13.4.2010 | 12:26
Bankastjórarugl
Eftir Sigurjóni Árnasyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans, er eftirfarandi haft í tengslum við húsnæðislán bankanna: En hvað áttirðu að gera? Þegar kerfið er hannað þannig að ef þú ferð í viðskipti þá ertu læstur næstu 40 ár. Hvað áttu að gera? Og þú bara ferð út í vitleysuna líka. Og ég var alltaf hissa á að Moodys sögðu ekki við mann: Eruð þið klikkaðir? Ég var alltaf að vona að þeir mundu setja eitthvert vit í galskapinn.
Þessi yfirlýsing bankastjórans er með algerum ólíkindum, því hann segist hafa vitað fullvel, að húsnæðislán bankanna væru tóm vitleysa, væntanlega vegna þess að þeir voru að taka nokkurra mánaða lán sjálfir og endurlána þau svo til allt að fjörutíu ára. Einnig segir hann að hann hafi alltaf verið að vonast til að matsfyrirtækið Moody's hefði vit fyrir bankamönnunum og kæmi einhverju viti í galskapinn.
Þetta er einnig athyglisvert í ljósi þess að hann vissi líka hvað erlendu lánin væru stórhættuleg fólki, eða eins og hann saði sjálfur: En samt gerðist það af því að eftirspurnin var orðin svo gríðarleg. Þegar fólk er að kvarta yfir að það hafi fengið erlend lán og að þeim hafi verið otað að þeim, það er haugalygi.
Fyrst Sigurjón vildi láta Moody's hafa vit fyrir bönkunum vegna húsnæðislánanna, því höfðu bankarnir ekki vit á því að bjóða alls ekki upp á erlend lán til fólks með tekjur í krónum?
Fyrst enginn hafði vit fyrir Sigurjóni og félögum, og þeir gerðu sér grein fyrir heimsku sinni, áttu þeir að beita því litla viti sem þeir höfðu, til að yfirgefa stóla sína og láta þá eftir til hæfari manna.
Húsnæðislánin voru tómt rugl" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurjón "icesafe" Árnason segir að húsnæðislán bankanna árið 2004 hafi verið algjört rugl vegna lágra vaxta. En sama manni finnst ekki rugl að hafa þegið 35 milljóni á mánuði í laun árum saman, hvorutveggja eflaust álíka slæmt fyrir bankana, en hvert er siðferði þessa sama Sigurjóns ´Rnasonar í dag ?
Skarfurinn, 13.4.2010 kl. 12:33
Siðblindir menn geta ekki sýnt neitt siðferði. Það á við allar glæpaklíkurnar sem áttu og stjórnuðu bönkunum og ollu hruninu og þáðu fyrir það há laun, arð og ýmsar aðrar illa fengnar greiðslur. Þessir menn urðu ekki tugmilljarðamæringar á sparseminni einni saman á örfáum árum.
Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2010 kl. 12:46
Hver ákvað launakjör bankastjóra og annarra siðblindra manna. Dæmi: hvað réð því og hver samþykkti að laun Bjarna Ármanns færu úr 9 milljónum í 50 milljónir á mánuði. (fyrri talan var vel í lögð að mínu mati svo ekki sé sterkara tekið til orða). Hver réð því og samdi þann furðulega samning við Lárus Welding að hann fengi 300 milljónir bara fyrir að hefja störf ? Það er ekki nóg skýring að mínu mati að viðkomandi ráðningarsamningur hafi verið samþykktur á 35 mínútna stjórnarfundi. Á undan slíkum fundi fer fram vinna og undirbúningur ákvörðunar.
Það er ekki óalgengt að fólk í fullri vinnu hafi svona í kringum 4 milljónir á ári í laun. Þetta gerir 208 milljónir yfir starfsævina miðað við að viðkomandi byrji að vinna fullan vinnudag 18 ára og hætti við sjötugt. Lárus fékk meira en ævilaun venjulegs Íslendings fyrir það eitt að hefja störf hjá fyrirtæki.
Jón Óskarsson, 13.4.2010 kl. 14:02
Til þess að siðblindir eigendur bankanna gætu farið sínu fram, þurftu þeir að hafa siðblinda starfsmenn í sinni þjónustu. Þeir voru búnir að búa sér til slíkan óraunveruleikaheim, að hundrað milljónir króna voru ekki háar upphæðir í þeirra huga, enda þótti ekki tiltökumál að lauma einum og einum milljarði í eigin vasa, við gerð sýndarlánasamninga við gervifyrirtækin, sem þeir skráðu fyrir lántökunum úr bankanum "sínum".
Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2010 kl. 14:12
Skelfilegt.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.4.2010 kl. 15:23
Þessum mönnum hefur meira og minna tekist að rugla almenning svo varðandi stærðarhugtök eins og "milljón" eða "milljarður" að fólk, þar með talið blaðamenn, ruglast orðið á þessu þó þúsundfaldur munur sé á. Í Morgunblaðinu var í morgun fjallað um arðgreiðslur til gervimanna í útlöndum og þar ruglaðist blaðamaður í upphafi á 5,5 milljörðum eða 5.500 milljörðum. Lái honum hver sem vill.
Á einni sjónvarpsstöðinni var þáttur sem hét "Viltu vinna milljón". Það hefði þurft að senda út eitt þúsund slíka þætti til að koma út vinningum upp á einn milljarð. Ég nefni þetta svona til gamans til að menn átti sig svolítið á stærðunum sem þessum siðblindu bankaræningjum fannst hljóma eins smámynt.
Jón Óskarsson, 13.4.2010 kl. 16:08
Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2010 kl. 17:40
Það hlýtur að duga fyrir nokkrum diet kók :)
Þessa dagana eru í gangi hjá allavega 2 fyrirtækjum svokölluð "sms-lán" Þessi lán eru litin alvarlegum augum af félagsmálaráðherra og fleiri aðilum, en skv. skýrslunni frá í gær, þá eru sms-lán mun eldra fyrirbæri. Þau tíðkuðust þó nokkuð hjá æðstu stjórnendum og eigendum bankann. Ekki þurfti nema að senda eitt sms og fyrirgreiðsla upp á hundruði milljóna fór í gang.
Jón Óskarsson, 13.4.2010 kl. 20:05
Skyndilánafyrirtækin eru að lána allt upp í fjörutíuþúsund krónur til skamms tíma skilst manni, en alvöru sms-lán voru upp á milljarða króna, t.d. ef þurfti að kaupa lúxusíbúð í New York, snekkju á Florida, eða skíðahöll í Frakklandi.
Gallinn við smálánin er sá, að það þarf að borga þau til baka, en alvöru sms-lánin þurfti aldrei að hugsa meira um.
Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2010 kl. 21:29
Enda er það í eins með muninn á smálánunum og alvöru sms-lánunum og muninn á þessum 147 sem kallaðir voru fyrir nefndina, að þeir bera ekki neina ábyrgð, en restin af þjóðinni situr uppi með skaðann og þarf að taka á sig alla ábyrgðina á bankaráninu.
Jón Óskarsson, 13.4.2010 kl. 22:09
Það er nefninlega málið, að sá rændi situr uppi með skaðann, en bófarnir sleppa ótrúlega oft.
Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.