22.4.2010 | 13:30
Vont að missa sjónar á góðum gildum
Jón Ásgeir í Bónus ritar grein í einkafjölmiðil fjölskyldunnar, þar sem hann segist nú skilja að hann hafi misst sjónar á góðum gildum á glæpaferli sínum og heitir því að leggja allt sem í hans veldi stendur til þess að endurreisa íslenskt efnahagslíf úr þeim rústum, sem hann kom því í, með dyggri aðstoð nokkurra annarra glæpagengja, sem börðust um auð og völd í landinu á árum áður.
Væntanlega mun Jón Ásgeir meina með þessu, að þeir feðgar muni byrja frá grunni með rekstri Haga, eftir að búið verður að afskrifa 70 milljarða króna af eignarhaldsfélagi feðganna, sem áður átti Haga og Arion banki verður búinn að sjá til þess að þeir verði á ný "kjölfestufjárfestar" í Högum.
Jón Ásgeir í Bónus segir m.a. í grein sinni: Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði." Þetta eru talsvert nýjar uppljóstranir, því ýmsir hafa talið að Gaugur Group, eins og önnur félög Jóns Ásgeirs og félaga hafi fallið, eftir að Glitnir fór á hausinn og þeir gátu ekki ausið fé í sjáfa sig og fyrirtæki sín lengur.
Ástæðulaust er annað en hafa varann á, vegna hótana Jóns Ásgeirs um endurkomu sína inn í íslenskt efnahagslíf, en líklega munu þær samt koma fram síðar, enda mun Arion banki ennþá telja þá feðga "mestu rekstrarmenn" á Íslandi.
Þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið er ástæðulaust að missa sjónar á þeim góðu gildum, að láta menn í friði á heimilum sínum og reyndar einnig á veitingahúsum, fermingarveislum, sundlaugum og annarsstaðar þar sem fólk mætir þessum áður elskuðu og dáðu sonum þjóðarinnar.
Dómstólar munu afgreiða þá, eins og þeir hafa til unnið.
Missti iðulega sjónar á góðum gildum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trúir einhver heilvita íslendingur þessari grát-klöllu-afsökunarþvælu út úr þverrifunni á Jóni Ásgeiri?
Er þessi synda-játning sett framm núna svo að við auðtrúa almenningur tökum hann í sátt og samþykkjum hann sem eiganda að stærsta matvörumarkaði sem hefur um og yfir 60% markaðshlut hérna á landi?
Ekki ég.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.4.2010 kl. 16:18
Ekki ég heldur. Syndajátningin var nú eiginlega ekki einlægari en það, að hann bað hvorki þjóðina, né lánadrottna sína afsökunar á því hundruða milljarða króna tapi, sem hann hefur valdið þeim.
Það sem hann virðist sjá aðallega eftir, er að hafa millifært milljarða skuldir úr einu félagi í annað og segir það hafa ráðið úrslitum um hvernig svikamyllan hrundi. Varla hefur það skipt máli hvert fyrirtækjanna var skráð fyrir skuldunum, því heildarupphæð skuldanna var sú sama, fyrir og eftir sjónhverfingarnar og það sem út af stóð var bara leyst með nýju láni frá Glitni.
Þó þessi mannkerti verði ekki tekin í sátt af þjóðinni, er ástæðulaust að ráðast að þeim með dónaskap og látum, þó þeir sýni sig einhversstaðar opinberlega. Vonandi kemur að því að þeir geti einungis viðrað sig í afgirtum fangelsisgarði og þangað til verður að umbera þá úti í þjóðfélaginu.
Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 17:44
Ég er allavega hætt að skipta við Bónus fyrir þónokkru, hef ekki geð í mér lengur. Vil ekki sjá Jón Ásgeir hér í bisness, fari hann og veri. Styð ekki mótmæli við heimili. GLEÐILEGT SUMAR
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2010 kl. 17:49
Ég hef varla komið inn í Bónus í mörg ár. Versla bara í Krónunni, enda hafa eigendur hennar komið minna við sögu í hruninu.
GLEÐILEGT SUMAR
Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 18:02
Jón Ásgeir reyndi nú áður að komast yfir Glitni, sem að hét reyndar þá Íslandsbanki, sem einn af meðlimum Orca-hópsins í byrjun aldarinnar. Þannig að það má alveg draga af því ályktanir að hann hafi nú átt þann draum að eignast banka, eitthvað áður en hann, fyrir "slysni" varð einn af aðaleigendum Glitnis.
Hvað varðar Arion banka, þá er það bull að ný stjórn bankans haf tekið þessar ákvarðanir með Haga, enda er nýja stjórnin ekki tekin við, formlega, þar sem FME hefur ekki samþykkt hana. Stjórnin sem er skrifuð fyrir ákvörðunum fyrir Haga er því sú stjórn sem skipuð var fyrir "einkavæðingu" bankans.
Það er aftur á móti óþarfi að útskýra hver ber ábyrgð á ákvörðun Landsbankans með 365 miðla, því Landsbankinn er ríkisbanki.
Það er því alveg hægt að kalla þetta tvennt "einkavinavæðingu hina síðari" og er hún boði þeirra þingmanna sem hrópað hafa sem hæst, verandi í stjórnarandstöðu, gegn einkavinavæðingu, þ.e. Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 22.4.2010 kl. 18:17
Ekki fær Jón Ásgeir né aðrir glæpamenn vorkun frá mér og ekki þyrði ég að fara í mótmælastöðu við hús þeirra sem sök eiga á hruninu. Ég veit ekki hver viðbrögð mín yrðu ef þeir hefðu kjark til að koma til dyra og ég kæri mig ekki um að vita um það.
Það er kaldhæðni örlaganna að í stjórnir nýju bankanna skuli vera fólk sem lætur þessa glæpamenn plata sig, það segir meira um stjórnendurna en glæpamennina. Á meðan má ekki gera neitt af viti til hjálpar fórnarlömbunum.
Gunnar Heiðarsson, 22.4.2010 kl. 18:49
Það er rétt, að Jón Ásgeir var lengi búinn að berjast við að komast yfir banka og auðvitað kenndi hann Davíð Oddsyni, með réttu eða röngu, um að standa í vegi fyrir því að Orca hópurinn næði undir sig Íslandsbanka.
Man nokkur eftir því lengur, að hann hótaði líka að stofna sérstakan lífeyrissjóð fyrir starfsmenn Haga, sem eru/voru um 2500 talsins, vegna þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna var tregur til að "fjárfesta" í félögum hans og kaupa af þeim skuldabréf. Starfsmenn Haga geta þakkað sínum sæla fyrir að þessar fyrirætlanir gengu ekki eftir, enda lúffaði Líf.sj. versl.manna fyrir Jóni Ásgeiri, með skelfilegum afleiðingum fyrir sjóðfélagana, sem nú sitja uppi með skertan lífeyri og standa ekki í neinni þakkarskuld við Bónusfeðga, frekar en aðrir.
Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.