Rannsaka þarf skilanefndirnar og nýju bankana

Nú þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis liggur fyrir þar sem skýrt kemur fram hvernig skipulögð glæpastarfsemi var stunduð og bankarnir rændir og með því settir í þrot að eigendum þeirra og stjórnendum, sem rökuðu fé til eigin fyrirtækja og ekki síður í eigin persónulegu vasa og vandamanna sinna.

Eigendur allra bankanna voru stórtækir í þessum glæpum, en stórtækastir af þeim öllum var Baugsfjölskyldan, þar sem Jón Ásgeir virðist meira að segja hafa notað nafn móður sinnar til að fela lántökur til sjálfs sín, en hún var skráð fyrir rúmlega 62 milljarða skuldum til viðbótar við skuldir feðganna og Ingibjargar Pálmadóttur.  Það hlýtur að vera samviskulaus maður, sem nýtir nafn móður sinnar með þessum hætti.

Hrunkóngurinn sjálfur, Jón Ásgeir í Bónus, er launaður stjórnarformaður í tveim erlendum félögum, sem skilanendir hafa yfirtekið úr þrotabúum hans, þrátt fyrir dóm, sem gerir það að verkum að hann má ekki einu sinni sitja sem varamaður í stjórn nokkurs íslensks hlutafélags.  Arion banki ætlar að gefa Bónusfjölskyldunni og meðreiðarsveinum hennar forkaupsrétt á allt að 15% hlut í Högum hf., eftir að hafa afskrifað 70 milljarða króna vegna eignarhaldsfélags þeirra feðga, 1988 ehf., en með klækjum var það félag gert að eiganda Haga fyrir gjaldþrot Baugs.

Nú þarf að setja á stofn rannsóknarnefnd, sem hefði það hlutverk að rannsaka störf skilanefnda gömlu bankanna og starfsemi nýju bankanna, sérstaklega hvað varðar viðskipti við þá glæpamenn, sem settu gömlu bankana á hausinn og ollu öllu þjóðfélaginu ómældu tjóni, sem taka mun mörg ár að ná sér upp úr.

Fjármála- og viðskiptaráðherra hljóta að gera eitthvað í þessum málum strax, enda bera þeir ábyrgð á þessum málaflokkum innan ríkisstjórnarinnar, ásamt forsætisráðherranum.


mbl.is Allra stærsti skuldarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ja- það stendur dulítið í  almenningi að sömu glæpamenn seu enn að vasast í bönkunum- og lán fra AGE-  verður væntanlega flutt yfir í islenskann banka sem enginn veit hver á -  hvert fara þá peningarnir ?

  Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.4.2010 kl. 14:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans mun vera geymdur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, skilst mér, enda væri ekki óhætt að geyma hann í íslenskum bönkum, sem enginn veit hverjir eru eigendur að.

Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2010 kl. 14:27

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Orð í tíma töluð Axel Jóhann. Undarlegt hversu fáir virðast hafa þennan sama skilning og þú á þessu undarlega máli. Þetta var það fyrsta sem barði mig í hausinn eftir bankahrunið og slepjulegar yfirlýsingar viðskptaráðherra í þá veru að nú yrði hverjum steini velt við. Ég óttast að mörgum steinum og stórum sé núna búið að velta yfir margt það sem þurfti að fela áður en það yrði um seinan.

Árni Gunnarsson, 19.4.2010 kl. 14:44

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Strákar! það verður ekkert rannsakað í alvöru!! Það eru bara "fórnanlegir" látnir fórna sér fyrir klíkuna. SP fjármögnum heldur svindlinu áfram í krafti dóms sem er byggður á lygum! Bara haldið áfram að skrifa en það breytist ekkert í klíkunni. Hvað í helvíti eigum við 300,000 hræður að gera í Evrópusambandið þar sem allt fer á hausinn út að evrunni, glataðasta valúta í dag??. Þegar ALVÖRU bylting verður á íslandi Þ'A skeður eitthvað, fyrr ekki!!

50 caliber

Eyjólfur Jónsson, 19.4.2010 kl. 14:55

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Orð eru til alls fyrst.  Byltingar hafa nú sjaldnast verið til góðs, því þær eiga það til að éta börnin sín.

Sígandi lukka og hægfara en stöðug þróun innan lýðræðisins er best.

Algerlega sammála um ESB og evruna, handónýtt hvoru tveggja.

Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband