15.4.2010 | 17:17
Björgvin getur ekki annað á meðan á rannsókn stendur
Björgvin Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem Ingibjörg Sólrún hélt að miklu leyti utan við fundahöld með seðlabankamönnum í aðdraganda hrunsins, er einn þeirra sem á þeim tíma sat á ráðherrastóli og Rannsóknarnefnd Alþingis kvað upp úr með að væri sekur um vanrækslu í starfi vegna aðgerðarleysis á þeim örlagaríku tímum.
Sérstök þingnefnd, undir forystu Atla Gíslasonar, þingmanns VG, hefur það hlutverk með höndum, að taka ákvörðun um hvort Björgvini, Geir Haarde og Árna Matthiesen verði stefnt fyrir Landsdóm vegna þeirrar vanrækslu, sem rannsóknarnefndin sakar þá um, en rannsóknarnefndin kvað ekki upp endanlegan dóm þar um.
Á meðan nefnd Atla er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og meta hvort þremenningunum verði stefnt fyrir Landsdóminn og málið er að öðru leyti til meðferðar í þinginu, er Björgvini ekki sætt á þingi, en kemur væntanlega aftur til þingstarfa, komist nefndin að þeirri niðurstöðu, að ekki sé tilefni til stefnu, eða Landsdómur sýknar hann af öllum ákærum.
Björgvin er sá eini þremenninganna, sem gaf kost á sér til setu á Alþingi og getur því ekki annað en vikið af þinginu, a.m.k. um stundarsakir.
Björgvin víkur af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek hatt minn ofan fyrir honum á sama tíma og mér finnst það algerlega lýsandi dæmi um siðferði ALLRA annara þingmanna að það skuli vera HANN - HANN sem "fékk" ekki einu sinn upplýsingar eða svo mikið sem að mæta á fundi.
Ingibjörg Sólrún á ALDEILIS eftir að svara fyrir það.
MargrétJ (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:51
Þetta er bara sýndarmennska hjá Björgvin.
Hallur (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:08
En Axel,,,,,,,,,,,,hvað með sjálfstæðisflokkinn eins og hann leggur sig er það bara BJÖRGVIN og enginn annar
Sigurður Helgason, 15.4.2010 kl. 20:00
Sigurður, fékk Sjálfstæðisflokkurinn nokkur ummæli í rannsóknarskýrslunni um að hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi? Fékk Samfylkingin, sem flokkur, nokkuð slíkan úrskurð frá nefndinni?
Ég er ekki búinn að lesa alla skýrsluna, en man ekki í augnablikinu eftir að hafa heyrt á það minnst að stjórnmálaflokkarnir hafi fengið nokkra sérstaka einkunn frá rannsóknarnefndinni. Hins vegar man ég að þrír ráðherrar voru nefndir í þessu sambandi, þ.e. Geir Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin Sigurðsson, sem er sá eini þeirra, sem nú situr á þingi og þess vegna sá eini þeirra, sem getur sagt af sér þingmennsku. Ef til vill verða þeim öllum þrem stefnt fyrir Landsdóm, en það kemur ekki í ljós fyrr en síðar.
Finnst þér þetta of flókið til að skilja?
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2010 kl. 21:23
En að flokkunum sem heild slepptum, er ekkert minnst á einstaklinga í Sjálfstæðisflokknum sem runnu eitthvað til á svellinu?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2010 kl. 21:30
Aumingja maðurinn áttaði sig ekki á því fyrr en skýrslan kom út að hann hefði gert eitthvað rangt og sofið á verðinum. Það var á hans vakt sem allt hrundi, en hann var ekkert hafður með og vissi því ekkert.
Afsögn hans nú, afsögn sem þingflokksformaður fyrr í vikunni og afsögn hans sem ráðherra í janúar 2009, allt eru þetta leikþættir í hans pólitíska leikriti. Hversu lengi hann kemst um með þennan leikaraskap á eftir að koma í ljós. En ég segi það enn einu sinni að þessi maður átti að segja af sér að morgni þess dags þegar Glitnir var þjóðnýttur án hans vitundar. Á því hafði hann ekki vit.
Jón Óskarsson, 15.4.2010 kl. 21:52
Nafni, ég held að allra flokka "kvikindi" hafi fengið nöfnin sín skráð í skýrsluna, með alls kyns áfellisdómum, misalvarlegum þó.
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2010 kl. 22:37
Hvað finnst þér að Þorgerður Katrín eigi að gera?
Hvar er fólk úr VG nefnt í skýrslunni?
Hamarinn, 15.4.2010 kl. 23:48
Þorgerður Katrín á að segja af sér öllum trúnaðarstörfum, því eins og syndir feðranna koma niður á börnunum, þá koma syndirkarlanna niður á eiginkonunum.
Ég hef ekki haldbæran nafnalista úr skýrslunni og gæti hvort sem er ekki dregið alla sauðina í flokksdilka. Ég var að vísa til skýrslunnar í heild, ekki bara kaflann um pólitíkina og hef alltaf gengið út frá því sem vísu, að glæpahneigð kæmi pólitískum skoðunum ekkert við.
Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2010 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.