17.4.2010 | 12:06
Þorgerður Katrín yfirgefur sviðið sem hetja
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur tilkynnt að hún muni láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins og gera hlé á þingstörfum sínum, án þess að hafa fengið á sig aðrar ákúrur en þær, að vera gift manni sem dansaði með banka- og útrásarvíkingum fyrir bankahrun og var þáði þær arfavitlausu og gríðarháu launauppbætur, sem áttu að felast í hlutabréfakaupum í Kaupþingi, gegn láni sem einungis var með veði í bréfunum sjálfum.
Þessar syndir eiginmannsins verður Þorgerður Katrín nú að axla og fórnar sér þar með í þágu þeirrar vonar, að afsögn hennar megi verða til þess að slá á spillingarumræðuna og skapa frið í þjóðfélaginu. Þorgerður Katrín hefur átt farsælan stjórnmálaferil, sem ekkert hefur skyggt á, annað en athafnir eiginmanns hennar og verður hennar sárt saknað úr stjórnmálunum.
Í ræðu sinni á trúnaðarmannafundi Sjálfstæðisflokksins sagði hún m.a: "Það er sárt að kveðja varaformannsembættið, en ég get ekki horft fram hjá minni ábyrgð, minni samvisku og mínum trúverðugleika. Ég vil ekki að persóna mín í embætti varaformanns skyggi á það endurreisnarstarf sem vinna þarf innan flokksins, eða þær gríðarlegu mikilvægu kosningar sem framundan eru núna á vormánuðum.
Þetta eru drengileg ummæli og trúnaður hennar við þjóðina og flokkinn verður ekki dreginn í efa, en eins og ástatt er, er þetta hárrétt ákvörðun hjá henni og vonandi verður þessi aðgerð hennar til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn verði enn sterkari, en nokkru sinni fyrr og tvíeflist eftir það endurreisnarstarf sem hann hefur gengið í gegnum undanfarið.
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessu er ég algerlega ósammála.
Heldur þú að Kristján Arason, hafi ekki haft Þorgerði með í ráðum þegar lánin voru tekin? Þau voru gjörsamlega blind af græðginni. Svo einfalt er það.
Hvað fengu þau greitt mikið í arðgreiðslur af þessum bréfum? Hefur þeim verið skilað?
Þessi manneskja er ekki hetja, hún er að víkja nauðug úr embætti vegna græðgi sinnar og heimsku.
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 12:15
Hamarinn...er algjörlega sammála þér.
Friðrik Friðriksson, 17.4.2010 kl. 12:20
Hetja?? Ef þetta er hetjudáð, þá þarf ég eitthvað að endurskoða það orð í mínum orðaforða.
Rannveig Guðmundsdóttir, 17.4.2010 kl. 12:25
Bíðum nú við, yfirgefur sviðið sem hetja. Hvaða hetjuskap hefur hún eiginlega sýnt? Þú hlýtur að vera dökk dökk blár í gegn.
Hjörtur Herbertsson, 17.4.2010 kl. 12:44
Sæll.
Hetjur haga sér ekki svona.
Alla vega engin þeirra sem sagan segir frá.
Með fullri virðingu, þá er þetta misnotkun á orðinu HETJA, eða vanþekking.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 13:00
Þorgerður Katrín er, skilst mér, að fórna sér fyrir Sjálfstæðisflokkinn til forða því að persóna hennar í " embætti varaformanns skyggi á það endurreisnarstarf sem vinna þarf innan flokksins,eða þær gríðarlega mikilvægu kosningar sem framundan eru nú á vormánuðunum".
Formaður Sjálfstæðisflokksins tjáir sig um þessi mál í frétt sem birt var kl.10.25 þ.17.4. á www.mbl.is undir Fyrirsögninni: " Bjarni: Allt of hart gengið að Þorgerði." Þar telur hann upp langan lista mistaka sem flokknum hafi orðið á en eyðir ekki mörgum orðum til varnar Þorgerði Katrínu. Hversvegna varði hann ekki þessa kvenhetju íslenskra stjórmála af meiri karlmennsku?
Agla (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 13:17
Sumir hafa greinilega meiri húmor en aðrir.
Á ákveðnum tímapunkti verður firringin fyndin.....
hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 13:17
Vissi allt um hrunið strax í febrúar og staða eiginmannsins gerði auðvitað að verkum að hún vissi allt um markaðsmisnotkun helstu starfsmanna Kaupþings frá árinu 2005.Sammála ykkur hér á undan.
Einar Guðjónsson, 17.4.2010 kl. 13:23
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2010 kl. 13:24
Þú hlýtur að vera að grínast.
Marteinn Steinar Þórsson, 17.4.2010 kl. 13:26
Hann hefur áttað sig á mistökum sínum hann Axel, og svarar ekki. Enda ekki hægt.
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 13:29
Sá sem kúkar í buxurnar og rembist svo við að halda forustusæti með illa lyktandi saur í brókum er ekki mikil hetja en betra er seint en aldrey.
Og þú mátt kalla það hetjudáð en ansi er þröskuldur hetjunnar orðinn lágur..
Vilhjálmur Árnason, 17.4.2010 kl. 13:45
Ekki er ég nú viss um hetjutitilinn en ég sé ekki annað en það sé annar skuldagemsinn sem tekur sæti hennar.
Pálmi B. Jakobsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 14:17
Gleymdirðu nokkuð broskallinum?
Hrannar Baldursson, 17.4.2010 kl. 14:31
Bíddu nú vid....thádi hún ekki stórar upphædir af Kaupthingi og Landsbankanum (minnst 1,5 mio. kr). Gæti hugsad mér ad vita afhverju og hvad hún átti ad gera í stadinn. Já og eins og adrir segja hér ad ofan. Glætan, ad hún hafi ekki vitad hvad karlinn hennar var ad gera. Er thvílíkt búin ad missa álitid á theim + fleirum. Vona ad hún skammist sin í fleiri ár!!!
Matthildur (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 14:39
Já, og þjóðin öll ætti án tafar, umsvifalaust og án refja, tafs og tuðs að leita sér endurmenntunar. Þá fyrst renna upp spennandi og skemmtilegir tímar
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 17.4.2010 kl. 15:36
Sá sem víkur af velli ósár er eingin hetja, og heldur ekki eineltis hýenur sem hafa allt sitt á þurru og hafa hvergi skuldað.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 16:26
Þorgerður Katrín hefur verið firnasterkur stjórnmálamaður og stóð sig vel í starfi menntamálaráðherra og kom á ýmsum góðum breytingum í skólamálum.
Þetta endalausa persónulega níð, sem endurspeglast í ýmsum athugasemdum hér fyrir ofan, ekki síst hjá sóðanum sem skrifar færslu nr. 12, er viðkomandi skrifara til minnkunar og túlkast í raun ekki öðruvísi en sem hrós um þann sem níðst er á, því innræti níðingsins skín í gegn, þegar fólki dettur í hug að láta svona lagað frá sér á opinberum vettvangi.
Einhver hér fyrir ofan hafði áhyggjur af því að ég skyldi ekki svara þessum sora fyrr, en það stafaði nú einfaldlega af því að ég var ekki heima, en það kemur fyrir að maður bregði sér af bæ, án þess að reikna með einhverjum sérstökum ákúrum fyrir það.
Annars er gaman að sjá hvað margir hér á blogginu telja sjálfa sig svo gallalausa, að þeir geti með góðri samvisku ausið ókunnugt fólk auri og ásökunum um glæpaverk, án þess að þekkja nokkuð til þess aðila, sem fyrir ofsóknunum verður.
Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 16:47
Heldur þú að Kristján hafi ekki haft Þorgerði með í ráðum, þegar gróðinn var skipulagður?
Hvað fengu þau mikinn arð greiddan út á þessi skuldabréf, og hefur honum verið skilað?
Hvernig getur einhver verið hetja fyrir það , að stíga til hliðar nauðbeygður?
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 16:56
Hlutabréf . Átti það að vera.
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 16:57
Myndir þú Axel taka hundruðir milljóna að láni án þess að hafa maka þinn með í ráðum?
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 17:01
Mér finnst miklu meiri reisn yfir þeim stjórnmálamönnum sem líta í eigin barm og meta stöðu síðan heiðarlega nú í lok hruns efnahags og siðmenningar Íslands- og standa upp-en þeim sem sitja sem fastast trausti rúinn.
Þorgerður Katrín er einn af þessum stjórnmálamönnum sem axlar ábyrgð . Við bíðum þess að fleiri stjórnmálamenn sem nú sitja á Alþingi og sátu þar við hrunið-standi upp og hverfi af sviðinu.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:19
Ekki veit ég nokkurn skapaðan hlut um fjármál þeirra hjóna, hvorki hvort þau hafi fengið arð af þessum hlutabréfum, eða skilað honum. Líklegt þykir mér að hún hafi vitað um launakjör eiginmannsins, en að því er manni skilst var þetta reglan hjá bankamönnunum á þessum tíma, að bankinn otaði hlutabréfum að starfsmönnunum, gegn því að lána þeim fyrir þeim án persónulegra ábyrgða og ekki hef ég heldur heyrt getið um einn einasta starfsmann í banka, sem átti kost á þessu og hafnaði því.
Þetta var ríkjandi viðhorf í þjóðfélaginu á þessum tíma og í raun alveg sama hvötin og réð því að fólk offjárfesti í íbúðarhúsnæði og bílum og tók til þess erlend lán, vegna þess að það ætlaði sér að græða svo og svo mikið á þeim, miðað við að taka krónulán. Á þeim árum var maður talinn gamaldags og "úreldur" þegar maður tuðaði í fólki út af þessu og varðaði eindregið við erlendu lánunum, með þeirri röksemd að allt kerfið væri loftbóla og fjárglæframennirnir væru aðeins að spila Matador með peningum sem þeir ættu ekkert í. Enginn gat heldur svarað því, hvernig ætti að afla gjaldeyris fyrir þeim lánum, sem fólk tók því það taldi það ekki vera sitt mál að útvega þann gjaldeyri, sem þyrfti í endurgreiðsluna. Þetta var sjúkt ástand og flestir voru fullir þátttakendur í þessu, þó nú vilji enginn kannast við það. Það var nákvæmlega sami hugsunarhátturinn á bak við kaupæði almennings á þessum árum og skuldsetningu, en nú er öllum öðrum kennt um hvernig fór.
Þú og fleiri heimtið að blóð renni sjálfum ykkur til friðþægingar, en það er bara hugsunarháttur sem er mér jafn fjarri og þátttaka í ruglinu var á sínum tíma.
Vonandi er svona mikið af syndlausu fólki í þjóðfélaginu, að það geti með góðri samvislu kastað steinum að öðrum.
Þeir sem ollu hruninu með hreinum glæpaverkum eiga að gjalda fyrir það og þá á að hundelta þangað til réttlætinu verður fullnægt, en þeir sem ekki brutu af sér, eiga auðvitað ekki að dæmast, allra síst af dómstóli götunnar.
Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 17:20
Hver er þessi Þorgerður?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:20
Ert þú nú ekki að gleyma því Axel, að þessi lán voru með persónulegum ábyrgðum í upphafi.
Hvað var gert á stjórnarfundi í Kaupþingi 25-09-2008? Ert þú nokkuð búinn að gleyma því, eða vilt þú bara líta fram hjá því?
Kristján fékk sérstakt leyfi hjá Hreiðari Má til að setja þessi lán yfir í einkahlutafélag í upphafi árs 2008, þá vissi hann í hvað stefndi eins og aðrir háttsettir bankamenn.Og auðvitað hafði hann upplýsingar frá Þorgerði líka um ástand mála. Að halda öðru fram er tóm þvæla.
Það er enginn að heimta að blóð renni, aðeins að menn viðurkenni mistök sín , axli ábyrgð af þeim og láti af opinberum störfum.Það getur ekki verið til of mikils mælst, að þeir sem brugðust trausti víki.
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 17:36
Fyndnast er að þú fattar ekki afhverju þú ert svona fyndinn....
Brynjar Jóhannsson, 17.4.2010 kl. 17:41
Mér líkaði vel við Þorgerði Katrínu sem stjórnmálamann og menntamálaráðherra og sé eftir henni úr pólitíkinni. En það er erfitt að ímynda sér að hún hafi ekki vitað af þessum lánum. Hún hlýtur allavega að hafa notið arðgreiðslanna af hlutabréfunum. Það gerir hana ekki að trúverðugum stjórnmálamanni, því þetta voru innherjaupplýsingar, eins og virðist hjá mörgum sem komu skuldum sínum undan á okkar kostnað
Lara (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:50
Ég hef alls ekki verið að mótmæla því, að Þorgerður Katrín segði af sér varaformennskunni og hyrfi af þingi vegna mála eiginmannsins.
Í gær setti ég inn færslu í tilefni af ákvörðun Illuga Gunnarssonar um að hverfa af þingi og sagði þar um Þorgerði Katrínu:
"Þetta setur Þorgerði Katrínu einnig í þá stöðu, að þurfa að skoða sín mál ofan í kjölinn, ekki vegna ávirðinga á hana sjálfa, heldur vegna fyrri starfa eiginmanns hennar og þáttöku hans í hlutabréfakaupum í Kaupþingi án annarra veða en bréfanna sjálfra. Þó ósanngjarnt sé fyrir Þorgerði Katrínu, sem ekki er undir neinni rannsókn sjálf, að neyðast til að taka sér hlé frá þingstörfum, þá gæti það reynst nauðsynlegt til að skapa frið innan þingsins og ekki síður til að gefa flokknum færi til þess að endurvinna þann trúverðugleika, sem fallið hefur á, vegna hrunsins, sem þó var auðvitað glæpamönnum að kenna, en ekki pólitíkusum.
Erfiðara er að meta framtíðarstöðu Þorgerðar Katrínar, þar sem hún er afburðastjórnmálamaður, sem býr með eiginmanni, sem af skammsýni sinni glaptist af tíðarandanum, eins og reyndar meirihluti almennings, en var stórtækari í lántökum, en Jón og Gunna úti í bæ."
Einnig hef ég líka sagt, að eins og syndir feðranna koma niður á börnunum, þá bitna gerðir eiginmannanna á konum þeirra. Þeir sem aðhyllast kynjajafnrétti og aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum og öðrum opinberum störfum geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sé fyllilega sanngjarnt.
Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 18:23
Ekki reyna að halda því fram að Þorgerður hafi ekki samþykkt þetta. Það átti að hyrða skjótfenginn gróða.
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 18:27
Ein spurning.
Fyrir hvað er Þorgerður hetja?
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 18:29
Þorgerður Katrín hefur verið hrein hetja allan sinn stjórnmálaferil og tekur á sínum málum núna eins og hennar er von og vísa, sem hetja.
Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 18:39
Er hún ekki að segja af sér vegna þrýstings frá almenningi? Ég get ekki séð betur.
Þetta tók hana ekki nema 18 mánuði að átta sig á mistökunum.
Hamarinn, 17.4.2010 kl. 18:51
Hún hefði seint farið án þrýstings..
hilmar jónsson, 17.4.2010 kl. 18:55
Ég er sammála þér Axel að það ser súrt að syndir eigimanns Þorgerðar Katrínar hafi orðið henni að falli. Og ég finn virkilega til með henni þar. Því miður held ég að yfirýsingar Ingjbjargar Sólrúnar og afsögn Þorgerðar Katrínar verði ekki til að auka þátttöku kvenna í sjtórnmálum. Ég vona það svo sannarlega ekki, því þæru hafa ekki átt auðvelt uppdráttar. Sérstaklega í sjálfstæðisflokknum. Hver man ekki þegar ungir sjálfstæðismenn þurkuðu út konurnar í borgastjórn hjá Sjálfst.fl. -
En því verður ekki hjá komst að 1,6 miljaðru eru miklir peningar. Vissulega voru tímarnir skrýtnir á þessum tíma og kannski aupvelt að glepjast. En það sem stóra óréttlætið er að Kristján, þarf ekki að borga skuldir sýnar, en við sem töpuðum sparifé okkarúr sjóðunum,, sem bankamenn ráðlögðu okkur að setja í og sögðu áhættulausa, fasteingunum ofl. Við verðum fyrir fjárhagslegu tapi og sitjum uppi með auknar skuldir, jinnig þeir sem ekki voru að taka lán til hlutabréfakaupa.
Eins og máltaækið segir - Margur verður að aurum api
Lara (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:01
Hroki og græðgi varð henni að falli og ég sé ekki neina hetjudáð drýgða , frekar ætti að tala um hugrekki og hetjudáð fólks sem verið er að henda út úr húsum sínum og út á götu vegna verka þessa fólks.
Jón Ágúst (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:05
Og núna rétt í þesssu var Bjarni Macao turn að segja í fréttum að árásir á Þorgerði Katrínu hefðu gengið allt of langt og ekki mætti raska friðhelgi heimilisins, skyldi það líka gilda fyrir hinn venjulega borgara sem er að missa allt sitt og innheimtumenn ríkisins og lögfræðingar mæta inn á gólf til að reka það út vegna þessa græðgisliðs. þetta lið hefur gott af því að bragða á þessum beiska bikar.
jón Ágúst (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:15
Lára, allt er þetta rétt hjá þér og öll töpuðum við lífskjörum okkar og peningum, mismiklum, í hruninu og ég veit um eldir borgara sem töpuðu ævisparnaði sínum, en hvorki þau, né ég, kenna stjórnmálamönnum um það tap, heldur þeim glæpamönnum sem rændu ekki bara bankana, heldur alla þjóðina og lifa sjálfir áfram í sínum stolna lúxus, eins og ekkert hafi í skorist.
Baráttan á að beinast að þeim sem sökina bera og það eru glæpamennirnir en ekki einhverjar barnapíur, sem fólk segir að hafi átt að hafa vit fyrir afbrotamönnunum og sjá um að þeir fremdu ekki glæpi sína. Ef hægt væri að sjá glæpi fyrir, þá væru störf lögreglunnar einföld og létt, en svo einfalt er málið bara ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 19:17
Já - Axel -þar hittir þú naglann í höfuðið. Kristján var einn af bankamönnunum. Því miður fyrir Þorgerði. Ég get ekki séð hvernig hún á að geta sett lög og reglur í landinu. Hafandi húsbónda heima sem hefur, ja allavega brotið siðferðislög. (það að færa skuldir sínar í fyrirtæki sem verður gjaldþrota og þá sleppur hann/þau)
En eitt skaltu vita Axel - ég sé mikið eftir Þorgerði, sem stjórnmálakonu á þingi, baráttukonu sem gaman er að hlusta á og ber af þeim konum sem sitja á þingi- en ef hún situr áfram þá verður allt sem hún gerir sett undir smásjá og gagnrýnt.
Lara (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:03
Sem "hetja" Jahá allt má nú kalla hetjur, þegar að þau hafa greitt sitt til baka þá er hún kannski hetja en til þess vantar 1680 milljónir
Lalli (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:33
Mér finnst færsla nr 37, frá sjálfum Axel Jóhanni, athyglisverð, svo ekki sé meira sagt.
Kjörnir og skipaðir fulltrúar okkar kjósenda lýðræðisins eru ekki bara "barnapíur, sem fólk segir að hafi átt að hafa vit fyrir afbrotamönnum og sjá um að þeir fremdu ekki glæpi sína".
Þeir eru eina vörn okkar gegn siðalögmáli frumskóganna. Þeirra hlutverk er að setja lög til verndar sameiginlegra hagsmuna kjósenda og sjá um að þeim sé framfylgt.
Ég tel þá stjórnmálamenn sem við höfum kosið til forustu lýðræðisins bera ábyrgð á stöðu okkar i dag.
Agla (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:34
Agla, stjórnmálamennirnir settu einmitt lög um fjármálastarfsemi. Þau lög brutu bankaræningjarnir og það er ekki hlutverk löggjafans að vinna lögreglustörf.
Eftir að afbrotin komast upp er það rannsakenda og dómstóla að draga glæpamennina til ábyrgðar.
Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 20:50
gleymir þú ekki Axel að jú vissulega settu stjórnmálamenn lög sem bankaræningjarnir brutu en það gerðu einnig margir stjórnmálamenn t.d Þorgerður Katrín, allavega siðferðislega ef ekki hrein lögbrot
jón Ágúst (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 21:06
Axel Jóhann,fylgstu betur með áður en þú setur svona steypu á prent.=Stjórnmálamennirnir margir hverjir,tóku fullan þátt í leikjum bankaræningjanna.
Númi (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 21:07
Númi, ef þú hefur upplýsingr um bankaræningja inni á Alþingi, ber þér að tilkynna það til Sérstaks saksóknara nú þegar.
Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 21:27
Þwtta we svolítið út fyrir upprunalega færslu en allt í lagi með það.Ég reyni að skoppa á eftir þó mér finnist fyrirbærið Þ.K.skemmtilegra.
Ef ég skil þig rétt er málið tiltölulega einfalt;
Löggan kemst að því að lögbrot kunni að hafa verið framin og hún sendir málin til rannsakenda og svo fer þetta áfram til dómstóla og þá verða "glæpamennirnir" dregnir til ábyrgða, eins og þú sagðir. Ekki satt?
Mig grunaði að stjórnmálamennirnir ( þú meinar trúlega Alþingi) hefðu sett einhver lög um fjármálastarfsemi. Ég hélt líka að löggan eða saksóknari myndi blandast inn í málið á einhverju stigi þess en þér að segja hafði ég ekki hugmynd um að það væri ekki fyrr en að " eftir að afbrotin komast upp er það rannsakenda og dómstóla að draga glæpamennina til ábyrgðar". Ég hélt að afbrot væri flókið hugtak?
agla (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 21:40
Afbrot eru oft flókin og ekki síst efnahagsbrot, sem geta verið svo flókin að það tekur mörg ár að rannsaka þau af þrælvönum rannsóknarlögreglumönnum og sérfræðingum, eins og t.d. Evu Joly. Vegna þess að brotin eru ekki framin fyrir opnum tjöldum og glæpunum leynt eins lengi og mögulegt er, komast þeir auðvitað ekki upp fyrr en eftir jafnvel löngu eftir afbrotið. Ef þetta væri svo einfalt að það væri nánast hægt að finna á sér, að glæpamenn væru að fremja glæpi sína, væri auðvitað einfalt að glíma við þá og þá gætu bæði ég, þú, stjórnmálamenn og aðrir upplýst þá um leið og þeir eiga sér stað og jafnvel fyrr.
Þar sem málin eru svona flókin eru geysiöflugar rannsóknar- og njósnadeildir um allan heim og ekki veit ég til þess að stjórnmálamenn neins staðar séu ásakaðir um glæpaverk mafíunnar, annarra glæpasamtaka og ekki einu sinni einstaklinga sem afbrot fremja.
Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 21:51
Það hvarflar áreiðanlega ekki að neinum að Þ.K sé í neinum tengslum við Mafíuna. Það væri fáránleg ásökun.
Viðbrögðin við færslunni virðast tengdar yfirsögnininni :" Þorgerður Katrín yfirgefur svðið sem hetja".
Hvaða hetjudáðir tengjast Þ.K.?
Samkvæmt færslunni virðist hetjudáðin fólgin í afsögninni sjálfri; Hún axlar með henni "ábyrgð "á "syndum" eiginmannsins og auðveldar Sjálfstæðislokknum endurskipulag og undirbúning fyrir næstu kosningar.
Glæsileg,kraftmkil og skemmtilega kjaftfor og drambsöm kona, sem vinnur sín störf af bestu getu er vitnisburðurinn sem ég myndi halda að hún ætti skilið. og ég skil hreinlega ekki hversvegna flokksystkini hennar studdu hana ekki af meiri krafti er raun ber vitni.
Ég er samt ekki viss um að hún sé hetja vikunnar en kannski er hún pólitískt fórnarlamb mánaðins?
agla (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:44
Ætli sá pólitíski rétttrúnaður, að hver sá sem ber blak af þingmönnum sé þar með fífl eða glæpamaður, nema hvort tveggja sé, enda er það að verða eina skoðunin sem má hafa, að þingmenn, ráðherrar og flestir opinberir starfsmenn séu fífl og glæpamenn.
Það þykir meira að segja orðið sjálfsagt að ofsækja þetta fólk á heimilum sínum á kvöldin og um helgar, að ekki sé minnst á talsmátann sem menn leyfa sér að hafa um þetta fólk á opinberum vettvangi.
Þessi hugsunarháttur er engu siðlegri en siðblinda bankaræningjanna.
Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2010 kl. 00:05
Axel Jóhann,
þú segir að Kristján Arason hafi "dansað með", og að "otað" hafi verið að honum lánum fyrir hlutabréfakaupum.
Notum réttu orðin. Kristján tók þátt í stórfelldu svindli Kaupþings banka sem gekk út á að halda uppi fölsku hlutabréfaverði. Kannski var hann ekki innsti koppu í búri og kannski áttaði hann sig ekki hversi grafalvarlegt mál þetta var, en það frýjar hann ekki ábyrgð. Hann er ekki svo vitlaus að hann vissi vel að hann gæti aldrei greitt þetta lán tilbaka, nema ef hlutabréfaverð héldi áfram að hækka, og var það samt gjörsamlega óraunhæft. Ég tel sjálfur líklegt að þessi lántaka hans og önnur sambærileg mál muni verða dæmd sem meirháttar markaðsmisnotkun, sem er alvarlegt saknæmt athæfi.
Þetta mál er verið að rannsaka af sérstökum saksóknara. ÞKG vissi vel af þessum háu lánum og hvernig Kristján svo losnaði undan persónulegri ábyrgð, ásamt öðrum Kaupþingstoppum. Hún sat sem ráðherra í ríkistjórn sem fær algjöra falleinkunn í skýrslu RNA, og tengdist bankaglæpamönnum persónulega í gegnum maka sinn. Náin tengsl það.
Ég þekki ekki marga fyrrveranda bankatoppa, eða hversu margir voru með skuldir af þessari stærðargráðu. ÞGK framdi ekki sjálf glæpi en var beintengd á báða kanta, bæði með setu í glæpsamlega vanhæfri ríkisstjórn var svo gift inn í glæpafyrirtæki, manni sem tók viljugur þátt í grafalvarlegum misgjörðum.
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 12:40
Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei komist jafn langt í því að raða vinum sínum að veisluborðinu þar sem þeir rifu í sig flestöll verðmæti þjóðarinnar ef þeir hefðu ekki átt menn á borð við pistilshöfund á bak við sig.
Og ekki síst eru þessir menn mikilvægir þegar verið er að gera upp við fortiðina.
Stattu þig nú Axel og láttu engan bilbug á þér finna. Þú getur í það minnsta ýjað eitthvað að kommúnistunum.
Árni Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 13:51
Skeggi, aldrei hef ég varið bankaglæpamennina, heldur þvert á móti oft tekið fast til orða um afbrot þeirra og auðvitað talið að þeir ættu að fá þá hörðustu refsingu, sem mögulegt er að dæma þá til. Ekki hef ég gert greinarmun á því hvort glæpirnir hafi verið framdir af Bjöggum, Bónusfeðgum, Ólafi, Pálma, eða hvað þeir nú allir heita og ekki hef ég látið mér detta í hug, að velta fyrir mér hvaða flokka þessi menn hafa kosið um dagana, frekar en mér komi við hvaða skónúmer þeir nota. Kristján Arason fær vafalaust dóm eins og aðrir fyrir markaðsmisnotkun, en spurningin er hvort eiginkonur allra þessara glæpamanna verði taldar samsekar, eða hvort það verði einungis hinir beinu gerendur, sem munu fá dóma. Ekkert veit ég hvar þessar eiginkonur hafa unnið, eða yfir hvaða upplýsingum þær bjuggu, en væntanlega kemur það allt saman í ljós í rannsóknum Sérstaks saksóknara.
Árni er með sömu sleggjudóma og áður og leyfir sér að ásaka heilu stjórnmálaflokkana um að vera ótínda glæpaflokka og alla kjósendur þeirra hreint glæpahyski.
Ekki ætla ég ekki að ýja neitt sértaklega að kommúnistunum að þessu sinni, en þeir eru síst heiðarlegri en almennt gerist um annað fólk. Ekki dettur mér heldur í hug að þegar þeir fremji glæpi sína, þá geri þeir það vegna stjórnmálaskoðana sinna, eða í nafni flokksins, þ.e.s. hinn almenni kjósandi kommúnistaflokkanna, en þar sem þeir eru við völd, hika þeir ekki við að fremja stórglæpi í nafni ríkisins og flokksins og þá bitna þeir glæpir auðvitað aðallega á almenningi landanna. Þetta veit Árni vel og þarf í sjálfu sér ekkert að útskýra fyrir honum, eða öðurm.
Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2010 kl. 17:32
Það ætti að sauma appelsínugula samfestinga á þetta lið og senda það á alla fjölmennustu gatnamótin og láta lið tína upp rusl!! Okkur til ánægju og yndisauka
Bjarni (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 21:32
Axel Jóhann,
takk fyrir gott svar. Við erum eflaust meira sammála en við höldum. Við skulum ekki hafa uppi gífurýrði um Þorgerði Katrínu. En hjónaband er traust og náið samband. Tekjur og skuldir eiginmannsins hafa áhrif á persónulega hagi Þorgerðar Katrínar og athafnir og athafnaleysi ríkistjórnarinnar fyrrverandi gat vissulega haft áhrif á stöðu eiginmannsins og fyrirtækisins sem hann vann hjá og skuldaði 1.700.000.000 kr.
Það er hárrétt hjá henni að trúverðugleiki hennar hefur auðvitað beðið hnekki.
Ekki myndi neinn flokkur vilja hafa t.d. eiginkonu Pálma í Fons sem varaformann og þingmann? Nú er ég ekki að tala um þá mætu konu, sem ég veit ekkert hver er, eða hvort hann yfirhöfuð er giftur, heldur bara að einstaklingur sem væri tengdur honum svo nánum böndum sem hjónaband er, á erfitt með að vera í forystu stjórnmálaafls, sem þarf að takast á við misgjörðir sem eiginmaðurinn er tengdur.
Skeggi Skaftason, 18.4.2010 kl. 22:12
Ábyrgð stjórnmálamanna snýst hvorki um kjaftæði né undanbrögð. Hún er skilgreind og að hennar íhlutun eru settar reglur og lög. Og stjórnmálamenn skipa fólki í stofnanir sem eiga að hafa eftirlit með því að reglur séu ekki brotnar. Og stjórnmálamenn í ríkisstjórn eiga að skilja og sjá hvernig þróun vindur fram.
En samfélagið ber líka ábyrgð með lýðræðislegri þáttöku í stjórnsýslu. Sú ábyrgð brestur þegar meðvirknin er farin að bera blak af örlagríkum afglöpum og drepa henni á dreif.
Árni Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 22:22
Skeggi, þrátt fyrir að ég telji Þorgerði Katrínu hina mætustu konu og farsæla stjórnmálamann bloggaði ég um það, að vegna aðstæðna hennar ætti hún ekki annan kost, en að segja af sér varaformennskunni og taka sér hlé frá þingstörfum. Það hefur hún nú gert og þar með axlað sína ábyrgð á hetjulegan hátt.
Varðandi hvað hún vissi og hvað hún vissi ekki sem ráðherra er kannski ekki alveg augljóst, því samkvæmt rannsóknarskýrslunni virðist öðrum ráðherrum en Geir, Árna og Ingibjörgu hafa verið haldið meira og minna utan við málin, en auðvitað hefur hún vitað allt um fjármál eiginmannsins, launakjör hans og hlutabréfakaup. Hún hefur nú beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu varðandi þá hluti og finnst mér að hún hafi með því og afsögninni tekið afleiðingum gerða sinna og axlað ábyrgð á þeim.
Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2010 kl. 22:36
Skeggi, annað sem kemur fram hjá þér, er að þú allt að því líkir Kristjáni Arasyni við Pálma í Iceland Express (áður Fons), en undir það tek ég alls ekki. Það er engan veginn sanngjarnt að likja þeim bankamönnum, sem tóku þátt í hlutabréfakaupum í þeim bönkum sem þeir störfuðu í, við myrkraverk eigenda bankanna og þeirra meðreiðarsveina, sem rændu bankana innanfrá með löglegum og ekki síður kolólöglegum aðgerðum.
Glæpir eru misalvarlegir og dómar sem bankastarfsmennirnir munu væntanlega fá fyrir þátttöku í markaðsmisnotkun munu án nokkurs vafa verða miklu vægari en höfuðpaurarnir munu fá. Að minnsta kosti skulum við vona það.
Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2010 kl. 22:50
Axel Jóhann Axelsson - virðing mín fyrir þér var virkilega til staðar áður - en - eftir að hafa lesið það sem er birt hér að framan held ég að þetta fari að nálgast persónudýrkun á þér -
Grein Sigurðar G Guðjónssonar um Þorgerði - múgsefjun og annað slíkt er góð og vel þess virði að lesa hana -
KA fór fram á það við bankann að fá að flytja bréfin sín ( sem hann eins og aðrir starfsmenn gátu keypt og voru hluti af kjörum bankamanna á þeim tíma með réttu eða röngu ) bankinn sagði nei - svo leið og beið og að lokum var þetta samþykkt.
En hefur fólk velt því fyrir sér ( líka allur sá fjöldi sem mokar úr haughúsi hugsana sinna og hefði hiklaust nýtt svona tækifæri hefði það boðist þeim ) að ekkert fé rann til KA - aðeins hlutabréf sem svo urðu einskis virði og okkar "gamla" handboltahetja sem lagði allt sitt - m.a. hagnaðinn af atvinnumennsku í handboltanum þegar hann var glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi - sem er meira en unnt er að segja um mannorðsmorðingja bloggheima sem hafa ekki og verða aldrei glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar hvorki heima né erlendis - allt var lagt undir og tapaðist - enda bréfin einskis virði.
Hvað tapaðist 1.7 milljarðar???? Varla - þetta fé var ekki til nema á pappírunum í viðleitni Sigurðar og Heiðars til þess að ljúga upp verðmæti bankans.
Og svo situr þjóðin uppi með það að einhver glæsilegasti fulltrúi kvenþjóðarinnar ( og okkar allra ) verður að draga sig í hlé - fyrir hvað?
Hvar er allt fólkið sem spilaði með - keypti húsnæði sem það hefði ekki ráðið við undir nokkrum eðlilegum kringumstæðum ? Bílakaupendurnir - skjákaupendurnir - húsvagna kaupendurnir ?'????
Allt þetta fólk æpir núna - spilling - spilling spilling
datt þessum einstaklingum sem ætluðu að GRÆÐA ROSALEGA aldrei í hug að einhver þyrfti að borga herlegheitin.??
Maður líttu þér nær
Enn og aftur - 3 1/2 árs drengur sagði - þegar fólk talar ljótt þá er hjartað að skíta -
við ykkur fúkyrðaneytendur - ágæta fólk - ég held að hjörtu ykkar séu með niðurgang.
Minnumst þess að fólkið sem þið eruð að ráðast á og svívirða er nákvæmlega það - FÓLK - fólk sem á fjölskyldur - maka - börn - ættingja og vini.
Ég tek líka undir það að þegar fólk mokar úr haughúsi hugar síns er það að lýsa sjálfu sér en ekki þeim sem sorinn beinist að.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.4.2010 kl. 22:59
Ólafur Ingi, ég get nú ekki sagt annað en að ég þakka hlý orð í minn garð og sömuleiðis, þín skrif hafa alltaf verið málefnaleg og vel rökstudd.
Auðvitað töpuðust engir peningar á þessum hlutabréfalánum, því engir peningar voru lánaðir, eingöngu var þetta fólk skráð fyrir hlutabréfum, gegn jafn háu láni, en mátti svo ekki selja hlutabréfin til að borga "lánin". Eftir því sem manni hefur skilist, voru þessi lán með vöxtum, sem arðurinn af bréfunum var látinn greiða, þannig að í raun hagnaðist bankafólkið ekkert á þessu.
Það eina sem hefur raunverulega tapast á þessu er mannorð margra ágætra manna og kvenna, sem sitja nú í súpunni og verða jafnvel dæmd fyrir þessi mistök sín og trú á að það væru snillingar, en ekki glæpamenn, sem áttu og stjórnuðu bönkunum.
Það er líka rétt að margur sem nú krefst niðurfellingar á erlendu lánunum sínum, hneykslast manna mest á gjörðum annarra, sem í raun voru að gera það sama og þeir sjálfir, þ.e. að reyna að hagnast á "nýja hagkerfinu", því fólk virtist halda að eignirnar myndur aldrei gera neitt annað en hækka í verði.
Hugsunarhátturinn var sá sami, en nú vill enginn kannast við að hafa ætlað sér að græða á þessum árum, en þeir sem vilja muna, vita hvað var á seyði hjá hinum almenna borgara á þessum tíma, t.d. húsakaupin, jepparnir, húsvagnarnir, sumarbústaðirnir, utanlandsferðirnar og svo mætti lengi telja. Allt var þetta keypt fyrir lánsfé, sem enginn vill borga núna, vegna þess að þeir fengu svo villandi "ráðgjöf" við lántökurnar.
Þetta fólk, sem segist vera að berjast fyrir sínar fjölskyldur, skirrist ekki við að leggja líf annarra fjölskyldna í rúst með orðljótu öskri sínu á hefnd.
Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2010 kl. 23:37
Það versta er að ég gæti alveg borið virðingu fyrir Þorgerði Katrínu ef hún hefði sagt af sér á réttum forsendum. Í stað þess segir hún af sér til að skaða ekki FLOKKINN! Fyrirgefið en hún og náttúrulega fleiri sköðuðu ÞJÓÐINA. Mér verður bara illt af að lesa það að hún sé einhver hetja vegna þessa.
Helga (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:45
Hér er vandamál íslands í hnotskurn; Þorgerður og karlinn hennar á kafi í sukki og svíanaríi... þúsundir milljóna í pottinum; Þorgerði er ekki vært með að halda í stólinn sinn, tekur sér frí; BANG Þorgerður er hetja.
Magnað þetta íslenska heilkenni...
DoctorE (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 08:55
Þeir sem ætluðu að græða, sitja nú í súpunni, en þeir höfðu kannski ekki tækifæri eins og KA að setja skuldirnar í fyrirtæki sem verður gjaldþrota, sem fer þá á ríkið (okkur). Hann hafði líka áhrif á með kaupum sínum á hlutabréfum að verð á hlutabréfunum hækkaði og almenningur keypti hluti í bönkunum. Hver trúir því að banki fari á hausinn. Fólk treysti þessum mönnum. En því miður situr Kristján Ara ekki í súpunni, því hann vissi betur og gat komið skuldunum unda.
Lara (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 09:28
Smá ábenging Lára. Skuldir, sem gjaldþrota fyrirtæki geta ekki greitt til bankanna fara ekki á ríkið (okkur), heldur bitnar það tap á kröfuhöfum bankanna, sem að stærstum hluta eru erlendar lánastofnanir. Sem betur fer, liggur mér við að segja, því nóg er nú samt sem skattgreiðendur þurfa að þola vegna bankahrunsins.
Axel Jóhann Axelsson, 19.4.2010 kl. 09:34
Ólafur Ingi.
Hvað veist þú um það hvort Kristján fékk arð greiddan af bréfunum eða ekki. Auðvitað fékk hann arðinn eins og bankastjórasvíðingarnir.
Þú talar um fólk sem keypti húsnæði og bíla, en hafði ekki efni á því. Þetta fólk hefur vafalaust misst þessar eignir, en situr uppi með skuldir sem ekki verða afskrifaðar.
Kristján og Þorgerður tóku lán sem þau gátu ALDREI greitt aftur, nema ef hlutabréfaverð héldi áfram að hækka. Þarna eru þau að gera sama hlutinn og þú ert að gagnrýna aðra fyrir, en munurinn á Kristjáni Og þorgerði og hinum er sá að þau fengu afskrifaðar skuldirnar og eru skuldlaus en lýðurinn sem þú gagnrýnir ekki.
Sérð þú ekkert athugavert við þetta, og skrif þín?
Hvað ætluðu Kristján og Þorgerður að gera með þessum lántökum? Var það ekki að græða , og það alveg rosalega? Hugsaðu aðeins út í það.
Fólkið sem þú gagnrýnir sem mest á BÖRN , vini og ættingja eins og Kristján og Þorgerður, en það skiptir þig greinilega engu, þetta fólk hefur misst allt, og situr eftir stórskuldugt, meðan KA, og ÞK eru skuldlaus, þrátt fyrir að hafa tekið himinhá lán sem þau gátu aldrei greitt til baka.
Svo, næst þegar þú gagnrýnir almenning, en lofar spillingardúkkurnar, hugsaðu þá aðeins áður en þú setur þetta bull á blað, og verður að atlægi.
Jón (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 20:18
Aaahhh....hér eru skoðanaskiptin ritskoðuð...þú ert sumsé eins og JVJ og Guðrún Sæm. og hinir dökkbláu hægri-tuddarnir sem enga umræðu þola nema jábræðrum sínum...uuusss...kjúklingur ertu.
Haraldur Davíðsson, 21.4.2010 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.