Staðfestir vafasama viðskiptahætti

Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL-Group hefur með yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér staðfest ýmislegt, sem þó var talið víst áður, en það er að Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL-Group hafi upp á sitt eindæmi millifært þrjá milljarða króna út af reikningum FL-Group til Kaupþings í Luxemburg og að hún hafi séð skjal, sem benti til þess að peningarnir hefðu verið millifærðir til Fons, sem aftur notaði þá til að kaupa flugfélagið Sterling.

Pálmi í Fons keypti Sterling á fjóra milljarða króna og síðar flugfélagið Maersk fyrir lítið sem ekkert fé, jafnvel var talað um að hann hefði fengið greitt með því við yfirtökuna vegna skulda, sem á því hvíldu.  Bæði félögin áttu við alvarlegan rekstrarvanda að stríða á þessum tíma og stefndu að óbreyttu í gjaldþrot.

Ekki verður séð að Pálmi hafi gert nokkurt krafaverk í rekstri félaganna á þeim fáu mánuðum, sem liðu þangað til hann seldi vini sínum Hannesi félagið fyrir fimmtán milljarða króna, en svo keypti Pálmi það reyndar aftur til baka tiltölulega stuttu síðar á tuttugu milljarða króna og ekki leið á löngu þar til Sterling varð gjaldþrota og Fons stuttu síðar, en þá hafði Pálmi náð að koma Iceland Express undan gjaldþrotinu og rekur nú það félag eins og ekkert sé í góðri samvinnu við endureistu bankana, enda virðast þeir telja hann einn þeirra, sem eigi "að njóta trausts".

Því sem menn vildu ekki trúa um þessa kappa áður, vegna þess hve lygilegt það var, fá nú daglega að heyra sannar sögur af þessum "viðskiptajöfrum" sem slá út öllu, sem hægt hefði verið að skálda um þá.


mbl.is Staðfestir millifærslu frá FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skíturinn flýtur daglega !!!

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það er orðið ansi sóðalegt að hafa þetta fljótandi í kringum sig alla daga.  Í stað þess að fljóta burt, bætist við hroðann daglega.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 17:19

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ríkisútvarpið rás2, er með Hróarskelduleik í boði Iceland Express (og Tuborg).  Ríkisbankinn Landsbankinn, heldur lífinu í skítadreifurum (fjölmiðlum) Jóns Ásgeirs, sem reknir eru reyndar í nafni eiginkonu Jón Ásgeirs, þar sem Jón Ásgeir má ekki sitja í stjórn fyrirtækis, vegna þess að hann fékk skilorðsbundinn  fyrir brot á viðskiptalögum. 
  Arion banki, sem rekinn er á ábyrgð FME, þar sem FME ábyrgist alla stjórnarmenn bankans, er að aðstoða Jón Ásgeir við að halda búðunum sínum, sem reknar eru reyndar á nafni pabba hans, vegna þess dóms sem ég nefndi áðan.

Ekki hefur fundist ein króna af Tortolapeningum útrásarvíkingana, á meðan ganga kröfur í föllnu bankana kaupum og sölum á markaði og veit enginn hver kaupir hvað.

 Fréttir af efni skýrslunar eru vissilega nauðsynlegar, en nú eru ýmis teikn á lofti um að einhverjir af þeim sem tæmdu bankana séu að koma til baka og þá ekki til að skila peningum, heldur til að sækja meira.

Kristinn Karl Brynjarsson, 20.4.2010 kl. 22:03

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það hefði litið betur út ef hún hefði komið fram fyrr.

Ég er ekki að gera henni upp neitt misjafnt - hún var ekki ein um að gagnrýna vinnubrögð Hannesar Smárasonar - fleiri hættu undir öðrum formerkjum og aðrir lýstu yfir andstöðu sinni.

Tíðarandinn var hinsvegar þannig og þjóðin öll á hraðferð í gróðann og fólk skipti sér ekki svo mikið af því sem var að gerast í kringum það.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.4.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband