Siðlausir "mótmælendur" (endurtekið efni)

Allt frá stofnun stjórnmálaflokka á Íslandi hafa þeir rekið starfsemi sína með betli um fjárframlög frá fyrirtækjum og einstaklingum og framan af voru þetta tiltölulega litlar upphæðir frá hverjum og einum, án þess þó að nokkrar reglur væru til um hámarksfjárhæðir slíkra styrkja. 

Þetta var alkunn og viðurkennd leið til að reka starfsemi stjórnmálahreyfinga og þegar prófkjörin komu til sögunnar fóru frambjóðendur sömu leið til að fjármagna kosningabaráttu sína og betluðu styrki hvar sem hægt var að fá slíka fyrirgreiðslu og flest fyrirtæki létu eitthvað af hendi rakna til allra flokka og frambjóðenda.  Styrkirnir voru smáir í sniðum á meðan allt var eðlilegt í þjóðfélaginu, en eftir að banka- og útrásarfyrirtækin komu til sögunnar og virtust ekki vita aura sinna tal, tóku þau að ausa háum styrkjum í allar áttir, jafnt til góðgerðarfélaga, stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda.

Allir sáu að þetta var farið að ganga út í öfgar, eins og allt annað í þjóðfélaginu og þá gerðu flokkarnir með sér samkomulag um að setja 300 þúsund króna þak á styrki frá hverjum einstökum aðila, en létu ríkið taka yfir að fjármagna starfsemina að öðru leyti.  Þetta fyrirkomulag tók gildi í lok árs 2006 og eftir það hafa þessi styrkjamál verið í föstu formi.  Á tímum þeirra nornaveiða, sem nú tröllríða þjóðfélaginu eftir bankahrunið, þar sem reynt er að ræna alla stjórnmálamenn ærunni, vegna ásakana um að allt sem miður hefur farið sé þeim að kenna, þá eru þeir nú hundeltir, sem þáðu styrki til starfseminnar, sérstaklega ef þeir komu frá bönkum, eða útrásarskúrkum.  Á þeim árum voru þeir aðilar reyndar í guðatölu í þjóðfélaginu og almenningur dýrkaði þá og dáði, jafnmikið og hann hatar þá nú.

Nornaveiðarar og mannorðsmorðingjar eru nú farnir að hanga fyrir utan heimili stjórnmálamanna, sem á sínum tíma þáðu fé til stjórnmálastarfsemi sinnar af þessum áður elskuðu aðilum og krefjast afsagnar þeirra vegna "mútuþægni", sem þó engar sannanir eru fyrir.

Þessir "mótmælendur" virðast vera fullorðið fólk, en varla getur það verið algerlega með réttu ráði, að stunda ofsóknir gegn einstaklingum, kvöld eftir kvöld, við heimili þeirra.  Þetta er algerlega siðlaust athæfi og á ekki að líðast.


mbl.is Segir ásakanir á hendur sér rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

En hún á að segja af sér hvað sem hefur verið venjan og allir hinir sem eru í sömu sporum líka.

Einar Þór Strand, 22.4.2010 kl. 23:17

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi "afsagnarkapall" gengur illa upp.  Ef að farið yrði að kröfu þingmanna Hreyfingarinnar, þá kæmu inn á þing 12-15 varaþingmenn, auk þess sem að 3 af 5 ráðherrum Samfylkingar myndu hætta og þá væntanlega einhverjir "hreinir" úr þeirra þingliði taka við.  Ég held að þrátt fyrir að þeir sem kæmu í staðinn nytu kannski meira trausts en þeir sem færu, þá myndi það of róttækar breytingar á þingliði í för með sér og það kæmi verulega niður á störfum þingsins.

Fólk annað hvort áttar sig ekki á því eða vill ekki átta sig á því að þingið fékk þungan dóm í skýrslunni, vegna þess hversu það hefur brugðist löggjafar og eftirlitshlutverki sínu.

 Skást í stöðunni núna, væri að framlengja þingið út júní. Nota tímann þangað til að koma hlutum þannig fyrir að við "höldum sjó", fram í október hið minnsta, ásamt því sem að unnið verði að því að stórbæta nefndarsvið Alþingis, þannig að Alþingi gæti tekið við lögskipuðu hlutverki sínu og farið að semja þau frumvörp sem að ráðuneytin hafa annars gert árum saman.  Rjúfa svo þing í júnílok og boða til kosninga í fyrstu eða aðra helgina í september.

 Væri þessi leið farin þá gæfist þjóðinni tækifæri til þess að grisja burt þann hluta þingmanna sem hún telur vera illgresi auk þess sem að sú stjórn sem tæki við að loknum kosningum, hvort sem hún væri mynduð sömu flokkum og nú, eða einhverjum öðrum fengi skýrara umboð frá þjóðinni til áframhaldandi starfa.

 Ég held að með þessu, gæti myndast mun meiri sátt, með þær aðgerðir sem framundan eru auk þess sem að þjóðin yrði sáttari, eða ætti að vera sáttari með þá aðila sem sitja á þingi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.4.2010 kl. 23:58

3 Smámynd: Valgeir

Sammála Kristinn Karl.  Kosningar sem fyrst.

Valgeir , 23.4.2010 kl. 08:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allir þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, þannig að ef fólk vill endurnýjun á þinginu, þá á auðvitað að krefjast nýrra kosninga, en algerlega ólíðandi er, að einhver hópur manna taki sér vald og umboð til að hrekja einhverja þingmenn af Alþingi með stanslausu andlegu ofbeldi gegn þeim á eigin heimilum.  Slíkar aðgerðir geta ekki flokkast undir neitt annað en andlega kúgun og er engu betri en fjöldi annarra glæpa, sem framdir eru og hafa verið í þjóðfélaginu.  Þessir svokölluðu "mótmælendur" ættu að skammast sín fyrir lítilmennsku sína og snúa sér að því, að krefjast nýrra kosninga, þar sem allir þingmenn yrðu að ganga í gegn um nýja uppröðun á lista og ganga svo undir dóm kjósenda í Alþingiskosningum.

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 08:49

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Mig hefur langað nokkra stund til að skrifa eitthvað í þessum dúr, en lét vera vegna óvissu um hvort ég vissi nóg um málið og hvort þetta væri tilfellið og, já ! hverslags fólk er þarna á ferðinni Axel, svo kærar þakkir fyrir þessi orð þín, er svo sammála, í staðinn fyrir að horfast í augu við eigin breyskleika og þátt í hvernig komið er, þá er gripið til "nornaveiða" svosem ekkert nýtt, velþekkt eftir endalok seinni heimstyrjaldar,hér á norðurlöndum t.d., þá þustu "hetjurnar" fram og snoðklipptu konur sem höfðu verið í ástarsambandi við "óvininn" og jafnvel það sem verra var, hinir raunverulegu andspyrnumenn, könnuðust aftur á móti ekkert við þessar "hetjur" úr baráttunni meðan á stríðnu stóð, gróf samlíking já en ekkert alveg út í hött.

Líkar einnig við sjónarmið  þín á lýðræðinu, það þarf auðvitað svoldið til eftir slíkann hildarleik sem síðustu 2 ár hafa verið, en er sammála að í leit okkar að betra þjóðfélagi (fullkomið finnst ekki) þá eru kosningar besta leiðin, að fara að byrja á einhverjum "hreinsunum" drifnum áfram með einelti og skrílslátum endar bara á einn veg, svo þeir sem ekki eru ánægðir enn eftir allar "hreinsanirnar" hingað til verða það aldrei, er ekki þar með að segja að fólk eigi ekki að safnast saman, gjarnan á Austurvelli á laugardögum og fá útrás fyrir svekkelsið, en ef þau sem þar mæta halda í alvörunni að þau hugsi sem einn hugur, þá mega þau hugsa sig um tvisvar, einn mætir þar vegna þess að vill aftur til tíma útrásar og skifta um fjallajeppa annað hvert ár, annar dreymir "vota" drauma um "sósíalistaparadís", þriðji er þarna af því honum finnst gaman að vera með læti og getur þarna gert það í skjóli tjáningarfrelsis,fjórði er með enn "votari" drauma um einangrað og mjög þjóðernislegastýrt Ísland osfrv.                   Það verða kosningar fljótlega, vonum bara að fólk flest fari að láta meira til sín taka í pólítíkinni, gefi "sínum" mönnum og konum meira aðhald, þar liggur stærsta vonin um betra samfélag.

FLOTT innlegg Axel, reyni að vera ósammála þér næst, svo það verði meira fjör. ;)

Kristján Hilmarsson, 23.4.2010 kl. 16:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, þó enginn vilji viðurkenna það núna, ríkti mikil hjarðhegðun í þjóðfélaginu á "lánæristímanum" og fólk kepptist við að skuldsetja sig til að kaupa stærri/betri/flottari íbúð, betri bíl, ný húsgögn, sumarbústað, hjólhýsi o.s.frv., og hikaði ekki við að taka erlend lán fyrir öllu saman, þrátt fyrir viðvaranir margra um áhættuna af því.  Jafnvel margur, sem tók lán í krónum, yfirskuldsetti sig svo mjög, að jafnvel þó engin kreppan hefði skollið á, hefði hann lent í vandræðum með afborganirnar.  Sama er að segja um þá sem tóku mest af erlendu lánunum.  Stemmnirgin í þjóðfélaginu var þannig að fólk lét eins og það væri sjálfsagður hlutur, að allir gætu veitt sér allt sem þeir vildu.

Nú hefur þessi hjarðhegðun snúist upp í algera andstæðu sína, því nú snýst almenningur á þá sveif, að finna sökudólga fyrir eigin yfirsjónir, sem auðvitað eru ekki viðurkenndar og þessir sökudólgar finnast í hverju horni, hvort sem það eru bankamenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn, Davíð Oddson, eða nánast hver sem er.  Raunverulegu skúrkarnir virðast hins vegar ætla að sleppa ótrúlega vel við sökudólgastimpilinn, enda voru þeir elskaðir og virtir af almenningi á þessum árum, en það viðurkennir auðvitað enginn núna, en samt er erfitt að snúa algerlega við blaðinu gagnvart þeim og miklu auðveldara að beina reiðinni að stjórnmálamönnunum í staðinn.

Það er svon hjarðhegðun, sem er stórhættuleg og getur eins auðveldlega leitt til alls kyns óhæfuverka núna, eins og hún leiddi til fjárfestingaæðisins áður.

Gegn svona hugarfari verður að berjast og alls ekki láta teyma sig eins og sauðahjörð út í einhverja vitleysu.

Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2010 kl. 16:27

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jæja segðu, maður sá þetta nefnileg með svona “gests” augum og skildi alveg ekki hvað gekk á, ekki það maður upplifði svosem “metinginn” þó ég flytti ú 1985 og það er ekki þar með sagt að þetta finnist ekki hér í Norego líka, en í þessum mæli nei, hvort það er einhver hærri ráðdeildar DNA í Norðmönnum eða hvort lánastofnair eru með meiri og skynsamlegri ráðgjöf veit ég ekki, líklega beggja bland, en það fór nú svoldið “á flug” hér 1988 til 1991 c.a.

Hvað varðar “hjarðhneigðina”hverju orði sannara, en eins og ég var að segja, þó hjörðin virðist hlaupa í eina átt þá hugsar hver sitt og er með eigin "agenda"með þessum ólátum, en eru þetta nú svo gríðarlega margir eiginlega, bara heyrist mest í þeim, ekki gott að segja, en ekki skal ég láta mitt eftir liggja héðan úr útlegð til að reyna allavega að hafa áhrif þó ekki væri nema á örfáar sálir, og hvetja til skynsemi, rósemi, sáttfýsi og þáttöku, slagorð alltsaman en...

"Keep up the Good Work"

Kristján Hilmarsson, 23.4.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband