11.4.2010 | 18:51
Hvað ætti að valda óróa?
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, hvetur fólk til að halda ró sinni og stillingu við útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, en ekkert kemur fram um, hvað ætti að valda einhverri sérstakri ólgu, umfram það, sem verið hefur í samfélaginu vegna bankahrunsins og afleiðinga þess.
Stöðugt hafa verið að síast út fréttir af framferði eigenda bankanna og lánveitingum þeirra til sjálfra sín, sem voru svo geðveikislegar og lítið í ætt við viðskiptavit, að fólk hefur orðið agndofa vegna þeirrar siðblindu þessarar manna sem afhjúpast betur og betur.
Þó fólk sé ekki orðið ónæmt fyrir þessum fréttum, er engin ástæða til að almenningur hafi ekki meiri stjórn á sjálfum sér en svo, að hann fari að æða út á götur og torg með skrílslæti og uppþot, þó út komi skýrsla, sem setur þessar gjörðir allar í samhengi og hverjir séu ábyrgari en aðrir fyrir því hvernig fór.
Aðeins brot almennings hefur það hugarfar, sem þarf til að fremja glæpi eins og þá sem skýrslan mun vafalaust afhjúpa og því ætti að vera lítil hætta á, að fólk flykkist út á götur til að aflífa sökudólgana.
Fólk haldi ró sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta verður eins og með "fjallið sem tók jóðsótt" þetta og allt hitt sem átti breyta öllu,
1: Burt með stjórnina (Geirs Haarde) hverju breytti það ?
2: Kosningar ný stjórn, hverju breytti það ?
3: Burt með Davíð úr Seðlabankanum, hverju breytti það ?
4: Klekkja á Bretum vegna hryðjuverkalaga (Indefence) hverju breytti það ?
5: Eva Joly (???) hverju breytti hún ?
6: ORG hafnaði Icesave lögum, hverju breytti það ?
7:Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna Icesave, hverju breytti það ?
8: Og nú skýrslan mikla, hverju breytti hún ?
9:Allir fundirnir á Austurvelli, hverju breyttu þeir ?
OK sumt af þessu vakti kannski von á erfiðum tímum, en..
Held ekki að mikið gerist nema við útbreidda og almenna hugarfarsbreytingu hjá villuráfandi þjóð sem er búin að vera meira upptekin af Ytri Glæsileika en sterkum og manneskjulegum innviðum, en nú er tækifærið til að taka þessum hugarfarsbreytingum í stað þess að bíða eftir einhverjum "kraftaverkum"
Góðar Stundir
Kristján Hilmarsson, 11.4.2010 kl. 21:26
Sammála Kristjáni, óttast ekki að það verði mótmæli eða mótmæli yfir höfuð.
smg, 12.4.2010 kl. 07:18
Brennum bankana.
F.V. (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.