Mótsagnir Jóhönnu

Eins og fram kemur í þessari frétt sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokstjórnarfundi Samfylkingarinnar, að afdráttarlaus krafa væri að þeir sem hefðu rænt bankana innanfrá, yrðu færðir fyrir dómstóla og hlytu þar makleg málagjöld fyrir græðgi sína og óheiðarleika.  Þetta er auðvitað svo sjálfsagt, að varla hefði verið til að nefna það, enda eru mál þessara glæpamanna nú til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara með aðstoð frá rannsóknaraðilim í Englandi og Luxemburg ásamt fleiri erlendum sérfræðingum undir forystu Evu Joly, sem hefur raunar bent á að enn þurfi að fjölga starfsmönnum embættisins og auka til þess fjárframlög.

Síðar i ræðunni féll Jóhanna í þá gryfju, að reyna að koma sök á bankahruninu á þá sem hafa gengt ráðherrastörfum undanfarin ár, aðrir en flokksfélagar hennar úr Samfylkingunni, með því að gefa í skyn að þeir hefðu átt að bjarga bönkunum á árinu 2006.  Það er afar furðulegt að forsætisráðherra taki þátt í þeim ljóta leik, að gefa í skyn að hægt hefði verið að bjarga bönkunum undan þeirri skipulögðu og staðföstu glæpastarfsemi sem stunduð var af eigendum bankanna, sem í flestum tilfellum notuðu þúsundir fyrirtækja í sinni eigu, til að sjúga fé út úr bönkunum og koma því með krókaleiðum í eigin vasa og inn á bankareikninga í banka- og skattaparadísum erlendis.

Það var á ábyrgð eigendanna sem bankarnir voru reknir og ef einhver hefði átt að bjarga bönkunum, þá voru það þeir sjálfir, en ekki stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar, sem í flestum tilfellum þurftu að reiða sig á upplýsingar frá bönkumum sjálfum, endurskoðendum þeirra og lögfræðingum.

Enginn gat vitað, nema glæpamennirnir sjálfir, að bankarán stæði yfir og ekki var í mannlegum mætti að koma í veg fyrir það.  Eftir að glæpirnir urðu opinberir á hins vegar ekki að láta neins ófreistað, til að koma þessum skúrkum bak við lás og slá.

Það er Jóhönnu til minnkunar, að fara með þessum hætti niður á plan dómstóls götunnar, sem ekki skirrist við að hengja mann og annan, sem engin ráð höfðu til að afstýra glæpnum.


mbl.is Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Jóhönnu þótti nú lítið til þeirrar tilraunar koma hér fyrr á öldinni, þegar að yfirvöld reyndu að koma böndum á þá sem rændu svo Glitni á endanum. Þá bísnaðist hún yfir kostnaði við glæparannsókn á Yfirbankaræningjanum. Og var það ekki um það leyti sem að hún segir núna að hefði verið hægt að bjarga bönkunum?  Jóhönnu þótti lítið til þess koma að sett yrðu lög, sem takmörkuðu eignarhald manna á fjölmiðlum, lög sem hefðu líklegast komið í veg fyrir það að útrásarvíkingar, eða öllu heldur bankaræningjar eignuðust öfluga áróðursmaskínu. 
  Jóhanna og fleira Samfyllkingarfólk fagnaði einum af þessum hagstjórnarmistökum, sem getið er í skýrslunni, þ.e. 90% húsnæðislánunum.  Samfylkingin með aðkomu sinni að R-listanum tók þátt í einum af þessum hagstjórnarmistökum, sem Kárahnjúkavirkjun er sögð vera, þar sem R-listinn fór með fór með vald Reykjavíkurborgar yfir hlut hennar í Landsvirkjun.
  Samfylkingin ásamt Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki háði kosningabaráttu með skattalækkunnaryfirboðum og skattalækkanir voru einnig talin hagstjórnarmistök.
  Ætli fingraför Samfylkingarinnar finnist víðar aðdraganda hrunsins og þá fyrir 2007?

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.4.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var einmitt niðurstaðan í Baugsmálinu fyrsta og barátta Samfylkingarinnar gegn þeim sem vildu takmarka útþenslu veldis Baugsfeðga og fleiri slíkra, sem lamaði stjórnkerfið í baráttunni gegn auðjöfrunum.

Eftir lok Baugsmálsins töldu garkarnir sér alla vegi færa og fóru að haga sér eins og þeim sýndist og gengu æ lengra í glæpamennskunni.  Af því sýpur þjóðin seyðið núna.

Ábyrgð Samfylkingarinnar á þróun mála er meiri en hún vill vera láta.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 21:04

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Skýrslan sem slík, varpar nokkuð skíru ljósi á það hvað var í gangi við einkavæðingu bankana.  Samt ætlar Jóhanna að halda áfram að stofna nefndir til að skoða næstum því 10 ára gamla atburði, sem allir eru búnir að átta sig á, nema þá hún og hennar fólk. Svo maður tali nú um að allir vita nú orðið hvað varð til þess að við komust á þennan lista "vinveittra" þjóða.
  Maður spyr sig hvaða tilgangi það þjónar, að beina athygli sinni að einhverjum sagnfræðirannsóknum á tímum sem eldar loga um allt efnahagslífið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.4.2010 kl. 22:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Væntanlega til að leiða athyglina frá eigin getuleysi við lausn brýnna vandamála.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 22:42

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka ykkur báðum,er tiltölulega ánægður með skýrsluna að því leiti sem ég hef kynt mér hanna.  Hún er á ábirgð þriggja einstaklinga sem unnu hanna undir þrýstingi. 

Þess vegna skildi enginn kippa sér upp við smá skekkjur og jafnvel að kafla vanti.  Það er ekki endilega þeim að kenna.  Ómerkilegt er þess vegna að lýsa sig stikkfrí þó þar sé ekki getið.    

Hrólfur Þ Hraundal, 17.4.2010 kl. 23:57

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þess er getið í skýrlsunni að þingflokkur Samfylkingar hélt tvo þingflokksfundi, með viku millibili í feb. 2008, þar sem efni febrúarfundarins í Seðlabankanum var til umræðu.  Svo er þess getið annars staðar í skýrslunni að Jóhanna hafi átt sæti í sérstakri efnahagsnefnd á vegum ríkisstjórnarinnar.  Hún hefur kannski bara ekki meiri pólitískan þroska en það eftir öll þessi ár að hún álykti á þann hátt að maður þurfi að sæta ásökunum fyrir vanrækslu, til að axla pólitíska ábyrgð.

Svo birtist frétt á Eyjunni nokkrum dögum eftir að skýrslan kemur út, með öllum þeim sleggjudómum sem í henni eru, þar sem Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að það séu ekki nægar lagaheimildir fyrir Seðlabankann til að gera það sem átti að gera samkvæmt skýrslunni fyrir hrun.   Ég er nú ekki mjög trúaður á það að þessi tímasetning á fréttinni sé einhver tilviljun, en sé svo þá hlýtur Már að vera verulega tregur, fyrst hann áttaði sig ekki á þessu fyrr, eða þá aðstoðarbankastjórninn hans, því ekki voru þeir að hefja störf í bankanum þegar þeir tóku við þessum embættum, því þeir voru aðalhagfræðingar bankans á árunum fyrir hrun og ættu því að vera nokkuð vel að sér í innviðum bankans.

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.4.2010 kl. 00:31

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Már kom einnig í sjónvarpsfréttir og sagði að Seðlabankinn byggi í raun ekki yfir neinum lagalegum úrræðum til þess að kanna hag bankanna og hefði lítil sem engin tök á því að fylgjast með rekstri þeirra.  Hann lét þess jafnframt getið að banki gæti verið að hruni kominn, á þess að hann sjálfur eða Seðlabankinn, sem stofnun, hefði hugmynd um það.

Davíð Oddson hefur marg sagt það sama, en þá hafa fjölmiðlar og almenningur rokið upp og sagt hann vera að reyna að afsaka sjálfan sig og frýja sig og Seðlabankann ábyrgð og svo hefur fylgt venjulegu svívirðinaflaumur um hann.

Núna, þega Már segir það sama, fylgir enginn fjölmiðill því eftir, enginn bloggari fjallar um málið og engum dettur í hug að láta þess getið, að Davíð hafi verið órétti beittur í umræðunni vegna þessa.  Nei, nú ríkir þögnin ein.

Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2010 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband