Hver á nýju bankana?

Þrátt fyrir margar fyrirspurnir til ráherra virðist ekki vera nokkur leið að fá upplýst hverjir eigi nýju bankana, þ.e. Arion banka og Íslandsbanka.  Steingrímur J. var spurður að þessu á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í  síðustu viku og svaraði því til að það læti ljóst fyrir, það væru lánadrottnar gömlu bankanna.

Lilja Mósesdóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, sendi í framhaldinu bréf til Gylfa Magnússonar, lausráðins starfsmanns í Viðskiptaráðuneytinu, og bað um nánari skýringar á því hverjir þessir dularfullu eigendur eru og sagði m.a. í bréfinu:  „Þessi eltingaleikur við að ná fram upplýsingum um eignarhald nýju bankanna er orðinn fáránlegur.“

Gylfi svarar um hæl og segir að það liggi ljóst fyrir hverjir eigendurnir séu, það séu kröfuhafar gömlu bankanna.  Svarið er sem sagt alltaf það sama, eingöngu að það séu kröfuhafar, en ekkert um það hverjir þessir kröfuhafar séu, hvað þá hverjir séu þeirra stærstir og þar með áhrifamestir um rekstur þessara banka í framtíðinni.

Vita ráðerrarnir ekki meira um málið en þetta?  Ef svo er, eiga þeir að segja það því staðlaða svar þeirra um kröfuhafana svarar ekki spurningunni, en vekur upp spurningu um hvað sé verið að fela í sambandi við eignarhaldið.  Eru einhverjir kröfuhafanna ef til vill eignarhaldsfélög í eigu íslenskra útrásarvíkinga eða fyrrum bankamanna?

Við þessu verða að fara að fást skýr svör, enda ætlast ríkisstjórnin til þess að íslenskir skattgreiðendur séu í ábyrgðum fyrir þessa banka.


mbl.is Vill nánari upplýsingar um eignarhald á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Pólítíkusar virðast ekki geta gefið skýr svör, sama hvað er í húfi. Auðvitað veit SJS hverjir þessir "kröfuhafar" eru og það veit Lilja Mósesdóttir líka. Gylfi er páfagaukur sem hermir það sem honum er sagt að herma. Lilju gengur það eitt til , að SJS lýsi því yfir fullum fetum sem alla grunar: Það eru sömu bófarnir og áður ! Ég hallast að því að ofsahræðsla hafi heltekið stjórnina. Þeir hugsa fyrst um eigið skinn og stöðu, síðan flokkinn og auðvaldið en síðast koma íslenskir skattgreiðendur sem svo réttilega segir ofan "séu í ábyrgðum fyrir þessa banka." Okkur var lofað innsæi, allt uppi á borðum, ekkert dregið undan, da da da da da da. Ekkert nema öfugmælavísur koma úr munni  SJS og hirðar hans.

Ég vil fólk sem við getum treyst í stjórn. Sem segir rétt frá. Heiðarlegt . Réttlátt. Sem refsar þeim sem hafa brotið af sér. Sem hefst handa við að hreinsa til og lætur hendur standa fram úr ermum. Sem hikar ekki við að láta vafasama þingmenn biðjast lausnar (ekki frí) og sæta rannsókn.   Sem tekur á því sem skipir okkur öllu máli - Hag almennings.   Svo búandi sé í þessu landi ,án þess að vera skuldaþræll undir oki bankanna , alla ævi. Þjóðarheill að leiðarljósi, málefni framar einstakling.

Draumsýn ? Alls ekki ! Allt þetta getum við öðlast ef við vinnum að því, og meira að auki.

Árni Þór Björnsson, 19.4.2010 kl. 09:43

2 identicon

Ótrúlegt, virkilega ótrúlegt. Þessir menn vita hverjir eigendur eða kröfuhafir eru, en þora ekki að segja frá því, heldur snúa útúr spurningunni. Gætu alveg eins sagt að eigendurnir séu einhverjir karlar á tunglinu.

Þjóðin verður að fá þetta gefið upp. Hún á það skilið. En hvar eru þessir svokölluðu blaðamenn landsins? Væri það ekki project" fyrir þá, að komast að þessu?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 10:37

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvenær sjá blaðamenn fréttnæmu punktana í því sem ráðherrar eða aðrir segja?  Þeir spinna oftast upp einhverjar fréttir úr ómerkilegustu hlutum ummæla ráðamanna, en grípa ekki það sem er virilega athyglisvert og þyrfti að kafa betur ofan í.

Þetta eftirtektarleysi fréttamannanna æpir oft á mann, hvort sem um er að ræða prentmiðlana eða ljósvakann.

Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband