11.4.2010 | 14:08
Árni Páll enn að "útfæra"
Árni Páll boðaði það með miklum hvelli fyrir rúmum mánuði síðan, að hann væri að ganga frá frumvarpi til laga um að lækka höfuðstól allra erlendra bílalána niður í 110% af matsverði bifreiðar, breyta þeim síðan í verðtryggð lán með 15% vöxtum, en aðeins ætti eftir að "útfæra" hugmyndina nánar. Frumvarpið átti hins vegar að leggja fram í "næstu viku".
Stuttu síðar kom yfirlýsing frá Árna um að nú væri hann kominn í viðræður við bílalánafyrirtækin um erlendu lánin og gengju þær bara vel, en að vísu ætti eftir að "útfæra" lausnirnar á málinu, en von væri á niðurstöðu í "næstu viku".
Enn skeiðar Árni Páll fram á völlinn og segist búinn að vera í miklum og ströngum viðræðum við lánafyrirtækin, en þau hafi bara ekki efni á að afskrifa neitt, enda muni Deutse Bank stefna ríkinu, ef það neyði þessum afskriftum upp á sig, því það er þýski bankinn, sem á flestar kröfurnar og er þar að auki vanur því, að fá sín útlán endurgreidd og skilur ekki íslenska hugsunarháttinn um lántökur og endurgreiðslur þeirra.
Vænta má frumvarps frá Árna Páli í "næstu viku", þegar búið verður að "útfæra" hugmyndirnar.
Lög sett um bílalán náist ekki samkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hljómar allt voða vel,en hvað um alla sem voru langt komnir mað að borga sína bíla og höfðu vit á því að yngja ekki upp.Það er nefnilega súr skilaboð ef þeir sem tóku fáráðanlegar áhættur sleppi en ekki þeir hógværu.
Friðrik Jónsson, 11.4.2010 kl. 16:49
Já einmitt..alltaf sem snýr að úrlausnum fyrir almenning..getur bara beðið..tók ekki nema nokkra klukkutíma að redda 250 milljörðum til fjármagnseigenda rétt eftir bankahrun.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 11.4.2010 kl. 17:15
Friðrik, það er málið, þeim hagsýnu er alltaf refsað, en þeim óhagsýnu bjargað. Lærdómurinn, sem dreginn verður af þessu er, að aldrei skuli hugað að því, hvernig eigi að standa undir skuldum, því ef þú getur ekki borgað þær sjálfur, þá verða bara aðrir látnir borga þær.
Árni Páll á að vísu eftir að "útfæra" þetta nánar. Verður sennilega búinn að því í "næstu viku".
Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2010 kl. 17:42
Málið er bara að Árni Páll á að láta þetta vera og láta dæma í málinu,það er enginn skaði þó fjárfestingafélögin fari á hausinn allavega græt ég þau ekki,þau hafa leikið margann manninn grátt og eru samviskulaus.
Friðrik Jónsson, 11.4.2010 kl. 18:14
Kröfur lánafyrirtækjanna gufa ekki upp, þó þau verði gjaldþrota. Bústjóri þrotabúsins myndi halda áfram að innheimta.
Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2010 kl. 18:57
Auðvitað annað væri óeðlilegt,það sem ég er að tala um er að dæmt sé að tenging lána við erlenda gjaldmiðla sé ólögleg,ekkert að því að borga á réttum forsendum.
Friðrik Jónsson, 11.4.2010 kl. 19:25
Ekki er nú útséð ennþá um hvernig dómur Hæstaréttar fellur.
Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2010 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.