Ótúristavænt

Undanfarnar vikur hefur ferðaþjónustan á landinu fagnað því, sem kallað hefur verið "túristagos" á Fimmvörðuhálsi og innlendir og erlendir ferðamenn jafnvel lagt lífið að veði við að komast til að skoða þennan skemmtilega varðeld í óbyggðum.

Sá skemmtilegi varðeldur var þó aðeins smásýnishorn af því sem koma skyldi, því um leið og fór að gjósa í Eyjafjallajökli tók alvara lífsins við, því þá fór alvara lífsins að minna rækilega á sig með stórflóðum og öskufalli, sem nú hefur sett flugferðir um allan hnöttinn í uppnám, tafir og tap, bæði fyrir flugfélögin og ekki síður ferðamennina, sem komast ekki lönd eða strönd, hversu brýnt sem erindið er.

Síðan gæti Katla farið að gjósa og þá væri allt sem á undan er gengið eins og hjóm eitt, miðað við það sem þá gæti gerst, bæði í gífurlegum tjónum hér innanlands, ásamt því að raska öllum flugferðalögum um heiminn ennþá meira en nú er að gerast.

Eldgos eru dauðans alvara og engin túristabeita.  Áhrifin á túristana eru aðallega þau, að þeir komast ekki í til að njóta frídaganna sinna, hvar í heiminum sem þeir hugsuðu sér að gera það.  Ekki síður hefur þetta alvarleg áhrif á viðskiptaferðir og það sem verst er, sjúkraflug.

Eins mikið og ferðaþjónustan fagnaði fram að þessu, er hún nú brostin í mikinn grát yfir örlögum sínum. 

 

 


mbl.is Flug lamað annan daginn í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband