta bjölluat hjá ESB er ekki stutt af meirihluta þjóðarinnar.
ESB þjóðirnar gera sér alveg grein fyrir þessu og hafa fulltrúar þar sagt, að nauðsynlegt væri að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um það, hvort yfirleitt ætti að eyða tíma í þessar "samningaviðræður".
Það er einkennilegt að þessir ESB postular, sem voru harðastir fylgjendur ESB, skuli ekki hafa þau áhrif núna, að hætt verði við þetta brölt.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 11:28
Var guð almáttugur að tala eða ?
Sjáiði til, þið getið fundið nánast hvað sem er sem einhver og einhver svo sem "tæknilegir ráðgjafar" o.frv. segja um Evru eða ESB.
Evrópa er ekki að hætta með evru og - nei, ESB er ekki á leið til USA fyrirkomulags.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2010 kl. 11:34
Ómar Bjarki, hvernig veist þú allt manna best um ESB, bæði fortíð, nútíð og framtíð, ef þú ert ekki heldur guð almáttugur?
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 11:44
KRÓNAN
Ásdís Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 12:16
Þetta svokallaða "umsóknarferli" að ESB, er svo sannarlega ekki það sem ESBsinnar kölluðu "að skoða hvað sé í boði" að umsóknarferlið væri bara "kósý" skoðunnarferð um innviði ESB, þar sem okkur gæfist kostur á að skoða, vega og meta kosti og galla ESBumsóknar. ESB-umsókarferlið er öðrum þræði aðlögun íslenskra laga og stjórnsýslu að regluverki ESB. Siðan er það hugmyndin að, þegar slíkri aðlögun er lokið, þá verði soðinn saman aðildarsamningur.
Um þennan samning fær svo þjóðin fyrir "kurteisissakir" að kjósa um, en ákvörðunin um inngöngu verður þingsins. Þessi meinti "stöðugleiki sem að upptaka evru í gegnum á færa okkur, væri í fyrsta lagi kominn á um 2020, en líklega eitthvað seinna.
Í aðlögunnarferlinu munu margar umdeildar breytingar og aðgerðir eiga sér stað. Tvær þeirra eða umræða um þær hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið og ætla ég að skýra frá þeim hér að neðan. Ég get það eina sagt að þessar útskýringar mínar hafa valdið ákveðnu upphlaupi í bloggheimum þar sem frösum eins og "einagrunnarsinni", spunameistari íhaldsins" að ég "hugsi ekki út fyrir boxið" og fleira í þeim dúr. Þetta síðastnefnda, þ.e. að "hugsa ekki út fyrir boxið", stenst varla skoðun, þar sem að ég bendi á hvaða afleiðingar ákveðin lagasetning, getur haft í för með sér.
Í kjölfar hrunsins skýslunnar og falls krónunnar, hefur "Evrukórínn" hafið á ný upp raust sína. Hvort sem evran, sem slík, hentar eða hentar ekki, þá er fyrsta skilyrði fyrir upptöku evru, ekki Íslendingum til hagsbóta, þ.e. ESBaðild.Við fáum kannski einhverjar undanþágur, en bara til 5 ára og það verður ekki nóg til að forða verðmætum okkar undan, heljarhrömmum ESB.
Hvað kostar innganga í ESB og í framhaldinu upptaka evru þjóðina?
Það er nokkuð ljóst að til þess að til inngöngu komi, þá verði að koma til pólitísk lausn á Icesave. Og í hverju fellst sú pólitíska lausn?
Hún fellst í því að Íslendingar hlífi viðsemjendum okkar og ESB við því að taka ábyrgð á gölluðu regluverki ESB og EESsamningsins, þ.e. borga til baka, með ásættanlegum vöxtum óháð lögmæti þeirra krafna sem Bretar og Hollendingar setja fram til lausnar deilunnar.
Í þessu sem að stjórnvöld, sér í lagi Samfylkingin, kallar aðildarviðræður, en er í rauninni bara aðlögunnarferli íslenskra laga, að tilskipunum ESB.
Þar ber hæst svokölluð fyrningarleið. Fyrningarleiðin er samkvæmt orðum Ólínu Þorvarðardóttur, forsenda þess að við fáum aðild að ESB:
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að það sé aðkallandi að flytja fiskveiðiheimildirfr á útgerðum í sameiginlegan auðlindasjóð ef Ísland á að ganga í Evrópusambandið.
Fyrningarleiðin fellst fyrst og fremst í því að 5% allra aflaheimilda eru afturkallaðar árlega í 20 ár, þangað til að allar aflaheimildir hafa verið afturkallaðar, hvort sem að það séu þessi 10% af þeim sem enn eru hjá upphaflegum eigendum, þeirra eða þessi 90% þeirra sem hafa gengið kaupum og sölum, síðan lög um framsal aflaheimilda tók gildi.
Þessi 5% sem verða afturkölluð ár hvert á svo að úthluta aftur til útgerða, eftir undangengið uppboð þar sem væntanlega hæsta boði verður tekið.
Í dag heitir þetta m.a. aðferð til þess að auka nýliðun í útgerð og er það að einhverju leiti satt, nema hvað sú nýliðun, kemur með inngöngu í ESB, fyrst og fremst frá Evrópu.
Við aðild að ESB, þá munu erlendum aðilum, ólíkt því sem er í EESsamningnum vera heimilt að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Hvort sem það sé í þeim fyrirtækjum sem eru núna starfandi eða þá bara stofna ný. Með þessu öðlast þá evrópskar útgerðir heimild til þess að annað hvort kaupa íslensk útgerðarfyrirtæki, eða hreinlega bara stofna ný.
Hver væri möguleiki íslenskra aðila að kaupa sig inní greinina í þessu ferli, versus evrópskar útgerðir?
Íslenskir aðilar, ef þær væru að koma nýir að borðinu, þyrftu þá væntanlega að fjárfesta í veiðiskipi með veiðafærum og tilheyrandi, ásamt auðvitað að standa skil á greiðslum í þennan auðlindasjóð. Frekar hæpið að nýr íslenskur aðili stæði undir slíku og örugglega ekki sami aðili í mörg ár í röð.
Núverandi íslenskar útgerðir stæðu einnig verr gagnvart þeim evrópsku, þar sem að veðhæfni þeirra og þar með möguleikar til fjármögnunnar nýju veiðiheimildana væri töluvert skertur, með þessari 5% afturköllun veiðiheimilda.
Þá stæðu eftir evrópskar útgerðir, sem flestar hverjar eiga vannýtt fiskiskip, þannig að ekki þyrftu þau að byrja á fjárfestingu í nýjum skipakosti.
Færi svo, eins og aðstæður í greininni benda til í dag að færi, þá hefðu evrópskar útgerðir það mikla yfirburði yfir þær íslensku, að það væru yfirgnæfandi líkur á því að þessar aflaheimildir flyttu úr landi. Eini arðurinn sem íslenska ríkið hefði þá upp úr krafsinu væri þetta veiðigjald eða kaupverð aflaheimildarinnar, en fengi takmarkaðar skatttekjur af veiðunum auk þess sem að störfum í sjávarútvegi myndi snarfækka, sem og störfum sem tengjast greininni.
Í tillöfum manna um 100 þús tonna kvótaaukningu er talað um að það gæti skapað 3000 ný störf í greininni auk 2000 annara starfa, þannig að það sést alveg með þessu hversu mörg störf gætu tapast sem að myndi svo leiða til lægri skatttekna til ríkisins og leiða á endanum til hærri útgjalda Ríkissjóðs.
Krónan er vissulega veikur miðill, en ég finnst sá fórnarkostnaður sem ég nefni hér að ofan, sem að ég er reyndar viss um að er bara brot af raunverulegum kostnaði, ekki verja þá ákvörðun um að taka upp evru.
Krafan um upptöku evru, er því einnig krafa um lausn Icesave að hætti ESB, Breta og Hollendinga og stuðningur við fyrningarleið í sjávarútvegi, með þeim afleiðingum sem ég lýsi hér að ofan.
Kristinn Karl Brynjarsson, 23.4.2010 kl. 12:26
Ertu að segja að krónan sé í góðum málum núna.
Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er bullandi gjaldeyrishöft í gangi.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2010 kl. 12:28
Sleggjan.
Krónan ere vissulega ekki stór og burðugur gjaldmiðill eins og sakir standa. En hún gagnast okkur mjög vel eins og staðan er og miklu mun betur en Evran myndi gera við þessar aðstæður.
Það er nú ekki eins og heimurinn eða landið sé að farast þó svo að við höfum tímabundið tekið upp gjaldeyrishöft.
Krónan er svo sannarlega að hjálpa landinu að vinna sig útúr efnahagsþerengingunum, það er annað en hægt er að segja um Evru gjaldmiðilinn fyrir Grikki, Íra, Spánverja og Ítali.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 13:17
Ég tek heils hugar undir hvert orð í þessari grein. Vissulega er krónan veik en gengi krónunnar gagnvart evru hefur verið að styrkjast síðustu tvo mánuði og ég er á því að evran, sem marktækur gjaldmiðill, hafi sungið sitt síðasta. Síðast bloggaði ég um þetta í morgun SJÁ HÉR og oftar en viðbrögð evrusinna hafa yfirleitt verið á einn veg; "Jú Davíð Oddson birtir ekkert nema neikvæðar fréttir í Morgunblaðinu um evruna", en má ég minna á það að Davíð Oddsson stjórnar EKKI gengi evrunnar þótt öflugur sé.
Jóhann Elíasson, 23.4.2010 kl. 13:18
Kristinn, það hefur komið fram frá fulltrúum ESB, að Íslendingar verði að "aðlaga" löggjöf sína að lögum og reglum ESB, áður en "samningur" um aðildina yrði gerður, t.d. í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Það þýðir auðvitað það að ef þessu ferli verður haldið áfram, verður að breyta Íslenskum lögum, meira og minna, eftir núgildandi lögum og reglum ESB, áður en þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um "samninginn".
Íslenskir kjósendur myndu þar með í raun standa frammi fyrir gerðum hlut, því lögin og reglugerðirnar yrðu allar komnar til framkvæmda hérlendis, en þó með einhverjum fyrirvara um undanþágur í fáein ár.
Þess vegna verður að berjast fyrir því, með hörku, að þessum "aðildarviðræðum" verði hætt strax.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 13:27
Jóhannes, það er rétt Davíð stjórnar ekki gengi gjaldmiðla og ekki stjórnar hann efnahagsmálum í þessum löndum, sem þú nefndir. Meginröksemd ESBsinna var sú, að ef við hefðum verið í ESB og haft evruna, þá hefði aldrei orðið neitt hrun hér í efnahagsmálum. Hvað veldur þá efnahagshruninu í þessum löndum, sem bæði eru í ESB og hafa haft evruna í mörg ár?
Eins og þú segir, þá eru helstu rökin sú, að Davíð birti þetta eða hitt. Davíð er reyndar ekki fréttastjóri Moggans, en það skiptir auðvitað engu máli hvað Mogginn birtir og birtir ekki, það breytir ástandinu innan ESB ekki neitt.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 13:33
Axel þetta var gott svar hjá þér og kemur niður á helstu málefnin í dag (og fyrir daginn í dag sbr. efnahagsástandið í evrulöndunum). Það skiptir ekki ekki meginmáli hérna en ég heiti EKKI Jóhannes (það er alveg merkilegur andskoti hvað mönnum er gjarnt að klína þessu "es" fyrir aftan nafnið mitt).
Jóhann Elíasson, 23.4.2010 kl. 13:43
Fyrirgefðu þetta nafnarugl, Jóhann. Þetta hefur komið til vegna ósjálfráðrar skriftar, því ætlunin var engan veginn að hafa þetta "es" með. Þetta flokkast undir yfirnáttúrlega atburði og verður reynt að passa uppá í framtíðinni (ef ég kynni að setja inn broskarl, þá hefði hann komið hérna).
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 13:59
Nú spáir City Group en stærsta fjámálasamsteipa heims að EVRAN sé dauðadæmd nema að ESB- breyti sér að fullu í ein Bandaríki Evrópu með einn miðstýrðan Ríkissjóð og einn Seðlapbanka.
Sérfræðingar City Group bætast þar með í hóp fjölda annarra greiningaraðila og sérfræðinga og m.a. nóbelsverðlaunahafa í hagfræði sem segja grundvöll Evrunnar við það að bresta og að hún muni ekki standast sem gjaldmiðill mikið lengur.
Ja nema þá eins og City Group segir að gera allt EVRU svæðið að einu miðstýrðu Þjóðríki.
Er það "að vera þjóð meðal þjóða" eins og áróðursmeistarar ESB trúboðsins prédika.
Nei við yrðum útkjálka smáhreppur í Risa- heimsveldi sem reyndar stæði á brauðfótum með urmul af vandamálum og svo hefðum við nánast enginn áhrif um framtíð okkar eigin mála. Tækjum bara við tilskipunum frá utanaðkomandi aðilum sem lítið eða ekkert þekktu til okkar mála. Sjálfstæðið yrði glatað að eilífu.
Nei takk !
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 14:00
Það er Íslandi til bóta að taka til í kerfinu hjá sér eftir tilmæli frá ESB.
ESB ganrýnir harðlega skipun dómara á Íslandi.
En NEI-sinnar vilja líklega bara hafa óbreytt ástand í stjórnsýlsunni. Hagsmunarsamtök í landbúnaði eiga að meðhöndla skattpeningana okkar og Árni Matt má skipa son Davíðs Oddsonar í Héraðsdóm..... spillingin skín í gegn.
En ekki hlusta á ESB... höfum þetta svona. Þetta er mjög heilbrigt einsog er.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2010 kl. 14:03
Dæmigert fyrir NEI-sinna að segja að Citygroup sé að spá að Evran sé dauðadæmnd. NEI-sinnar gera ráð fyrir að Íslendingar eru annaðhvort ólæsir eða ekki áskrifendur á Mogganum.
Það lag eitthvað minnisblað út sem einhver sérfræðingur í Citygroup skrifaði og því fer fjærri að þetta sé einhver opinber spá Citygroup.
Svo er líka skondið að fólk sem er á móti ESB og Icesave segjast aldrei taka mark á matsfyrirtækjum og segja að þau séu að þjóna fjármálaauðvaldinu. En þegar kemur spá ( sem er ekki spá heldur leki) sem er þeim hagstæð þá má alveg taka mark á þessum fjármálastofnunum./matsfyrirtækjum.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2010 kl. 14:08
Bjarni Freyr Borgarsson (Sleggjan & Þruman), hefur þú aldrei heyrt um spillinguna sem þrífst innan ESB? Mikið hefur verið skrifað og skrafað um hana og gerðir margir snjóvarpsþættir um t.d. bótasvik og annað fjármálasukk innan sambandsins.
Hvenær varð ESB svona hvítþvegið af spillingu?
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 14:24
Eins og ég sagði áðan, þá er þetta ekki stórmál en auðvitað eru þessi mistök fyrirgefin og ekki skemmir fyrir að greinarnar þínar eru stórfínar.
Jóhann Elíasson, 23.4.2010 kl. 14:24
Þakka þér fyrir, Jóhann, og sömuleiðis.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 14:25
Sleggjan slær um sig.
ESB tekur ekkert til eftir sig og alls ekki á aðildarlöndunum.
Síður en svo þá þýðir ESB aðild aðeins að spillingarspenunum sem hægt er að mjólka mun fjölga. Fleiri leyfisveitingaráð og nefndir og embættiskerfið túttnar út á kostnað raunverulegs lýðræðis. Það er því miður reynslan og þróunin hjá ESB.
Sjálft cómmizarakerfið í Brussel er svo einskonar Mekka ormagrifju spillingarinnar.
Þessi siðspillti embættismannahópur þar hefur sammælst um að koma sér upp óheyrilegum launakjörum, hlunnindum, og lífeyrisgreiðslum nánast eftirlitslaust.
Til að kóróna allan óhroðann hafa þeir líka komið því þannig fyrir að þeir þurfa enga skatta að greiða af ofurlaunum sínum eða hlunnindum, hvorki til heimalanda sinna eða ESB systemsins sjálfs.
Minnir illilega á Klamúteruna í Sovétt sem skammtaði sér slík ofur forréttindi, af því þeir töldu sjálfa sig svo mikilvæga að eigin áliti af því að vinna fyrir almenning í Sovéttunum sálugu. Það var þó eins með þá og í ESB að fæstir voru þeir kosnir í þessar mikilvægu stöður heldur handvaldir af Æðstu Ráðunum.
Roumpey nýr Elítu- handvalinn forseti ESB hvu hafa allt að 50% hærri launakjör en sjálfur Obama sem mátti þó berjast fyrir því með ærnum kostnaði og við aðra frambjóðendur líka að vera kosinn af fólkinu í landi sínu.
Ekki ætla ég að mæla bót siðlausri skipun fyrrverandi fjármálaráðherra á skipun dómara í Héraðsdóm.
Ég fullyrði þó að slíkar ráðningar og klíkustarfsemi tröllríður öllu ESB apparatinu.
ESB tekur ekki til þeir sóða bara út ! Sjálft apparatið hefur ekki fengið neina lögilta endurskoðendur til að undirrita ársreikninga Sambandsins í heil 15 ár samfleytt.
Afhverju er það jú endurskoðendurnir segja að sukkið sé svo yfirgengilegt og stjórnlaust að ekki sé hægt að kvitta uppá þessa reikninga. Þeir telja a.m.k. 50 milljarðar Evra glatist árlega í meðförum Cómmisara ráðana.
Það kemur ekki til greina að Ísland gangi þessu spillinagarapparati á hönd !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 14:36
Axel, nei eigi er það nú svo.
Það sem eg geri er að byggja á megin upplýsingum og meginafstöðu ESB ríkja varðandi umrætt efni.
Ef menn gera það, þá eru tvær niðurstöður kristaltærar og mótaðar í stein.
1. Evrópa er ekki að hætta með evru - reyndar þvert á móti, það er löng biðröð eftir að fá að taka hana upp ! Og komast færri að en vilja.
2. ESB er ekki að breytast í USA einfaldlega vegna þess að evrópuríki vilja það ekki !
Þetta er ekki flókið og beisiklí sáraeinfallt.
That said, þá má auðvitað hugsa sér betrumbætur á evrusamstarfinu því fátt er svo gott að eigi megi bæta. Td. það sem varðar Grikkland sérstaklega, þá er þar málið að þeir virðast hafa leynt upplýsingum um hve staðan var slæm og sent frá sér vafasama reikninga etc. Í gegnum það verðu auðvitað farið bara í rólegheitum og skðað af gaumgæfni og yfirvegun. Það er ESB stíllinn. Ekki eins og hérna á íslandi undir ykkur Sjöllum þar sem einn maður ákvað að gefa vinum sínum banka sisona með þeim afleiðingum að landið fór í rúst.
Annað, hafið þið hérna yfirhöfuð komið til Evrópu eða ESB ríkja ? Þið vitið að Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru í "hinu ógurlega esb ríki" eða ??
Þið verðið bara lesa ykkur miklu betur til varðandi efnið. það sem Dabbi er handpikka ofaní ykkur og mata með ausu hérna er faktískt ekkert relevant varðandi umræðu um ESB.
Þið verðið að hugsa sjálfstætt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2010 kl. 14:43
Evran verður langlífari en krónan það segir sig sjálft. Þegar kreppir að verður Evran líka fyrir áfalli. Það þýðir ekki að hlutverki hennar sé lokið. Nasistarnir á Íslandi telja að króna sé þjóðarmynt, það er ekki rétt hún er mynt útgerðarinnar og hefur alltaf verið. Það er bara tímaspursmál hvenær útgerðin hefur formlega keyrt sig í þrot með ofveiði og undaskoti verðmæta bæði hérlendis og erlendis. Evran er mynt fyrir stærra hagkerfi og í skjól stærra hagkerfis verðum við að stefna sem ætlum ekki að láta skammtímasjónarmiðin kollsigla hagkerfinu endanlega.
Gísli Ingvarsson, 23.4.2010 kl. 14:48
Það er svo ómerkilegur málflutningur að tönnlast sífellt á því að ESB andstæðingar séu upp til hópa hálvitar, sem hafi allar sínar skoðanir úr Mogganum og Davíð sérstaklega, að hann er ekki svaraverður. Ef röksemdir ESBsinna eru ekki merkilegri en þetta, þá er málstaðurinn ekki merkilegur.
Það nennir enginn að taka þátt í umræðum um hvorki þetta mál, eða önnur, á svona lágu og auðvirðulegu plani.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 14:51
Færsla nr. 25 var svar til Ómars Bjarka.
Gísli, ESB er ekki eitt hagkerfi, heldur eins mörg og aðildarríkin eru mörg. Það er einmitt talinn helsti galli evrunnar, að ESB hefur ekki samræmda hagstjórn, þrátt fyrir sameiginlegan gjaldmiðil. Ekki er heldur ein pólitísk stefna ríkjandi innan ESB, heldur eru það ýmsir pólitískir flokkar, ýmist til hægri eða vinstri, með ólíkar áherslur sem stjórna í löndunum og hafa mismunandi skoðanir á efnahagsmálum og jafnverl ESBmálum yfirleitt.
Ef ESB breytist ekki í stórríki verðum við ekki aðili að neinu sérstöku ESB hagkerfi, að öðru leyti en því, að við yrðum hugsanlega með sömu myntina eftir 15-20 ár, án þess að sú mynt myndi endilega henta okkur neitt sérstaklega vel, frekar en mörgum öðrum ESB ríkjum.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 14:58
Jebb.........góð spurning !
http://www.moneyweek.com/investments/money-morning-euro-collapse-greek-debt-01612.aspx
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 16:11
Axel Jóhann.
Rök ESB trúboðsins eru öll fokinn útí veður og vind og því hafa sem betur fer margir snúið sér og eru nú andsnúnir ESB aðild Íslands.
Það tvístraða ráðlesysis lið sem eftir situr er á endalausum flótta frá staðreyndum málsins og er varla tækt til rökræðna lengur.
Liggur við að maður vorkenni því fólki sem hefur ánetjast þessu öngstræti ESB vitleysunnar og siðspillingarinnar og situr þar fast í rökleysum og upphrópunum af trúarástæðum einum saman !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 16:36
Algjörlega sammála þér, Gunnlaugur. Mest af áróðri þessara fáu ESB sinna, sem eftir eru, er tómt slagorðaglamur og persónulegar svívirðinar, sem allt sýnir fram á veikan málstað og alger rökþrot.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 16:42
Ósennilegt er að evran lifi í núverandi mynd. Mikil gerjun er framundan í ESB sem ekki sér fyrir endann á.
Eitt undrar mig í þessari ESB umræðu!. Hvernig yfirgefur land ESB? frá fullri aðild?. Hefði haldið að umræðan hefði átt að hefjast þar.
itg (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 17:10
Hvernig gagnast lágt gengi Krónu okkur en ekki veik Evra þeim í Evrulandi. Er veiking krónunnar styrkleikamerki á meðan veiking Evrunar er veikleikmerki? Afhverju talað engin um að Dollarinn væri að verða ónýtur þegar hann var sem veikastur á síðast ári? Afhverju eru allar breytingar á Evru oftúlkaðar af bloggurum sem eru á mótu EU?
Gæti ekki verið að samkeppnisstaða Evrópu eigi eftir að batna þegar Evran er búin að veikjast soldið? Ég get heldur ekki betur séð en að veiking Evrunnar sé eðlileg miðað gang efnahagsmála í Evrópu.
Menn hérna virðast gleyma því að USA er ekkert eitt hagkerfi frekar en Evrópa.Öllum myntum fylgir ákveðin fórnakostnaður, fórnakostnaðurinn er í flestum tilvikum hærri hjá hagkerfum með smáar myntir (eins og ÍslKr) en hjá hagkerfum með stóra myn (Dollar og Evrur)
Þessi umræða á þessari síður er algjörlega út úr kortinu. Það er ekki verið að ræða hlutina á faglegum forsemdum heldur tilfinningalegum þar sem þjóðerniskennd virðist vera helsta dygðin.
Bjöggi (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 19:38
Málið snýst ekki um veika eða sterka evru, heldur veika eða sterka peningamálastjórn í evrulöndum. Það er verið að tala um að evran muni ekki standast sem sameiginlegur gjaldmiðill, nema öll efnahagsstjórn Evrópu verði sett undir einn hatt, þ.e. löndin hætti sjálf að stjórna sínum efnahagsmálum. Það gerist auðvitað ekki nema með því að gera ESB að einu ríki, með eina pólitíska stjórn, sem stjórni efnahagsmálum allrar álfunnar.
Þú þarft greinilega að lesa þessa umræðu alla betur.
Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2010 kl. 20:12
Ég get ekki verið sammála því að Hagstjórn Evrópu sé mikið betri eða verri en í USA. Ég veit samt að hagstjórnin í EU hefur verið mikið betri en hjá okkur á Íslandi.
Fylki Bandaríkjanna ráða sinni haggstjórn í svipuðum mæli og Evrulönd. Vandamálið í Evrópu eru vandræðagemsar eins og Grikkland sem hefur alltaf rekið ríkissjóð með halla. Annað vandamál Evrulanda er skortur á samkennd. En þeir í USA hafa sameiginlega sögu og fólk í mismunandi fylkjum upplifir sig sem þegna sama ríkis. Svo hafa þeir í USA meiri reynslu á sameiginlegum gjaldmiðli og kunna þetta.
Bjöggi (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 20:31
Námvæmlega, evran gengur ekki upp. I rest my case.
Axel Jóhann Axelsson, 24.4.2010 kl. 22:23
Verð að taka undir með Bjögga um fáránleikann í ESB-umræðunni. Margir andstæðingar ESB hoppa hæð sína í loft upp af gleði yfir því að evran veikist og segja það merkja að hún sé ómöguleg.
Sömu menn ráða sér ekki af kæti yfir því að almenningur hafi verið rændur helming fyrri kjara sinna með hruni krónunnar og segja það vera gott merki um aðlögunarhæfni krónunnar! Ég skil þetta ekki.
Jóhann Elíasson bendir síðan á að krónan sé að styrkjast meðan evran veikist eitthvað smá og virðist telja það merki um frábæran árangur krónunnar.
Hann virðist ekki átta sig á því að íslenska krónan er á gjörgæsludeild, haldið lifandi í öndunarvél Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í strangri gæslu lækna og hjúkrunarkvenna frá nágrannalöndum okkar í Evrópu, þar á meðal ESB ríkja.
Það eru örlög sem ekkert ESB ríki hefur þurft að þola, nema kannski Grikkland á næstunni (sem vel að merkja hvíldi á fúnum stoðum fyrir ESB aðild.) Hún (ESB aðildin) er ekki orsök vandamála þeirra, sem eru heimatilbúin eins og okkar.
Auk þess er 1-3% leiðrétting á 50-60% hruni krónunnar í litlum sem engum viðskiptum ekki til að stæra sig af.
Við eigum að geta verið sammála um að krónan er ekki nothæf í núverandi mynd (mynt?) Það er ekki pólitík. Það er staðreynd.
Hinsvegar þarf það ekki að þýða að ESB aðild sé lausnin. Það er margt að varast þar og ekki kemur til greina af minni hálfu að Icesave fjárkúgunin verði aðgöngumiðinn.
Theódór Norðkvist, 24.4.2010 kl. 22:34
Alltaf kemur Icesafe upp þegar ESB er annars vegar. Þetta er tilraun til að afvegaleiða rökhugsun og skapa "neikvæð hugrenningartengsl" milli óskyldra þátta.. að öðru leyti ágætlega hugleitt af Theódór hér að ofan.
Ég vil ekki að við lítum á okkur sífellt sem fórnarlömb aðstæðna... það er rétt þegar um eldgos er að ræða en þegar um mannlegar athafnir og stjórnmál er að ræða þá erum við okkar eigin gæfu smiðir. Það að vera í bandalagi með öðrum evrópuþjóðum á virkari grndvelli en þessa passíva EES sáttmála er fyrir mér alveg eðlilegt. Ætla menn að hafa líf sitt undir í EES um alla framtíð af því að þeir þora ekki sjálfir að taka slaginn með hinum?
Evran verður að viðurkennast er ekki á sjóndeildarhring efnahagslífins hér. Krónan í einhverri fáránlegriog yfirskilvitlegri mynd mun vera hérna áfram alltof lengi. Það þarf hinsvegar að taka umræðuna af alvöru en ekki hengja haus til stuðnings algerri stöðnun.
Ég tel það af og frá að það verði að vera eitthvað federal einsog Bandaríkin sem sé að baki Evru. Þannig er þaðnú einu sinni að Bandaríkin eru afar mismunandi hvað efnahag varðar og breiddin þar ekkert minni en í Evrópu. Dollarinn í Alaska og Dollarinn á Manhattan og Dollarinn í Californíu hafa afar mismunandi vandamál að kljást við. Nei lífið er ekki einfalt en það verður ekkert verra þó við stefnum kjarkmikil að því að henda út kronunni þegar við höfum gert réttu hlutina til að svo megi verða.
Gísli Ingvarsson, 25.4.2010 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.