Kemur Sjónvarpið þessu á Wickileaks?

Stríð eru skelfileg og bitna verst á óbreyttum borgurum, sem þurfa að þola allar þær hörmungar sem þeim fylgja og oft eru afleiðingar bardaga, sérstaklega í bardögum innan fjölmennra borga, eru iðulega þær, að fjöldi saklausra borgara lætur lífið vegna skothríðar eða sprengjuregns.

Eftir Íraksstríðið hefur geysað hálfgerð borgarastyrjöld milli innlendra trúarhópa og því hafa Bandaríkjamenn ekki getað kallað her sinn heim úr landinu, þar sem hann er nú að aðstoða innlend yfirvöld við að halda uppi lögum og reglum í landinu.  Ekki er sá her saklausari en aðrir af því að drepa almenna borgara og gera ótal mistök þegar þeir telja sig eiga í höggi við hryðjuverkamenn, enda þekkjast þeir illa frá öðrum, nema af vopnunum og reyndar sjást þau sjaldnast, því oftast er um sjálfsmorðssprengjumenn og konur að ræða, sem myrða tugi og hundruð manna, um leið og þeir sprengja sjálfa sig í loft upp.

Nú berast fréttir af því að pakistanski herinn hafi orðið tugum óbreyttra borgara að bana í sprengjuárás á Talibana í afskekktu þorpi í Pakistan.  Alltaf eru þessar fréttir jafn skelfilegar, en ekki er gert mikið úr þeim í fjölmiðlum, nema Bandaríkjamenn eigi hlut að máli, en þá fer heimspressan yfirleitt algerlega á hvolf, enda eðlilegt að gera meiri kröfu til þeirra en annarra.

Sjónvarpið íslenska aðstoðaði við að koma myndbandi á Wickileaks af skotárás Bandaríkjamanna á ætlaða óvini í Bagdad fyrir skömmu og sendi fréttamann á staðinn til að ræða við aðstandendur fórnarlambanna og var það bæði fróðleg frásögn og sorgleg um leið.  Aldrei hefur Sjónvarpinu þó dottið í hug að senda fréttalið, hvorki til Íraks eða annarra landa, þegar aðrir fremja sambærileg voðaverk.

Nú er spurning hvort Sjónvarpið sendir ekki töku- og fréttalið til Pakistan, til þess að sýna okkur hvernig fólkinu þar líður eftir þessa árás og hvernig það mun geta tekist á við lífið í framhaldinu.

Ekki væri verra að fá myndir af árásinni, afleiðingum hennar og ferð sjónvarpsmanna á Wickileaks.


mbl.is Saklausir borgarar sagðir hafa fallið í árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Það er yfirleitt (og nokkuð skiljanlega) lögð meiri áhersla að afhjúpa grimmdarverk innrásarherja og hernámsafla en andspyrnu gegn þeim þótt jafn grimmileg geta verið.

SeeingRed, 13.4.2010 kl. 19:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í Írak er ekki verið að berjast gegn innrásarhernum lengur, nema svona þegar hann liggur vel við.  Þar eru fyrst og fremst Írakar að sprengja hvern annan í loft upp.  Nú eru Bandaríkjamennirnir að aðstoða innlend stjórnvöld við að uppræta öfgahópa af báðum aðaltrúarhópunum, sem sprengja upp heilu útimarkaðina, þar sem tugir og jafnvel hundruð Íraka farast, en engir Bandaríkjamenn.

Í Pakistan er ekkert erlent herlið, þannig að þar eru það alfarið pakistanar sem eru að drepa pakistana. 

Afleiðingar voðaverkanna eru ekkert minni eða mildari, þó kaninn kasti ekki sprengunum eða skjóti af byssunum.  Sorg aðstandenda er sú sama og efnahagslegar afleiðingar fyrir fjölskyldurnar eru ekki minni.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2010 kl. 21:25

3 Smámynd: SeeingRed

Því er ég alveg sammála, byssukúlur og sprengjur fara ekki í manngreiningarálit. Vonadi tekst einhverntímann að vinna bug á stærsta vandamálaskapandi fyrirbæri heimsbyggðarinnar, " The Military Industrial Complex ".

SeeingRed, 13.4.2010 kl. 22:21

4 identicon

það er ýmislegt óhugnanlegt sem við fáum ekki að heyra um eða sjá í fréttamiðlunum, hér er linkur fyrir þá sem hafa áhuga á ástandinu í Írak.

http://www.xs4all.nl/~stgvisie/VISIE/extremedeformities.html en þetta er EKKI FYRIR VIÐKVÆMA !!!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 22:38

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í stríði gerist allt frá hetjudáðum til óhæfuverka, alveg á sama hátt og að við erum ekki öll þjóvar þó þeir séu óþarflega margir nú um mundir. 

Eftir að hafa horft á þetta myndband þá er ljóst að herstjórnin þarna hefur þurft að svara til saka vegna orða og háttarlags strákanna í þyrlunni.  En þar gildir nákvæmlega það sama og um borð í Íslensku fiskiskipi að komi eitthvað fyrir þá þegir skipshöfnin öll sem einn. 

En í stríði er öruggara að vera fyrri til, vilji maður segja frá.  En í þessu stríði voru engir siðir, þökk sé trúarbrögðum,  það voru stærstu mistök bandamanna í þessu stríði að skilja það ekki fyrir fram. 

Það var og ólán að ein með verstu forsetum Bandaríkjanna skyldi endilega þurfa að vera við völd á þessum tíma.   En þannig gerist og líka hér, að á örlaga tíma, þá þurfum við endilega að fá yfir okkur verstu stjórn Íslandssögunnar.   

Höfuð mistökin voru samt þau að klára ekki Persaflóastríðið og sækja karlinn þá þegar, því hefði það verið gert þá væri ekkert utanað komandi stríð þar núna.  man einhver hvervegna það var ekki gert?   

Hrólfur Þ Hraundal, 13.4.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband