Fáráðlegar árásir á Bjarna Benediktsson

Þingmenn Hreyfingarinnar voru með ótrúlegt uppistand á Alþingi í dag, þar sem þeir kröfðust þess að fjöldi samþingmanna þeirra segði af sig frá þingstörfum vegna þess að þeir hefðu lesið á blogginu, að þar héldu einhverjir furðufuglar slíkum kröfum á lofti.

Það er furðuleg framkoma þingmanna sem virðast vilja láta taka sig alvarlega, að hlaupa í ræðustól með órökstuddar kröfur um afsögn félaga sinna á þinginu, eingöngu af því að þeir halda að það geti aflað þeim einhverra stundarvinsælda á þessum tímum nornaveiða gegn hverjum þeim sem fólk lítur á pólitíska andstæðinga sína. 

Sá sem einna mest verður fyrir þessum ofsóknum þessa dagana er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem ekki er bendlaður við neitt misjafnt í aðdraganda bankahrunsins og ekki fékk á sig neinar ávirðingar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.  Þrátt fyrir það leyfir fók sér að ráðast á hann með óhróðri og ásökunum um hvers konar glæpamennsku, þó vitað sé að ekkert sé á bak við þessar siðlausu árásir á pólitískan andstæðing.

Það er algerlega eðlilegt að hafa mismunandi sýn á stjórnmálin, flokkana og fulltrúa þeirra í sveitarstjórnum og á Alþingi, en það er algerlega óþolandi að ata auri á andstæðingana persónulega í stað þess að gagnrýna skoðanir þeirra.

Þeir sem stunda svona auðvirðilegan málflutning lýsa með því sínum eigin vesæla innri manni.


mbl.is Illugi færði fram sterk rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Svo Bjarni Ben og Þorgerður eru alsaklaus af þessu öllu ?

Sævar Einarsson, 16.4.2010 kl. 21:42

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Vafningur ehf og N1 eru ekki á hans ábyrgð, hann var bara misnotaður ...

Sævar Einarsson, 16.4.2010 kl. 21:44

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Til að afla sér traust þarf að ávinna sér það, nema það sé keypt með fjárframlögum ...

Sævar Einarsson, 16.4.2010 kl. 21:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú hefðir nú ekki þurft þrjár færslur fyrir þennan þvætting.  Bjarni Ben. hefur ekki fengið á sig neinar ávirðingar fyrir sína stjórnarsetu í þessum félögum, nema í DV og það er ómerkilegasti snepill norðan Alpafjalla og enginn með fullu viti tekur mark á þeim bleðli.

Bjarni Ben. er alls trausts verðugur, enda nýtur hann trausts allra sem til hans þekkja.

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2010 kl. 21:57

5 identicon

Ég er sammála þér með þetta upphlaup Hreyfingarinnar. Mér finnst það ekki sæmandi að þingmenn fari svona á torg og búi til "dauðalista" yfir kollega sína. Ef þau vilja að þau séu tekin alvarlega þá eiga þau jafnframt að sýna kerfinu virðingu. Við almenningur, og þingmenn verðum að leyfa réttvísinni að vinna sína vinnu. Þetta er ekkert annað en popúlismi.

Villi (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 22:09

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sona svona, Axel minn, opnaðu augun og viðurkenndu það sem þú sérð. Sjálfstæðisflokkurinn skánar ekkert við að horft sé á hann með bundið fyrir augun. Þessháttar er kallað afneitun og þykir fremur neikvæð fyrir sálarlífið. 

Jóhannes Ragnarsson, 16.4.2010 kl. 22:22

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes minn, ég hef horft á stjórnmálaflokkana með galopin augu og eyru í langan tíma og hvar og hvenær sem er vitnað um það, að Sjálfstæðisflokkurinn ber af hinum flokkunum, eins og gull af eiri.

Eins og þú segir, þá er ekki gott fyrir sálarlíf þitt, að afneita þessum staðreyndum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2010 kl. 22:30

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, hvur röndóttur: Sjúkdómurinn er þá alvarlegs eðlis eftir allt saman. En það mátti svo sem búast við því ...

Jóhannes Ragnarsson, 16.4.2010 kl. 22:33

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, líklega er þetta alvarlegt tilfelli.  Þú ættir að láta lækni líta á þig sem fyrst.

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2010 kl. 22:36

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver og einn hefur sinn Guð. En þá segir í ritningunni, ekki skaltu aðra Guði hafa. Er það Bjarni ???

Finnur Bárðarson, 16.4.2010 kl. 22:40

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei, Bjarni er jafn mennskur og þú og vegna djúps skilnings þíns á ritningunni, þá þekkir þú væntanlega, að sá á að kasta fyrsta steininum, sem syndlaus er.

Miðað við hvað margir fá af sér að grýta Bjarna Ben. og annað fólk, sem ekkert hefur af sér brotið, þá eru margir heilagir hér á blogginu og víðar.

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2010 kl. 22:52

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér finnst bera fullmikið á því að fólk sé að oftúlka margt sem er í þessari skýrslu og jafnvel að nefndarmennirnir sjálfir hafi oftúlkað eitthvað sjálfir, þegar þeir matreiddu skýrsluna ofan í þjóðina á hundavaði í Iðnó á mánudaginn.

Lagaheimildir eru þegar fyrir hendi varðandi Fjármálaeftirlitið og bankana en það þarf að þarfagreina hvaða upplýsinga er þörf til viðbótar, þannig að Seðlabankinn öðlist heildaryfirsýn og geti stuðlað að fjármálastöðugleika.
- Páll Hreinsson, Morgunblaðinu, 14. apríl 2010.

Það er hins vegar okkar afstaða að lög hefðu átt að standa til þess að bankinn fengi meiri upplýsingar en varð.
- Tryggvi Gunnarsson, Morgunblaðinu, 14. apríl 2010.

Í gamla daga var bindisskyldan nýtt en hún dugar ekki við þær aðstæður sem sköpuðust í aðdraganda hrunsins eins og bent hefur verið á. Eitt úrræðið er að gefa Seðlabankanum vald til að stýra veðhlutföllum en í þeim felast augljós bólumerki.
- Sigríður Benediktsdóttir, Morgunblaðinu, 14. apríl 2010.

Það hefði skipt miklu máli ef Seðlabankinn hefði átt kost á þessu á árunum 2000-2005.
- Páll Hreinsson, Morgunblaðinu, 14. apríl 2010.

Við fengum verulegt magn gagna frá Seðlabankanum þar sem hugað hefur verið þó nokkuð vel að skráningu funda og samtala. Það sést til dæmis á lýsingum á samráðsfundum, drögum að fundargerðum og punktum. Þetta eru stundum einu samtímaheimildirnar sem við höfum.
- Tryggvi Gunnarsson, Morgunblaðinu, 14. apríl 2010.

Ef farið hefði verið út í þá greiningu, hvað kostað hefði að halda úti trúverðugum gjaldeyrisforða hefðu menn komist að þeirri niðurstöðu að það væri of dýrt – og bankakerfið þar af leiðandi of stórt.
- Sigríður Benediktsdóttir, Morgunblaðinu, 14. apríl 2010.


Komið er í ljós að það skortir verulega á samræmd vinnubrögð varðandi skráningu þessara hluta. Við fengum verulegt magn gagna frá Seðlabankanum þar sem hugað hefur verið þó nokkuð vel að skráningu funda og samtala. Það sést til dæmis á lýsingum á samráðsfundum, drögum að fundargerðum og punktum. Þetta eru stundum einu samtímaheimildirnar sem við höfum. Þetta eru ekki yfirlesnar fundargerðir sem hafa verið staðfestar, en þarna var möguleiki að skrá niður og setja fram skjöl, sem höfðu að geyma ábendingar, tillögur og mat á stöðu. Þannig að þetta var hægt.
-Tryggvi Gunnarsson, Morgunblaðinu, 14. apríl 2010.

Mér finnst persónulega það merkilegast sem ekki er í skýrslunni; eins og t.d. það að það er bara vitnað í Jón Sigurðsson, en ekkert sett út á störf hans sem formann stjórnar FME, né aðara formenn  þó svo það standi í skýrslunni, að bera þurfi allar meiriháttar aðgerðir og viðurlög undir stjórn FME, sem sagt forstjóri FME liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki beitt þeim viðurlögum, sem hann mátti í raun ekki beita nema bera þau undir stjórn FME?

Svo situr enn í ríkisstjórn ráðherra sem að tók þátt með IGS í yfirhylmingunni fyrir Björgvini, það var kannski ekki túlkað sem lögbrot í skýrslunni, en er það ekki sem að nefndin um siðferði, hefði átt að taka fyrir, þessar yfirhylmingar?  Það telst varla fallegt siðferði að hylma yfir mál, fyrir viðkomandi fagráðherra.  Auk þess sem að slík vinnubrögð, þegar upp komast vekja ekki traust á þeim sem hylmir yfir.

Fjölmiðlarnir fengu sinn dóm nefndinni um siðferði, en ekki ætla þeir að draga neinn lærdóm af því og gera heldur engar athugasemdir við það að hafa verið kallaðar "Upplýsingarskrifstofur útrásarvíkinga" ( mín orð) og ekki hefur einn einasti ritstjóri eða blaðamaður frá þeim tíma sem útrásin stóð yfir, beðist afsökunnar á því að hafa kannski ekki alltaf flutt "réttar" fréttir af gangi mála.  Fjölmiðlarnir halda áfram í bullinu; Össur segir aðspurður í þinginu, að hugsanlega hafa tengsl Samfylkingarinnar við Baug, haft áhrif á afstöðu flokksins til Fjölmiðlafrumvarpsins. Menn taka það á lofti og spyrja Ingibjörgu "tæknilega saklausu" Sólrúnu Gísladóttur, hvort eitthvað sé hæft í þessu hjá Össuri, hún segir nei.......... og þá er bara end of story, ekkert reynt að kanna málið betur eða neitt.  Orð konunnar sem að hélt ráðherra úr eigin flokki í myrkrinu í ca. hálft ár fyrir hrun tekin trúanleg.  Mér finnst vinnubrögð fréttamanna ekki benda til þess að fréttamennska skáni eitthvað í kjölfar skýrslunnar.  Heldur verði þar sama "heittrúartúlkunin" til varnar eigenda fjölmiðilsins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2010 kl. 23:08

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Oft hafa fréttamenn verið gagnrýndir á þessu bloggi fyrir léleg vinnubrögð, fáráðlegt fréttamat, villandi og ónákvæmar fréttir og að sjá alls ekki það sem fréttnæmast er, t.d. þegar þeir vinna fréttirnar.

Það er heilshugar hægt að taka undir hvert orð í þinni færslu, Kristinn Karl.  Þetta er mjög góð færsla hjá þér og hafðu þökk fyrir þessa samantekt.

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2010 kl. 23:25

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mín var ánægjan Axel.  En í ljósi þess að stórhluti þjóðarinnar mun kveða upp sinn dóm af því sem stendur í skýrslunni, af fréttum fjölmiðla, þá er hlutverk þeirra í raun og veru miklu mikilvægara nú en nokkurn tíman áður.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2010 kl. 23:29

15 identicon

Illugi, Bjarni og Þorgerður eru búin að vera í pólítíkinni..!

Snorri Gylfason (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 00:06

16 Smámynd: Ólafur Haukur Magnússon

Axel minn kæri, Lestu nú blöðin, netið, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og hættu þessum geslabaugssakleysi.

Ólafur Haukur Magnússon, 17.4.2010 kl. 00:25

17 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel - ég tek undir skrif þín - hitt er reyndar sorglegt að fólk skuli leggjast svo í svaðið að það virðist ætla að vera það til frambúðar.

Andstæðingar flokksins vilja velja hvaða fólk víkur til hliðar og það er magnað að sjá við hvaða þingmenn flokksins þeir eru hræddastir - Bjarni - Þorgerður - Illugi - Ólöf -

Það er hinsvegar grjótharður ásetningur minn að flokksmenn sjálfir ákveði sitt þinglið- hræðslubandalag andstæðinga flokksins verður ekki langlíft -

Samantekt Kristinns Karls er mjög góð og hefðu dómararnir á blogginu gott af þeim lestri - ekki svo að skilja að ég haldi að það myndi breyta afstöðu þeirra - sannleikurinn þvælist ekki fyrir þessu fólki.

Það að Jón Sigurðsson skuli ekki vera nefndur í tengslum við FME er undarlegt. Nema því aðeins að þessi færasti bankamaður landsins hafi bara verið upp á punt.

Reyndar virðist mér vera komið upp á yfirborðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið einn í ríkisstjórn í 20 ár.

Þá spyr ég hvað var allt hitt fólkið að gera og fyrir hvað fékk það laun??

Það þarf hinsvegar gífurlega yfirgripsmikla vanþekkingu til þass að komast að þeim niðurstöðum sem dómararnir ´blogginu gerðu.

Það er líka til annað orð yfir vanþekkingu

Ég er EKKI EKKI stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar - en mér er vel ljóst að maðurinn er eldklár. Athugasemdirnar sem hann gerði við skýrsluna eru mjög alvarlegarog veikja tiltrú á skýrslunni - ekki síst vegna margra annara athugasemda sem komið hafa fram. Það er sorglegt ef hún reynist ekki sá leiðarvísir sem henni var ætlað að verða.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.4.2010 kl. 01:35

18 Smámynd: Sigurður Helgason

Það er sorglegt að lesa skrif flokksfélagana, sjálfstæðisflokkurinn er sem sagt búinn að vera

Sigurður Helgason, 17.4.2010 kl. 02:51

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, Sjálfstæðisflokkurinn er nú ekki meira búinn að vera, en það, að hann mælist alltaf lanngstærstur í skoðanakönnunum.  Enda ert þú og aðrir, sem eru jafn sorglega sinnaðir í miklum minnihluta meðal þjóðarinnar.  Svona þröngsýni, dramb og hatur út í samborgara sína getur aldrei leitt til neins nema ills.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 06:01

20 Smámynd: Sigurður Helgason

Axel bíddu eftir kosningunum, skaðakannanir segja ekki neitt, það er ekkert hatur glæpalíð á að loka  inni það er gert í siðuðum þjóðfélögum,

Og siðleysi á ekki að líðast hvorki hjá sjálfstæðismönnum eða öðrum, það hefur verið svo gegnum árinn nú er komið nóg,

hver skítatunnan ofan á annarri og svo skítugar þar á milli til að vaða skítinn og reina að verja einivað sem þeir kalla málstað

Við erum ört stækkandi hópur innan flokksins sem viljum formanninn burt.varaformaðurinn er ekki nóg.

Sigurður Helgason, 17.4.2010 kl. 08:28

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

"hver skítatunnan ofan á annarri og svo skítugar þar á milli til að vaða skítinn og reina að verja einivað sem þeir kalla málstað"

Lokasetningin í upphaflega pistlinum mínum, átti einmitt við svona málflutning, en hún hljóðaði svona:  "Þeir sem stunda svona auðvirðilegan málflutning lýsa með því sínum eigin vesæla innri manni."

Hugsunarháttur þinn og tjáning bendir ekki til þess, að þú sért Sjálfstæðismaður, en ef svo er og þú tilheyrir einhverjum ört stækkandi hópi, sem vill losna við Bjarna Ben. úr formannsstólnum, þá er landsfundur vettvangurinn til þess, ekki níðskrif og rógur á opinberum vettvangi.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 08:43

22 Smámynd: Sigurður Helgason

Hann gæti nú farið fyrr, það er ekki eftir neinu að bíða  

Sigurður Helgason, 17.4.2010 kl. 08:49

23 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilegt, Sigurður, að það er þér alger ofraun, að reyna að rökstyðja mál þitt.  Svívirðingarnar og rógurinn er greinilega það sem þér er tamast.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 09:09

24 Smámynd: Sigurður Helgason

Hvar eru svívirðingaranar og hvar skildi nú rógurinn vera, það er eitt með þig AXEL að það má enginn annar vera með skoðun nema þú og þá eru það svívirðingar eða rógur,

ertu á launum við þetta ? 

Ég er sjálfstæðismaður og vill Bjarna út ekkert, einfaldara en það með allan sinn auð og vafninga,

Sigurður Helgason, 17.4.2010 kl. 10:29

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er harður andstæðingur vinstri stjórnmálaskoðana, en aldrei hefur mér dottið í hug að kalla forustumenn þessara flokka hálvita, glæpamenn og þjóðníðinga, hvað þá að manni detti í hug að nota slíkt orðbragð um kjósendur flokkanna.

Ég held mig við það sem sagt hefur verið, að maður geti fyrirlitið skoðanir þeirra, en berjist glaður fyrir því að þeir fái að hafa þær fyrir sig og tjá þær.

Þeir vinstri menn, sem tjá sig hér á blogginu nota sjaldnast pólitísk rök fyrir máli sínu, heldur þurfa Sjálfstæðismenn yfirleitt að þola tómar persónulegar svívirðingar, lygar og róg af hendi þessa fólks og því virðist finnast sjálfsagt að tala með þessum hætti um bláókunnugt fólk.

Líklega er þetta háttarlag hluti af gjörólíkum pólitískum hugsunarhætti og því er meira en sárt, að sjá menn sem segjast vera Sjálfstæðismenn nota sömu aðferðir í málflutningi.

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 11:47

26 Smámynd: Sævar Einarsson

Jæja Þorgerður stígur til hliðar og ákveðið að segja af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins og taka sér leyfi frá þingstörfum, BB næstur.

Sævar Einarsson, 17.4.2010 kl. 11:56

27 Smámynd: Sævar Einarsson

Þau gerðu mistök og maður kemur í manns stað, enginn að tala um að það sé verið að eyða út X-D, ef eitthvað er, þá styrkir þetta flokkinn og meira ef BB gerir slíkt hið sama og Þorgerður.

Sævar Einarsson, 17.4.2010 kl. 12:02

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir Bjarna Ben. til að stíga til hliðar af þingi, enda liggur hann ekki undir neinum ásökunum um eitt eða neitt.

Það er ekkert annað en óþverraskapur að ásækja saklaust fólk..

Axel Jóhann Axelsson, 17.4.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband