3.4.2010 | 19:50
Hvað varð um peningana?
Deutsce Bank hefur haft á sínum snærum sérstakt rannsóknarlið til að rannsaka hvað varð um alla peningana sem þeir lánuðu til íslensku bankanna og sérstaklega er verið að kanna þátt bankastjóra og eigenda Landsbankans.
Áður hafa borist fréttir af því að breska efnahagsrannsóknardeildin hafi að eigin frumkvæði hafið rannsókn á starfsemi íslensku bankanna og sé nú komin í samstarf við Sérstakan saksóknara, þannig að því fleiri aðilar sem rannsaka svikamilluna sem viðgekkst í banka- og útrásarsukkinu, því meiri og betri von er til þess að hendur verði hafðar í hári þessara svikara, hvar sem þeir reyna að leita skjóls í heiminum.
Ekki er að undra, að erlendar lánastofnanir skuli ekkert skilja hvert peningarnir þeirra fóru, því heildartap íslensku bankanna nemur einhversstaðar á bilinu 5000 - 8ooo milljarðar króna og varla hafa útrásarsvindlararnir tapað því öllu í fáráðlegum fjárfestingum, heldur hljóta að vera talsverðar líkur til þess að einhver hluti þessarar gífurlegu fjárhæðar hafi ratað í banka- og skattaparadísir veraldarinnar.
Vonandi greiðist úr þessari flækju allri fljótlega, svo biðtími banka- og útrásarsvindlara eftir afplánunarplássum fari að styttast.
Rannsaka Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum líka alveg átta okkur á þeim góðu verkum sem að andstæðingar Icesave hafa innt af hendi fyrir þjóðina.
það má alveg gefa sér það að Svavarssamningurinn hefði getað orðið fordæmisgefandi í þessu máli og Rískissjóður því gerður ábyrgur fyrir sem Deutsche bank hefur tapað á Landsbankanum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.4.2010 kl. 20:11
Ég myndi reyndar telja að svo hefði aldrei getað farið, þar sem allt aðrar reglur gilda um lánastarfsemi en bankainnistæðurnar. ESB tilskipunin gerir ráð fyrir að til séu í hverju landi tryggingasjóðir fyrir innistæðueigendur og fjárfesta, en sá sjóður nær ekki yfir almenna lánastarfsemi, allra síst milli bankastofnana.
Þannig að ríkissjóður hefði aldrei getað orðið ábyrgur fyrir þessum töpum, enda voru þetta allt einkabankar og koma skattgreiðendum ekkert við, frekar en Icesave.
Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2010 kl. 20:21
Já það er einmitt þess vegna sem að Svavarssamningurinn hefði getað orðið fordæmisgefandi. Íslenska ríkið viðurkennir sína ábyrgð á Icesave og þar með starfsemi einkabankans Landsbankinn, erlendis.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.4.2010 kl. 20:25
Það er náttúrlega rétt, að fordæmið hefði getað orðið hroðalegt. Að samþykkja ríkisábyrgð og að skattgreiðendur myndu greiða vextina voru skelfileg mistök, sem verður að hafna í nýjum samningum. Ennþá betra væri að hafna algerlega nýjum samningi.
Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2010 kl. 20:35
Það þarf enginn að segja mér það að Þjóðverjar geti ekki knúið eitthvað fram, án þess að hafa til þess lagalegar heimildir eða rök, frekar en Hollendingar og Bretar. Þannig að núna er þörf sem aldrei fyrr að stíga varlega til jarðar og eins gott að ábúendur í Kattholti, fari að vakna af sínum ESB-draumi og fari að standi í lappirnar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.4.2010 kl. 20:39
Björgólfsdólgarnir eiga fulgu fjár einhversstaðar í útlöndum,þeir hafa valdið íslensku þjóðinni óbætanlegum skaða. Og icesave málið sem litli dólgurinn sagði að yrði ekkert vandamál. Hvað hefur það mál gert okkur.Það er mikið að marka þessa dólga.
Hamarinn, 3.4.2010 kl. 20:40
Björgólfsfeðgar, ásamt hinum banka- og útrásardólgunum, hafa stórskaðað þjóðfélagið og svo var það einnig stórskaðlegt, bæði af fyrri og núverandi ríkisstjórnum, að láta kúga sig til að samþykkja fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga, því erfiðara verður að losna undan þeim aftur.
Ekkert nema samstaða þjóðarinnar, sem hún sýndi vel í þjóðaratkvæðagreiðslunni, mun verða til þess að losa okkur við ofbeldisseggina.
Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2010 kl. 20:50
Sælir piltar
Já með þessa útrásarvíkinga og stjórnmálamenn þeir hafa sennilega haldið að almenningur væri svo heimskur að þau gætu látið okkur borga hvað sem er,Nú má byrja með nítt borð að beðni Breta og hollendinga eins og ekkert hafi í skorist,
Nítt borð hvað skilja þessir kúgarar og aðstoðarpakkið á íslandi að við eigum ekki að borga það sem við höfum ekkert lán fengið og steingrímur fagnar að kannski geti verið hægt að ræða saman eftir páska, Hvað er að þessu Íslenska ríkisstjórnarpakki er ekki komið nóg þjóðin er búin að seiga það sem þarf.(BURT MEÐ ÞENNAN ÓÞVERA OG´HLEKKJA ÞESSA ÚTRÁSARVÍKINGA) Takk fyrir nú er komið nóg.
Jón Sveinsson, 3.4.2010 kl. 22:11
Það átti aldrei að reka eða henda út stjórnendum gömlu bankanna. Í stað þess að þeir hentust allir úr landi yfir í glæsivillur sínar erlendis og hefðu þaðan greiðan aðgang að sínu stolna fé, átti að loka þá inni í bönkunum upp á vatn og bónusbrauð.
Þeim sem tóku þátt í að skipuleggja glæpinn og frömdu hann, hefði nægt að gefa þrjá mán. til að afhenda dómara upplýsingar um hvað varð um andvirði 20 flugmóðurskipa (Bandaríkin eiga 14) Enginn frestun fengist, á 91.degi yrði sá fyrsti skotinn og síðan einn á dag. Ef svo hefði verið gert, væri öll heila drullan nú prentuð á klósettrúllur og við hefðum enga þörf á Evum né sérstökum blaðabunkateljurum.
Dingli, 3.4.2010 kl. 22:17
Hinir saklausu Björgólfar eru með reikninga í Rússlandi,Monaco,Frakklandi og víðar, þar er nánast allur hluti þýfis þeirra geymdur, hinir aumingjarnir Jón Ásgeir Tortóli og restin af landráðahyskinu er með sitt þýfi aðalega á eyjaklasanum og Lux. þúsundum milljarða var stolið og komið fyrir á lokuðum reikningum þessara aumingja, sem nú njóta lífsins sem aldrei fyrr, þrátt fyrir uppsett sviðsett grátviðtöl í eigin fjölmiðlum, það er partur af leikritinu. Vonandi hjálpar þetta og flýtir fyrir að þýfið finnist og skili sér á þá staði sem féð á heima, síðan ber að refsa þessu hyski grimmilega og öllum þeim sem aðstoðuðu fíklana í glæpaverkum sínum, en sú saga gengur nú að flokkur manna búi sig undir að taka í taumana með afgerandi hætti, standi yfirvöld og lögregla sig ekki í stykkinu gagnvart þessum glæpamönnum, það er gott mál og vert að styðja:)
Óli (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 22:31
Mikið vona ég að þjóðverjarnir komist að hinu sanna í þessu máli og finni peningna.
nonni (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 22:46
Það er engin hætta á öðru en að hinir földu fjársjóðir finnist. Sérstakur saksóknari, Eva Joly, þeir ensku og þýsku munu finna þetta allt saman, en það tekur bara sinn tíma.
Það er aldrei réttlætanlegt að "einhver hópur" taki lögin í sínar hendur. Dómskerfið mun sjá um það.
Axel Jóhann Axelsson, 3.4.2010 kl. 23:02
Dómskerfi sem sakfellir og dæmir með hraði samlokuþjóf úr 10/11 í mánaða fangelsi, en hróflar ekki við milljarða þjófnuðum, er ekki dómskerfi , heldur spillt kerfi hannað og keypt af stór-glæpamönnunum sjálfum, það liggur í augum uppi.
Óli (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 23:57
Óli, láttu þér ekki detta í hug að rannsóknartími og málaflækjur séu sambærilegar í samlokuþjófnaðarsönnun og banka- og útrásarglæpasönnun.
Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2010 kl. 00:07
Smáglæpamenn eru oftast settir í gæsluvarðhald meðan rannsókn stendur yfir, en þessir níðingar ganga enn lausir og eru enn á fullu í sukkinu og að eyða gögnum.
Hamarinn, 4.4.2010 kl. 00:19
Á tölvuöld er hægt að rekja allar slóðir, en það tekur sinn tíma. Eva Joly sagði að fólk þyrfti bara að sýna þolinmæði, en þetta kæmi allt í ljós með tíð og tíma. Það tók hana sjö ár að leysa úr franska olíuhneykslinu, en á endanum fóru höfuðpauranir í steininn.
Á meðan málin eru í rannsókn, er auðvitað um að gera að sýna t.d. Bónusfeðgum stuðning sinn með því að efla alla verslun við Bónus.
Axel Jóhann Axelsson, 4.4.2010 kl. 00:26
Hverja eigum við að versla við? Krónuna með Jón Helga Guðmundsson útrásarvíking sem eiganda?
Eiga Bónusskepnurnar eitthvað lengur í högum?
Hamarinn, 4.4.2010 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.