Bjarni Ben. er flekklaus og farsæll stjórnmálamaður

Undanfarið hafa hinir ýmsu mannorðsmorðingjar reynt að draga nafn og persónu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, niður í svaðið án þess að fram hafi komið nokkrar ávirðingar á hann í tengslum við bankahrunið, hvorki í rannsóknarskýrslunni eða annarsstaðar.  Þrátt fyrir það djöflast óvandað fólk á Bjarna og lætur sig engu skipta þó hann sé vandaður og stálheiðarlegur maður, sem hefur átt farsælan þingferil og staðið sig með ágætum í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins.

Reynt er að gera Bjarna tortryggilegan vegna stjórnarsetu um tíma í N1 og einhverra viðskipta tengdum Milstone, en þó kom hann í raun hvergi nærri viðskiptum Wernerbræðra eða annarra hrunbaróna.  Langt er seilst, ef það á að vera ástæða fyrir fólk að hætta allri þátttöku í þjóðmálaumræðunni einungis vegna þess að viðkomandi hafi einhvern tíma átt einhver viðskipti við hrunbarónana og ef svo langt ætti að ganga, ættu viðskiptavini í Bónusi undanfarin ár að fara að hugsa sinn gang og einnig mættu þeir þá líta í eigin barm, sem keypt hafa sér farmiða með Iceland Express undanfarin ár.

Vel má vera að Bjarni Ben. telji sér ekki sætt í formannsstólnum á þessum ótrúlega viðkvæmu tímum, þar sem allt er reynt til að drepa mannorð saklausra manna, enda ekki eftirsóknarvert að búa við slíkt til lengdar. 

Fari svo að Bjarni ákveði að víkja, án nokkurra ávirðinga, sem miðað við aðstæður í þjóðfélaginu væri líklega rétt niðurstaða hjá honum, þá þurfa ýmsir, sem nær voru atburðarásinni á árunum 2007 og 2008 að fara að hugsa sinn gang, t.d. Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Árni Sigurðsson o.fl.


mbl.is Boða til aukalandsfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: drilli

já burt með Bjarna,best fyrir flokkinn (það er jú númer eitt!!!) og burt með Össur, Jóku, KLM og alla þá er sátu á ráðherrastólum tveggja fyrrverandi ríkisstjórna. Svo getum við farið að tala saman !

drilli, 19.4.2010 kl. 17:25

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bar Guð einn er flekklaus hefur mér skilist.

Finnur Bárðarson, 19.4.2010 kl. 17:31

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enginn verður gerður flekklaus með yfirlýsingum stuðningsmanna. Að sama skapi verður enginn sekur af rógi einum saman.

Það skiptir hinsvegar miklu fyrir mann sem tekið hefur að sér forystuhlutverk í stjórnmálum að þurfa ekki einlægt að verja eða skýra afskipti sín af subbulegum viðskiptum. Enginn hefur sannfært mig um að Bjarni hafi neitt aðhafst sem fallið gæti undir refsiverða viðskiptahætti. En fyrirtæki sem honum tengjast hafa sögu um lántökur úr bótasjóðum Sjóvár. Þetta mun vonandi skýrast fljótlega.

Okkur ber líklega fremur að fagna ef við sjáum stjórnmálamann sem getur gengið uppréttur en ekki láta það verða til þess að ráðast að honum. 

Árni Gunnarsson, 19.4.2010 kl. 18:20

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hann er skuldugur upp fyrir fokking haus og þar af leiðandi án alls sjálfstæðis eins og gefur að skilja. Best væri fyrir hann að segja af sér og reyna síðan að svíkja í gegn í friði niðurfellingu á skuldum eins og aðrar misheppnaðar hórur í eigu fjármálalegra pimpa eru að reyna þessa dagana.

Baldur Fjölnisson, 19.4.2010 kl. 19:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hann hefur sjálfur sagt að allar hans skuldir séu uppgerðar og þar með er hann með hreint borð og ekkert verið afskrifað.

Nóg er af raunverulegum sökudólgum til að fjalla um og lögsækja, þó ekki sé endalaust verið að níða æruna af heiðarlegu fólki, sem ekkert hefur af sér gert.

Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2010 kl. 19:43

6 identicon

Hvað með undirskriftir hans á pappírum sem DV hefur sýnt. Eru þær falsaðar? Væri ekki betra að kynna sér aðeins málin?

Auðvitað eiga Össur , Jóhanna , Árni Þór , Tryggvi Þór , Guðlaugur Þór og miklu fleiri að víkja, en það fríar ekki Macao turninn Bjarna Vafning Benediktsson. Hann þarf að víkja, vegna tengsla hans við subbuleg viðskipti.

Jón (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 20:05

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, menn hafa áður sagt hitt og þetta og ekkert verið að marka það og braskið og skuldaruglandinn hjá Bjarna er risavaxinn og efa ég stórlega að hann geti gert grein fyrir því á fullnægjandi hátt. En það verður að koma í ljós. En skuldugir menn eru augljóslega ekki sjálfstæðir og á það auðvitað við líka um aðrar eignir fjármálamaskínunnar í helsts hóruhúsi þess við Austurvöll.

Baldur Fjölnisson, 19.4.2010 kl. 20:07

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Við skulum líka átta okkur á einu, að þeir fjölmiðlar sem hamast mest á Bjarna eru DV og Fréttablaðið.

Ritstjóri og einn aðaleigandi DV, Reynir Traustason, rak undirmann sinn vegna fréttar um stjórnar og eigendur Landsbankans.  Af hverju skildi hann hafa ekki hafa viljað birta frétt um Landsbankann? Jú einn af eigendum Landsbankans átti á sínum tíma Árvakur, sem á prentsmiðjuna sem að prentar DV. Þetta kom fram í Kastljósþætti þar sem upptaka af spjalli blaðamannsins og Reynis var spiluð.  Áður en að Reynir varð einn aðaleigenda DV, var Hreinn Loftsson. Það vita allir hvernig samleið Hreins og Sjalfstæðisflokksins lauk í upphafi aldarinnar.  Fréttablaðið Stöð2 og visir.is, ásamt fleiri miðlum, er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, reyndar á kennitölu konu hans, því Jón Ásgeir má ekki sitja í stjórn fyrirtækis, þar sem hann er með skilorðsbundin dóm vegna saknæmra athæfa í viðskiptum.  Það er reyndar leynd yfir því hver á 20% hlutafjár í 365 miðlum, fyrirtækinu sem á Fréttablaðið, þannig að sá aðili gæti verið "gervimaður í útlöndum", eða bara hvaða lögaðili sem er.  Einstaklingur, fyrirtæki, hagsmunasamtök eða jafnvel stjórnmálaflokkur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.4.2010 kl. 20:09

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Má vera, en eftir stendur að Bjarni Benediktssson er stórskuldugur og þar með ósjálfstæður og með vafasamt brask á bakinu. Núna er verið að undirbúa aukaaðalfund íhaldsins í sumar þannig að tími vinnist til að ljúga hann á ruslahaugana á sæmilega sannfærandi hátt.

Baldur Fjölnisson, 19.4.2010 kl. 20:23

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Bjarni skuldaði, sem þýðir að hann skuldar ekki lengur, því að hann borgaði sínar skuldir, sem þýðir að hann er búinn að borga.

 Stóra fréttin með Glitnisþotuna, var alls ekki þessar tvær ferðir sem Bjarni flaug með henni, heldur það sem stóð í sömu frétt um allar hinar ferðirnar, þar sem farþegalistinn, var "unknown passengers".  Eigandi Fréttablaðsins, ætti að hafa næg heimatökin til þess að grafa upp hverjir þessir óþekktu farþegar eru. Enda er eigandi Fréttablaðsins, altso skráður eigandi, eiginkona eins af aðaleigendum Glitnis, fyrir hrun.

Það var talað um það eftir "búsáhaldabyltinguna" að stór hluti þeirra sem börðu potta og pönnur fyrir utan Alþingishúsið hafi staðið sig vel í hlutverki "nytsamra sakleysingja" í þágu þeirra sem til valda komust.

 Á miðvikudaginn var játaði Össur tengsl Samfylkingarinnar við Baugsveldið, með þeim orðum að hugsanlega hafa tengsl Samfylkingarinnar við Baug, orðið til þess á hvaða hátt flokkurinn barðist gegn fjölmiðlafrumvarpinu.  Nú vita allir að þeir sem eiga og stjórna Fréttablaðinu dag, áttu og stjórnuðu Baugi, sem átti Fréttablaðið og tengda miðla þegar fjölmiðlalögin komu til afgeiðslu í þinginu á sínum tíma.
 Flestar upphrópanir í "bloggheimum" gegn Bjarna og fleiri Sjálfstæðismönnum, eru oftar en ekki bara endursagnir "frétta úr Fréttablaðinu og DV.

  Þannig að þá vissulega spyrja sig hvort að "taktíkin" með nytsamlegu sakleysingjana, sé ekki aftur komin í fullt gildi?

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.4.2010 kl. 20:49

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm og svín munu fljúga listflug yfir Reykjavík á morgun. Góða skemmtun .

Baldur Fjölnisson, 19.4.2010 kl. 20:57

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

það er alveg rétt að mörg mannorðsmorðin, þar á meðal árásirnar á Bjarna eru af pólitískum rótum og einnig liður í herferð Baugsmiðlanna gegn Sjálfstæðisflokknum.  Eins er verið að reyna að beina athyglinni frá raunverulegum sökudólgum.

Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2010 kl. 21:06

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Og hvaða sökudólgar eiga það að vera og til hvers ætti að vera að reyna að beina athyglinni frá þeim ? FRÁ HVERJUM? Versta botnskrapi íhaldsins ásamt altæpasta úrgangi restarinnar af FJÓRSKIPTA EINFLOKKNUM ? Komonn, þeir sóttu meira að segja sérstaklega leifarnar af Svavari Gests á öskuhaugana til að pósa sem hóra sem enginn heilvita maður nennti að hjakka á.

Baldur Fjölnisson, 19.4.2010 kl. 21:23

14 Smámynd: Dingli

Hvurslags óþverra orðbragð er þetta hjá þér Baldur. Auk þess ferð þú með fleipur.

Tjallarnar hjökkuðu á henni þar til hún lofaði að borga þeim mörg hundruð millujarða í dráttarvexti.

Dingli, 19.4.2010 kl. 22:08

15 Smámynd: Dingli

Fyrir utan 2-8 atvik sem ég segi ekki frá, þá komust þeir er kusu xD í síðustu kosningum nær því að teljast nytsamir-sakleysingar en ég hef áður orðið vitni að. Ég á þó, eins og öllum má vera ljóst, einungis við þá sem kusu hann óviljandi.

Þeir sem X-uðu á aðra flokka voru bara sakleysislýs án nits eða vits og skila sér langflestar heim til Pabba-(olíu)doc-saklausa- Bjarna, áður en kommarnir kyrkja þær.

Hinar lævísu flatlýs sem mættu ekki á kjörstað, skiluðu auðu eða sk...du sig á miðanum munu aldrei til Valhallar komast.

Dingli, 19.4.2010 kl. 22:46

16 Smámynd: Skarfurinn

Hvernig í ósköpunum er hægt að verja gjörninga Bjarna Ben, Wernersona og fl.  að taka heila 15 milljarða út úr bótasjóði Sjóvár til að gambla með í Asíu og svo þurftu skattgreiðendur að setja sömu upphæð (sem aldrei fæst greidd) inn í Sjóvá ? ef þetta er ekki kriminalt þá eru glæpir ekki til.

Skarfurinn, 19.4.2010 kl. 22:47

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er eitt það lítilmannlegasta sem hægt er að hugsa sér þegar menn nota nafnleysi til að ráðast á saklaust fólk með lygum og svívirðingum.  Dingli ætti að dingla sér við annað en að setja inn svona ómerkilegar athugasemdir og Skarfurinn  hefur grinilega valið sjálfum sér nafn við hæfi.

Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2010 kl. 23:10

18 identicon

Hver skrifaði undir skjölin sem DV birti?

Tengir það ekki Bjarna við málin?

Bjarni getur seint talist flekklaus stjórnmálamaður.

Jón (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 00:06

19 Smámynd: Dingli

Axel, ég tek ekki afstöðu gegn Bjarna Ben. Er að sumu leiti sammála þér, að vandfundin er sá íbúi þessa lands sem ekki hefur vísvitandi haft viðskipti við fyrirtæki þeirra sem ollu hruninu. Þyrfti að skrifa langa ritgerð til að fara af smá viti útí þau mál öll. Nú var ég einungis að slá á létta strengi og gera smá grín. Þó ásakanir sannar eða lognar séu í eðli sínu ekkert spaug, þá verðum við að hafa það með þrátt fyrir að húmorinn verði á stundum svartur.

Dingli, 20.4.2010 kl. 00:35

20 identicon

Mikið ofboðslega ertu blindur ef að þú sérð ekki hversu spiltur og undirförull Bjarni er, nei hann kom ekki nálægt neinu  vissi ekkert um milljarðaqviðskipti í sýnu eigin fyrirtæki. Að þú getir reynt a halda uppi vörnum fyrir einn spiltasta stjórnmálamann þjóðarinnar er bara fyndið. Davíð Oddsson og Bjarni eru svipaðir viðurkenna ekkért og kenna öðrum um. BURT MEÐ BJARNA.

Kristinn Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 07:34

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, fyrst þú hefur meiri og betri upplýsingar um Bjarna Ben. en Rannsóknarnefnd Alþingis ber þér að birta þær upplýsingar opinberlega, eða senda þær til Sérstaks saksóknara.  Hafir þú engar slíkar upplýsingar undir höndum, ertu bara einn mannorðsmorðingjanna og það er ekki minni glæpur en hver annar.  Ef það er raunin ættir þú að skammast þín fyrir sjálfan þig og ættir að taka þér tak og vinna í þínu eigin sálarlífi, og biðja síðan þá sem þú hefur verið að ærumeiða afsökunar á framferði þínu.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 08:27

22 identicon

Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf, "Bjarni Ben er flekklaus og farsæll stjórnmálamaður". Ætla ekki að fara að vera með skíttkast út í manninn en Axel, maðurinn skrifaði undir pappíra sem hann viðurkenndi í kastljósi að hafa bara skrifað undir fyrir einhvern annan, hann vissi ekki almennilega hvað var að gerast innan fyrirtækissins sem hann stafaði fyrir. Tengsl við vafasöm viðskipti o.s.fr. Ætla ekki að fara að tjá mig um hvort maðurinn sé sekur um refsiverða glæpi eða annan eins.

En Bjarni Ben verður seint kallaður flekklaus, það er alveg á hreinu!

Tryggvi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 08:47

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kristinn Karl Brynjarsson fer ódýru leiðina í þessu máli sem auðvitað hefði aldrei átt að viðra hér. Það er aldrei trúverðugt að skjóta skildi fyrir einhvern sem er í þröngri stöðu með yfirlýsingu eða úrskurði um á hann sé logið.

En Kristinn Karl fer þá leiðina að málinu að gera fréttina í DV marklausa vegna þess að sa sem sagði hana hefur ekki alltaf sýnt af sér nægilegt siðferði fyrir hans frómu sál.

Kristinn Karl. Sannleikurinn er sjálfstæður og um hann skiptir engu máli hvort sá sem hann segir er svona í laginu eða hinsegin. Og sem gamall leiðindadurgur bendi ég þér á að svona málflutningur er í fyrsta lagi afar heimskulegur og í öðru lagi afar mikið þeim til niðurlægingar sjálfum sem á ekki önnur vopn í rökræðu.

DV var búið að upplýsa meginhluta skýrslu rannsóknarnefndarinnar mörgum mánuðum áður en hún birtist. Það mátti bara ekki taka mark á DV vegna þess að það var drullusnepill að dómi margra þeirra sem sáu þar nöfn sinna pólitísku vandamanna.

En alveg ofbýður mér oft á dag að sjá allar þessar pólitísku trúarjátningar hér á blogginu. Skelfing er mikið til af pólitískum örverum í sjálfskipuðum varðdeildum spilltra pólitíkusa á Íslandi þessa dagana.

Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 08:53

24 identicon

Það er svolítið broslegt þegar flokksástin tekur völdin yfir skynsemi og staðreyndum.  Sem stjórnarformaður fyrirtækis ert þú að sjálfsögðu ábyrgur fyrir gjörðum þíns fyrirtækis, ekki síst þegar undirskrift þín er á pappírunum eins og var í Sjóvá/Varnings viðskiptunum.  Gerir slíkur gjörningur manninn að flekklausum stjórnmálamanni?  eða er kannski flokkshyggjan að taka af þér skynsemina, Axel?

Þú ferð kannski næst að mæra Davíð og telja okkur hinum trú um hversu flekklaus stjórnmálamaður hann ver...

Ágúst (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 08:54

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, hvers vegna skyldi frásögn flekkaðs blaðamanns vera trúverðugri en upplýsingar heiðarlegs stjórnmálamanns.

Ágúst og Tryggvi eru ekki svaraverðir, frekar en aðrir mannorðsmorðingjar, sem skýla sér með nafnleynd, eða dulnefnum vegna heigulsháttar, enda myndi slíkt innræti ekki þola dagsljósið undir réttu nafni.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 09:11

26 identicon

Æ,æ... þú átt vorkun skilið kallinn minn.

Ég er ekki að skýla mér á bakvið nafnleynd, ég er einfaldlega ekki með blogg á mbl.is og þar af leiðandi ekki mynd af mér. 

Aðalmálið er þó að þú getur ekki svarað þessu með sjóvá/vafning og stjórnarformanninn og því er þetta ágætis lausn að tala um dulnefni og nafnleynd.  Sjálfstæðisflokkurinn á einfladlega ákaflega erfitt með að kíkja í spegil með gagnrýnum augum (eins og reyndar flestir, ef ekki allir aðrir flokkar)

Og eins og hefur komið fram annarsstaðar í athugasemdum við þinni færslu, þá hefur Bjarni viðurkennt að hafa skrifað uppá lánapappírana.  Er hann enn flekklaus?

Ágúst Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 09:27

27 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er eða var ólöglegt að skrifa upp á lánapappíra.  Þá er öll þjóðin sek um stórglæpi, því ekki eru allir tilbúnir til að endurgreiða þau lán, sem þeir skrifuðu undir.  Þetta er náttúrlega alger della, það hefur enginn verið dæmdur fyrir að skrifa undir lán, nema sá hinn sami hafi verið að falsa undirskriftir.

Eins og áður hefur verið sagt, er nóg af raunverulegum skúrkum sem hægt er að fjalla um, og því algerlega óþolandi að það sé verið að reyna að drepa æru manna, sem ekkert hafa til saka unnið. 

Enn og aftur skal það líka endurtekið, að mannorðsmorð eru ekkert minni glæpir en hverjir aðrir.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 09:45

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er Reynir Traustason flekkaður af upplognum ásökunum?

Þegar blaðamenn birta upplognar áksakanir þá grípa þeir sem fyrir því verða til varna og leggja fram kæru. Hefur Bjarni kært DV fyrir falsaðar upplýsingar?

Síðdegisblaðamennska hefur aldrei verið ávísun á vinsældir enda ekki að því stefnt. Síðdegisblöðin hafa hinsvegar ótrúlega sjaldan verið dæmd fyrir upplognar ásakanir.

Kannski er komið ár (man það ekki glöggt) síðan DV birti frétt um ótrúlegustu ósvifni seinni tíma um tortímingu fjármuna sjóðs úr búi Samvinnutrygginga. Þar voru að verki sjálfskipaðir veislugestir sem tóku þennan sjóð bara af því þeim var ekki bannað það. Þar hurfu 30 milljarðar og veislugestir söfnuðu á sama tíma milljörðum í eigin sjóði. Nafnkunnir menn úr viðskiptalífi þjóðarinnar.

Enginn ennþá ákærður. Og DV ekki fengið neinar athugasemdir svo mér sé kunnugt.

Svona mætti lengi, lengi telja.

Árni Gunnarsson, 20.4.2010 kl. 09:57

29 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekkert blað á Íslandi hefur fengið á sig fleiri dóma fyrir ærumeiðingar og rangar frásagnir og DV og nú liggur Reynir Traustason undir ákæru um slíkt einu sinni enn.  DV hefur verið af lögfræðingi kallað síbrotaaðili í ærumeiðingum og til eru upptökur af vinnubrögðum Reynis, sem blaðamaður á blaðinu tók upp.  Ekki var það fögur lýsig.

Öll brot sem framin voru fyrir og í hruninu eru eða verða rannsökuð af Sérstökum saksóknara og að lokum munu hinir seku fá makleg málagjöld.  Þessi mál taka tíma og vegna þess að enginn treystir neinum Íslendingi lengur, þá verða menn bara að stóla á Evu Joly og erlendar rannsóknarstofnanir, en Eva hefur margsagt að allt muni þetta koma í ljós um síðir og undanskotnir peningar muni finnast.

Veislugestir sem gengu í bótasjóði tryggingafélaganna gerðu það þrátt fyrir að það væri bannað.  Fyrir það munu þeir væntanlega fá dóm, eins og fyrir önnur lögbrot.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 10:14

30 Smámynd: Billi bilaði

Athugasemd 17: „Það er eitt það lítilmannlegasta sem hægt er að hugsa sér þegar menn nota nafnleysi til að ráðast á saklaust fólk með lygum og svívirðingum.  Dingli ætti að dingla sér við annað en að setja inn svona ómerkilegar athugasemdir og Skarfurinn hefur grinilega valið sjálfum sér nafn við hæfi.“

Þú nenntir sem sagt ekki að smella á hlekkinn hans, og þar á höfundarupplýsingar; heldur grípur til smjörklípa. En það er bara eins og pistillinn sjálfur er.

Billi bilaði, 20.4.2010 kl. 14:25

31 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég nennti að skoða síðu Dingla og verð að segja að myndin af honum við höfundarnafnið, sem hlýtur að vera tekin við uppáhaldsiðju hans, lýsir a.m.k. hugarfarinu nokkuð vel.  Skarfurinn gefur engar upplýsingar um sjálfan sig á sinni síðu, aðrar en þær, að hann sé furðufugl og ekki dettur mér í hug að rengja það.  Þú sjálfur, Billi bilaði, gefur engar upplýsingar um sjálfan þig, en ég veit ekki hvort teiknimyndin, þar sem þú ert að skjóta ör í gegnum höfuð á manni, á að lýsa þínum hugarórum, en hvað um það, þú gefur þér sjálfur viðurnefnið "bilaði", af hvaða ástæðu sem þú flokkar sjálfan þig þannig.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 15:20

32 identicon

Ert þú að upplýsa einhverju á þinni síðu, stendur ekkert um þig eina sem maður hefur er full nafn og mynd, sem gæti alveg eins verið af hverjum sem er, þó finnst mér það ólíklegt. Nú hefur þú fullt nafn frá mér, og segðu mér er ég eitthvað meira svaraverður fyrir vikið?

Hálf kjánalegt að fela sig bakvið það að einstaklingur hafi ekki skrifað fullt nafnbara til þess að koma í veg fyrir að svara athugasemd hér. Skil veg að nenna ekki að svara leiðindum og skítkasti en ég bara sé ekki mikið af því í minni athugasemd (#22)

Núna kannski er ég svarverður og því ætla ég að henda athugasemdinni minni aftur hér fram

" Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf, "Bjarni Ben er flekklaus og farsæll stjórnmálamaður". Ætla ekki að fara að vera með skíttkast út í manninn en Axel, maðurinn skrifaði undir pappíra sem hann viðurkenndi í kastljósi að hafa bara skrifað undir fyrir einhvern annan, hann vissi ekki almennilega hvað var að gerast innan fyrirtækissins sem hann stafaði fyrir. Tengsl við vafasöm viðskipti o.s.fr. Ætla ekki að fara að tjá mig um hvort maðurinn sé sekur um refsiverða glæpi eða annan eins.

En Bjarni Ben verður seint kallaður flekklaus, það er alveg á hreinu!

Tryggvi (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 08:47"

Tryggvi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 16:44

33 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Virðulegi Tryggvi Stefánsson, mér er ljúft og skylt að svara þér skýrt og skilmerkilega, en þar sem búið er að margstagla sömu rullurnar hér að framan, tek ég þig til fyrirmyndar og endurbirti eitt af fyrri svörum (27): 

"Er eða var ólöglegt að skrifa upp á lánapappíra.  Þá er öll þjóðin sek um stórglæpi, því ekki eru allir tilbúnir til að endurgreiða þau lán, sem þeir skrifuðu undir.  Þetta er náttúrlega alger della, það hefur enginn verið dæmdur fyrir að skrifa undir lán, nema sá hinn sami hafi verið að falsa undirskriftir.

Eins og áður hefur verið sagt, er nóg af raunverulegum skúrkum sem hægt er að fjalla um, og því algerlega óþolandi að það sé verið að reyna að drepa æru manna, sem ekkert hafa til saka unnið. 

Enn og aftur skal það líka endurtekið, að mannorðsmorð eru ekkert minni glæpir en hverjir aðrir."

Ef mannorðið flekkast við það eitt að undirrita lánapappíra, þá erum við allir með flekkaða sál, er ég hræddur um.

Axel Jóhann Axelsson, 20.4.2010 kl. 17:31

34 identicon

Oft eltast menn við vonlausa forystusauði... það gera önnur dýr ekki.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 17:53

35 identicon

Auðvitað er Bjarni blásaklaus. Sama verður sagt um Davíð og Árna Johnsen. Hvað annað?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 18:26

36 Smámynd: Dingli

Hvað er þú að gefa í skin Svavar? Hvorki Bjarni eða Davíð hafa verið ákærðir fyrir eitt né neitt. Hvað þá dæmdir. Hvorugur þeirra er því sekur um nokkurn skapaðan hlut! Og Árni Steinabísi Johnsen, hefur það uppáskrifað frá Bessastaða grísnum að hann sé flekklaus og háæruverðugur þjófur.

Þú er vonandi ekki einn af þessum umtöluðu mannorðsþjófum.

Dingli, 20.4.2010 kl. 21:02

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dingli. Þetta er misminni hjá þér. Ólafur Ragnar kom ekki að endurreisn æru Árna Johnsen. Sú athöfn var framkvæmd á Bessastöðum af "siðanefnd" Sjálfstæðismanna sem er hafin yfir efasemdir. Ólafur brá sér aldrei því vant og þá komu til skjalanna handhafar forsetavalds í fjarveru forseta. Þetta voru allt valinkunnir menn eins og jafnan er sagt. Forsætisráðherra, forseti Alþingis, og forseti Hæstaréttar. Ég held að ég muni nöfn þessara manna og það munu fleiri gera.

Þegar rétta augnablikið kom þá þustu þessir siðvöndu menn í grænum hvelli með Árna í uppreisn ærunnar sem þeir staðfestu með stimpli embættisins. Sumir gárungar höfðu gaman af og fullyrtu að siðanefndin hefði gefið fjölmörgum Sjálfstæðismönnum í viðbót uppreisn æru "svona fyrirfram" og til öryggis ef þeir yrðu fyrir óhöppum seinna á lífsleiðinni. Ég held að það sé nú lygi.

Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 08:41

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

..Ólafur brá sér til útlanda aldrei því vant!

Árni Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 08:42

39 identicon

Það segir nú mikið þegar allir miðlar landsins hafa fjallað um spillingu Bjarna Vafnings, fyrir utan moggan. Afhverju ætli það sé? Kannski af því að ritstjóri moggans er Doddson sjálfur.

Svo það sem að Bjarni gerði er örugglega löglegt samkvæmt íslenskum lögum, enda er Íslensk viðskiptalöggjöf handónýt. En það er örugglega líka siðlaust.  Er það bara í gúddí. 

En þar sem ég er í sjálfstæðisflokknum, er mér annt um hvernskonar manneskjur eru við stjórnvölin. Ég vill ekki sjá Bjarna sem formann, Tryggva eða Óla sem þingmenn, Illugi og Þorgerður hefðu  mátt segja af sér, svo er mér nokksama hvaða fólk býður sig fram fyrir samfó, enda myndi ég aldrei kjósa þá.

Bjöggi (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 12:34

40 identicon

Er fattarinn eitthvað bilaður hjá Dingla? Ég sagði að Bjarni, Davíð og Árni Johnsen væru allir saklausir.

Axel segir að Bjarni sé alsaklaus. Hannes Hólmsteinn segir að Davíð sé alsaklaus. Handhafar forsetavalds í fjarveru Ólafs ( sem reyndar voru allir sjálfstæðismenn), hreinsuðu mannorð Árna. Svo þeir allir allir flekklausir!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:13

41 Smámynd: Dingli

Asakið mitt stopula minni og fattleysi. Þeir saklausu eru bara að verða svo margir að heilagrauturinn er orðin að hræring.    

Dingli, 21.4.2010 kl. 22:23

42 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sævar og Dingli, þetta er nú að verða einum of barnalegt hjá ykkur.  Fylgjast foreldrar ykkar ekkert með því, við hvað þið eruð að leika ykkur í tölvunum?

Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 00:43

43 identicon

Stundum er betra að gefa barninu í sér lausan taminn, heldur en ruglinu!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:02

44 identicon

Tauminn átti það að vera.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:03

45 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þegar fólk sleppir algerlega fram af sé beislinu, anar það oft beint út á foraðið, sjálfu sér til tjóns og öðrum til ama.

Axel Jóhann Axelsson, 22.4.2010 kl. 12:26

46 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, síðast þegar ég kom á Monaco þá var þar uppi mynd af Margeiri og lögreglustjóraskrípinu í Reykjavík í faðmlögum. Hvernig væri að reyna að rumska. Bjálfar hins opinbera í eigu glæpamafía, féll ekki einmitt okkar kerfi á því.

Baldur Fjölnisson, 23.4.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband