Ítrekaðar viðvaranir til skattsvikara

Í gær kom fram í fréttum að skattrannsóknarstjóri hefði fryst eignir tveggja auðmanna, sem grunaðir væru um skattsvik, enda hefði komið í ljós, að ýmsir, sem lægju undir grun, hefðu verið að skjóta eignum undan, t.d. með því að tæma bankareikninga "fyrir framan nefið á ríkinu".

Eins kom fram, að á næstu vikum og mánuðum myndu tugir slíkra kyrrsetninga verða framkvæmdar, til að byrja með yrði miðað við 50 milljóna króna skattundandrátt, en síðar yrðu kyrrsettar eignir vegna lægri upphæða. 

Vinnubrögðin við lagabreytinguna, sem gerir þessar kyrrsetningar mögulegar, eru ótrúlega einkennileg, en nokkra mánuði tók að velta henni í gegnum Alþingi, án þess að nokkur sérstakur ágreiningur væri um málið, eða eins og skattrannsóknarstjóri segir:  "Lagabreytingin sem gerð var nú í lok marsmánaðar og gerir embættinu kleift að frysta eignir hefði vissulega mátt koma fyrr, enda verið til umfjöllunar í þinginu í nokkur misseri. Vel hafi þó gengið að koma lagabreytingunni í gegn nú og samstaða ríkt um hana í þinginu."

Þessi langi aðdragandi að lagasetningunni var auðvitað tími, sem allir sem upp á sig vissu einhverja sök, eru búnir að koma öllum þeim eignum undan, sem mögulegt er og endurheimt þeirra verður því miklu erfiðari en ella.  Við síendurteknar aðvaranir yfirvalda, munu þessi unanskot eigna margfaldast og færast stöðugt neðar í upphæðum, enda margir mánuðir til stefnu.

Um þessa ótrúlega kauðalegu framkvæmd var nánar fjallað í gær, hérna


mbl.is Tollstjóri leitar eignanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtið að skattstjóri skuli ekki kunna öll trixin.  Sennilega einn hámenntaður.  Svona mannauður sem mikið er gert með. 

itg (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Seinagangurinn við að koma þessu í gegnum þingið er auðvitað á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, en ekki skattstjórans.  Hann vinnur eftir þeim lögum, sem um hann gilda, en samt finnst manni undarlegt að hann skuli vera með þessar yfirlýsingar um að eignir verði kyrrsettar næstu vikur og mánuði, því það ýtir við skattsvikurunum að koma undan eignum og undirbúa sig betur að öðru leyti.

Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2010 kl. 18:20

3 identicon

Þetta er auðvitað rétt hjá þér en í þessu tilfelli er það huggun harmi gegn að gjaldeyrishöftin hamla mjög flutningi eignanna úr landi. Því ætti, þó það geti orðið erfitt, að vera hægt að leita uppi eignirnar þó þær séu færðar til.

En auðvitað hlýtur að líka að vera svo að ef vitað var um einhverjar tilteknar eignir sem eru horfnar, þá hverfur skattskyldan varla, geri ég ráð fyrir. Þeir sem skulda mikla skatta og greiða ekki, verða væntanlega keyrðir í þrot. Öll gögn um það hvað var til á tilteknum reikningum á tilteknum tíma eru til. 

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 11:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Þorgeir, en það getur verið erfiðara að kyrrsetja "horfnu" eignirnar og peninga er hægt að geyma "undir koddanum" svo erfitt getur orðið að hafa uppi á þeim.

Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2010 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband