31.3.2010 | 14:23
Skattabrjálæðið ekki runnið af ríkisstjórninni
Skattabrjálæðið sem heltók ríkisstjórnina strax við myndun, hennar hrjáir hana ennþá og ekkert lát er á nýjum og nýjum sköttum, sem spretta út úr brengluðum hugarheimi hennar.
Allir skattar sem til voru þegar stjórnin tók við, hafa verið hækkaðir og fjöldi nýrra bæst við og þegar köstin gera vart við sig, spretta fram nýjir skattar með ótrúlegustu nöfnum, nú síðast hækkun á "flugverndargjaldi" og nýr "farþegaskattur", sem leggjast á hvern mann, sem bregður sér af bæ og fer um Keflavíkurflugvöll.
Fyrir var flugvallarskattur, sem líka leggst á hvern farþega og til að fela hækkun á farþegaskatti er bara bætt við fleirum, svo minna beri á þessum hluta skattabrjálæðisins. Það kemur hins vegar út á eitt fyrir ferðalangana, hvort skatturinn er einn, sem lagður er á þá, eða þrír, fjórir eða fimm.
Ef ekki væri væri um svo alvarlega hugarfarsbrenglun að ræða, eins og hrjáir þessa ríkisstjórn, þá liggur við að hægt væri að dást að ímyndunaraflinu, sem þessi fyrsta "hreinræktaða vinstri stjórn" býr yfir í þessum efnum.
Sem betur fer er Indriði H. Þorláksson, skattameistari stjórnarinnar, kominn á eftirlaunaaldur og hlýtur að fara að snúa sér að eigin áhugamálum í ellinni, sem vonandi koma ekki jafn illa niður á almenningi og órarnir, sem hann og Steingrímur J., lærlingur hans, eru haldnir í störfum sínum.
Þjóðin á það skilið að Indriði H. fari að njóta elliáranna og reyndar Steingrímur J. líka, þó yngri sé.
Sérstakt farþegagjald lagt á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hva - munar mann mikið um að borga 300-600 krónur á ári til Ríkissjóðs ef þeir ná þannig inn 2,5 milljörðum og geta þá kannski drullast til að láta mann í friði á öðrum vígstöðvum? (-:
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 14:47
Bíddu nú við, hefur þú verið látinn í friði á öðrum vígstöðvum? Hvað um tekjuskattinn, virðisaukaskattinn, bensínskattinn, kolefnisskattinn, rafmagnsskattinn o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv.
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 14:54
Það er nú óþarfi að fara á límingunum vegna þessara smáaura á hvern haus! Hver kom þessu flugverndargjaldi á, sem nú er hækkað um heilar 330 krónur? Hverjir skyldu yfir höfuð vera arkitektar flugvallaskattanna? Þínir menn kannski? Ekki veit ég það. Mín vegna má Kristján Möller alveg fá þessa aura í kassann. Ekki veitir af. Það var víst svo lítið í honum eftir hrunið!
Björn Birgisson, 31.3.2010 kl. 15:01
Það má ekki gleyma því að svo leggst líklega virðisaukaskattur ofan á þetta. Þessi hækkun þýðir um 2000kr hækkun á ferðalaginu fyrir hvern farþega.
Alltaf hægt að segja þetta er bara 330 kr Björn! Ekki gleyma vsk hækkuninni og kolefnisskattinum sem eru búnir að leggjast á flugmiðann í stjórnartíð Skattgríms Joð. Margt smátt gerir eitt stórt. Ef allar þessar litlu hækkanir ríkisstjórnarinnar eru lagðar saman þá er þetta orðin ágætis upphæð sem almenning munar um.
The Critic, 31.3.2010 kl. 15:23
The Critic, VSK ofan á þetta? Nei, það held ég ekki. Það er nú bara þannig að þessi gjöld, sem við getum kallað flugvallarskatta, eiga sér langa sögu og það er ekkert óeðlilegt að stundum þurfi að aðlaga þau að breyttu verðlagi í landinu. 2000 kall? Ekki veit ég hvernig þú finnur það út. Mér sýnist hækkunin vera 330 + 150 = 480 krónur. Smáaurar.
Björn Birgisson, 31.3.2010 kl. 15:34
Ég ætla nú ekki að væla yfir þessari hækkun sem tengist flugvernd því jú við vitum það að í flugheiminum eru gjörbreyttar aðstæður frá því var og miklar kröfur eru gerðar á alþjóðavettvangi varðandi öryggi farþega. Það er alltaf að aukast vopnaleit á farþegum og skimun á farangri til að tryggja besta öryggið sem kostur er á, því má um kenna hreyðjuverka víðs vegar um heiminn., Það þurfti nú bara einn bjána þarna rétt fyrir jólin sem reyndi að sprengja flugvél í Bandaríkjunum svo að allt "airport security" yrði aukið við hér heima. Það þarf að greiða þeim laun líka sem vinna í flugverndinni hér á landi, er það ekki !!
Helga B. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 15:46
Það er ekki að spyrja að stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar, þá munar ekkert um smáaurana, jafnvel þó þeir safnist saman og myndi dágóða upphæð að lokum. Nýjir og nýjir skattar kalla á aukinn kostnað við innheimtu, því það þarf að bóka þá alla sérstaklega og greiða hvern fyrir sig og innheimtukerfi ríkissjóðs þurfa svo að bóka þá alla, hvern fyrir sig og allt kallar þetta á aukinn kostnað. Kannski er þetta hugsað sem atvinnusköpun.
Í þessu tiviki hefði verið einfaldast að hækka flugvallarskattinn og láta hann ná yfir alla hina skattana, enda var hann hugsaður þannig upphaflega, hann átti að ná yfir allan kostnað vegna farþega sem færu um völlinn.
En, ef hægt er að flækja kerfið, þá er það alltaf valkostur vinstri manna.
Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2010 kl. 17:04
Reyndar er þeim vorkunn að ákveðnu leyti þar sem verið er að reyna að viðhalda tröllvöxnum atvinnuleysisgeymslum hins opinbera hægri kommúnista sem þeir hrófluðu upp á ótrúlegum 20 ára vitleysisferli sem loks rúllaði á hausinn og ekki seinna vænna. Skólakerfið sem þessir hálfvitar stjórnuðu er enn á fullu að framleiða fræðinga og spekúlanta upp í löngu fullmettað kerfi og atvinnuleysisgeymslur. Það er erfitt og tekur tíma að snúa slíku geðveikiskerfi við. Með kveðju, BF.
Baldur Fjölnisson, 31.3.2010 kl. 19:46
Axel Jóhann Axelsson segir: "Nýjir og nýjir skattar kalla á aukinn kostnað við innheimtu, því það þarf að bóka þá alla sérstaklega og greiða hvern fyrir sig og innheimtukerfi ríkissjóðs þurfa svo að bóka þá alla, hvern fyrir sig og allt kallar þetta á aukinn kostnað."
Að baki þessarar setningar liggja mikil vísindi, sem ekki hafa komið fram áður. Sum sé þau að skatta megi ekki leggja á vegna mikils bókhalds hins opinbera og kostnaðar við það! Þú ert greinilega ekki mikill rekstrarmaður, minn kæri.
Ríkið ber engan kostnað af innheimtu flugvallaskatta. Ferðaskrifstofurnar og flugfélögin vinna það verk fyrir ríkið, því að kostnaðarlausu.
Þér líka Axel, en þér til góða.
Á sama hátt innheimtir atvinnulífið VSK fyrir ríkið því að kostnaðarlausu.
Þér líka Axel, en þér til góða.
PS. Af hverju lætur þú eins og vinstri öflin ein leggi á skatta? Þú veist miklu betur. Djöfulgangurinn í ykkur hægri mönnum þessa dagana er svo brjóstumkennanlegur að maður getur ekki annað en brosað.
Björn Birgisson, 31.3.2010 kl. 20:06
Íhaldið sérpikkaði það alheiladauðasta hjá sér til að stjórna menntamálunum á súrrealískum 20 ára valdaferli sínum og við súpum seiðið af því. Þarf ekki að rannsaka það? Hverjir skröpuðu botninn til að grugga þessu drasli upp ? Og þetta botnskrap er enn að gjamma, furðulegt nokk. Hvað með geðúrræði ætti það ekki að stöðva þetta dót ???
Baldur Fjölnisson, 31.3.2010 kl. 20:18
Svona mikilll rekstrarmaður eins og þú Björn, veist líklega að vinna og kostnaður getur fallið til víðar en hjá hinu opinbera. Þú veist þá líka hvað mikil vinna er lögð í að halda utan um alla þá skatta, sem atvinnulífið innheimtir fyrir ríkið og þann kostnað sem því fylgir. Sá kostnaður leggst síðan á söluverðið, sem þú greiðir þegar þú kaupir vörur og þjónustu. Allt er þetta náttúrlega þér til góða, Björn.
Alltaf er gaman að sjá hvað vinstri menn eru jákvæðir út í skatta og skattahækkanir, sérstaklega ef þeir halda að þeir leggist á einhverja aðra, en þá sjálfa.
Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2010 kl. 20:38
Axel, minn kæri, getur þú ekki betur en þetta? Sjáðu til, vinstri menn eru nákvæmlega jafnmiklir skattamenn í þessu þjóðfélagi og þið hægri mennirnir! Sagan sannar það. Munurinn er sá að þegar vinstri menn leggja á skatta, fara þeir aldrei í grafgötur um nauðsyn þeirra, en þegar hægra liðið leggur á skatta, reynir það alltaf að sannfæra almenning um að í raun sé það að lækka skattana!
Svo verður margendurtekin lygin að sannleika í höfðum þeirra. Aðrir vita betur!
Þessi setning þín er bara fyrir sálfræðinga og félagsfræðinga, sérhæfða í ömurleika frjálshyggjunnar: "Alltaf er gaman að sjá hvað vinstri menn eru jákvæðir út í skatta og skattahækkanir, sérstaklega ef þeir halda að þeir leggist á einhverja aðra, en þá sjálfa."
Allir í þessu þjóðfélagi vita með mestu skattsvikarar landsins eru hægri menn með mikið umleikis. Ekki hinn almenni launamaður.
Björn Birgisson, 1.4.2010 kl. 21:11
Björn, sálfræðingur, vegna skattsvikaranna er auðvitað sjálfsagt að finna upp nýja og nýja skatta til að leggja á almenning. Það sjá allir að þú hefur alveg rétt fyrir þér þarna, það er miklu skynsamlegra heldur en að berjast gegn skattsvikum.
Þegar þú ferð svona djúpt í sálfræðina, hættir maður alveg að skilja, enda ekki neinn sérfræðingur í sálarlífi ykkar, sem alltaf finnst sjálfsagt að skattleggja "breiðu bökin", sem á endanum er alltaf sá hluti almennings, sem minnst hefur fyrir.
Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2010 kl. 22:08
Axel Jóhann, þú gefst ekki upp! Það er líka ágætt! Eru flugfarþegar, sem nú er gert að greiða 480 krónur að auki, breiðu bökin í þjóðfélaginu? Nei minn kæri, einhverjar íhaldskryppur leynast þó þar innan um. Gerðu mér nú glöggan greinarmun á skattaálögum vinstri manna og hægri manna síðustu þrjá áratugina í þessu landi. Getur þú það?
Skattsvik vil ég uppræta. Takist það verða all margir Sjálfstæðismenn súrir og fáeinir aðrir.
Björn Birgisson, 1.4.2010 kl. 22:45
Björn, láttu nú ekki eins og þú hafir ekki tekið eftir öllu skattahækkanabrjálæðinu sem á þjóðinni hefur dunið síðan þessi ríkisstjórn tók við, fyrir utan alla nýju skattana sem hún er búin að finna upp.
Það hlýtur að vera óþarft að tíunda það allt saman enn á ný, þetta brjálæði hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni.
Eins veistu vel að það eru ekki bara Sjálfstæðismenn sem svíkja undan skatti, t.d. allir vinstri sinnuðu iðnaðarmennirnir sem vinna svart og stigna bæði undan virðisauka- og tekjuskatti. Skattsvik koma pólitík ekkert við, frekar en aðrir glæpir. Það ætti svona djúpvitur sálarrýnir eins og þú að vita.
Axel Jóhann Axelsson, 2.4.2010 kl. 00:33
Eitt hefur sannast eftir að vinstri menn tóku við stjórnkeflinu..
Þeir eru vinstri menn þegar kemur að skattlagningu en hægri menn þegar kemur að dekri við auðmenn !!
Þá eru hreinræktaðir hægri menn betri kostur af tvennu illu, þeir gæla aðeins við auðmenn.
Ég mun ALDREI kjósa vinstri flokkana aftur, ALDREI !!
Þvílíkir hræsnarar og 180 gráðu pólitíkur.
runar (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 11:10
Væri þá ekki bara fínt að vinstri menn borguðu þessa skatta alla fyrst þá munar ekkert um þá? Hefði ekki bara verið flott að vinstri menn öxluðu fyrsta icesave samninginn því hann var svo flottur og góður? Hver vill ekki geta stært sig af því að hafa tekið þátt í að draga þjóðina upp úr þeim efnahagslegu þrengingum sem hrjáðu hana? Þetta er líka spurning um prinsip. Nú berast fréttir frá USA um að í mars hafi orðið til 162000 störf. Hvað gerðu kanarnir til að svo mætti verða? Ég skal gefa vinstri mönnum vísbendingu: Skattar voru ekki hækkaðir!
Jon (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.